Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR
Vojvódína
Afsögn stjómmálaráðs
Knúið til þess affjöldafundum -fyrsti atburður afþví tagi ísögu Júgóslavíu
Stjórnmálaráð kommúnista-
flokksins í Vojvódínu, sjálf-
stjórnarsvæði í norðausturhluta
Júgóslavíu, sagði af sér á fimmtu-
dagskvöld að loknum aukafundi
miðncfndar flokksins þar. Vojvó-
dína heyrir formlega undir sjálf-
stjórnarlýðveldið Serbíu, og um
morguninn hafði forsætisnefnd
miðnefndar serbneska kommún-
istaflokksins opinberlega tekið
undir kröfur fjöldafunda um að
sjálfstjórn sjálfstjórnarsvæða
lýðveldisins yrði skert. Er þetta í
fyrsta sinn í sögu Júgóslavíu sem
svo háttsettur aðili í ríkisflokkn-
um segir af sér að kröfum al-
mcnnings.
Ókyrrt hefur verið í Serbíu
undanfarið, svo sem kunnugt er
af fréttum, og hefur hver fjölda-
fundurinn rekið annan. Var fyrst
einkum krafist að dregið yrði úr
sj álfstj órn sj álfstj órnarsvæðisins
Kosovo eða hún afnumin með
öllu, en Serbar og Svartfellingar
þar búsettir halda því fram að
þeir séu ofsóttir af Albönum, sem
þar eru mikill meirihluti íbúa.
Einnig Kosovo heyrir að formi til
undir serbneska sambandslýð-
veldið, það stærsta og fólksflesta
af júgóslavnesku sambandslýð-
veldunum sex. En upp á síðkastið
hafa fjöldafundirnir meira og
meira snúist um kröfur um kjara-
bætur og að dregið yrði úr sjálf-
stjórn hins sjálfstjórnarsvæðis-
ins, Vojvódínu, einnig.
Vojvódína er mesta korn-
framleiðslusvæði Júgóslavíu og
hefur verið kölluð brauðkarfa
landsins. Serbar eru rúmur meiri-
hluti íbúa þar, en þar er einnig
fjölmennur ungverskur þjóðern-
isminnihluti og það var á þeim
grundvelli, sem svæðið fékk sjálf-
stjórn. Sá fjöldafundur, sem réð
úrslitum í þessu máli, stóð tvo
daga í Novi Sad, höfuðborg Voj-
vódínu, og mættu á hann að sögn
fréttamanna ekki færri en um
100.000 manns. Miðnefndin í
Vojvódínu hefur útnefnt níu
manna stjórnmálaráð til bráða-
birgða.
feí'ít'Xt /' .i í
Eyðni
Hraövaxandi
mannfall
framundan
Háttsettur bandarískur emb-
ættismaður sagði í fyrradag, að
allar líkur væru á því að árið 1991
myndu fleiri bandarískir karl-
menn látast úr eyðni en sem féllu
af Bandaríkjaher í öllu Víetn-
amstríðinu. í því stríði misstu
Bandaríkin um 58.000 manns.
Hvatti embættismaðurinn til
aukinna ráðstafana til umönnu-
nar eyðnisjúklinga og tilrauna til
að lækna sjúkdóminn. Vísinda-
maðurinn Luc Montagnier, sem
átti þátt í að uppgötva eyðni-
veiruna, sagði við sama tækifæri
að enn yrði þess langt að bíða að
Iyf yrði fundið upp til að lækna
eyðni eða að koma í veg fyrir út-
breiðslu sjúkdómsins. Meðan svo
stæði væri eina ráðið til að stöðva
útbreiðslu eyðninnar að upplýsa
almenning sem best um ráð til að
forðast smitun. Reuter/-dþ.
Frá einum af fjöldafundum Serba - mynd af Milosevic borin fyrir
miðju.
Fundarmenn í Novi Sad mynd-
uðu umsáturshring um byggingu
þá, þar sem æðstu stofnanir
kommúnistaflokks svæðisins eru
til húsa, og kom til harðra átaka
milli þeirra og lögreglu. Um 100
manns eru sagðir hafa meiðst og
slasast. Sumir fundarmanna
köstuðu flöskum að flokkshúsinu
og voru margar gluggarúður í því
brotnar.
Pessi fundur lýsti líkt og aðrir
fýrri yfir fullum stuðningi við til-
lögur Slobodan Milosevic, leið-
toga kommúnistaflokksins í
Serbíu, um breytingar á stjórnar-
skrá Júgóslavíu. í tillögunum er
meðal annars lagt til að dregið
verði úr sjálfstjóm Kosovo og
Vojvódínu. Ráðamenn í Vojvó-
dínu hafa harðlega mótmælt til-
lögum Milosevic og er því afsögn
stjórnmálaráðsins þar talinn mik-
ill sigur fyrir hann. Veruleg
óvissa ríkir nú um framvindu
mála í landinu, þar eð ljóst er að
óánægja serbnesks almennings
beinist ekki einungis gegn sjálf-
stjórn umræddra svæða tveggja,
heldur einnig gegn æðstu stjórn
flokks og ríkis í Júgóslavíu. Hafa
valdhafar á fundunum óspart ver-
ið sakaðir um spillingu, dugleysi
og því verið haldið fram, að þeir
séu með óstjórn að koma lands-
málum í algert öngþveiti.
Hætt er við að Vojvódínu-
Ungverjum þyki gróflega að sér
vegið með tillögum Milosevic og
kröfum serbnesku fjöldafund-
anna. Máíþvísambandi minnaá,
að frá fornu fari hafa ekki verið
teljandi kærleikar með Serbum
og Ungverjum. Líklegt er að
stjórn Ungverjalands bregðist
iila við, ef hún telur að þrengt sé
kosti ungverska þjóðernisminni-
hlutans í Júgóslavíu. Mikil
þykkja er þegar milii Rúmeníu og
Ungverjalands út af þrengingum,
sem ungverskri þjóðernisminni-
hlutinn í Rúmeníu sætir af hálfu
þarlendra stjórnvalda, og nú gæti
svipað mál verið í uppsiglingu í
samskiptum Júgóslava og Ung-
verja.
Reuter/-dþ.
Chile
Pinochet neitar allri eftirajöf
Fagnaðarlœti á götum - tveir drepnir
Pinochet einraeðisherra Chile
viðurkenndi í gær ósigur sinn
í forsetakosningunum, þar sem
hann var einn í framboði, en
harðneitaði hinsvegar að koma í
nokkru til móts við stjórnarand-
stöðuna, sem hefur krafist þess að
lýðræðisþróun í landinu verði
hraðað. Hann sagði ennfremur
að ekki kæmi til greina að gera
neinar breytingar á stjórnar-
skránni frá 1980, sem tryggir
hernum í raun æðstu völd í Chile.
Pinochet var byrstur á svip, er
hann tilkynnti þetta í sjónvarp-
inu, og klæddur einkennisbún-
ingi yfirhershöfðingja landhers-
ins, en því embætti gegnir hann
ásamt forsetaembættinu. í kosn-
ingabaráttunni lét hann hinsveg-
ar ekki sjá sig í einkennisbúningi.
Má ætla að með því að fara í ein-
kennisbúninginn aftur hafi ein-
valdurinn viljað minna almenn-
ing á, að hvað sem kosninga-
úrslitunum liði hefði herinn
áfram tögl og hagldir í landinu.
Talsmaður herforingjastjórn-
arinnar tilkynnti síðar, að Pino-
chet tæki ekki afsögn ráðuneytis
Pinochet - kominn í einkennis-
búninginn aftur.
síns til greina og myndi það því
sitja áfram. Samkvæmt stjórn-
arskránni getur Pinochet verið
forseti áfram þangað til í mars
1990 og verið yfirhershöfðingi í
að minnsta kosti fjögur ár í við-
bót. f des. næsta ár eiga sam-
kvæmt stjórnarskránni að fara
fram nýjar forsetakosningar, þar
sem framboð verður frjálst, og þá
á líka að kjósa til þingsins, sem
lagt var niður er hershöfðingj-
arnir rændu völdum 1973.
Sigurvegari kosninganna á
miðvikudaginn, Nei-fylkingin
svokallaða sem samanstendur af
16 stjórnmálaflokkum, hefur far-
ið fram á samningaviðræður við
herinn í von um að fá kosningum
flýtt og stjórnarskránni breytt í
samræmi við það, sem sjálfsagt
þykir í lýðræðisríkjum, en Pino-
chet tekur það sem sagt ekki í
mál.
Fjöldi fólks hefur verið á göt-
um úti í helstu borgum Chile, frá
því að ljóst varð að Pinochet
hafði tapað kosningunum, og
fagnað úrslitunum ákaft. Hefur
fólk meðal annars krafist þess, að
einræðisherrann segi af sér for-
setaembætti þegar í stað. Lög-
regla hefur víða veist að fólkinu
með kylfum, táragasi og vatns-
kanónum og stundum beitt sko-
tvopnum. Er vitað að tveir menn
hafa látið lífið fyrir kúlum lög-
reglunnar, annar þeirra 14 ára
piltur.
Reuter/-dþ.
HEIMILISIÐNAÐAR-
bŒHnÉ SKOLINN.
LAUFÁSVEGUR 2 - 101 REYKJAVÍK.
Innritun stendur yfir
Bótasaumur .... 11. okt.
Þjóðbúningasaumur .... 14. okt.
Baldýring .... 17. okt.
Leðursmíði .... 20. okt.
Knipl .... 21. okt.
Tuskubrúðugerð .... 25. okt.
Tauþrykk .... 1. nóv
Prjóntækni .... 7. nóv.
Námsk. f. leiðb. aldraðra .... 7. nóv.
Dúkaprjón, hyrnurogsjöl .... .... 9. nóv.
Vefnaður, glit, krossvefn .... 14. nóv.
Námsk. f. leiðb. aldraðra .... 14. nóv.
Útskurður .... 16. nóv.
Barnafatasaumur .... 19. nóv.
Námsk. f. leiðb. aldraðra .... .... 21. nóv.
Myndvefnaður .... 29. nóv.
Leðursmíði .... 3.jan.
Vefnaður, almennur .... 4.jan.
Körfugerð .... 5.jan.
Bótasaumur .... 10.jan
Tuskubrúðugerð .... 10. jan.
Tóvinna .... 16. jan.
Prjóntækni .... 18. jan.
Knipl .... 21.jan.
Fatasaumur .... 21.jan.
Útskurður .... 25.jan.
Spjaldvefnaður .... 26. jan.
Þjóðbúningasaumur 27. jan.
Jurtalitun 30.jan.
Tauþrykk 31.jan.
Tuskubrúðugerð 14. febr.
Körfugerð 16. febr.
Námsk. f. leiðb. aldraðra .... 20. febr.
Myndvefnaður 21. febr.
Vefnaður, uppsetning 23. febr.
Baldýring 27. febr.
Leðursmíði 27. febr.
Námsk. f. leiðb. aldraðra .... 27. febr.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans Laufás-
vegi 2, II. hæð frá kl. 16.15-19.00 daglega.
Nánari upplýsingar í síma 17800 á samatíma.
Utan skrifstofutíma tekur símsvari við skrán-
ingu. Námskeiðaskrá afhent við innritun og
hjá íslenskum heimilisiðnaði Hafnarstræti 3.
Laugardagur 8. október 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
ÆSKULÝPSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin í Hafnarfirði
Leshringur að hefjast
Leshringurinn byrjar 11. október kl. 20 í Skálanum, Strandgötu 41. Þátttaka
tilkynnist í síma 51866 (hjá Huldu). - Stjórnin.