Þjóðviljinn - 08.10.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 08.10.1988, Qupperneq 1
Vaxtamálin Raunvextir lækka Breyttir vextir á ríkisskuldabréfum líklegir. Gagnrýni á launavístölu vísaÖ á bug, þar sem œtlunin er að ná verðbólgunni niður. Launavístalan ísmíðum íráðuneytinu og Seðlabanka „Boltinn er hjá bönkunum núna, en þeir eru ekki aðeins að tala um lækkun nafnvaxta heldur einnig raunvaxta, kannski um 0,5% eða 0,75%. Ég á von á því að það gerist öðru hvoru megin við þessa helgi. Síðan mun ég taka ákvörðun um vexti á ríkis- skuldabréfum í framhaldi af því, “ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. „Þetta er fyrsta skrefið, en við höfum lýst því yfir að við viljum taka þessa raunvaxtalækkun í skrefum á næstu fjórum til fimm mánuðum. Þetta var niðurstaðan úr við- ræðum við bankana,“ sagði Ólafur. Takmarkið væri að ná raunvöxtum niður um 3% á næstu fjórum til fimm mánuðum í takt við aðrar aðgerðir í efna- hagsmálunum. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún stefni að breytingum á grundvelli lánskjaravísitölu á þann veg að „launavístala" vegi í framtíðinni til helmings á móti framfærslu og byggingarvístölu. Ýmsir aðilar hafa lýst sig mót- fallna þessum breytingum, m.a. Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því, að þegar launafrysting verði afnumin, muni laun hækka umfram aðra þætti og skuldir, sem mældar verði eftir hinni nýju vísitölu. Aðspurður um þessa gagnrýni sagði Ólafur að sér þætti þessi umræða undarleg. „Það hefur varið krafa samtaka launafólks og margra annarra mjög lengi að lánskjaravísitala taki mið af launaþróun. Síðan þegar á að framkvæma þetta, rísa menn upp. Fyrst var sagt að launavíst- ala væri ekki til, nú væru menn hins vegar búnir að finna hana og farnir að reikna út að þetta sé óhagstæðara heldur en gamla lánskjaravísitalan, sem allir hafa bölvað. Við viljum tengja launa- viðmiðunina sterkar launagrunn- inum og síðan miðum við að ná verðbólgunni niður, þannig að slíkar vísitölubindingar verði óþarfar. Þess vegna eru þessar reiknikúnstir bara leikfimi." - En er eitthvað til í dag sem heitir launavísitala? „Já, menn geta búið sér til launavístölu og það er verið að ræða nú og athuga. Við höfum líka athugað möguleikann að þetta sé miðað við gengi og það er því boðið upp á tvo möguleika." - Og hverjir eru að vinna að því að skilgreina og búa til launavísi- töluna? „Það er verið að athuga það, bæði hér í stjórnarráðinu og Seðlabankanum. En ég skal ekki dagsetja það hvenær því verki verður lokið,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. phh Ríkisútvarpið Vonir bundnar við ný fyrirheit FjármálastjóriRÚV: Fjárhagsvandinn vegna vanefnda löggjafans og framkvœmdavaldsins. Stœrsti hluti skuldaRÚV er viðgreiðsludeild fjármálaráðuneytis „Ég held ég mæli fyrir munn flestra hjá stofnuninni þegar ég segi að vonir séu bundriar við þær yfirlýsingar sem menntamálaráð- herra hefur gefið varðandi ríkis- útvarpið og þann hug sem hann sýnir stofnuninni með þeim,“ sagði Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri RÚV þegar Þjóð- viljinn innti hann eftir við- brögðum við yfirlýsingum Svav- ars Gestssonar menntamálaráð- herra um eflingu RÚV. Hörður sagði tvo tekjustofna sem fram- kvæmdavaldið hefði tekið frá RÚV valda mestu um fjárhag- svanda stofnunarinnar. Tryggingastofnun ríkisins átti samkvæmt lögum að greiða RÚV afnotagjöld á sjötta þúsund elli- og örorkulífeyrisþega sem hafa undanþágu frá greiðslu afnota- gjalda. „Þessu var með laga- breytingu árið 1986 ýtt yfir á RÚV aftur og leiddi til 85 milljóna tekjutaps á ári,“ sagði Hörður. Vegna þess að sýnt þótti að RÚV yrði af auglýsingatekj- um með tilkomu fleiri útvarps- stöðva átti að tryggja RÚV tekj- ur af aðflutningsgjöldum útvarps og sjónvarpstækja. Þessi tekjul- iður var tekinn af útvarpinu á lánsfjárlögum fyrir árin 1987 og 1988 og varð útvarpið þar með af 200 miljóna tekjum á ári. Saman- lagt hefur löggjafinn og fram- kvæmdavaldið því haft um 285 miljóna árstekjur af ríkisútvarp- inu. Á fjárlögum fyrir þetta ár var stefnt að því að ná jöfnuði í rekstri RÚV. Til að ná þessu markmiði var samþykkt að heim- ila RÚV að hækka afnotagjöldin um 15% að raungildi á árinu. Að hálfu RÚV var því einnig lýst yfir að stefnt skyldi að 10% raun- hækkun auglýsingatekna á áfinu. Hörður sagði mikið vanta upp á Það er lítið í kassa útvarpsins. Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri RÚV segir slæma fjárhagsstöðu aðallega stafa af vanefndum löggjafa- og framkvæmdavalds. Mynd'.Þóm. að framkvæmdavaldið hafi staðið við sinn hluta í þessum efnum en gjaldahlið RÚV hefði hins vegar staðist áætlanir sem af væri árinu og auglýsingatekjur nálguðust 10% markið. Að sögn Harðar er stærsti hluti skulda RÚV við greiðsludeild fjármálaráðuneytisins eða hátt í 300 miljónir og þætti ekki með öllu óréttlátt að þessi baggi kæmi þarniður. í þingsályktunartillögu þeirri sem Svavar Gestsson var aðalflutnigsmaður að á Alþingi í vor væri spurt um möguleika þess að gera RÚV að sjálfstæðri stofn- un. Sagðist Hörður halda að það gæti orðið heilbrigt form á rekstri RÚV í stað þeirrar óvissu sem stofnunin hefði þurft að búa við undanfarin ár. Svavar Gestsson hefur ákveðið að skipa sérstakan vinnuhóp til að finna lausnir á vanda RÚV. Hörður sagðist vona að sá hópur ynni hratt og vel eins og ráðherr- ann hefði reyndar fyrirlagt. -hmp ísafjörður Rækju- flutningur hindraður Starfsfólk O.N.Ólsen kom í vegfyrir að Landsbanki íslands flytti á brott úr geymslum fyrirtœkisins 20-30 tonn affrystri rœkju Starfsfólk Niðursuðuverk- smiðju O.N.Olsen á ísafirði kom í gær í veg fyrir að Landsbanki íslands gæti tekið um 20-30 tonn af frystri rækju úr geymslu fyrir- tækisins og flutt úr bænum. Niðursuðuverksmiðjan var lýst gjaldþrota fyrir skömmu og á Landsbankinn 100% veð í þessari rækju sem hann hugðist flytja á brott. Starfsfólkið sem er enn á uppsagnarfresti fær ekki borgað- ar atvinnuleysisbætur á meðan og ekki er búist við að það fái borg- uð þau vinnulaun sem það á inni fyrr en í desember þegar ríkis- sjóður greiðir launin út, eins og venja er þegar gjaldþrotafyrir- tæki eiga í hlut. Að sögn Péturs Sigurðssonar formanns verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði vildi fólkið ekki láta sinn hlut af hendi baráttu- laust því það hefur með sinni vinnu skapað þau verðmæti sem eru í umræddum birgðum. Verkafólkið um 15 manns hafði búið sig undir að lögregla yrði til kvödd og bæri það burtu en til þess kom þó ekki. -grh Dilkakjöt Meiri sala Verðið lœkkar þegar niðurgreiðslur aukast „Við höfum orðið varir við að lambakjötsalan tók mikinn kipp eftir þessa verðlækkun. Ef salan verður áfram jafn góð endast okkar birgðir fram í nóvember," sagði Jón Magnússon sölustjóri hjá Búvörudeild Sambandsins. En eins og kunnugt er lækkaði lambakjöt um 11% í vikunni vegna aukinna niðurgreiðslna. Nú á lambalæri að kosta út úr búð 587 kr. kílóið en kostaði áður 652 kr.. Kflóið af hrygg lækkaði úr 601 kr niður í 541 kr. -sg Steingrímur J. Sigfússon Erfið innganga Steingrímur landbúnaðar- og J Sigfússon samgönguráð- herra segir í viðtali við Þjóðvilj- ann að afareðlilegt sé að innganga Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn hafi verið umdeild í flokknum. Kosningar hefðu vel komið til greina í stöðunni en hann trúi því ekki að nokkur maður, alla vega á landsbyggð- inni, hefði viljað horfast í augu við þær hræðilegu efnahagslegu afleiðingar sem hefðu hlotist af aðgerðarleysi stjórnvalda. Hinn nýi ráðherra hyggst beita sér fyrir stórátaki í jarðgangna- gerð um landið í samræmi við stefnu Alþýðubandalagsins. Hann segir landbúnaðarráðu- neytið langt í frá vera eintómt niðurskurðarráðuneyti og er bjartsýnn á nýjar búgreinar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.