Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Pjóðviljinn Fyrsta konan á ritstjóra- stóli Silja Aðalsteinsdóttir: Spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við með öðrum starfsmönnum Pjóðviljans Eg held að ég sé fyrsta konan sem ráðin er ritstjóri á dag- blaði hér á landi og mér finnst það vægast sagt mjög skemmtilegt, sagði Silja Aðalsteinsdóttir, sem ráðin var í ritstjórastarf við hlið Árna Bergmann og Marðar Árnasonar á Þjóðviljanum, sl. fimmtudagsk völd. Silja mun ekki hefja störf við Þjóðviljann fyrr en upp úr ára- mótum þar sem hún þarf að ljúka ákveðnu verkefni áður. „Fyrst þegar þetta var nefnt við mig varð ég mjög hissa en þó mest hissa á því hvað ég hlakkaði mikið til. Mig fór strax að klæja í lófana að fá að takast á við þetta verkefni. Ég hef aldrei unnið á dagblaði áður en unnið mikið fyrir Þjóðviljann sem gagnrýn- andi. Ég þekki því ekki störf á ritstjórn dagblaðs innan frá og fínnst mikið tilhlökkunarefni að fá að kynnast þeim. Þetta er nýtt fyrir mér en ég er mjög nýjunga- gjörn manneskja." Silja var spurð að því hvernig það legðist í hana að fara að vinna með þeim Árna og Merði. „Ég hef áður unnið undir stjórn Árna sem gagnrýnandi, auk þess sem við höfum átt sam- an sæti í stjórn Máls og menning- Silja Aðalsteinsdóttir með heimilisköttinn: Hlakka til. (Mynd: þóm.) ar. Þar að auki skrifaði hann oft’ fyrir Tímarit Máls og menningar þegar ég var ritstjóri þess. Það er því einsog að koma heim að fara að vinna með Árna. Mörð þekki ég líka. Hann var nemandi minn í Háskólanum. Ég hlakka því mikið til að vinna með þeim báð- um.“ En má búast við breyttum áherslum í blaðinu þegar kona sem þekkt er úr jafnréttisbarátt- unni kemur til starfa? „Ég efast um að það verði nein hastarleg kúvending. Jafnréttis- málin eru runnin mér í merg og blóð og munu því eflaust speglast í skrifum mínum, en ég mun ekki hefja störf með jafnréttismessum yfir blaðamönnum. Eitt af því sem ég hef áhuga á að gera er að fjölga lausum pennum við blaðið. Annars er alltof snemmt að tala um það hvernig ég mun taka á þessu verkefni. Mér finnst þetta spennandi. Það eru allir að fárast yfir slæmum fjárhag blaðsins. Þetta er því eitthvað til þess að takast á við, en hvernig við gerum það öll í sameiningu mun koma í ljós. Þetta verður einhverskonar spuni, einsog það kallast á leikaramáli." -Sáf Þjóðviljinn Var aldrei á föium MörðurÁrnason: Býð Silju velkomna ogfagna auknum áhuga á rekstrarvandanum. Nœst íþrjá mánuði? Eg hef spgt það áður og segi það enn: Eg skil ekki þetta upp- hlaup og harma þann skaða sem það hefur gert Þjóðviljanum, sagði Mörður Árnason í gær vegna styrsins sem staðið hefur um endurráðningu hans sem rit- stjóra Þjóðviljans. „Ég sagði þeg- ar þessi slagur hófst að ég væri ekki á förum, og hef einfaldlega haft rétt fyrir mér.“ „Þetta hafa hinsvegar verið Afundi útgáfustjórnar Þjóðvilj- ans sl. fimmtudagskvöld, var auk ritstjóramála, áveðið að skipa þriggja manna nefnd til þess að fara ofan f saumana á rekstri blaðsins og koma með til- lögur til úrbóta. Helgi Guð- mundsson er formaður nefndar- innar og verður hann launaður starfsmaður hennar. Auk Helga eiga þeir Hrafn Magnússon og Helgi Guðmundsson sæti í nefnd- inni. Þjóðviljinn hafði samband við Helga og spurði hann í hverju starf nefndarinnar yrði fólgið. Hann sagði ljóst að Þjóðviljinn mér lærdómsríkar vikur og um margt hollar,“ sagði Mörður, - og það hefur verið mjög traust að finna stuðninginn frá bæði starfs- mönnum hér og ekki síður fjölda lesenda sem hafa haft samband við mig.“ „Til frambúðar kynnu þessi átök að verða til góðs að því leyti að menn virðast ætla að fara að líta á rekstrarvanda blaðsins í al- eigi við mikinn rekstrarvanda að stríða. „Til þess að Þjóðviljinn geti hagnýtt sér þær breytingar á tækni við framleiðslu blaðsins og flutning í nýtt húsnæði, þá er nauðsynlegt að blaðið sé fjár- hagslega sæmilega statt. Þá er Iíka nauðsynlegt að allur rekstur blaðsins sé eins hagkvæmur og mögulegt er. Hvort sem vinstri mönnum og öðrum áhuga- mönnum um blaðið, Alþýðu- bandalagsmönnum sem öðrum, líkar betur eða verr, þá lifir Þjóð- viljinn og hrærist í hinum kulda- lega heimi viðskiptalífs og mark- aðslögmála þar sem verður að vöru. Fjárhagsstaðan þrengir gríðarlega svigrúm okkar, og gamall skuldahali hefur torveld- að alla sókn. Hallur Páll Jónsson framkvæmdastjóri, sem ráðinn var rétt áður en við Óttar urðum ritstjórar, tók við mjög erfiðu búi en hefur unnið gott starf á þessu ári og ég treysti honum að fullu til verkanna. Ég fagna því líka að blaðstjórnin skuli nú ætla að gera svolítið meira en að tala um málið vera að minnsta kosti jafnt í de- bet og kredit dálkunum og helst af öllu meira tekna megin. Það er því mikilvægast verkefni nefnd- arinnar að koma með tillögur sem tryggja það að Þjóðviljinn lifi af í þessum kuldalega heimi viðskiptanna. Þjóðviljinn hefur þá sérstöðu og ég efast um að það sé alvar- legur ágreiningur um að hann eigi að hafa þá sérstöðu, að vera málgangn vinstri hreyfingarinnar í landinu. Menn geta deilt um það hversu náið samband blaðsins við Alþýðubandalagið á að vera á hverjum tíma, en við getum ekki og vænti góðs af samstarfi við nýju framtíðarnefndina." Aðspurður um álit sitt á sex mánaða ráðningartíma sagði Mörður að um þetta gætu virst svipuð lögmál og í efnafræðinni þarsem talað er um helmingun- artíma ýmissa frumefna. „Fyrst var ég ráðinn í eitt ár, og núna í sex mánuði, - ætli það verði ekki þrír mánuðir næst? Þetta endar sennilega með því að blaðstjórn- vikist undan þeirri skyldu að blaðið er málgagn vinstri vængs- ins og Alþýðubandalagið er burðarásinn í stjórnmálahreyf- ingu vinstri manna á íslandi." Helgi sagði að nefndin hefði ekki enn komið saman og því hvorki mótað sér vinnureglur né dregið upp mynd af verkefninu, en það myndi þó gerast fyrr en seinna, líkast til strax í byrjun næstu viku. „Frá mínum bæjardyrum séð, hljóta tillögur nefndarinnar að mótast af þeim veruleika sem ég lýsti áðan,“ sagði Helgi Guð- mundsson. -Sáf Mörður Árnason in fjallar um það á hverjum morgni hvort ég eigi að fara eða vera.“ „Það er hinsvegar lán við þenn- an ráðningartíma að í lok hans er aðalfundur í Útgáfufélagi Þjóð- viljans, og félagsmenn fá þar tæk- ifæri til að taka þátt, -mín ráðn- ingarmál yrðu þannig tekin útúr skúmaskotunum. “ „Ég vona að framundan séu bjartari tímar fyrir Þjóðviljann, og ég held að þótt fjárhagsstaðan spilli fyrir í bili séu möguleikar Þjóðviljans miklir. f því Ijósi hlýt ég að harma ógætileg ummæli nú- verandi stjórnarformanns um Þjóðviljann í fjölmiðlum. Úlfar Þormóðsson hefur aldrei í for- mannstíð sinni viðrað þessar skoðanir við okkur stjórnendur blaðsins, og það er ekki skemmti- legt fyrir starfsmenn og velunn- ara Þjóðviljans að hann skuli hafa þurft að úttala sig opinber- lega, vegna þess að því miður vita ekki allir að Úlfar er stundum ívið óáreiðanlegur maður.“ „Ég vil að lokum bjóða velk- omna Silju Aðalsteinsdóttur hér inn á blaðið," sagði Mörður. „Silja er bæði dugleg og hug- myndarík og það er ekki verra að ráðning hennar er sögulegur við- burður í jafnréttisbaráttunni. Ég vil líka nota tækifærið og þakka Óttari Proppé samstarfið. Óttar er betri en enginn þegar á reynir.“ sáf Þjóðviljinn Ofan í saumana á rekstrinum Helgi Guðmundsson, formaður nefndar sem á að koma með tillögur um úrbœtur í rekstri Þjóðviljans: Blaðið hefurþá sérstöðu að vera málgagn vinstri hreyfingarinnar í landinu en þarf að lifa afíkulda- legum heimi viðskiptalífsins 2 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.