Þjóðviljinn - 08.10.1988, Page 8

Þjóðviljinn - 08.10.1988, Page 8
um. Nú veit Lord það mjög vel að til er „munnleg hefð“ sem er gerólík þeirri sem hann lýsic: kvæði eru t.d. ort í eitt skipti fyrir öll, síðan læra menn þau orðrétt og þannig ganga þau mann fram af manni án breytinga, kannske sem einhver „forn fræði“ og þá kannske líka með einhverjum „afbökunum“, þangað til þau gleymast - eða eru skrifuð upp. Klassískt dæmi um slíka hefð var að finna á Indlandi þar sem menn lærðu hin fornu kvæði þeim mun nákvæmar utanað sem þau voru á tungumáli sem ekki var lengur notað í daglegu lífi. Þetta leiðir Lord þó alveg hjá sér, og hann skilgreinir „munnlega hefð“ á al- veg nýjan hátt, þ.e.a.s. sem kvæðaflutning af því sama tagi og þeir Parry fundu í Júgóslavíu. Af þessu leiðir að það er ekki nema skilgreiningaratriði að þeir fé- lagar hafi samið kenningu sem skýri „munnlega hefð“ í þeirri merkingu sem þeir nota orðið - og gengur röksemdin reyndar í hring. En þá verður líka léttur vandinn að hoppa milli þessara tveggja merkinga orðanna og ganga út frá því að kenningin um „munnlega hefð“ eins og hún er skilgreind í riti Lords fjalli um „munnlega hefð“ í þeirri víðu merkingu sem þau orð hafa venjulega: þennan sófisma gerir Lord sig sekan um og svo virðist sem lærisveinar hans geri það jafnvel í enn ríkara mæli. Leit að snögum Þá er eftir síðasta atriðið í formgerð nýju bókmenntagrein- arinnar og það er að heimfæra kenninguna upp á það sem verið er að fjalla um, sem sé í þessu tilviki norræn fornkvæði, og boða hana sem e.k. lokaskýringu á þeim eða a.m.k. sem vísi að slíkri skýringu. En slíkt hefur verið gert undanfarin ár í stíl sem er jáfn einstrengingslegur og fiðla serbó-króatísku kvæðamann- anna og kom glöggt fram í nokkr- um fyrirlestrum í Spoleto. Eftir lofsorðin og alhæfingarnar er það einfalt mál: það þarf ekki að finna nema fáa snaga til að hengja kenninguna á, t.d. sýna fram á að í eddukvæðunum sé þó nokkuð af formúlum og endur- tekningum eins og í júgóslavn- esku söguljóðunum, og þá er hægt að halda því fram að þau hafi orðið til á sama hátt, - í ein- hverri síbreytilegri „improvisati- on“. Þess vegna sé rangt að tala um aldur einstakra kvæða - þau séu ekki eldri en frá þeim tíma þegar þau voru skrifuð upp eftir \ __________ Kveðskapur og kenningasmíð Er hægt að beita kenningum annarra fræða á fornnorrænan skáldskap? leikanum og Lord vill meina í riti sínu? Er rétt að segja að nýtt kvæði hafi orðið til í hvert skipti sem kvæðamaðurinn fór að kyrja með undirleik sinnar eins strengs fíðlu? ísmeygilegur sófísmi í þeirri formgerð nýrrar bók- menntagreinar, sem hér er verið að fylgja, er alhæfingin síðan seinni hlið lofgerðarinnar: í kenningunni á sem sé að vera Framhlið dómkirkjunnar í Spo- leto. fólgin allsherjarlausn „gátunn- ar“, og hafi Parry og Lord leitt í ljós hið eina og sanna lögmál „munnlegrar kvæðahefðar“ og sýnt hvernig hún er jafnan í raun og veru. Þegar fræðimenn fara að alhæfa út frá kenningu sem þeir hafa tínt upp úr fræðibókum í ein- hverri annarri grein, er stundum bent á að þeir hafi í rauninni mis- skilið kenninguna, því að höf- undurinn hafi sjálfur einskorðað rannsóknir sínar og kenninga- smíð við afmarkað efni og ekki ætlast til að þetta yrði útfært meira. En hvað Parry og Lord snertir er ekki um neinn misskiln- ing að ræða: þeir halda því sjálfir fram að þeir hafi leyst gátuna um „munnlega kvæðahefð" og hika ekki við að beita kenningunni á kvæði á öðrum stöðum og tímum. Þær spurningar sem kenningin vekur og raktar voru hér að ofan benda reyndar til þess að slík al- hæfing sé hæpin og a.m.k. ótíma- bær, en annað og verra er þó í spilinu: svo virðist sem sé að út- færsla kenningarinnar sé byggð á sófisma. Orðin „munnleg hefð“ eru eins og menn vita notuð um allt það sem er óskrifað og gengur manna á meðal í margvíslegum mynd- Þegar fræðimenn víða úr heiminum héldu sitt sjöunda fornsagnaþing í hæðum Úm- bríu til að ræða þar um nor- rænan miðaldakveðskap, dróttkvæði og goðakvæði og hetjuljóð eddu, voru aðeins tvö „opinber tungumál" leyfð í fyrirlestrum og umræðum, samkvæmt ákvörðun gest- gjafanna, sem sé enska og þýska. Svo kann að virðast, að þetta brot gegn þeirri gömlu hefð á fornsagnaþing- um að gera Norðurlandamál- unum jafnhátt undir höfði og „heimsmálunum" sé smá- vægilegt atriði og reyndar auðskilið þegar umræðurnar fara fram innan vébanda ít- alskrar miðaldastofnunar, en samt mætti segja að það hafi líka verið e.k. merki um miklu víðtækara ástand og kannske samnefnari fyrir hina ýmsu þætti þess. Á dagskrá fornsagnaþingsins í Spoleto var tvennt nefnilega nokkuð áberandi, sem stóð í viss- um tengslum hvort við annað og einnig við valið á „opinberu mál- unum“. Annað var lítil þátttaka Norðurlandabúa og takmarkað framlag. Frá þessu voru íslend- ingar þó heiðarleg undantekning, þótt sumir þeirra væru skráðir sem fulltrúar erlendra háskóla, því fjórir fluttu erindi á þinginu, Jónas Kristjánsson, Bjarni Guðnason, Gísli Sigurðsson og Helga Kress. Hins vegar áttu að- eins tveir fulltrúar norskra há- skóla að tala, hvorugur þeirra Norðmaður, og annar mætti auk þess ekki, og enginn Dani eða Svíi flutti fyrirlestur. Til saman- burðar má geta þess að fjórir full- trúar háskóla í Ástralíu voru á dagskrá þingsins, þótt einn þeirra væri að vísu ekki fæddur andfæt- lingur... Nú mætti segja að þetta væri heldur lítilfjörlegt mál ef tengslin við framlag Norðurland- abúa í fræðunum fyrr og síðar og við norræna hefð væru tryggð. En þá kemur til sögunnar seinna at- riðið, sem er kannske ekki eins auðvelt að festa hendur á og skýra með beinum dæmum, en það er e.k. undanhald hinnar gömlu og klassísku fílologíu og allrar þeirrar hefðar sem hún hvfldi á. Hluti af henni var t.d. víðtæk málaþekking - sem gerði það kleift að hafa mörg „opinber mál“ á þingum - og nákvæm þekking á textum og rannsóknum á þeim fyrr og síðar. Kenningasmíð Nú kynnu ýmsir að vefengja þetta síðara atriði og væru þeir vísir til að halda því fram á móti, að ekkert hefði látið undan og horfið af sjónarsviðinu nema þá gamlar og úr sér gengnar rannsóknaraðferðir, úrelt við- horf og afsannaðar kenningar, - nú væru fræðimennirnir í nútím- anum og ynnu að framvindu sinna vísinda í samræmi við kröf- ur hans. Til þess að átta sig á þessu er nauðsynlegt að líta á það sem komið hefur í staðinn fyrir fflólógíuna gömlu og þau vísindi sem henni fylgdu - því vitanlega hafa þau ekki skilið eftir sig neitt óuppfyllt tómarúm þar sem þau urðu undan að láta - og reyna að skilgreina það og meta. Þar sem rannsóknir á norræn- um fornbókmenntum eru stund- aðar víða um heim, frá Kaliforníu til Sidney og frá Reykjavík til Nýja Sjálands, eru viðhorfin fjöl- breytt og aðferðirnar líka, og vit- anlega er fílólógíska hefðin alls ekki horfin. En segja má að það sé þó einkum eitt sem hafi ýtt henni undan á flótta, og það er það sem ég vildi kalla einu orði „kenningaklambur“. Kom þetta fyrirbæri ekki aðeins við sögu á þinginu í Spoleto heldur hefur það verið útbreitt í norrænum fræðum undanfarin ár, - og ekki aðeins þeim, því að segja mætti að það hafi víða gegnsýrt rann- sóknir í alls kyns hugvísindum. í stuttu máli má segja að það sé fólgið í því að menn taka upp kenningar eða niðurstöður úr öðrum vísindagreinum, t.d. mannfræði, félagsfræði, bók- menntafræði eða einhverjum samanburðarbókmenntum og reyna að heimfæra þær upp á nor- rænar bókmenntir með því að finna alls kyns hliðstæður, sam- svaranir og slíkt. Þetta er áka- flega vinsælt verkefni í greinum eða fyrirlestrum af því tagi sem haldnir eru á þingum og ráðstefn- um, og má segja að þannig hafi komið upp ný bókmenntagrein: hún er í því fólgin að menn verja fyrst drjúgum hluta blaðsíðnanna eða tímans í að setja fram kenn- inguna og lofsyngja hana á alla kanta með miklum alhæfingum og fullyrðingum um að með henni sé gátan leyst og slá síðan fram í flýti nokkrum rökum og gjarnan sundurlausum fyrir því að hún eigi við um einhverja- þætti norrænna bókmennta (eða þeirra fræða sem verið er að fjalla um í það skipti) - og er rökstuðn- ingurinn því auðveldari sem lofið hefur verið meira. Er formgerð þessarar bókmenntagreinar mikil stoð fyrir þá sem þurfa að spinna upp fyrirlestrum á stuttum tíma. Það væri mikið mál að fjalla um allt „kenningaklambrið“ og vega það og meta og myndi auk þess æra óstöðugan. Þess vegna ætla ég í því sem hér fer á eftir að gera mér verkið auðveldara með því að fylgja reglum þessarar nýju bókmenntagreinar, - þótt for- merkin kunni e.t.v. að verða eitthvað á aðra leið: ætla ég að fjalla lítilsháttar um kenningu, sem mjög hefur verið vinsæl und- anfarin ár og kom nokkuð við sögu í Spoleto - Margaret Cluni- es Ross vitnaði til hennar í viðtali sem birtist nýlega hér á síðum blaðsins - og síðan athuga hvort hægt sé að heimfæra hana upp á norrænar bókmenntir. Kenning- in er ekki af lakara taginu: ef hún er rétt á hún sem sé að skýra hvernig eddukvæðin hafa orðið til - og gera mikinn hluta eldri kenninga úreltan. Kvæðaþulir í Serbíu Vandinn við allar rannsóknir á bókmenntum sem taldar eru hafa orðið til og varðveist í einhverri „munnlegri hefð“ var lengi sá, að fræðimenn höfðu sáralitla reynslu af því hvernig slík „hefð“ gat verið í raunveruleikanum. Til að bæta úr því dreif bandaríski Hómerskvæða-sérfræðingurinn Milman Parry sig af stað á fjórða áratug aldarinnar og hélt til Júg- óslavíu, þar sem hann átti þess kost að rannsaka söguljóðaflutn- ing ólæsra kvæðamanna: þessir menn spunnu upp langa kvæða- bálka, þar sem meginreglan var sú að hver ljóðlína átti að vera tíu atkvæði með braghvíld á eftir hinu fjórða, og því til stuðnings höfðu þeir eins strengs fiðlu, sem þeir léku á með boga. Kvæði þessara manna höfðu verið skrif- uð upp áður og stundum prentuð, en Parry varð fyrstur til að taka flutninginn upp á plötur og rann- saka gaumgæfilega í hverju listin var fólgin. Ásamt með lærisveini sínum Albert Lord komst hann að ýmsum merkum niðurstöðum sem Lord setti síðar fram í víð- frægu riti, sem nefnist „Sagna- söngvarinn" („The Singer of Ta- les“), og er kenningin síðan gjarnan við hann kennd. Grundvallarniðurstaðan - og kannske sú óvæntasta - varð sú, að kvæðamenn þessir sömdu söguljóðin um leið og þeir fluttu þau: þeir höfðu í kollinum útlínur sögunnar sjálfrar og síðan spunnu þeir smám saman upp í flutninginum ljóðlínu eftir ljóð- línu og þátt eftir þátt með því að nota fastar formúlur, orðasam- bönd sem lýstu ákveðnum pers- ónum eða atburðum og hægt var að fella óbreytt inn í kvæðið eða aðhæfa að breytilegu umhverfi með því að skipta um orð, og með því að taka upp ákveðin stef, þ.e.a.s langar frásagnir af atburð- um, sem var þá gjarnan lýst á svipaðan hátt og með keimlíku orðalagi og því hægt að flytja úr einu söguljóði í annað. Af þessari niðurstöðu leiddi síðan ýmislegt annað sem var líka nýstárlegt'.i Söguljóðið var samið upp á nýtt í hvert skipti sem það var flutt, þannig að alrangt var að tala um eitthvert „frumkvæði“ sem síðan væri flutt misjafnlega rétt og kannske afbakað, heldur var hver gerð þess sjálfstætt verk og sá sem flutti hana var höfundur. Þar sem kvæðin voru flutt í e.k. kaffihúsum, þar sem áheyrendur voru af ýmsu tagi og stundum nokkurt rót á þeim, voru þau gjarnan löguð eftir aðstæðum: efnismeðferðin gat farið eftir því hverjir hlustuðu og lengdin eftir undirtektunum, - ef þær voru góðar spann kvæðamaðurinn lopann. Parry og Lord héldu því fram að reginmunur væri á kvæðum sem samin væru á þennan „munnlega" hátt og hinum sem byggð væru á bóklegri hefð og ort af læsum skáldum og skrifandi. Síðan rannsökuðu þeir Hómers- kviður út frá þessum niðurstöð- um, og gátu þeir sýnt fram á að þau væru uppfull af formúlum eins og júgóslavnesku kvæðin og að mjög verulegu leyti keimlík þeim. Drógu þeir af því þá álykt- un, að í Grikklandi á dögum Hómers hefði verið við lýði sams konar hefð og í Júgóslavíu á þess- ari öld: hefðu kvæðamenn þar spunnið upp langa bálka með því að styðjast við söguþráð og fastar formúlur af ýmsu tagi og Hómer verið einn af þeim. Síðan hefði einhver tekið sér fyrir hendur að láta Hómer kallinn lesa fyrir Ili- onskviðu og Ódysseifskviðu um leið og hann spann þær upp... lofsyrðin spöruð, en þess.í stað skotið fram einni lítilli spurningu: Skyldi kenningin vera rétt að því er júgóslavnesku kvæðin snertir? Slík spurning er vitanlega í hæsta máta óviðurkvæmileg, - ekki síst vegna þess að ef menn freistuðust til að svara henni neitandi eða hún yrði til þess að lauma ein- hverjum efasemdum inn í kollinn á þeim, væri úti um framhaldið og þá er hætt við að bókmennta- ’greinin hryndi af sjálfu sér. En fleira býr einnig undir. Af ein- hverjum ástæðum hefur viðhorf manna til hugvísinda á síðustu árum þróast þannig, að þeim hættir til að taka með miklum efasemdum öllum rökum hinna gömlu og hefðbundnu greina eins og sögu og fílólógíu og spyrja þá gjarnan: Hvernig geta menn vit- að þetta, og vefengja jafnvel svarið fyrirfram. Ef hins vegar er vitnað til kenninga sálfræðinga, mannfræðinga eða annarra sem beita sams konar aðferðum og þeir og slegið fram rökum sem byggjast á hinum gagnmerku rannsóknum sem Dobbeldex gerði með segulband í hendi í Sélo Krummaskuðskoje er eins og efasemdir séu ekki lengur við- eigandi: litið er á kenningarnar eins og opinberunina sjálfa, svo og þau rök sem á þeim eru reist. Það er yfirleitt heldur ekki hægt Jónas Kristjánsson, sem hér er á tali við eina af ítölsku skipuleggjend- unum, flutti erindi um eddukvæði, þar sem hann vefengdi m.a. kenn- ingar Lords. Frá setningu fornsagnaþingsins í Eufemíukirkjunni í Spoleto. um vik fyrir menn að vera með miklar vangaveltur um rannsókn- ir í Sélo Krummaskuðskoje... Hér verður ekki reynt að svara þeirri spurningu hvort þær skil- greiningar á júgóslavneskri kvæðalist sem skýrast eru settar fram í riti Lords um „Sagna- söngvarann" séu sannleikanum samkvæmar: það er í rauninni al- veg nóg að sýna að hún geti verið á dagskrá. Hins vegar er rétt að benda á það, að sitthvað í kenn-. ingunni er ekki sérlega traustvekjandi og gefur til kynna að henni sé a.m.k. að einhverju leyti ábótavant. f riti sínu fjölyrð- ir Lord mikið um tækni kvæða- mannanna, en hann fjallar hins vegar minna um annað sem menn skyldu ætla að skipti ekki síður máli, -en það er innihald kvæð- anna, - og það sem hann segir vekur hjá manni þann grun, að þetta innihald sé ekki síður lykill- inn að listinni en formúlur og önnur tæknibrögð. Lord víkur einhvers staðar að því, að kvæða- mennirnir hafi fengið yrkisefni sín úr einhverri „hefð“ sem þeir urðu að fylgja og í henni hafi t.d. verið einhverjar reglur um föst tengsl milli ákveðinna stefja, en svo nefnir Lord einnig, að hægt hafi verið að flytja kafla milli sagna og heimfæra æfintýri einn- ar hetju upp á aðra. Þetta kveikir margvíslegar spurningar sem aldrei er svarað í riti Lords: Hvers eðlis voru t.d. þessar sögur sem kvæðamennirnir ortu út af og hvaða hlutverki gegndu þær í þjóðlífi Serba og Króata? Voru þær einungis skemmtisögur, sem þá var hægt að teygja og toga og aðlaga að hvaða áheyrendahóp sem var, eða höfðu þær eitthvert stærra hlutverk? Var sagnahefðín sífljótandi eða voru til einhverjir fastir sagnabálkar sem menn báru það mikla virðingu fyrir að þeir breyttust lítið? Þetta leiðir hugann að öðru: Lord skrifar upp samtöl Parrys við kvæðamenn, sem tala um að læra kvæði utan að „orð fyrir orð og línu fyrir línu“ og flytja þau þannig orð- rétt, en hann álítur að þetta sé ekki rétt og ekki í samræmi við það sem kvæðamennirnir gerðu í raun og veru. En það er ekki hægt að vísa orðum þeirra á bug svona léttilega, enda sýna þau dæmi sem Lord tilfærir að þegar sami kvæðamaðurinn flutti söguljóð um sama efni voru langir kaflar alveg orðrétt eins - þó svo að mörg ár liðu á milli, og því leiðir þetta allt að einni spurningu: Var „improvisation" kvæðamann- anna alveg eins mikil í raunveru- F ornsagnaþingið í Spoleto Einar Már Jónsson skrifar Þriðji pistill Oh Lord, kumbaya... Þannig er sem sé kenningin eins og hún kemur fyrir af skepn- unni, og er þá næsta atriðið í formgerð þeirrar bókmennta- greinar, sem nefnd var hér að framan, að ljúka miklu lofsorði á hana og þá geigvænlegu byltingu sem þessar staðbundnu rann- sóknir hafa valdið. Hér verða einhverjum kvæðamanni - o.s.frv.: allar niðurstöður rannsóknanna á júgóslavnesku kvæðunum eru látnar gilda um eddukvæðin. En þegar búið er að sýna fram á að kenningunni kunni að vera ábóta vant og alhæfingin sé vafa- söm, duga slíkar röksemdir ekki lengur, - enda liggur í augum uppi að formúlur í kvæðum, endurtekningar og slíkt sanna það engan veginn að þau séu sprottin upp úr einhverri kvæða- hefð sem hafi verið eins og sú sem rannsökuð var í Júgóslavíu. Til að skera úr um það mál þarf að rýna beint í fornnorræna kvæða- hefð og reyna að skilgreina hana í sjálfri sér án þess að ganga út frá nokkrum fyrirfram kenningum um það hvernig hún hafi verið. Sem betur fer eru aðalatriðin nokkuð augljós: það þarf ekki að blaða lengi í ritum Snorra til að sjá að hann gerir sér þær hug- myndir um kvæði, að menn hafi ort þau og flutt og síðan hafi aðrir menn lært þau, þannig að þau hafi varðveist kynslóð eftir kyn- slóð fram á daga Snorra sjálfs. Því sé hægt að vitna í „forn kvæði“ eftir menn sem voru hirð- skáld konunga á fyrri öldum. Sams konar hugmyndir er að finna annars staðar, en hins vegar sjást hvergi nokkur rök fyrir því að norræn kvæði hafi verið „im- próviseruð" við flutning eins og gert var í Júgóslavíu samkvæmt kenningum Lords. Það gefur líka auga leið, eins og bent var á í fræðilegum orðahnippingum í Spoleto, að ógerningur er að halda því fram að dróttkvæði hafi nokkurn tíma verið samin beint í munnlegum flutningi, því til þess eru þau allt of flókin, og við það bætist svo það sem er kannske aðalatriðið: þau voru yfirleitt nátengd einhverjum ákveðnum sögulegum atburðum og aðstæð- um. Hið sama gildir í grundvall- aratriðum einnig um hin svoköll- uðu eddukvæði og liggja til þess a.m.k. tvenn rök. Annars vegar er rniklu minni munur á eddu- kvæðum og dróttkvæðum en oft hefur verið talið, því hirðkvæði voru ort undir bragarháttum eddukvæða og ýmsum eddu- kvæðum svipar töluvert til dróttkvæða. Hins vegar er efn- ismeðferð eddukvæða allt öðru vísi en siður var meðal hinna serbnesku og króatísku kvæða- manna: eddukvæðin segja ekki neinar hetjusögur í heild frá upp- hafi til enda, heldur eru þau vandlega skipulagðar einingar sem segja brot úr sagnabálkum af goðum og hetjum og vísa til þeirra. Þótt hægt sé að benda á ýmsar formúlur í þeim (en reyndar miklu færri en í hinum „breiðari" söguljóðum eins og júgóslavnesku bálkunum eða Hómerskvæðum) er ekkert sem gefur til kynna að þau hafi nokk- urn tíma verið ort í munnlegum flutningi fremur en dróttkvæðin. En hver er þá niðurstaðan af öllu þessu? Hún er sú, að þótt bók Lords sé bæði spennandi og skemmtileg og kenningarnar muni hafa komið að talsverðu gagni við rannsóknir á Hómers- kvæðum um eitt skeið, hafi verið rangt að beita þeim á þennan hátt á norrænan kveðskap. Ég þykist sjá þess ýmisleg nterki að menn séu farnir að gera sér grein fyrir þessu, en með sæmilega stað- góðri þekkingu á fílologíu og hefðbundnum textarannsóknum hefði þetta reyndar átt að vera augljóst fyrirfram, þannig að menn hefðu geta sparað sér krók- inn. Nú efar það enginn lengur, að bæði við rannsóknir á ein- hverju ákveðnu sviði og við þró- un aðferðafræðinnar er gagnlegt að styðjast við aðferðir og kenn- ingar sem beitt hefur verið annars staðar, og mætti skrifa um það langt mál. í þessu tilviki virðist villan því einna helst vera sú, að kenningar Lords hafi verið tekn- ar upp alveg hráar og þeim hafi verið beitt á vélrænan hátt án nokkurs tillits til samhengisins og þess sem yfirleitt var um það vit- að. Þess vegna er hætt við að af- raksturinn verði rýr þegar upp er staðið. Stundum virðist manni að „þróun“ ýmissa hugvísinda er- lendis sé farin að ganga í ein- hverjum undarlegum bylgjum: fyrst er boðuð einhver ný kenn- ing sem á að leysa alla gátuna, síðan taka allir hana upp á heldur vélrænan hátt, loks er orðið augljóst að hún gengur ekki, allir falla frá henni með brauki og bramli - og önnur ný kemur í staðinn með jafn miklum árangri. j’að væri dapurlegt ef norræn fræði færu að fylgja sama „þróun- armynstri“. e.m.j. BREIOHOUI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Ritara vantar að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Upplýsingar í síma 75600. Skrifstofustjóri SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVÍK Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli í Reykjavík. Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðuneyt- isins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 21. október 1988. Fjármálaráðuneytið, 6. október 1988 •0» 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. október 1988 Laugardagur 8. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.