Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 2
S JÁ V ARÚTV EGSBL AÐ Asgrímur Kristiánsson síldarmatsmaður Tvennir tímar í síidinni Áður fyrr var svo til öll síldarframleiðslan unnin með handaflinu einu saman. Hinar hefðbundnu trétunnur að hverfa vegna skorts á réttum viði. Gott samneyti við starfsfólkið tryggði góð afköst. Síldin kælivara. Heilsubylgjunni hefur skolað á land í Sovétríkjunum Síldarvertíðin hófst í byrjun mánaðarins og stendur trú- lega fram til áramóta náist samningar við Sovétmenn um kaup á 200-250 þúsund saltsíldartunnum, en í fyrra keyptu þeir um 200 þúsund tunnur. Þegar hafa verið gerð- ir fyrirframsamningar við Svía og Finna um kaup á 68 þús- und tunnum, sem er 15% magnaukning frá sama tíma í fyrra, og þessadaganaerver- ið að salta á fullu upp í þá um alla Austfirði. f ár er leyfilegt að veiða 90 þús- und tonn síldar sem er um 20 þús- und tonnum meiri kvóti en 1987. Þá var saltað í tæplega 290 þús- und tunnur og hefur aldrei fyrr á seinni tímum verið saltað í jafn margar tunnur af Suðurlandssíld og þá. 88 bátar hafa leyfi til veiðanna, sem er þrem bátum færra en í fyrra, og nú er kvóti hvers báts um 1000 tonn sem er aukning um 200 tonn frá fyrri vertíð. Ekki er búist við að hægt verði að selja meira til manneldis í ár en gert var á síðustu vertíð og því má búast við mun meiri síld- arfrystingu og hafa bæði Sjávar- afurðadeild Sambandsins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna samið um sölu á meira magni af frystri síld en áður. Þá er enn- fremur viðbúið að þó nokkurt magn verði brætt enda hátt verð á mjöli á heimsmarkaði. Lífíð er síld Árið í ár verður trúlega minnis- stætt fyrir marga af ýmsu tilefni eins og gerist og gengur en fyrir Ásgrím Kristjánsson síldarmats- Asgrímur Kristjánsson hefur starfað við síldarmat í 35 ár frá 1953 og lætur af störfum um áramótin enda nýorðinn sjötugur. Alla sína starfs- ævi hefur hann unnið við síldarvinnu, enda borinn og barnfæddur Siglfirðingur og þekkir því tímana tvenna í þessari fyrrum höfuðat- vinnuvegi Islendinga. Mynd: Jim Smart. ÞÚS. TUNNUR 300 — 250 — 200 — 181.620 150 — 100 — 50 — ÁRLEG MEÐALSÖLTUN NOROANLANDS OG AUSTAN 1935-1969 289.640 1986 1987 Vegna fjölbreyttara atvinnulífs én áður var er söltun á Suðurlandssíld ekki eins áberandi í mannllfinu um land allt og var á tímum Norðurlandssíldarinnar. Engu að síður sést það vel á þessari mynd hve mikið hefur verið saltað á síðustu árum miðað við árlega meðalsöltun norðanlands og austan frá 1935-1969. mann verður það án efa minnis- stæðast fyrir að vera hans síðasta starfsár í opinberri þjónustu, en hann varð 70 ára sl. haust. Ungur hóf hann störf við síldarvinnu enda borinn og barnfæddur Siglfirðingur. Fyrst var hann við almenna vinnu en síðan sem verkstjóri og matsmaður. Því starfi hefur hann gegnt frá 1953 eða í 35 ár og man því tímana tvenna í síldinni. Eins og gefur að skilja mæðir mikið á síldarmatsmönnum þeg- ar hjólin eru farin að snúast fyrir alvöru fyrir austan enda að mörgu að huga hjá þeim 7 sfldar- matsmönnum hjá Rfkismati sjáv- arafurða sem hafa það verk að fylgjast með framleiðslunni. Bæði sem eftirlitsmenn og þá ekki síst sem leiðbeinendur. Engu að síður gaf Ásgrímur sér tíma til að spjalla við Þjóðviljann um tímana tvenna sem orðið hafa í samskiptum íslendinga við silfur hafsins, síldina, áður en hann lagði af stað austur á firði með fulltrúa frá sænskum síldar- kaupanda. Fyrir okkur sem alin erum upp í sambýli við síbreytilega tækni sem léttir okkur hið daglega strit getur verið erfitt að setja sig í spor þeirra mörgu sem unnu baki brotnu með handaflinu einu sam- an í ákvæðisvinnu norður á Siglu- firði fyrir hálfri öld eða svo. „Eins og gefur að skilja snerist allt mannlífið meira og minna um sfldina á Siglufirði þó svo að aðal- veiðitíminn stæði ekki nema frá júní og fram að mánaðamótum september-október. Þegar hon- um lauk átti síðan eftir að koma framleiðslunni úr landi og var oft á tíðum vinna við það fram undir áramótin. Þegar veiðar á Norður- landssfldinni stóðu sem hæst nyrðra var saltað á 21 söltunar- stöð á Siglufirði og hver stöð hafði verbúðir fyrir sitt starfsfólk sem kom svo til allsstaðar af landinu. Það sem öðru fremur einkenn- di síldarvinnuna nyrðra var sá spenningur sem var henni sam- fara. Ef vel veiddist var þetta meiriháttar törn og geysimikið að gera. Allt mannlífið tók mið af 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.