Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 14
SJAVARUTVEGSBLAP Loðna Best í upphafi vertíðar Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda: Bjartsýnir á góða vertíðþrátt fyrir hœga byrjun. Hátt verð á loðnuafurðum. Skip kaupa verksmiðjur en ekki öfugt. Stjórnvöldmismunaframleiðendumsjávarafurða gróflega. Verksmiðjurnar of margar Loðnuvertíðin í haust hefur farið hægt að stað eins og í fyrra þegar mest veiddist af henni eftir áramót. Kvótinn á sumar- og haustvertíð er samanlagður um 500 þúsund tonn og af honum kemur í hlut íslendinga um 400 þúsund tonn en Norðmenn fá í sinn hlut um 100 þúsund tonn. 48 loðnuskip hafa heimild til veiðanna með mismunandi stóra kvóta hvert skip og þeg- ar hafa tæplega 20 skip hafið veiðar en hin eru ýmist á út- hafsrækju eða bíða eftir að loðnan færist nær landi. Loðnuverð er frjáls í ár og hafa verksmiðjurnar greitt rúmlega 3 þúsund krónur fyrir tonnið það sem af er. Á síðustu vertíð var lágmarksverð á loðnu 1600 krón- ur fyrir tonnið en vegna sam- keppni verksmiðjanna um hrá- efnið yfirbuðu þær strax yfir lág- marksverðið og í lok vertíðarinn- ar var það hátt í 3 þúsund krónur eins og það er í dag. í dag er ekki vitað hvað mikið verður leyft að veiða til viðbótar þessum 500 þúsund tonna kvóta en ekki verður farið í loðnuleið- angur af hálfu Hafrannsókna- stofnunar fyrr en í næsta mánuði eins og verið hefur undanfarin ár. Þó gera bæði sjómenn og loðnu- verksmiðjur sér von um að leyft verði að veiða svipað magn og á undanförnum vertíðum eða rúm- lega miljón tonn. Hátt verð á loðnuafurðum Miklar verðhækkanir hafa orð- ið í ár á loðnumjöli sem hækkaði allt að 50% frá því á síðustu loðn- uvertíð og lýsi hefur hækkað um 100% á sama tíma. Eitthvað hafa verðin þó dalað frá því þau voru hæst um mitt sumar vegna upp- skerubrest sem varð á soja- baunum vestur í Ameríku en auk þess hefur eftirspurn eftir fiski- mjöli vaxið í Austurlöndum fjær vegna aukins fiskeldis. Fyrirfram hafa verið seld um 30 þúsund tonn af lýsi sem er ná- lægt helmingur af því lýsi sem fæst úr loðnukvótanum sem þeg- ar hefur verið heimilaður og 45 þúsund tonn af mjöli sem eru um 75% af því mjöli sem fæst úr nú- verandi kvóta og meðalverðið í þessum sölum 8,90 $. Hæst komst lýsistonnið í 470 $ tonnið en hrap- aði niður í 375 $ en skreið síðan aftur uppá við og hangir í kring- um 400 $ tonnið. f upphafi síð- ustu vertíðar var það hinsvegar í kringum 200 $ hvert tonn þannig að lýsishækkunin hefur verið um- talsverð frá því þá. Verð á loðn- umjöli á heimsmarkaði er um 9,30-9,40 $ á próteineininguna en var 5,60 $ á fyrri hluta síðasta árs, 6,20 $ um mitt árið og komst í 7,30 $ í árslok. Bjartsýni í upphafi vertíðar Jón Ólafsson framkvæmda- stjóri Félags íslenskra fiskmjöls- framleiðenda er bjartsýnn á góða vertíð þrátt fyrir lélega byrjun nú sem stundum áður og telur alls ekki loku fyrir það skotið að aflinn verði um miljón tonn nú eins og í fyrra en þá var heildar- aflinn rúm 1,1 miljón tonn. Þó var loðnan sem barst fyrst á land með Hólmaborginni fremur rýr af fituinnihaldi miðið við það sem menn áttu von á því venjulega er loðna feitust í upphafi vertíðar. Strax eftir áramótin fer loðnan að tapa fitu vegna hrognamyndunar og í lok vertíðar er varla lýsis- dropa úr henni að hafa. Af þeim sökum er það kappsmál fyrir verksmiðjurnar að fá sem mest af loðnu fyrir áramótin til að fá sem mesta nýtingu úr henni. Mesti vandi íslenskra loðnu- verksmiðja er að viðhalda nægi- legum stöðugleika í mjölgæðum og að sögn Jóns Ólafssonar hafa þær ekki náð að fylgja sínum samkeppnisþjóðum eftir í því sambandi. Aðalviðfangsefni verksmiðjanna er því að auka stöðugleikann í gæðum frá því sem nú er og þá sérstaklega í sam- bandi við nýja markaði fyrir mjöl ss. fyrir fiskeldi, loðdýrarækt og kjúklinga. í dag er svo til allt loðnumjöl selt sem dýrafóður og þá eldþurrkað en til að ná fram betri gæðum og inná nýja mark- aði sem vilja fínna mjöl er brýnt að þurrka það við gufu eða lág- hita. Þó munu vera skiptar skoð- anir um ágæti þessara mismun- andi þurrkunaraðferða meðal vfsindamanna og ekki allir sem vilja úthýsa eldþurrkun úr verk- smiðjunum. Á síðustu vertíð var loðnuverð ekki frjálst heldur fór verðlagn- ingin fram í gegnum Verðlagsráð sjávarútvegsins og þar var sam- Jón Ólafsson framkvæmdastjóri Mynd: Jim Smart. þykkt 1600 króna lágmarksverð fyrir tonnið. Jón Ólafsson telur að sú samkeppni sem þá varð á milli verksmiðja um hráefnið hafi verið hrein og klár della og að verksmiðjurnar hafi reist sér hurðarás um öxl í baráttunni um hráefnið. Það sem af er loðnu- vertíðinni hafa verksmiðjurnar greitt svipað verð og þær greiddu í lok síðustu vertíðar eða 3 þús- und krónur fyrir tonnið. Skýringin á því hvernig fór á vertíðinni í fyrra segir Jón að verksmiðjurnar hafi verið undir töluverðum þrýstingi með að geta staðið við gerða fyrirfram- samninga á sama tíma sem lítil loðna barst að landi og loðnu- skipin voru mörg hver þá á rækju- veiðum til að auka viðmiðunar- mörk sín fyrir nýju fiskveiðilögin sem tóku gildi í upphafi þessa árs. Þetta hafi leitt til mun meiri sam- keppni um hráefnið en geta verksmiðjanna leyfði og niður- staðan hafi verið töluvert rekstr- artap Nú sé hinsvegar lag til að láta þennan leik ekki endurtaka sig eftir hækkun loðnuafurða á heimsmarkaði. Verðið sem er greitt í dag sé 40-60% hærra en það var fyrir ári og kominn tími til að hugsanlegur hagnaður fari ekki enn á ný til skipanna heldur til verksmiðjanna sem veiti ekki af honum ef þær eiga að hafa möguleika á að endurnýja búnað sinn og geta tekist á við nýja markaði fyrir loðnuafurðir. „Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar þegar lág- marksverðið var ákveðið í Verð- lagsráði 1987 kom fram að geta verksmiðjanna var aðeins til að kaupa loðnutonnið upp úr skipi á 1300 krónur en engu að síður varð samkomulag um 1600 krón- ur. Allan þennan áratug ef árið 1984 er undanskilið hafa verk- smiðjurnar verið reknar með tapi,“ sagði Jón Ólafsson. Skipin kaupa verksmiðjur Af þeim 48 loðnuskipum sem heimild hafa til veiða á vertíðinni er aldurssamsetning flotans í megin atriðum þannig að 35 skip- anna er 19 ára og eldri eða um 71% flotans, en 93% flotans er eldri en 9 ára. Meðalvátrygging- arverðmæti skipanna er um 95 miljónir króna. Það sem ein- kennir eignasamsetningu loðn- uflotans er hversu margir útgerð- armenn þessara skipa eru ekki eignaraðilar að bræðslum eða 3/4 hlutar flotans. Aðeins 1/4 eða 12 skip eru í eigu aðila sem einnig eru með bræðslur. Margir útgerðarmenn loðnu- skipa hafa engu að síður haldiö því fram að í staðinn fyrir að bræðslurnar noti fjármunina í endurbætur á verksmiðjubúnað- inum séu þær á höttunum eftir skipum og bíði eftir að sjálfstæðir útgerðarmenn leggi upp laupana. Þessu vísa bræðslumenn al- gjörlega á bug og segja að það séu eigendur loðnuskipa sem hafi efni á að kaupa verksmiðjur fyrir hagnaðinn á síðustu vertíðum og benda í því sambandi á kaup Fiskaness hf. í Grindavík ásamt eigendum loðnuskipanna Bjarna Ólafssonar AK og Hákons ÞH á fiskimjölsverksmiðju Hafsíldar hf. á Seyðisfirði. Félag íslenskra fiskmjölsfram- leiðenda hefur farið þess á leit við stjórnvöld að 15% álag verði reiknað á útflutning ferskrar loðnu á núverandi vertíð en á síð- ustu vertíð voru flutt út 40 þús- und tonn sem var helmingi meira en á vertíðinni þar á undan. Sjáv- arútvegsráðuneytið hefur hins- vegar ekki fallist á það og þá hafa bæði útgerðarmenn og sjómenn mótmælt því harðlega. Jón Ólafsson segir að bræðslu- menn óttist að útflutningur ferskrar loðnu til erlendra verk- smiðja eigi eftir að aukast enn þar sem útgerðarmenn loðnuskipa hafi látið hafa það eftir sér að ef innlendar loðnuverksmiðjur geti ekki borgað viðunandi verð fyrir loðnuna sé ekki loku fyrir það skotið að þeir beini skipum sínum til erlendra hafna. Því til stuðn- ings segja þeir að kvótinn sé tak- markaður, skipin dýr í rekstri og þeim sé þannig í mun að fá sem mest fyrir aflann. Hinsvegar benda bræðslu- menn á þá staðreynd að rekstar- aðstæður hér séu alls ekki sambærilegar við það sem gerist og gengur í samkeppnislöndun- um. Hráefni berist að hluta úr ári og ekki sé hægt að brúa það bil með hráefniskaupum úr er- lendum veiðiskipum sökum lönd- unarbanns sem hér sé. Þá sé olíu- og rafmagnskostnaður hér miklu hærri. Lítill skilningur stjórnvalda Þrátt fyrir að 7-8% af heildar- útflutningi sjávarafurða á síðasta ári hafi verið mjöl og lýsi finnst bræðslumönnum lítill skilningur vera fyrir hendi af hálfu stjórnvalda á rekstrarvandamál- um verksmiðjanna samanborið við aðrar greinar sjávarútvegs. Að sögn Jóns Ólafssonar verður því ekki á móti mælt að verk- smiðjurnar eru stóriðja lands- byggðarinnar en engu að síður hafi þær þurft að greiða mun hærra raforkuverð en eðlilegt megi teljast til skamms tíma en nýverið sáu Rafmagnsveitur ríkisins þó að sér og komu örlítið til móts við verksmiðjurnar með lækkun raforkuverðs. Þá er loðnuafurðum gróflega mismunað með mun hærra vöru- gjaidi af hverju útfluttu tonni frá höfnum landsins en til dæmis frystar sjávarafurðir og munar þar gríðarlegu miklu. Sem dæmi má nefna að af hverju útfluttu tonni af mjöli þarf að greiða í vörugjald 0,67% og 1% af lýsi á meðan frystingin greiðir aðeins 0,1% og rækjan 0,04%. Þessi mismunur hefur hingað til ekki fengist leiðréttur. Þá eru loðnuverksmiðjurnar stærsti notandi og kaupandi á svartolíu og brenna þær 50-60 þúsund tonnum á ári eða 70% af heildarnotkuninni. Af útsölu- verði svartolíu eru greiddar 13% í flutningsverðjöfnunarsjóð en að- eins 2% fyrir bensínið. Það hefur verið krafa Félags íslenskra fisk- mjölsframleiðenda að þessi sjóð- ur verði lagður niður og benda á að hægt sé að skipa olíunni upp á fleiri stöðum en Reykjavík til þess eins að flytja hana síðan um borð í annað skip sem síðan siglir með hana til Austfjarða. Miklu nær væri að skipa henni þar á land þar sem helstu svartolíunotend- urnir eru. 0f margar verksmiðjur Miðað við þann fjölda loðnu- verksmiðja sem er starfræktur á landinu í dag um 20 talsins er talið að þær geti brætt eina miljón tonn af loðnu á 75 dögum og fer fjöl- gandi ef eitthvað er. Allsstaðar í kringum okkur hafa verksmiðjur verið að týna tölunni og má nefna að í Noregi voru þær fyrir 16 árum 77 talsins en eru í dag að- eins 16. Svipuð þróun hefur átt sér stað í Danmörku. Þær raddir hafa heyrst innan raða bræðslumanna að kominn sé tími að hreinsað verði til og verksmiðjum fækkað til að auka á rekstrarhagkvæmni og mögu- leika á frekari framþróun en ver- ið hefur. En í þessu sem og öðru hangir fleira á spýtunni en örlög einnar verksmiðju. í flestum þeirra byggðarlaga sem loðnu- verksmiðjur eru fá íbúarnir og bæjar- og sveitarfélög umtals- verða fjármuni frá þeim og öll umræða um hvar eigi að skera niður er afar viðkvæm hjá þeim sem hingað til hafa notið góðs af þeim. Að sögn Jóns Ólafssonar erum við enn að súpa seyðið af síldar- ævintýrinu hvað varðar fjölda verksmiðja í dag. Þá risu upp verksmiðjur svo til á hverju byggðu bóli og þegar loðnan leysti síldina af hófu þær vel flest- ar loðnubræðslu. Engu að síður er knýjandi spurning sem fisk- mjölsiðnaðurinn verður fyrr eða síðar að gera upp við sig hvort hann ætlar sér að lifa af sam- keppnina um hráefnið og hasla sér völl á nýjum mörkuðum með nýjar afurðir eða hvort hann ætl- ar að halda áfram í óbreyttri mynd með sín skapadægur við næsta horn. -grh KXRCHER HÁÞRÝSTIDÆLA Vandað, sérlega handhægt vestur-þýskt tæki fyrir atvinnumenn. HEFUR: • þrískiptan stút • handfang með snúanlegri slöngu • 10 metra háþrýstislöngu Vinnuvistfræðileg hönnun, góð ending, tímasparnaður. SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117 14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.