Þjóðviljinn - 09.11.1988, Page 3
FRETTIR
Skák
Eitt af tíu efstu
íslenska skáksveitin heldur utan á ólympíumótið í Þessalóníku sem
hefst um helgina
íslensku Ólympíufararnir. Neðri röð frá vinstri: Þráinn fararstjóri, Karl, Þröstur, Jón L. Efri röð: Helgi,
Margeir, Jóhann og Kristján liðsstjóri. Mynd: ÞÓM.
Sjálfstæðisflokkur
Guðmundur
í Valhöll
Guðmundur Magnússon,
fyrrum aðstoðarmaður fyrrver-
andi menntamálaráðherra, Birg-
is ísleifs Gunnarssonar hefur ver-
ið ráðinn til starfa á flokksskrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins i Val-
höll.
Verkefni Guðmundar verður
að undirbúa nýtt starfsskipulag á
skrifstofum flokksins, samkvæmt
samþykkt miðstjórnar, og endur-
skoða alla starfshætti Sjálfstæðis-
flokksins.
Naflaskoðunarnefnd Sjálf-
stæðisflokksins komst að þeirri
niðurstöðu eftir slæma útkomu
flokksins í síðustu alþingiskosn-
ingum að breyta þyrfti öllu starfs-
skipulagi og starfsháttum, ekki
síst á flokksskrifstofunni í Val-
höll.
Á flokksráðs- og formannaráð-
stefnu Sjálfstæðisflokksins um
næstu helgi verða þessi mál einn-
ig til umfjöllunar, þar sem Inga
Jóna Þórðardóttir formaður
framkvæmdastjórnar ræðir sér-
staklega um störf og starfshætti
flokksins.
Læknar vilja
snjómokstur
Aðalfundur Læknafélags
Austurlands hefur skorað á ráðu-
neyti vegamála og fjármála að
Oddskarði verði haldið opnu all-
an veturinn vegna legu Fjórð-
ungssjúkrahússins í Neskaups-
stað.
Samkvæmt gildandi snjómok-
stursreglum er skarðið mokað
tvisvar í viku og kemur oftlega
fyrir að ófært er yfir það milli
Neskaupsstaðar og Eskifjarðar.
Islenska skáksveitin stefnir
ótrauð á eitt af tíu efstu sætun-
um á ólympíuskákmótinu í Þess-
alóníku í Grikklandi sem hefst um
næstu helgi. Kristján Guðmunds-
son liðsstjóri taldi á blaðamanna-
fundi skákmannanna í gær ekki
ástæðu til annars en hóflegrar
bjartsýni þar eð flestir sveitar-
manna hefðu tekið stórstígum
framförum á tveim umliðnum
árum og væri skemmst að minn-
ast sigurgöngu Jóhanns Hjartar-
sonar.
Sveitin er að mestu skipuð
sömu einstaklingum og gerðu
garðinn frægan í Dubaí í hittið-
fyrra, hrepptu fimmta sæti.
Þeir eru (tölur tákna borða-
röð): 1. Jóhann Hjartarson (2610
elóstig) 2. Jón L. Árnason
(2535). 3. Margeir Pétursson
(2530). 4. Helgi Olafsson (2525).
Varamenn: Karl Þorsteins og
Þröstur Þórhallsson. Auk kepp-
enda verða þeir Þráinn Guð-
mundsson, forseti Skáksam-
bands íslands, og dr. Kristján
Guðmundsson með í för.
Þegar ólympíumótið verður
komið vel á veg hefst þing FIDE,
Alþjóðaskáksambandsins, í
Þessalóníku. Þótt Campomanes,
hinn umdeildi forseti, þurfi ekki
að óttast embættissviptingu að
þessu sinni er búist við erjum og
illindum. Forsetinn hefur krafist
þess að Garríj Kasparov
heimsmeistari biðjist opinber-
lega afsökunar á ýmsum niðrandi
ummælum um sambandið.
Þráinn sagði þetta mál sýna í
hnotskurn hina hatrömmu tog-
streitu FIDE og Stórmeistara-
sambandsins um forystu fyrir
skákhreyfingunni. Jóhann upp-
lýsti að Stórmeistarasambandið
hefði orðið til vegna þess að
FIDE Campomanesar hefði snið-
gengið óskir og þarfir öflugustu
skákmanna.
Hann skýrði einnig frá því að
sú ákvörðun FIDE að efna til
heimsmeistarakeppni í „atskák"
(„active chess“, umhugsunartími
hálf klukkustund per skák) ork-
aði mjög tvímælis. Einkum þó að
veita mönnum nafnbætur og el-
óstig fyrir árangur í þess háttar
tafli. Slíkt yki rugling og misskiln-
ing. Ekki bætti úr skák að mun
léttara verk yrði að afla sér stór-
meistaranafnbótar í „atskák“ en í
alvöru keppnisskák. Þetta mál
yrði rætt í þaula á FIDE þinginu.
En hvað sem þessu líður voru
keppendur hinir hressustu í gær
eftir uppbyggilega þjálfun Boris
Spasskíjs. Við óskum þeim góðs
gengis.
-ks.
Albert Guðmundsson:
„A ekki von á ákæmm“
„Get ekki ímyndað mér á hvaða hátt ég er riðinn við Hafskipsmálið.
Hef aldrei staðið stjórn Hafskips að neinu óheiðarlegu“
Eg get ekki ímyndað mér á
hvaða hátt ég er riðinn við
Hafskipsmálið, því að þessi
vandamál sem að Hafskip komst í
eru vandamál sem komu meira en
tveimur árum eftir að ég er hætt-
ur þar. Þessi vandamál voru ekki
til staðar þegar ég var þar, en ég
sat í stjórn til 1983, sagði Albert
Guðmundsson, þegar Þjóðviljinn
ræddi við hann í tilefni af væntan-
legum ákærum í Hafskipsmálinu
og Utvegsbankamálinu. Segist AI-
bert hvorki eiga von á að hann né
aðrir stjórnarmenn í Hafskip
verði ákærðir.
En nú hefur Jónatan Þór-
mundsson sagt að rannsókn taki
jafnvel aftur til ársins 1981?
„Já, hún hlýtur þá að ná
eitthvað lengra aftur, þvíHafskip
var jú í miklum vanda þegar þess-
ir drengir tóku við Hafskip á sín-
um tíma og vandamálin sem
hvíldu á Hafskip voru eldri en frá
árinu 1981.“
Þannig að þú átt sjálfur ekki
von á ákæru í þessu máli?
„Ég á alls ekki von á því og sé
ekki að ég geti verið á einn eða
annan hátt bendlaður við þau
vandamál sem hafa verið í athug-
un. Enda er búið að rannsaka það
mál fram og til baka, m.a.s. með
sérnefnd skipaðari af Hæstarétti
sem rannsakaði sérstaklega út-
vegsbankann. Ég er ekki neinn
stór hluthafi f fyrirtækinu og verð
ekki hluthafi fyrr en ég er beðinn
að koma þarna inn sem formaður
og þá með tíuþúsund krónum
gömlum og ég hef aldrei aukið
hlutafé mitt í Hafskip. Þannig að
ég hef ekki neitt með það að gera
að öðru leyti en því að ég varð við
beiðni tveggja vina minna um að
taka að mér formennsku."
Átt þú von á því að það verði
almennt ákœrt íþessu máli núna?
„Ég veit það ekki. Ég trúi því
ekki að það sé nein ástæða til að
ákæra, því ég lít á þessa sam-
starfsmenn mína sem voru á sín-
um tíma í Hafskip, sem mjög
heiðarlega menn. Ég hef aldrei
staðið þá að því að gera nokkuð
óheiðarlegt og ég get ekki ímynd-
að mér að þeir verði ákærðir. Það
er nú annað hvert fyrirtæki að
fara á hausinn núna í landinu af
sömu ástæðum og Hafskip og þar
er oft um miklu hærri upphæðir
að ræða en um var að ræða í Haf-
skipsmálinu. Og í sambandi við
Utvegsbankann skilst mér að rík-
issjóður sé búinn að taka yfir
miklu meira en Hafskip skuldaði
þar, þannig að þetta mál er miklu
stærra og öðruvísi en það hefur
verð kynnt. Þetta er ekki bara
Hafskipsmál," sagði Albert Guð-
mundsson.
phh
MR
Þröngt við
Lækjargötuna
Kennarafélag Menntaskólans í
Rcykjavík hefur sent frá sér sam-
þykkt þar sem vakin er athygli á
þeim alvarlega húsnæðisvanda
sem skólinn á við að stríða.
Skólinn er tvísetinn, þrengsli
eru mikil og víða er kennt við
algerlega óviðunandi aðstæður.
Segja kennarar brýna nauðsyn á
skjótum úrbótum. Minna þeir
jafnframt á marggefin loforð um
úrlausn í húsnæðismálum skólans
og skora á ráðamenn að vinda
bráðan bug á því að sjá skólanum
fyrir viðunandi húsnæði.
Vernd
Fangar móbnæla sýndarmennsku
Fangar á Litla-Hrauni samþykktu ígœr harðorða ályktun um
„einrœðisstjórn“ Verndar
Trúnaðarráð fanga á Litla-
Hrauni hélt fund í gær þar
sem fjallað var um málefni
Verndar. Mjög góð mæting var á
fundinum, enda ofbýður föngum
mjög þróun mála innan félagas-
amtakanna Verndar.
í síðustu viku mætti
stjórnmálafræðingur austur á
Litla-Hraun og sagðist hann vera
sendur þangað af Jónu Gróu Sig-
urðardóttur, sem hjálparmaður
Björns Einarssonar, félagsmála-
fulltrúa Verndar. í ljós kom
seinna að Björp hafði ekki hug-
mynd um að búið væri að ráða
aðstoðarmann sinn. 40 manns
sóttu fund trúnaðarráðs í gær og
var þar samþykkt einróma eftir-
farandi ályktun:
„Almennur fundur fanga á
Litla-Hrauni hinn 8. nóvember
1988.
Fangar mótmæla hverskonar
sýndarmennsku í fangahjálp og
lýsa vanþóknun á þeim sem gera
mannúðarmál að gróðavegi fyrir
sig og sína og nota slíka aðstöðu
til að ásælast frekari metorð.
Fangar skora á fyrrverandi fram-
kvæmdastjórn, félagsformann og
framkvæmdastjóra félagasam-
takanna Verndar að fara að
lögum samtakanna og eðlilegum
leikreglum lýðræðis; að víkja
fyrir nýrri framkvæmdastjórn.
Formaður trúnaðarráðs fanga
var á aðalfundi samtakanna hinn
22. september þegar þáverandi
stjórn var felld í atkvæðagreiðslu.
Það er því undrunarefni að unt-
boðslaus félagsformaður og
framkvæmdastjórn skuli sitja nú-
verandi og fyrrverandi föngum til
hrellingar og samtökunum til
skaða. Fangar sem átt hafa skjól
á heimili Verndar að Laugateig
19 eru ofsóttir og reknir við
minnsta tilefni. Þetta veldur
miklum kvíða hjá þeim sem ekki
eiga í önnur hús að venda fyrstu
dagana eða vikurnar eftir lausn
héðan.
Fangar meta að verðleikum
starf Björns Einarssonar, fé-
lagsmálafulltrúa Verndar og and-
mæla hverskonar tilraunum um-
boðslausrar forystu samtakanna
til að grafa undan Birni í þessu
starfi með það fyrir augum að
eigna sér það mikilvæga þjónust-
uhlutverk sem Björn hefur um
árabil gegnt með miklum sóma
og er höfundur að. Við teljum
okkur ekkert eiga vantalað við
stjórnmálafræðing sem hingað er
sendur af einræðisstjórn Vernd-
ar.“
Ályktun þessi var send
dómsmálaráðherra, núverandi
og fyrrverandi stjórn Verndar og
fjölmiðlum.
____________________ -Sáf_____________________________
Miðvikudagur 9. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3