Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 11
/ Santeria breiðist út Blótmenn og dýravinir í hár saman Israelsku kosningarnar: Obreytt áfram eða hörð hægristjóm? Flokkum lengst til hœgri og vinstri spáð fylgisaukningu Eitt afþvísem sýnir aukin rómanskamerísk áhrifí bandarísku r Urslitanna í þingkosningunum í ísrael, sem fara fram 1. nóv. n.k., er beðið með verulegri eftir- væntingu, eins og eðlilegt má kalla, með hliðsjón af ástandinu þarlendis, á svæðum hersetnum af ísraelum og í Austurlöndum nær yfírleitt. Kosningaspár eru ekki á eina lund, en einna lík- legast er þó talið að stóru flokk- arnir tveir, Verkamannaflokkur- inn og Likud, muni tapa fylgi til flokka á köntunum. Verkamannaflokkurinn er stærsti flokkurinn til vinstri í ísra- elskum stjórnmálum, Likud (sem að forminu til að minnsta kosti er flokkabandalag) hinsvegar helsti hægriflokkurinn. Þeir hafa stjórnað í félagi síðan 1984 og oft verið brösótt milli þeirra, eins og vænta mátti. „Þjóðareiningar- stjórnin", eins og stóru flokkarn- ir kölluðu samsteypustjórn sína, hefur af almenningi verið kölluð „þjóðaróeiningarstjórn“. Fæstir Israela virðast vilja hafa slíka stjórn áfram, hvað svo sem þeir hugsa um stjórnmálin að öðru leyti. Engu að síður eru verulegar líkur á því, samkvæmt niðurstöð- um skoðanakannana, að kosn- ingaúrslitin leiði til þess að lands- menn verði að búa við sam- steypustjórn Verkamannaflokks- ins og Likud áfram, hvort sem þeim líkar betur eða ver. En hitt er engu síður líklegt að staðan verði sú eftir kosningar að Likud myndi stjórn með flokkunum til hægri við sig, sem eru ýmist mjög þjóðernissinnaðir eða strangtrú- aðir. Sennilegast þykir að stóru flokkarnir báðir muni tapa ein- hverju fylgi, Likud til hægri og Verkamannaflokkurinn til vinstri, það er að segja til flokka sem eru kommúnískir og/eða njóta einkum fylgis araba. Þetta fylgistap myndi að líkindum leiða til þess, að Likud færði sig til hægri en Verkamannaflokkurinn til vinstri, bæði til að vinna upp tapið og af því að hvor þeirra um sig yrði að koma til móts við smá- flokkana á kantinum sín megin. Fari svo að næsta ísraelsstjórn verði samsteypustjóm Likud og flokka á hægri kantinum, eru lík- ur á því að meiri hörku verði beitt til að bæla niður óeirðimar í Vesturbakkahéruðunum og Gaza og að fleiri nýbyggðir gyð- inga verði stofnaðar þar. Þess- konar gallhörð hægristjórn gæti líka átt það til að þverneita að verða með á alþjóðlegri friðar- ráðstefnu til að binda enda á ill- deilur ísraels og araba, en undan- farið hafa þótt aukast líkur á að hægt yrði að koma deiluaðilum saman á slíka ráðstefnu, sem væntanlega yrði haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna. Yrði niðurstaðan hinsvegar sú eftir kosningar að Verkamanna- flokkurinn myndaði stjóm með flokkunum til vinstri við sig, myndi varla standa á ísraelum að friðarráðstefna yrði haldin, enda er Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, því sjálfur mjög fylgjandi. En líkurnar á vinstri- sigri, sem gerðu myndun slíkrar stjórnar mögulega, eru taldar litl- ar. dþ. lýði hjá þeim og eru einna helst blanda úr kaþólsku og afrískum trúarbrögðum, sem flutt voru til nýja heimsins svokaltaða með þrælunum á sínum tíma. Af þeim er Voodoo Haitimanna þekktast, en önnur trú svipaðs eðlis, kölluð Santeria, nýtur um þessar mundir vaxandi útbreiðslu og athygli í Bandaríkjunum. Kúbanskt Voodoo Santeria mun upphaflega eink- um hafa verið útbreidd á Kúbu, en þarlandsmenn eru að verulegu leyti af afrískum uppruna. Þar hefur trúin einnig gengið undir nafninu Lucumi. Goð sín hafa þessarar trúar menn að sögn einkum fengið frá Jorúbum, sem eru meðal fjölmennustu þjóða Nígeríu. Vestan hafs voru þess- um afrísku ásum gefin nöfn ka- þólskra dýrlinga og ýmis ytri ein- kenni þeirra, enda þýðir spænska orðið Santeria einfaldlega „dýrl- ingatrú.“ Grundvallaratriði í Santeria eru dýrablót, og það eru einmitt þau, sem í Bandaríkjunum hafa vakið mesta athygli á trúnni og um leið gagnrýni á henni. Þetta telja margir lögfróðir menn og dýravinir að brjóti í bága við bandarísk lög. Eitt sveitarfélag í Flórída, Hialeah, hefur þegar bannað slík blót og yfirvöld í Los Angeles hafa til athugunar að gera slíkt hið sama. Dýravinir halda því fram að dýr, sem Sant- eriamenn hafa valið til blóts, sæti illri meðferð, séu illa fóðruð og stundum grálúsug. Einnig séu dýrin oft pynduð grimmúðlega í blótveislunum sjálfum, hænsni til dæmis særð mörgum sárum með eggjárnum og fætur þeirra brotn- ir áður en þau séu aflífuð að fullu. Málsókn gegn blótbanni Santeriamenn vitna sér til varnar í bandarísku stjórnar- skrána, þar sem kveðið er á um trúfrelsi. Þeir segja það lygimál að þeir fari illa með dýr ætluð til blóts, enda sé það trúaratriði að slíkar skepnur séu að öllu leyti vel á sig komnar. Þeir sem fari illa Fólki af rómanskamerískum uppruna fjölgar hraðar í Banda- ríkjunum en nokkrum öðrum þjóðcrnishópi þarlendis. Þegar Bandaríkjamenn lögðu Iaust fyrir miðja 19. öld undir sig svæði það, sem nú er suðvesturríki þeirra, var þar þegar fyrir nokkur mex- íkönsk byggð, og síðan hefur alltaf verið talsvert um mexík- anska fólksflutninga norður yfír landamærin, vegna betri lífskjara og atvinnumögulcika í Banda- ríkjunum en Mexíkó. Síðustu áratugina hafa þessir fólksflutningar stóraukist af ýms- um ástæðum. Auk þess sem fleiri Mexíkanar koma en nokkru sinni fyrr, er í innflytjendastraumi þessum sægur af fólki frá Mið- Ameríku, Vestur-Indíum og jafnvel Suður-Ameríku. Ýmis- legt veldur þessum aukna fólks- straumi norður yfir Rio Grande og Flórídasund. Gífurleg fólks- fjölgun ásamt áframhaldandi lé- legum lífskjörum í Rómönsku Ameríku er sennilega veigamesta orsökin. Þótt innflytjendurnir sjái fram á það að verða að lifa lífi sínu í nýja landinu í felum um ófyrirsjáanlega framtíð vegna ótta við að verða vísað úr landi og að þeir flestir geti ekki gert sér vonir um annað en miklu verr borgaða vinnu en aumustu Bandaríkjamenn sætta sig við, þá finnst þeim það skárra en eymdin heima fyrir. Bandaríkin að „rómaníserast“ Byltingar, óöld og borgarastríð í löndum eins og Kúbu, Haiti, Gúatemala, Salvador, Níkaragva og Kólombíu hafa og átt drjúgan þátt í auknum straumi fólks það- an til Bandaríkjanna. Enda þótt Hispanics, eins og rómanskir Ameríkanar eru opin- berlega kallaðir í Bandaríkjun- um, „ameríkaníserist" auðvitað smátt og smátt að meira eða minna leyti, eru þeir orðnir það fjölmennir og áberandi þarlendis að ekki fer hjá því að Bandaríkin sjálf séu tekin að „rómaníserast“ í verulegum mæli. Þessa gætir mest í suðvesturríkjunum, Flór- ída og stórborgum ýmsum. Hisp- anics flytja auðvitað með sér menningu sína, trúarbrögð þar á meðal, kaþólskuna auðvitað, sem út á þetta er í hraðri sókn í þessu ríki, sem stofnað var af strangtrúuðum mótmælendum og þar sem mótmælendatrú hefur síðan verið ríkjandi. En innflytj- endurnir að sunnan koma einnig með einskonar neðanjarðartrú- arbrögð, sem lengi hafa verið við I augum þessa fólks, sem hér leitar að einhverju ætilegu á sorphaug við rómanskameríska stórborg, eru Bandríkin draumalandið, sama hversu kröpp kjör bíða þess þar. Og það flytur með sér siði sína og trúarbrögð. Dreypt á blóði fórnardýra á voodooblóti - þannig fara menn einnig að í Santeria. með blótdýr séu engir sannir Santeriamenn, heldur djötla- dýrkendur og aðrir, sem kannski með óréttu kenni sig við Santer- ia. Einn af goðum Santeriamanna (santeros eru þeir klerkar kallað- ir) heitir Ysamur Flores Pena og er frá Púertóríkó. Hann kveður Santeria geta Ieyst allan vanda nema dauðann. „Hversvegna skyldi ég láta einhverja, sem ég á ekkert upp að unna, segja mér fyrir um hvernig ég eigi að nálgast guð?“ sagði hann nýlega við fréttamann. í verslunum á vegum trúflokksins er til sölu ýmislegt, sem kvað vera trúuðum öruggt til heilla, þar á meðal reykelsi og ilmvötn. Flores heldur því fram, að í Los Angeles og nágrenni séu nú starfandi ekki færri en um 3000 santeriagoðar og að margir aðrir en innflytjendur sunnan að hafi tekið trúna. Santeriamenn í Hialeah hafa í hyggju að reyna að hnekkja blót- banni yfirvalda þar með mál- sókn. dþ. Laugardagur 29. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.