Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF í kórónu stað ✓ Arni Björnsson skrifar Hér skal með opnum huga og hreinu hjarta tekið undir þjóðleg sjónarmið hjá talsmanni Sannra fslendinga, Gísla Sigurðssyni, í Þjóðviljanum á miðvikudag. Því mætti þó við bæta að ekki ætti einungis að brjóta niður allt það í menningu okkar sem minnir á danska kúgun, heldur upphefja um leið hvað eina sem ilmar af bandarískri vernd til líkams og sálar. Það er stórbrotin áætlun að rífa ekki aðeins burt kórónuna af Al- þingishúsinu heldur og húsið sjálft, síðan Stjórnarráðstukthús- ið, þá Bessastaðastofu, Viðeyjar- stofu og loks ýmis smærri dönsk æxli. Auk göfugrar hugsjónar skapast ósmá tækifæri handa verktökum og húsameisturum við niðurbrot og nýbyggingu, sem ekki er síður fögur framtíð- arsýn. Þessi áætlun mun að vísu kosta talsvert fé og yrði af þeim sökum naumast framkvæmd í snatri. Því skal stungið upp á lausn sem samþættir marga kosti: Þegar búið er að fjarlægja kór- ónuna, ætti ekki að setja nýja ís- lenska skjaldarmerkið á sama stað. Það er víst svo kauðalega hannað að dómi skjaldarmerkja- fræðinga að til viðundurs má telja. I staðinn má nýta eyðuna til að fjármagna hina stórbrotnu áætlun næstu áratugi með því að leigja fyrirtækjum plássið fyrir vörumerki sín á sanngjörnu verði. Staðurinn hlyti að verða eftirsóttur ekki síður en strætis- Eimskips, annan merki Flug- leiða, þriðja Coca-Cola, fjórða Visa-ísland, fimmta Sól hf. og svo framvegis. Þegar nægilegar auglýsingatekjur hefðu safnast, mætti ráðast í niðurrif og upp- byggingu í samtímastíl á kringlu- hraða. Pað þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný „Það þarfvakandi önd, það þarf vinnandi hönd / til að velta í rústir og byggja á ný, sagði sjálfur Einar Benediktsson. “ vagnar og ruslakassar. Þarna gæti einn mánuðinn trónað merki sagði sjálfur Einar Benediktsson. breytni yrði fögur sjón gömlum Vart þarf að efa að þvílík augum Jóns Sigurðssonar for- seta, líkt og blóðvöllurinn í Kór- eyju fyrir Mac Arthur hershöfð- ingja. Jón barðist manna einarð- iegast fyrir íslensku verslunar- frelsi á síðustu öld. Því hlyti hon- um að hlæja hugur í brjósti við að sjá íslenskt framtak brjóta niður leifar danskrar kúgunar af smekkvísi sem ættuð er frá Vín- landi hinu góða. Árni vinnur á Þjóðminjasafni íslands. Að missa meirihlutann Við sem teljumst til þess þjóð- félagsmengis sem kallar Þjóðvilj- ann Blaðið Okkar höfum mátt þola ýmsar kárínur undanfarin misseri. Og þótt skrápurinn sé orðinn þykkur og langlundargeð- ið öflugt þá fór ekki hjá því að undirrituðum félagsmanni í Út- gáfufélagi Þjóðviljans, starfs- manni blaðsins um árabil og les- anda þess í þrjá áratugi, blöskr- aði það sem haft var eftir for- manni nefnds félags, Úlfari Þormóðssyni, í fréttatíma Stöðv- ar 2 á þriðjudagskvöldið. Til þess að enginn velkist í vafa um hvað ég á við ætla ég að birta ummælin sem fréttamaðurinn hafði eftir formanninum. Fyrst segir Úlfar að blaðið hafi „ein- faldlega ekki gengið nógu vel undir stjórn þeirra Óttars og Marðar". Síðan kemur þetta: „Blaðið stendur ver en það hefur gert undanfarinn áratug, sagði Ulfar í dag, og þá hlýtur að vera verkefni ábyrgðarmanna þess að reyna að finna nýja skip- stjórnarmenn, serft geta unnið ný lönd og náð fótfestu á ný. Það hefur ekki gerst á síðastliðnu ári, þvert á móti er blaðið Ijótara, ívið óáreiðanlegra og minna lesið, sagði Úlfar Þormóðsson“ (let- urbr. mín). Það eru einkum skáletruðu orðin sem urðu til þess að ég hljóp í tölvuna. Fyrir utan það að þau jaðra við atvinnuróg þá finnst mér afar sérkennilegt að heyra þau höfð eftir stjórnarfor- manni Útgáfufélagsins, mannin- um sem fyrir nokkrum vikum ákvað að rninnka blaðið niður í 12 blaðsíður tvo daga í viku. Blaðið hefur ekki orðið minna í hartnær tvo áratugi og það sem sparaðist hugðist Ulfar nota til að ráða mann í sérstakt útbreiðslu- átak. Sá maður mun fá það verk- efni fyrst að eyða áhrifum þessar- ar sérkennilegu auglýsingar st j órnarformannsins. Ekki eru ummæli Úlfars síður athyglisverð í ljósi þess að þetta viðhorf hans til blaðsins hefur aldrei komið fram á fundum út- gáfustjórnar. Hann hafði þó tækifæri til þess ekki alls fyrir löngu þegar rætt var á slíkum fundi um niðurstöður lesenda- könnunar sem nýlega var gerð og leiddi í ljós að lesendur voru yfir- leitt heldur ánægðir með blaðið. Þröstur Haraldsson skrifar Þar heyrðust þessi sjónarmið ekki. Þetta verður líka að teljast einkar smekkleg og kurteisleg aðferð við að kveðja fráfarandi ritstjóra, Óttarr Proppé. Þessi ummæli ættu þó ekki að koma þeim á óvart sem fylgst hafa með atburðum á vettvangi bandalaginu sem staðið hafa í nokkurn veginn sama tíma. Arm- arnir hafa hlotið ýmis nöfn: Flokkseigendur gegn Lýðræðis- kynslóð, Svavarsmenn gegh Ólafsmönnum, og svo hafa verkalýðsfrömuðir svifið utan og ofan við þetta allt. Og þrátt fyrir ráða Mörð var eingöngu sú að ótilgreindir forystumenn flokks- ins treystu honum ekki. Hvaða forystumenn? var þá spurt. Ekki er það formaðurinn og ekki vara- formaðurinn, formaður fram- kvæmdastjórnar (sem var fund- arstjóri) kvartaði ekki og ekki ,Eftir atburði síðasta mánudags er orðið Ijóst að það er tímabœrt að losa Þjóðviljann við það oksem meirihluti útgáfustjórnar er á herðum starfsfólksins. “ Þjóðviljans og Útgáfufélagsins undanfarin ár. Þau eru ofur eðli- leg afleiðing geðvonsku og van- metakenndar sem hlýtur að fylgja því að geta aldrei beitt meirihlutavaldi sem menn hafa, þrátt fyrir ótalmargar tilraunir og eindreginn vilja. Pirringurinn stafar líka af því að það er fyrir löngu orðið ljóst að núverandi meirihluti stjórnar hefur engan þann mann í sínum röðum sem gæti unnið Þjóðviljanum ný lönd. Fjögurra ára stríð Átökin um Þjóðviljann eru ekkert nýtilkomið fyrirbæri. Þau hafa blossað upp með ámóta reglubundnum hætti og hækkun lánskjaravísitölu undanfarin fjögur ár eða síðan Össur Skarp- héðinsson var ráðinn ritstjóri og Óskar Guðmundsson fulltrúi hans haustið 1984. Síðan hafa verið gerðar fjölmargar tilraunir til að breyta valdahlutföllum á ritstjórn Þjóðviljans en flestar runnið út í sandinn. Samt sem áður hafa þeir sem að tilraunun- um hafa staðið allan tímann verið í meirihluta í stjórn félagsins. Við skulum ekkert vera aö blekkja sjálf okkur með því að fela hina raunverulegu ástæðu fyrir átökunum. Þau eru partur af þeim átökum fylkinga í Alþýðu- umveltingar í forystu Alþýðu- bandalagsins hafa Svavarsmenn eða flokkseigendur haldið traust- um meirihluta í stjórn Útgáfufé- lagsins, hann styrktist mas. á síð- asta aðalfundi. Allt frá því haustið 1984 hefur þessum meirihluta sviðið að ekki skuli hafa verið hægt að eyrna- merkja neinn ritstjóra Þjóðviij- ans réttu marki. Allar tilraunir til að koma slíkum manni að hafa farið út um þúfur. Þær hafa strandað á andófi starfsmanna og velunnara blaðsins. Þær hafa strandað á þeirri eðlilegu kröfu að ritstjórar sem og aðrir starfs- menn séu valdir út frá faglegu sjónarmiði en ekki einhverjum óljósum pólitískum verðleikum sem aldrei hafa einu sinni fengist almennilega skilgreindir. Stendur Úlfar einn? Fyrr en á fundinum sem út- gáfustjórn hélt með Ólafi Ragn- ari á mánudaginn. Þar segja heimildir mínar að fram hafi komið að það sem meirihluti stjórnar hafði á móti Merði Árnasyni hafi ekki verið afglöp í starfi, skortur á faglegri hæfni eða öðru þess háttar. Þar var ekki minnst á að hann eða Óttarr hefðu brugðist í starfi. Ástæða þess að menn vildu ekki endur- höfðu heldur heyrst umkvartanir frá landbúnaðarráðherra, forseta sameinaðs þings eða formanni þingflokks. Það þarf ekki að rekja þessa umræðu lengur. Kannski finnst einhverjum hún fáránleg en það er því ntiður svo margt því ntarki brennt sem frá margnefndum meirihluta útgáfustjórnar hefur komið á undanförnum árum. Fyrir fundinn á mánudaginn hafði Úlfar lýst því yfir að meiri- hluti stjórnarinnar væri andvígur því að endurráða Mörð en á fund- inum með Ólafi birtist sá meiri- hluti ekki. Það vekur upp þá spurningu hvort Úlfar standi einn að þessari síðustu aðför að rit- stjórum Þjóðviljans. Óþolandi aðstaða Stjórnarformaðurinn kallar sjálfan sig „ábyrgðarmann" blaðsins og segir að nú þurfi að finna menn sem get i eflt blaðið og „unnið ný lönd“. Ég vil taka svo djúpt í árinni að segja að frá honum og öðrum ábyrgðar- mönnum hafi ekkert kontið á undanförnum fjórum árum sem stuðlað hefur að eflingu blaðsins. Þvert á móti hefur meirihlutinn verið mesti dragbíturinn sem starfsmenn hafa mátt glíma við á þessum tíma. Eða hvernig haldið þið, les- endur góðir, að sé að vera rit- stjóri blaðs þegar gerðar eru sí- endurteknar og reglubundnar til- raunir til að bola honum burt? Langtímum saman hefur mestöll starfsorka þeirra farið í að standa af sér þessar árásir. Þegar svo stendur á er ekkert eftir til að takast á við hinn raunverulega til- vistarvanda blaðsins, þann sem lesa má úr bókhaldinu og áskrif- endafjöldanum. Og aðsjálfsögðu hlýtur það að draga úr áhuga manna á að skipuleggja frant í tímann þegar aldrei er hægt að fá það á hreint hvort þeir halda stólnum til kvölds. Þetta er sú staða sem rit- stjórum blaðsins hefur verið boð- ið upp á. Ég vil ganga svo langt að halda því fram að þeir sem við- halda þessu ástandi, hvað sem tautar og raular, hafi ekki snefil af áhuga á eflingu og viðgangi Þjóðviljans. Þeir líta á sjálfa sig sem varðhunda einhverra hagsntuna, einhvers valds. Áhug- inn á blaðinu einskorðast við það að konta í veg fyrir að meira og minna ímyndaðir andstæðingar komist til áhrifa á rekstur blaðs- ins. Eftir atburði síðasta mánudags er orðið ljóst að það er tímabært að losa Þjóðviljann við það ok sem meirihluti útgáfustjórnar er á herðum starfsfólksins. Þeir sem eru sama sinnis hljóta að huga að því í tíma að fylkja liði á næsta aðalfund Útgáfufélagsins og kjósa því stjórn sem er í réttara samhengi við hagsmuni Þjóðvilj- ans, starfsmanna hans og les- enda, en núverandi meirihluti. Hráskinnsleiknum verður að ljúka. Þjóðviljinn hefurekki efni á að dragnast með „ábyrgðar- menn“ á borð við Úlfar Þormóðs- son öllu lengur. Pessi grein var afhent til birting- ar fimmtudaginn 3. nóvember en vegna hins viðkvæma ástands sem ríkti í samskiptum útgáfustjórnar og ritstjórnar Pjóðviljans féllst ég á að geyma hana þar til óveðrið væri afstaðið. -ÞH Þröstur er blaðamaður í sjálfstæðu starfi og skrifar fjölmiðlapistla í Nýtt helgarblað Þjóðviljans. Laugardagur 12. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.