Þjóðviljinn - 28.09.1988, Page 14

Þjóðviljinn - 28.09.1988, Page 14
/í dag/ Glóruleysi í pistli mínum hér í blaöinu í gær vék ég að því aö það þyrfti engan að undra þótt drjúgan tíma hafi tekið að koma saman ríkis- stjórn á íslandi. Og þær eru bún- ar að vera nokkuð margar við völd þó að ekki sé litið lengra aft- ur en til lýðveldisstofnunarinnar. Fæstar þeirra hafa dáið eðli- legum dauða, þ.e. enst heilt kjör- tímabil. Það er ekkert við þessu að gera, segja menn, lýðræðið er nú einu sinni svo og er það ekki það stjórnarfar, sem við viljum búa við? Jú, mikið rétt, en á hitt verður ekki fallist, að óstööugt stjórnarf- ar sé óhjákvæmilegur fylgifiskur lýðræðislegra stjórnarhátta. Mesta ólán íslenskra stjórn- mála er hvað við skiptum okkur í margaflokkaog flokksbrot. Þó keyrði um þverbak við síðustu Al- þingiskosningar. Voru það ekki einir níu flokkar og samtök sem stloðu þá að framboðum? Gömlu flokkarnir fjórir, Kvennalistinn, Þjóöarflokkurinn, Flokkur mannsins, Borgaraflokkurinnog samtök Stefáns Valgeirssonar. Hvaða vit er í þessu fyrir þjóð, sem ekki er fjölmennari en ein smáborg úti í heimi? Svo margir flokkar hafa engan eðlilegan þjóðmálagrundvöll á að byggja. Menn búa sér bara einfaldlega til ágreiningsef ni og þegar svo er komið eru stjórnmálin orðin ein- berskrípaleikur. Þegar ég by rjaði að hafa af- skipti af stjórnmálum, þá innan við tvítugt, voru uppi þrjár megin stefnur í íslenskum stjórnmálum og á þeim byggðist flokkaskipun- in. Þessarstefnurvoru,-og nota ég þá orð Jónasar frá Hriflu - samvinnustefnan, sameignar- stefnan og samkeppnisstefnan og flokkarnir samkvæmt því þrír, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokk- urog íhalds-ogsiðarSjálfstæð- isflokkur. Síðarklofnuðu Komm- únistar út úr Alþýðuflokknum, af því að á milli bar um leiðir að markinu. Alþýðuflokksmenn vildu fara leið lýðræðis og þing- ræðis. Kommúnistumvarhún ekki föst í hendi. Síðar nálguðust þessir flokkar hvor annan nokkuð á ný en hafa þó aldrei getað vaxið með öllu frá gömlum og óskynsamlegum erjum. í áranna rás hefur málið einfaldast. í raun- inni eru ríkjandi stjórnmálastefnur hérlendis að- einsorðnartvær, félagshyggjan og frjálshyggjan. Hvaða glóra er í því að fylgismenn þessara tveggja stefna skipti sér í níu hópa? Hver hagnast á því? Eng- inn. Hvertaparáþví?Allir. Er ekki nluverandi ástand í íslensku atvinnu- og þjóðmálalífi órækust sönnun þessa? -mhg ÍDAG er28.september, miðvikudagurí tuttugustu og þriðju viku sumars, sjöundi dagur haustmánaðar, 272. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 7.28 en sest kl. 19.07. Tungl minnkandi á þriðja kvartili. VIÐBURÐIR Dáinn Þorsteinn Erlingsson 1914. Stofnað Fyrsta alþjóðas- amband verkalýðsins 1864. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50 ÁRUM England, Frakkland og Sovétr- íkin munu standa meðTekkósló- vakiu ef þýski herinn ræðst inn í landið. Boðskapur Englendinga til Hitlers áður en hann hélt ræð- una. Ferðalag Einarsog Héðins. Góður fundur á Sauðárkróki. Fundahöld í Húnavatnssýslu ó- framkvæmanleg vegna mænu- veikinnar. Guðni Egilsson múrari sjö- tugur. UM ÚTVARP & SJÓNVARP # Frá ísrael Rás 1, kl. 22.30 Fyrir skömmu var fluttur í Ríkisútvarpinu þáttur um ísra- elsríki en það er 40 ára um þessar mundir. Um þennan þátt sá Árni Sigurðsson. í þættinum var leitast við að varpa ljósi á söguna og þau atvik, sem leiddu til stofnunar fs- raelsríkis. Síðari hluti þessarar dagskrá verður svo fluttur kl.' 22.30 í kvöld. Um hann segir Árni: „Þetta verður almenn umfjöll- un, þar sem reynt verður að gefa fólki innsýn í ástandið í ísrael eins og það er nú. Fólk heyrir stöðug- ar fréttir af mannvígum en veit ekki hvað er að gerast á bak við tjöldin." Árni Sigurðsson ferðaðist um ísrael í sumar og ræddi þá við fjölmarga. Hvað segir þetta fólk um heimaland sitt og framtíð þess? Hver er t.d. staða kvenna í þessu ríki? Þá verður enn sem fyrr fjallað um samskipti íslands og ísraels og leiknar upptökur frá heimsókn Davíðs Ben Gurion hingað árið 1962. -mhg Örlaga- glíma Rás 2 kl. 4.00 og Sjónvarp kl. 21.20. Sovétmenn eiga nú á að skipa einu besta handboltaliði heims- ins. Allt um það fóru svo leikar, er íslenska landsliðið lék við Sovétmenn í Laugardalshöllinni þann 24. ágúst s.l., að íslendingar sigruðu með tveggja marka mun: 23 mörk gegn 21, óvænt úrslit og ánægjuleg. Og nú mætast þessar þjóðir aftur á ólympíuleikunum og er nú meira í húfi en nokkru sinni fyrr. Niðurstaðan frá 24. ág- úst gefur vonir um að úrslitin nú geti orðið tvísýn, takist íslending- um að sýna ýtrustu getu, en minna dugar heldur vart. Leiknum var lýst í beinni út- verður síðan sýndur í Sjónvarp- sendingu á Rás 2 kl. 4 í nótt og inu kl. 21.20 í kvöld. -mhg Einka- væðing Stöð 2, kl. 21.30 Hannes Hólmsteinn Gissurar- son heldur áfram með þjóðmála- þætti sína á Stöð tvö í kvöld. Að þessu sinni verður fjallað um „einkavæðinguna", sem svo er nefnd. Rakin verður þróun þess- ara mála bæði hérlendis og er- lendis og rökrætt um hana. Boð- að er að fjölmargir aðilar komi fram í þættinum en sérstaklega verði þó rætt við: Steingrím Ara Arason hagfræðing, Birgi Árna- son hagfræðing, Árna Vilhjálms- son prófessor, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarfulltrúa, Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, Davíð Oddsson borgar- stjóra og Jóhannes Nordal seðla- bankastjóra. Spurningin er hvort ekki sé farið yfir hleðslumörkin með slíku fjölmenni í hálftíma þætti? -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. september 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.