Þjóðviljinn - 08.10.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 08.10.1988, Síða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Lánskjara- Eitt af því sem stjórnarflokkarnir urðu sammála um, þegar verið var að mynda núverandi ríkisstjórn, var að lánskjara- vísitalan skyldi endurskoðuð. Áherslan á þetta atriði var að sjálfsögðu mismikil hjá ríkisstjórnarflokkunum, en niður- staðan varð sameiginleg; Seðlabankanum skal falið að breyta grundvelli lánskjaravísitölunnar þannig að vísitala launa hafi helmingsvægi á móti framfærsluvísitölu og vísi- tölu byggingarkostnaðar, sem hafi fjórðungsvægi hvor. Jafnframt verði heimilað að velja viðmiðun við gengi sem lánskjaravísitölu. Samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórninni á þessi breyting að verða til að draga úr misgengi launa og lánskjara samhliða því sem sparifé er varið fyrir verðlags- breytingum." Það var í apríl 1979 að í gildi gengu ný lög um stjórn efnahagsmála. Almennt voru þau kölluð Ólafslög í höfuðið á Ólafi heitnum Jóhannessyni þáverandi forsætisráðherra. Með þeim var í fyrsta skipti leyft að verðtryggja fjárskuld- bindingar. Seðlabankanum var falið að birta vísitölur sem unnt væri að nota til að reikna út verðbætur jafnt á sparifé sem lánsfé. Á þessum tíma höfðu margir um það verulega miklar efasemdir að verðtrygging lánsfjár hefði heppileg áhrif á glímuna við verðbólguna. Sumir héldu því fram að verðtryg- gingin yrði til að auka mjög verðbólguna. En vantrúarmenn náðu sér ekki almennilega á flug í andófinu. Kannski vegna þess að ávöxtun hafði um langan tíma verið neikvæð og enginn maður með fjármálavit vildi eiga peninga sem rýrn- uðu mjög hratt að verðgildi jafnvel þótt vextir kæmu til. Menn kepptust við að breyta peningaeign sinni í steinsteypu eða önnur verðmæti. Sparnaður dróst saman vegna þess að sparifé í vörslu banka rýrnaði stöðugt. Menn, sem höfðu á unga aldri eignast dágóðan skilding á bankabók, komust að raun um að spariféð dugði varla fyrir sígarettupaka þegar til átti að taka. Verðtryggingin hafði það í för með sér að höfuðstóll, hvort heldur var um að ræða innistæðu eða lán, hélt verðgildi sínu, að skuldarinn þurfti að endurgreiða jafvirði þess, sem hann fékk að láni, og að sparifjáreigandinn gat tekið út jafnvirði þess sem hann lagði inn. En vandinn við verðtrygg- ingu er að ákveða við hvað á að miða verðbæturnar, hvernig á að mæla verðgildi peninga. Eðlilegast er að miða við sem flestar gerðir af þeim varningi og þjónustu sem hefur skipta- gildi. Lánskjaravísitalan, sem er reiknuð út frá framfærslu- vísitölu og byggingarvísitölu, spannar að þessu leyti býsna vítt svið. En að sjálfsögðu er hægt að þrengja, víkka eða breyta því á annan hátt og reikna út annars konar vísitölu. Á árunum 1983 og 1984 hækkaði verðlag miklu meira en laun. Upp kom misgengi launa og lánskjara og verðtryggðar skuldir húsbyggjenda og annarra hækkuðu mun örar en kauptaxtar. Til að standa undir afborgunum af lánum þurfti miklu stærri hluta launa en reiknað hafði verið með. Hjá mörgum skuldaranum, sem ekki hafði möguleika á að bæta enn við sig aukavinnu og drýgja þannig tekjurnar, kostaði þetta gjaldþrot og uppboð á þeim húseignum sem fólk var að reyna að eignast. Lánskjaravísitalan var ekki orsök þessa misgengis, held- ur það að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkks og Framsóknar, sem settist að völdum á miðju ári 1983 undir forsæti Steingríms Hermannssonar, ákvað að stöðva allar launahækkanir en leyfa verðlagi að hækka óhindrað. Misgengið var í rauninni fyrirfram planlagt. ( allri umræðu um verðtryggingu er án efa hollt að gera fullkominn greinarmun á annars vegar vísitölu, sem lýsir verðbreytingum en veldur þeim ekki, og hins vegar vísvit- andi aðgerðum stjórnvalda til að halda niðri kaupmætti launa. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ 1 Meira að tefla guðs um geim Maður verður hér og þar var við aukinn áhuga á öðru lífi. Nú síðast skýrði Tíminn frá því að Viktor Kortsjnoj stæði í miðils- skák við framliðinn ungverskan stórmeistara. Þeir eru búnir með þrjátíu leiki og Kortsjnoj hefur betra tafl. Sú frétt sýnist vísa mönnum beint á þá útskýringu á þrálátum áhuga manna á öðrum heimi sem er aðgengilegust og fyrst kemur upp í hugann: menn leita þangað af því að þeir þurfa þess með. Þeir þurfa til dæmis einhverja uppbót á þau vand- ræði, þá óheppni eða ósigra sem að þeim steðja nú og hér. Korts- jnoj er ekki lengur hættulegur keppinautur um skákkórónu heimsins - en hann getur kannski orðið skákmeistari andanna. Hinn íslenski draumur En margt fleira hangir á eilífð- arspýtunni eins og að líkum lætur. Eitt af því er sú gamla von íslendinga að þótt þeir séu fáir og geri ekki stór strik í veraidar- reikninginn, þá kunni þeir að luma á einhverju sem ekki er í vörslum hinna. Til dæmis gæti þeim dottið í hug að leysa lífsgátuna í eitt skipti fyrir öll. Það var einmitt þess vegna að hér á landi tóku menn mjög vel undir hugmyndir dr. Helga Pjet- urss á sínum tíma. En hann hélt því fram að við dauðann flyttu menn búferlum til annarra hnatta og héldu þar áfram að þroskast von úr viti. Hér var fædd íslensk heimspeki sögðu menn og voru mjög glaðir. Það auðveldaði mönnum líka að faðma framlífs- kenningar Helga, að hann færði þær í búnings orkutals, sem hljómaði eins og rammasta eðlis- fræði. Þar með gátu elskulegir og spéhræddir landar okkar sannfært sjálfa sig um að þeir hefðu losað sig við TRÚ og aðrar slíkar bábilj ur - þeir væru barasta að rannsaka með vísindalegum aðferðum allt það sem vísaði þeim sjálfum á tiltölulega þægi- legt eilífðarlíf Straumar koma saman Að vísu fór svo, að aðrar eilífð- arfreistingar urðu yfirsterkari hugmyndum þeim sem Helgi Pjeturss boðaði í Nýal og víðar. Hreyfing Nýalssinna hefur starf- að lengi, en hún hefur ekki látið mikið yfir sér. Það hlýtur því að vera áhugamönnum um íslensk- an sérleika nokkur upplyfting að heyra, að nú er upp komið nýtt félag, Félag áhugamanna um stjörnulíffræði (FÁS), sem hefur, að því er manni skilst, einsett sér að sanna hugmyndir dr. Helga Pjeturss með aðferðum spíritista. Og með því að spíritisminn hefur verið vinsælasta hamingju- hreyfing á íslandi allt fram á daga Lottósins í sjónvarpinu og löngu orðin rammíslensk í sínum töktum, þá hafa nú náð saman þeir andlegir straumar hérlendir sem einna líklegastir eru til að halda mannskapnum á floti nú á þessum myrku tímum trúleysis á handboltann, ullarútflutninginn og gjaldmiðilinn. Lítilþægnin undursamlega Að vísu er það svo, að þegar menn lesa sér til um hinummeg- insambönd, þá sest einatt að þeim undrun yfir því hve litlu þeir verða fegnir sem í þeim standa. Gott dæmi um þetta má finna í nýju hefti tímaritsins Mannlíf, sem hefur sent blaðamann á mið- ilsfund hjá Stjörnulíffræðingum i,,til að komast að hinu sanna“ eins og þar segir. Þetta sýnist vera ósköp elskuleg samkoma en ógn tíðindalaus. Þar kemur persóna úr Laxdælu og heilsar fundar- mönnum, enda gamalreyndur fundastjóri „að handan". Svo segja „gestirnir framliðnu" frá því aðspurðir, að vont veður hafi ekki áhrif á þá, og sé fundurinn í daufara lagi af öðrum ástæðum. Þá taka fundarmenn sér það fyrir hendur að sætta látna konu við dauðann. Svo eru stundaðar andalækningar með „blandaðri tækni“. Kvenréttindakona kem- ur að handan og lætur í ljós ánægju sína yfir kvennaþinginu í Osló. Boð koma um að „dýrðleg vera biði eftir því að komast í samband við fundinn en orkan væri tæplega nægileg“. Og svo framvegis. Ef að líkum lætur kemur þeim sem eitthvað hafa áður séð af skrifum spíritista um skilaboð að handan allt þetta kunnuglega fyrir sjónir. Eins og fyrri daginn líkjast skilaboðin einna mest þeim stjörnuspádóm- um um framtíðina sem nú eru meir í tísku en nokkru sinni fyrr: svo almennt orðuð að þau geta þýtt nánast hvað sem óskhyggjan vill. Og ekki þyrftu menn að reyna mikið á sig í skopstælingu til að fyrrnefndur fundur félli eins og flís við rass við óviðjafnanlega lýsingu Halldórs Laxness á mið- ilsfundi í Heimsljósi. En satt best að segja tekur því varla að jagast mikið út af því, nær að undrast eina ferðina enn þá hugkvæmni mannsins og sveigjanleik, sem einmitt á sviði eilífðarmála finnur alltaf leiðir til að gera óskina að þeim veruleika sem mark er tekið á Blaðamaðurinn frá Mannlífi stillir sig um að dæma um gildi þess sem hann sér og heyrir og er það náttúrlega mjög skynsam- legt. En hann rambar svo á niður- stöðu um allt þetta sem er jafn stórnsnjöll og hún er óhrekjandi. Hann segir: „Auðvelt er að finna sannleikann trúi maður á hann“. Það hefur aldrei verið neinn vandi að reisa mörg musteri hát- imbruð á slíkri forsendu. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, ÓttarProppé. Fróttastjórí: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: DagurÞorleifsson.GuömundurRúnarHeiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson. Siguröur Á. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristberguró. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof u st jóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSigurðardóttir., Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.