Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 4
FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveöiö hefur veriö aö velja nemendurtil náms í flugumferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrj- un næsta árs. Stööupróf í íslensku, ensku, stæröfræöi og eðlis- fræöi verða haldin 10. og 11. desember nk. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast til- skildar heilbrigöiskröfur og hafa lokið stúdents- prófi. Umsóknareyöublöð liggja frammi hjá Flugmála- stjórn á fyrstu hæö flugturnsbyggingar á Reykja- víkurflugvelli og ber að skila umsóknum þangað fyrir 7. desember, ásamt staðfestu afriti af stúd- entsprófskírteini og sakavottoröi. Flugmálastjóri Sy Frá menntamálaráðuneytinu: Í Lausar stöður við framhaldsskóla Framhaldsskólinn á Húsavík auglýsir eftir umsóknum um þrjár nýjar kennarastöður á vorönn 1989. Helstu kennslugreinar eru: stærðfræði, viðskiptagreinar, þýska og enska. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma: 96-42095. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamála- ráðuneylinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. Menntamálaráðuneytið Bílaleigubílar Tilboð óskast í leigu á bílaleigubílum til afnota fyrir ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki áriö 1988 - 1989. Útboðslýsing er afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík. Opnun tilboða fer fram á skrifstofu vorri föstudag- inn 25. nóvember 1988 kl. 11:00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, simi 26844 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Laugardagskaffi Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi hellir upp á könnuna, og með honum verða fulltrúar í félagsmálaráði, byggingarnefnd, hafnarnefnd og vélamið- stöð. - AKB. Alþýðubandalagið í Kópavogi Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi, í Þinghól Hamraborg 11,3. hæð verður opin frá og með 31. október á mánudögum og fimmtudögum kl. 16-18 e.h. Alþýðubandalagið í Kopavogi Hafírðu \ smakkað vín - láttu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! yUMFERÐAR RÁÐ FRÉTTIR Stöðvarfjörður Fiskvinnslufólk sent heim 70 - 80 manns án atvinnu. Togararnir sigla með ufsa og karfa. Svarar ekki kostnaði að vinna aflann heima Stjórn Hraðfrystihúss Stöðv- arfjarðar hefur ákveðið vinnslustöðvun frá og með mánu- deginum 21. nóvember nk. vegna hráefnsskorts. Lítið er eftir af þorskkvóta togaranna og þykir ekki svara kostnaði að vinna ufsa og karfa í vinnslunni. Þess í stað munu togarar fyrirtækisins selja þann afla erlendis. Að sögn Ingimars Jónssonar þjónustustjóra fyrirtækisins nær vinnslustöðvunin til 70- 80 manns en þar af eru um 40 á fastlaunasamningum og verða því á dagvinnulaunum án nokk- urs kaupauka fram að áramótum, rætist ekkert úr kvótamálum tog- aranna Kambarastar og Álftaf- ells SU. Aftuy á móti hefur laus- ráðna fólkið®ekki að neinu að hverfa. Þessa dagana er unnið við að salta upp í gerða sfldarsölu- smninga við Svía, Finna og Rússa og er söltunin langt komin. Heimamenn stóla á að Rússar kaupi 50 þúsund tunnur til við- bótar þeim 150 þúsund sem þegar hafa tekist samningar um. Það mundi hafa í för með sér aukna vinnu við síldarsöltun fram undir áramótin. Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar er burðarásinn í atvinnulífi þorpsins og á verkfólkið ekki í nein önnur hús að venda með aðra atvinnu. Fyrirtækið hefur lagt inn umsókn til Atvinnutryg- gingasjóðs en að sögn Ingimars renna þeir blint í sjóinn með ár- angur af henni, verði hann ein- hver á endanum. -grh Loðna 400 tonn á tæpri viku Heildaraflinn 80.830 tonn Frá sl. nmmtudegi og til dagsins í gær hafði Loðnunefnd að- eins borist tilkynning um 400 tonna loðnuafla og fátt sem bend- ir til meiri veiði næsta sólarhring vegna brælu sem spáð er á miðun- um. Heildaraflinn á vertíðinni er orðinn 80.830 tonn sem er aðeins minna en var á sama tíma í fyrra. Þá var aflinn orðinn 83.400 tonn svo nú er að duga eða drepast því ekki þótti vertíðin fyrir síðustu áramót vera gjöful. Svo til allur loðnuskipaflotinn hefur bleytt nótina eða 37 skip en 8 hafa ekki enn hafið veiðar. Alltaf er eitthvað um að útgerð loðnuskipa færi kvóta á milli skipa til hagræðingar og er vitað um 21 - 24 þúsund tonn sem hafa verið færð á milli nú þegar. Búast má við að það eigi eftir að aukast er líður á vertíðina. -grh Alþýðusamband Austfjarða Samningana í gildi Konur sœkja á í verkalýðshreyfingunni Atjánda þing Alþýðusambands Áustfjarða, sem haldið var á Iðavöllum á Fljótdalshéraði um sl. helgi, mótmælir harðlega af- námi samningsréttarins og fryst- ingu launa og vill samningana í gildi með öllum þeim ákvæðum sem því fylgir. Það vakti athygli á þinginu að kynjaskipting þingfulltrúa reyndist vera jöfn, 24 karlar og 24 konur, og hefur það ekki gerst fyrr en er til marks um aukna sókn kvenna í ábyrgðarstörf í verkalýðsfélögum. Ný stjórn Alþýðusambands Austfjarða var kjörin á þinginu og var Sigurður Ingvarsson, vara- formaður Árvakurs á Eskifirði, kosinn forseti ASA f stað Sigfinns Karlssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir f stjórn eru Björn Grétar Sveinsson á Höfn, varaforseti, ritari Hrafnkell A. Jónsson Eskifirði og gjaldkeri Viggó Sigfinnsson Neskaupstað. Meðstjórnendur au óþörfu og leiðu mistök urðu í myndateksta í Þjóðvilj- anum í gær að Björgólfur Guð- mundsson, fyrrum forstjóri Haf- skips, var nefndur Halldór Guð- bjarnason, bankastjóri Útvegs- banka íslands. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Þá urðu nafnavíxl í forsíðu- eru þau Eiríkur Stefánsson Fá- skrúðsfirði, Dröfn Jónsdóttir Eg- ilsstöðum og Ari Hallgrímsson Vopnafirði. frétt. Þar sagði að Ármann Jak- obsson hefði verið einn þeirra bankastjóra Útvegsbankans sem hlutu ákærur þegar Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari fór með málið. Hið rétta er að það er Jakob Ármannsson, fyrrum bankastjóri, sem um ræðir og er í hópi þriggja bankastjóra U. í. sem ekki fengu kærur nú. -grh Leiðrétting Björgólfur ekki Halldór 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.