Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 9
SJÁVARÚTVEGSBLAÐ 6 i lest Við hverja löndun eru 6 menn í lestinni, einn á milliþilfari við að aðstoða manninn á krananum og einn á kajanum að taka á móti. Lestinni er síðan skipt til helm- inga og eru þrfr menn í hóp. Einn rífur niður og tveir sem stafla kössunum í heis og draga þá fram undir lestarop. Þessari vinnu fylgja geysileg átök enda 8 kassar ekki neinn dúnn. Þegar rifið er niður þarf að fást við samfrosna kassa en með réttum vinnu- brögðum og samhentum geta mennirnir létt mikið undir með sér en engu að síður er þetta vinna sem tekur á í hvert skipti. Samhliða sjálfri lönduninni þarf öðru hvoru að moka ísnum í lestinni upp í mál til að auðvelda kassadráttinn fram undir lestar- opið. Að löndun lokinni þarf að að þrífa lestina hátt og lágt því eins og gefur að skilja er mikil- vægt að lestin sé hrein áður en nýjr kassar eru teknir um borð sem þarf að raða upp. Ef togarinn þarf að taka ís fyrir brottför þarf einnig að gera ráð fyrir við kass- .aröðunina að skilja eftir pláss fyrir ísinn. Minni pressa í kvóta Eftir að kvótinn kom til sög- unnar stoppa Grandatogarar frá 3 sólarhringum niður í 36 klukku- Grandi hf.: 9 manna löndunargengi með 5 togara. Hafa landað 15.500 marki. Það léttir eilítið á þeirri tonnum í ár. Samtakamáturinn tryggir afköst Alla jafna fer lítið fyrir þeirri stétt manna sem vinnur við það baki brotnu að koma afla tog- ara upp úr lestinni og á land. Hjá Granda hf. vinna 9 menn við að landa afla þeirra 5 togara sem fyr- irtækið gerir út og við síðustu mánaðamót höfðu þeir landað um 15.500 tonnum það sem af er árinu. 25 tonn á tímann Að sögn Sigurbjörns Svavars- sonar útgerðarstjóra hjá Granda hf. er löndunarvinnan unnin í á- kvæðisvinnu og að meðaltali eru hífð upp úr hverjum togara um 25 tonn á klukkutímanum sem þykir allgott. Þessir 9 menn skipta með sér 441 krónu sem þeir fá fyrir hvert tonn og að auki fá þeir greiddar 2,25 krónur fyrir hvern tóman kassa sem þeir setja um borð en að meðaltali tekur togar- inn um 3.500 kassa í hvern veiði- túr. Þá fá þeir sérstaka greiðslu fyrir að setja ís um borð. Átakavinna Löndunarvinna um borð í tog- ara er lýjandi vinna og erfið. Hver kassi fullur af fiski með ís er um 90 kíló og er 8 kössum staflað í svokölluð heis sem eru hífð upp í einu. Þegar aflast eins og nú á þessum árstíma eru venjulega flestar botnfisktegundir í aflan- um en þegar híft er upp þarf að vera ein tegund í hverju heisi. Þá reynir mjög á mannskapinn að vera nógu snöggir að ákveða hvaða fisktegund skuli fara upp í hvert skipti áður en klafarnir koma niður. Þeir sem unnið hafa í ákvæðisvinnu sem þessari vita að ávallt þarf að vera tilbúið heisi við lestaropið þegar klafarnir koma niður. Sá hópur sem vinnur við löndun hjá Granda hf. gerir ekk- ert annað hjá fyrirtækinu en að landa upp úr togurum og að sögn Sigurbjörns útgerðarstjóra vinna þeir sína vinnu óaðfinnanlega og ráða sjálfir hverja þeir taka inn í löndunargengið vanti mannskap. Enda er mikið í húfi að til starfans veljist samtaka menn því þeir þurfa nánast að vinna sem einn maður. stundir áður en þeir halda aftur á miðinn eftir löndun, eftir því hvort þeir eru á sóknar- eða afla- pressu sem er a löndunargenginu við vinnuna. Fyrir daga kvótans kom togarinn inn uijt morguninn og fór út strax að löndun lokinni og þá var handagangur í lestinni að vera nógu snöggir að klára skipið til þess að það gæti haldið strax á miðin. -grh Við löndun er bráðnauðsynlegt að hafa öryggishjálm á höfði til varnar því aldrei er að vita nema heisið hrynji niður ef neðstu kassarnir gefa sig við hífingu. Eins og sjá má er ísmálið til reiðu því ósjaldan þarf að moka ísnum úr lestinni til að geta athafnað sig við sjálfa löndunina. Mynd: Jim Smart. Þessir löndunarmenn horfa ekki í aldurinn við þessa erfiðu vinnu og gæti margur yngri maðurinn tekið þá til fyrirmyndar. Það er ekki nóg að henda kössunum hvern upp á annan, heldur þarf að raöa þeim ná- kvæmlega svo auðveldara verði að koma klöfunum á til hífingar. Mynd: Jim Smart. Smábátaeigendur Nú er tækifærið: Höfum til afgreiöslu strax IZUZU bátavél; 4 cy- lindra - 4 gengis dieselvél, 70 hestöfl við 2750 sn. með snuðlokabúnaði. 24 volt þyngd 470 kg. Verð kr. 298.000 staðgreitt. Lánakjör: 12 mánuðir, jafnar greiðslur. Gullin vél í 5 - 10 tonna bát. Einar Farestveit & Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI SÓMl800 OG900ERU NÚ EINNIG FÁANLEGIR MEÐ HEFDBUNDNUM SKRÚFUBÚNADI Bátasmiðja Guðmundar eykur enn á fjölbreytni Sóma bátanna. Sómi 800 og Sómi 900 sem til þessa hafa verið með hældrifi eru nú einnig fáanlegir með hefðbundnum skrúfubúnaði (skv. einkaleyfi Jóns Gíslasonar) allt eftir óskum kaupenda. Aflið nánari upplýsinga hjá Bátasmiðju Guðmundar, Hafnarfirði. hATA- ____SMIDJA _ JGUÐMUNDAI? ATHUGIÐ AÐ NÚNA ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ PANTA BAT FYRIR NÆSTU VERTÍÐ. EYRARTRÖÐ 13 P.O. BOX 82 221 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 50818 & 651088 Löndun Lýjandi og erfið vinna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.