Þjóðviljinn - 09.11.1988, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.11.1988, Qupperneq 7
MENNING Leikhús Gunnar heldur sína 21. einkasýningu í Nýhöfn. Mynd - Þóm. 21. sýning Gunnars Arnar í sýningarsalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sýnir Gunnar Örn Gunnarsson málverk og máluö einþrykk unnin á þessu ári. Gunnar Örn er fæddur 1946, fór sautján ára til Danmerkur að læra sellóleik en sneri sér fljót- lega að málverkinu. Þetta er 21. einkasýning Gunnars sem einnig hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Hann var fulltrúi íslands á Feneyjatvíárinu sem nú er nýlok- ið, en sýning á þeim verkum er fýrirhuguð í New York í febrúar á næsta ári. Gunnar Örn á verk á mörgum söfnum, svo sem Listasafni ís- lands, Listasafni Háskólans, List- asafni ASÍ, Saubu Museum í Tókíó og Guggenheim Museum í New York. Sýning Gunnars stendur til 16. nóvember og er opin virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar. Klippimyndir Örn Karlsson sýnir klippi- myndir Undir Pilsfaldinum, í kjallara Hlaðvarpans að Vestur- götu 3 b. Myndirnar eru tuttugu talsins, unnar á undanförnum átta árum. Örn Karlsson er fæddur ‘52 á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja einkasýning hans, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýn- ingum og verið með fasta sýningu á Hótel Búðum á hverju sumri. Örn hefur einnig fengist við að myndskreyta bækur, einkum ljóðabækur. í tengslum við sýninguna verða ýmsar uppákomur í Undir pilsfaldinum á sunnudagskvöld- um. Sýningin stendur til 20. nóv- ember. Baltasar sýnir litógrafíur í galler Borg. Mynd-Jim Smart. Litógrafíur Baltasars í gallerí Borg stendur yfir sýn- ing Baltasars á 26 litógrafíum unnum á þessu ári. Sýningin skiptist í fimm mismunandi þemu sem lýsa tilfinningum Baltasars til íslands sem nú hefur verið heimkynni hans í tuttugu og fimm ár. Þemun eru nátttröll, sigur- bogar, verndargripir, ex libris og úr Eddukvæðum. Sýningin er tuttugasta og þriðja einkasýning Baltasars, og eru allar myndirnar prentaðar af honum með aðstoð konu hans á eigin verkstæði. Myndirnar verða til sýnis í gallerí Borg til 15. nóv- ember, galleríið er opið virka daga kl. 10-18 og kl. 14-18 um helgar. Myndverk úr ull Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá sýnir myndverk úr ull í Listasafni ASÍ að Grensásvegi 16, og eru verkin gerð á undan- förnum tveimur árum. Kristín stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1949-52, og framhalds- nám við Kunsthaandværker- skolen í Kaupmannahöfn 1954- 57. Auk þess var hún um tfma við nám í Frakklandi og á Ítalíu. Þetta er hennar fyrsta einkasýn- ing í Reykjavík, hún hélt sýningu í Rauða húsinu á Akureyri árið 1981 og hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Verk Kristínar eru meðal ann- ars í eigu Listasafns íslands, Bergens Kunstforening og Savar- ia Muzeum Szombathely, Ung- Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá sýnir myndverk úr ull í List- asafni ASÍ. verjalandi. Sýningin í Listasafni ASÍ stendur til 20. nóvember, er opin virka daga kl. 14-20, og 16- 20 um helgar. Ull í Stöðlakoti íslensk ull 1988, nefnist sýning Huldu Jósefsdóttur sem nú stendur yfir í gamla steinbænum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6. Hefur bærinn hefur verið endur- byggður sem sýningarsalur fyrir íslenskan listiðnað. Sýningunni, sem stendur til 20. nóvember er ætlað að varpa ljósi á stöðu íslenskrar ullar í dag, en saga hennar er sem kunnugt er samofin sögu íslensku þjóðarinn- ar. Skjaldbakan komin hringinn Leikfélag Akureyrar sýnir leikritið Skjaldbakan kemst þangað líka á Litla sviði Þjóðleikhússins Þá er Skjaldbakan komin afturtil Reykjavíkur, nákvæm- lega fjórum árum eftir frum- sýninguna sem var í Nýlista- safninu þann 9. nóvember 1984, en fyrsta sýning Leikfé- lags Akureyrar á verkinu hér í borg verður á Litla sviði Þjóð- leikhússins í kvöld. Skjald- bakan hefur gert víðreist á þessum fjórum árum, brugðið sér til Helsinki, til Dublin, Kaupmannahafnar og Brig- hton, - og nú síðast til Akur- eyrar, þar sem hún var frum- sýnd þann 7. október síð- astliðinn. Er óhætt að segja að þetta sé dálaglegur spotti fyrir eina skjaldböku að leggja að baki á ekki lengri tíma. Skjaldbakan fjallar um sér- stæða vináttu skáldjöfranna Wil- liams Carlosar Williams og Ezra Pounds. Þá greindi á um flest, lífsstíl, skáldskap og pólitík, en voru báðir trúir sjálfum sér, skoðunum sínum og vináttunni allt til æviloka. Leikritið er ekki ævisögulegs eðlis, heldur er til- gangur þess að kasta ljósi á þessa óvenjulegu vináttu og lífshlaup tveggja gjörólíkra manna, Wil- liams, sem var heima og „ræktaði garðinn sinn“ og Pounds sem þeysti um heiminn og eirði j hvergi. Árni Ibsen skrifaði verkið upp- haflega fyrir Egg-leikhúsið, og var fyrsta uppfærsla þess í leik- stjórn hans, en Viðhr Eggertsson og Arnór Benónýsson léku þá Williams og Pound. Síðan hefur leikritið tekið ýmsum breyting- um og sú útgáfa þess sem Leikfé- lag Akureyrar sýnir á Litla svið- inu er „farin að nálgast það að vera „endanlegt horf“, ef slíkt er mögulegt í sambandi við leikrit“, eins og höfundur segir í leikskrá. í uppfærslu Leikfélags Akur- eyrar er Viðar Eggertsson leikstjórinn, Theódór Júlíusson leikur Williams og Þráinn Karls- son Pound. Tónlist við verkið samdi Lárus H. Grímsson, Guð- rún Svava Svavarsdóttir gerði leikmynd og búninga og lýsing- una hannaði Ingvar Björnsson. Skjaldbakan dvelst í Reykja- vík í viku að þessu sinni, og verða sex sýningar á þeim tíma, sú síð- asta næstkomandi miðvikudags- kvöld. LG Nemendur þriðja bekkjar ásamt umsjónarkennara sínum, Hilde Helgason. Leiklistarskólinn Mávurinn kynntur Nemendur þriðja bekkjar Leik- listarskóla íslands hefja kynning- ar á fyrsta leiktúlkunarverkefni vetrarins annað kvöld kl. 20:00. Kynningar fara fram í húsnæði leikiistarskólans að Sölvhólsgötu 13. Viðfangsefnið er Mávurinn eftir Tsjekhov, í þýðingu Péturs Thorsteinssonar, og er Pétur Ein- arsson leiðbeinandi og leikstjóri. Nemendur þriðja bekkjar eru Baltasar Kormákur, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Arnljótsdótt- ir, Eggert Arnar Kaaber, Erling Jóhannesson, Harpa Arnardótt- ir, Hilmar Jónsson, Ingvar E. Sigurðsson og Katarína Nolsöe. Kynningarnar verða tíu alls, ein á dag fram til 19. nóvember, og verða þær næstu á föstudaginn kl. 15, laugardag og sunnudag kl. 20, á mánudaginn kl. 16, og á þriðjudaginn kl. 20. Aðgangs- eyrir er 200 kr. sem renna í nem- endasjóð. Nánari upplýsingar fást í Leiklistarskólanum á skrif- stofutíma og utan hans í síma Háskólatónleikar Söngurí Norræna húsinu Anders Josephsson baríton og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari koma fram á há- skólatónleikum haustmisseris sem haldnir verða í Norræna húsinu í dag kl. 12:30. Á efnisskránni verða „Dýra- bókin eða fylgdarlið Orfeifs" eftir Poulenc og „Úr vísum Eiríks konungs" eftir Ture Rangström. Anders Jósepsson er fæddur og uppalinn í Svíþjóð þar sem hann hóf söngnám 14 ára að aldri. Hann fluttist til íslands 1980 og hefur stundað söngnám við Tón- listarskóla Kópavogs og síðar við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík þaðan sem hann lauk einsöngvaraporófi síðastliðið vor. Kennari hans var Elísabet Erlingsdóttir. Hann hefur komið fram á kammertónleikum og sem einsöngvari með íslensku hljóm- sveitinni og árið 1985 söng hann hlutverk nautabanans í Carmen eftir Bizet í uppfærslu íslensku Óperunnar. Anna Guðný Guð- mundsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík og stundaði framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í London. Hún hefur tekið virkan þátt í íslensku tón- listarlífi auk þess sem hún kennir við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík. 29582. LG Miðvikudagur 9. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.