Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Uppsögn orkusölusamnings við ÍSAL Bjarni Hannesson skrifar Ekki getur hjá því farið að þeir sem kynnt hafa sér vel viðskipti íslendinga við ísal og Alusuisse verði furðu lostnir yfir þeirri heimsku, vesöld og vanþekkingu „íslenskra samningamanna" og flestra innlendra valdaaðila gagnvart erlendum aðila, í þessu tilviki Alusuisse, annáll þeirra samskipta frá upphafi er skelfi- legur og ekki hægt að kalla annað en „drottinsvik" af „næstversta" tagi. Hér er ekki hægt að rifja upp allt það sem því er tengt, en ég mun rökstyðja það síðar (hef raunar gert það áður opinber- lega) þegar það er tímabært, en fyrsta og augljósasta aðgerð ís- lendinga, ef þeir hafa minnsta snefil af fjármálaviti og þjóð- legum metnaði, er að sjálfsögðu, að segja upp raforkusölusamn- ingnum frá 1984 og láta reyna á viðbrögð Alusuisse gagnvart leiðréttingu á greiðslum fyrir ork- ukaup, því stöðugt tap er af sölu orku til Álbræðslunnar, t.d. 1986 er tapið frá reiknuðu meðal- kostnaðarverði um 7.62 mills og 1987 8.31 mills pr. kw fyrir utan kaupmáttarrýrnun greiðslna um 40%. Allan þessan mismun verða íslendingar að greiða úr eigin vasa og er það vart minna en 300- 500 miljónir á ári, hér fara á eftir skýringar til rökstuðnings þeirri fullyrðingu. Greiðslu- og tekjuflæðirit Skvringar við línurit og töflur um Álverið í Straumsvík. Töflur eru allar settar upp í dollurum. Línurit á að skýra hversu mikið árlegt „tap“ er af raforkusölu Landsvirkjunar til ísals og er það sett upp á tvennan hátt þ.e. árlegt „tap“ (á verðlagi 1988) í miljón- um kr. og daglegt „tap“ í hundr- uðum þúsunda og/eða miljónum eftir 1989 (tölur fyrir ofan ár- stólpana). Forsendur fram að áramótum 1988/1989, er þegar orðin verðrýrnun dollars um 40- 45% frá áramótum 1984/85 til áramóta 1988 og eftir áramót 1989 er meðaltalsfall dollars áætl- að 6% á ári og líkur eru á innan skamms tíma að verðfall dollars geti orðið 9% til 12% í nokkur ár þegar efnahagslegar afleiðingar af fjárlagahalla USA fara að segjatilsín. Tekju-oggreiðslu- fræðiritið er byggt upp á þann veg að reyna að nálgast sem næst hvaða „tekjur og/eða tap“ hefur orðið af viðskiptum íslendinga við og vegna Álbræðslunnar í Straumsvík. Stuðst er við sem heimildir, Ársreikninga ísals og Landsvirkjunar, upplýsingar úr Hagtölum mánaðarins, Alþing- istíðindi o.fl. Tekið er fram að allar tölur eru í $ og að öðru jöfnu áætlaðar með því viðmiði að reyna að nálgast sem mest raun- verulegt tekju- og greiðsluflæði frá ári til árs, þ.e. greiðslur út úr landinu og greiðslur til landsins, en skýrt er tekið fram að þarna er ekki um „netto“ uppgjör að ræða samkvæmt vanalegum uppgjörs- reglum, heldur nálgun að raun- þróun. Einungis er verið að reyna að finna nokkurskonar viðskipta- jöfnuð. gjöld og tekjur frá upp- hafi til loka samningstíma. Fjárfesting í orkuverum er fyrsta vafaatriðið, þegar verið er að reikna út stærð orkuvers mið- að við ákveðna notkun, virðist það vera venja að setja dæmið þannig upp gagnvart stóriðjunni að vera með sama uppsett afl í orkuverum og það afl sem stó- riðjan þarf + orkutap í línu- lögnum. Þetta er fyrsta blekking- in sem stóriðjusinnar beita, því ef farið er yfir reiknaðar þarfir ork- ukerfisins hér á íslandi er uppsett afl flest ár um 25-30% hærra en seld orka hvert ár. Þannig að gefa má sér þær forsendur að stór- iðjan þurfi 25% meira uppsett afl en hámarksnotkun er að jafnaði. Þessi „regla“ skýrirað hluta svok- allaða offjárfestingu í orkukerfi landsmanna og veröur skilyrðis- laust að reikna sem ,Jastan“ kostn- að við stóriðju. Fjárfestingarkostnaður við Búrfellsmannvirki og flutnings- línur eru hér reiknaðar um 110 miljónir dollara sem er frekar of lágt miðað við raunkostnað, væri að líkum nær lagi um 150 m. $ á verðlagi 1968-73. D.l. Þessi liður er tilraun til að nálgast, og skýra greiðsluflæði vegna vaxta og arðs, vextir hafa verið breytilegir yfir þetta tímabil og oftast hærri en 8% þannig að mismunurinn 8-12% fer að mestu í vexti, en arður því minni og stundum enginn. D.2. Afborganir eru hér reiknaðar út frá því viðhorfi að lán til lengri tíma en 20 ára eru lítt fáanleg og fjárfesting því greidd upp á um 20 árum, þó að fyrning- artími orkuvera sé um 40 ár. D.3. Fyrning er hér reiknuð á 2Vi%. D.4. Rekstur og viðhald, þessi liður er áætlaður út frá heildar- rekstrar, og viðhaldskostnaði Landsvirkjunar og gæti því hugs- anlega verið ívið of hár vegna hlutfallslega minni kostnaðar við einn stórneytanda í raforku- kaupum. D.5. Rauntekjur af raforku- sölu til fsals eru hér til ársins 1987 og áætlaðar tekjur frá 1988 til 2014 miðað við lágmarksgjald núverandi samnings 12‘/2 mills pr. kw. D.6. Þessi liður túlkar tvennt (innan ramma merktum Gr. verð), er það gjald sem ísal greiddi ár hvert fyrir hvert kw í US mills. Eftir 1991 eru tölur miðaðar við hámarksgreiðslu 18. millspr. kws.m.k. núverandi raforkusölusamningi. D. 7. Erlendar gjaldeyristekj- ur af vinnulaunum eru óbeinar og reynt er hér að ná nálgun að raun- virði beinnar og óbeinnar gjald- eyrisskapandi vinnu og þjónustu við álbræðsluna, þetta verður að vísu talsvert matsatriði en ég tel þessar tölur ekki fjarri lagi þegar athugaður er mismunur á inn- flutningi og útflutningi álbræðsl- unnar ásamt launatekjum ís- lenskra starfsmanna í Straums- vík. (Geta verður þess að miklar sveiflur eru í inn- og útflutningi ísals frá ári til árs.) D. 8. Kemur þá að því að reyna að nálgast þjóðhagslegt gildi álbræðslunnar þ. e. gjald- eyristekjur og gjöld vegna kostn- aðar, fjárfestingar og vaxta o. fl. að gefnum þessum forsendum er um verulegt beint „tap“ að ræða allt til ársins 1983. D. 9. Þessiliðuráaðtúlka„tap eða tekjur“ miðað við efri mörk greiðslna s. m. k. raforkusamn- ingi eftir 1990. D. 10. f þessum lið er reynt að nálgast raunverulega greiðslu- stöðu fslendinga vegna álbræðsl- unnar og virðist að það hafi verið að safnast upp „tap“ allt til ársins 1983 (D.8) og ekki verði búið að greiða það „tap“ upp að óbreyttum raforkusölusamningi fyrr en á árunum 1994 til 1996, þá fyrst er hugsanlegt að um ein- hvern „hagnað“ geti verið að ræða. D. 11. Þesi liður á að sýna upp- safnað „tap eða tekjur“ miðað við efri mörk greiðslna fyrir raf- orkusölu að óbreyttum raforku- sölusamningi. D. 12. Þessi dálkur er mikil- vægastur, og á að skýra raun- verulegt „tap“ íslendinga vegna raforkusölusamnings milli ísals og Landsvirkjunar, forsendur eru þær að um gífurlega verð- rýrnun er að ræða er varðar raunvirði greiðslna frá því að samningur var gerður og til dags- ins í dag, vegna gengisfalls dollars og einnig eru nálega 100% líkur á að um áframhaldandi verðrýrn- un verði að ræða, allt frá minnst 4% jafnvel allt að 9% á ári innan skamms tíma. Heildartap frá 1984-85 til ársloka 1988 mun að líkum vera um 1.000 miljónir króna og þegar fimmti „árdagur“ fyrstu „mögulegu“ uppsagnar orkusölusamnings rennur upp mun heildartap á núvirði að lík- um verða um 1.350 miljónir króna, œttiþað tjón að vera nœgar röksemdir til tafarlausrar upp- sagnar samnings. A tíunda „ár- degi“ annarrar „mögulegrar“ uppsagnar mun heildartjón að líkum verða minnst 3.600 miljón- ir króna að óbreyttum samningi. Heildartjón vegna vantryggingar á raunvirði greiðslna fyrir ra- forku, getur og verður að líkum, minnst um 20 miljarðar króna á núvirði til ársins 2014, að óbreyttum orkusölusamningi. D. 13. Sýnir líklegt heildartjón miöað við 18 mills pr. kw og verð- ur þá heildartjón minnst um 25 miljarðar króna á núvirði frá upphafi raforkusölusamnings árið 1984 til ársins 2014. Augljóst viðskipta- legt harðrétti Hér þykir mér rétt að birta orð- rétt uppsagnarákvæði orkusölu- samningsins og ef eitthvað er hægt að kalla „harðrétti" þá mun 40% til 50% verðrýrnun greiðslna í dollar vera ómótmæl- anlegt harðrétti sem hvorugur aðilinn gat og/eða getur gert við eða neinu um ráðið og fellur því sú breyting undir ákvæði 28.01 í orkusölusamningi. Álsamningur Þingskjal 148 (útdráttur) 28. gr. „28.01. Með skriflegri tilkynn- ingu, er gefin sé eigi minna en sex mánuðum fyrir hvern þeirra daga, sem tilgreindir eru hér að neðan (eða alla daga), skal hvort heldur Landsvirkjun eða ÍSAL heimilt að tilkynna hinum aðilan- um, að orðið hafi teljandi og ófyrirsjáanleg breyting til hins verra á aðstæðunum, að frátöld- um breytingum á valdi Lands- virkjunar eða ÍSALs, er hafi haft í för með sér alvarleg áhrif á efna- hagsstöðu Landsvirkjunar eða ÍSALs, hvors sem í hlut á, þannig að hún raski jafnvæginu í samn- ingi þessum og valdi óeðlilegu harðrétti fyrir þann aðila, sem í hlut á. 28.02. Þeir dagar, sem tilkynn- ingu má miða við, skulu vera fimmti, tíundi eða fimmtándi árdagur þess dags er þriðji við- auki rafmagnssamnings tekur gildi. 28.03. Jafnskjótt og slík skrif- leg tilkynning er komin fram skulu Landsvirkjun (í samráði við ríkisstjórnina) og ISAL (eða Alusuisse fyrir þess hönd) eiga með sér samningaviðræður í góðri trú og reyna að ná samkomulagi um breytingu á samningi þessum, er leysi aðil- ann, sem í hlut á, undan afleið- ingum umræddra breytinga á að- stæðum eins og lýst er í málsgr. 28.01 í samningi þessunt. Ef aðil- unum tekst ekki að ná samkomu- lagi um tilvist eða áhrif þess kon- ar breytingar á aðstæðum, er hvorum þeirra um sig heimilt að vísa þeirri deilu, hvort sú breyting hafi orðið, til gerðar- dóms samkvæmt 47. gr. aðals- amningsins. Ef gerðardómurinn úrskurðar að slík breyting hafi orðið á aðstæðum, skulu aðilarn- ir reyna í góðri trú að ná samkomulagi um breytingu á samningi þessum í ljósi niður- staðna gerðardómsins. Ef þeim tekst ekki að semja um slíka breytingu á samningnum, er hvorum þeirra um sig heimilt að vísa málefninu til gerðardóms samkvæmt 47. gr. í aðalsamn- ingi“. (Vil ég henda sérstaklega á orðalagið „ígóðri trú“, nœr hefði verið að þarstœði „affyllstu sann- girni", einnig bendi ég á hversu orðalag í uppsagnarákvœðum er „þvœlið“ og býður upp á enda- lausan málarekstur fyrir er- lendum dómstólum og er það til- efnið til „drottinsvika“ nafngiftar- innar í v.pphafi greinar. Ath- . höf.) Ef Alusuisse = ISAL býðst ekki til að bæta að fullu verðrýrn- un greiðslna fyrir selda orku frá fyrsta árdegi 1984-85 til fimmta árdags 1. „mögulegu" uppsagnar 1989-90, og semja refjalaust um eðlilegar greiðslur fyrir raforku frá fimmta árdegi, án allra mála- ferla, til loka samningstímabils árið 2014 með fulltryggðum rétti íslendinga til uppsagnar samn- ings með árs fyrirvara, hvenær sem forsendur breytast um 5% eða meira, frá og með 5. árdegi samnings (1989-90) til loka samningstímabils, þá legg ég til eftirgreint: Að Álverið við Straumsvík verði þjóðnýtt bótalaust fyrir „meinta“ ósvífni Alusuisse gagnvart íslendingum frá 1966 til 1985. Minni kröfur er vart hægt að gera fyrir þann ógeðslega feril viðskiptahátta sem „sanna “ má að viðhafður hafi verið af hálfu Alusuisse. Ritað 12. 11. 1988. Bjarni Hannesson. „Þetta erfyrsta blekkingin sem stóriðjusinnar beita, þvíeffarið eryfir reiknaðarþarfir orku- kerfisins hér á íslandi er uppsett aflflest ár um 25-30% hœrra en seld orka hvert ár. Þann- ig að gefa má sér þœrforsendur að stóriðjan þurfi 25% meira uppsett afl en hámarksnotk- un er að jafnaði. “ Verðrýrnun raungreiöslna frá ÍSAL miöaö viö óbreyttan raforkusölusamning ReiknaO tekiulap d dag AællaO tekiulap á daa $ reiknaOur á 46 kr oa 6% fall S á ári . 1.797 m 616.þús o> 291*0.. 5 5 g s s p- , 1.388 m „ lXBljn1143-"1 1.266 m £ Sj P a S * 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 Suifet arvltt aem hcimildu/mfufiiuattluuiTinins miUI (uU o| Undnlrkjunw Tckju- ug grciðslunæöirit vcgna viöskilia við Isal írá 1966-2014 og kostnað við stóriðjuslcfnu í raforkunuiluin íslcndinga FJárfestlng 1 D.l D. 2 D. 3 D. 4 D.5 D.6 D.7 D.S D.9 D.10 D.U orkuverum Vextir Af- FymingReksiui Tekjur Tekjur Vinna T»p eOsTapeða Uppsafnaö grelðlst upp ca8% borg-21/2% og Rtun- mifuö 6-700 lekjur tckjur tap eða tekjur D 12 D 13 Ai OrOin og AkIIuO verö rýrnun raunverOs fyr- A 40Arum og anir < árí viðhald tekjur viö ársverk pr.Ar Pr <r vegna reksturs 1 selda raforku /'85. 1966 95 aröur 03 0.0 03 Viömiö verö 00 -0,5 0.0 Alve 196< 1967 21.9 ca4% 1.1 0.0 03 12.5 M 18 Mills 0j0 -1,1 0.0 • 1,6 Verörýrnun raunverös 1961 1968 55,4 á árí 2,8 0.0 03 011984 eítir 00 •2,8 00 -4,3 fyrir selda raforku til 1961 1969 66.5 samt. 33 1.7 03 05 >1990< 15 • 3,6 0.0 • 8,0 lsals vegna elngra 196« 1970 77,1 uml2% 33 1.9 13 13 Gr.verÖ 20 • 3,2 0.0 -11,1 verötrygglngaAkvseöa 1 197( 1971 863 113 43 2.2 13 23 3,04 25 -15,1 0,0 • 26,2 samnlngum vlö þaö fyr 1971 1972 92,1 12,0 4.6 23 23 22 2.91 3.0 • 16,1 0,0 -42,3 irtsckl og lálegra upp- 197; 1973 109,7 143 53 2,7 23 33 3,10 45 -17,5 0.0 • 59,8 sagnarAkvaeöa.Forsend 1972 1974 107/) 13,9 53 2.7 33 35 3,06 60 -16,7 0.0 • 76,5 ur 35-40% fall dollars 1974 1975 1043 133 53 2,7 33 3 2 3.15 65 • 16,9 0.0 -93,4 frA 1985 tll 1988 síö-' 197Í 1976 1013 13,2 53 2,7 43 43 331 70 • 16,6 0.0 •110,0 an er líklegt lágmarks- 197( 1977 98,7 12,8 53 2,7 43 43 430 100 • 10,6 0.0 -120,7 fall pr. Ar mlnnst 4% 197/ 1978 96,0 123 53 2,7 53 5.7 5.09 11.0 -9,0 0.0 -129,6 A Arl og liklegt aö þat 197t 1979 933 12,1 53 2,7 53 65 5.81 12,0 • 7,3 0.0 -137,0 veröl aö meðaltall 6%- 197S 1980 903 113 53 XI 63 8.1 652 125 • 5,4 0.0 •142,3 9%pr Ar tll Arslns 2000 198C 1981 873 11.4 53 2,7 63 83 6,60 130 •4,6 0.0 -146,9 Allar lölur f milljónum dollara 1981 1982 85,0 11.1 53 2,7 63 85 656 135 • 3,6 0.0 -150,6 Miöaö er viö 4% efiir 1989 1982 1983 823 10,7 53 2.7 73 10.2 733 140 -1,7 0.0 -152,3 og 125 1982 1984 79,6 10,3 53 2.7 73 135 9,94 145 2,5 0.0 -149,8 Mills 1984 1985 763 10,0 53 2.7 73 15,4 1250 15.0 5,2 0.0 •144,6 Viömiö 2,3 1985 1986 74,1 9.6 53 2,7 73 163 12.60 155 7,0 0.0 -137,6 18 Mills 8,0 198( 1987 713 93 53 2.7 73 18,7 13,57 175 11,7 0.0 -125,9 uppsafnat 15,5 Vlömlö 1981 1988 68,6 8.9 53 2,7 73 16,2 Viömiö 175 9,6 0.0 -116,3 tap cöa 22,8 18 Mtlls 1981 1989 65,9 8.6 53 2,7 73 163 18 175 9,9 0.0 • 106,4 tekjur 30,7 198« 1990 63.1 83 53 2,7 73 163 Mills 175 10,3 0.0 -96,1 39,3 199( 1991 60*4 73 53 2,7 73 16,2 23,4Í 175 10,7 20,6 -85,4 -67,0 48,5 52,4 199! 1992 573 73 53 2.7 73 163 23.4Í 175 11,0 20,9 -74,4 -46,1 58,4 66,2 199; 1993 543 7.1 53 2,7 73 16; 23,40 175 11,4 213 -63,1 -24.9 69,0 80,7 199: 1994 523 63 0.0 2,7 73 163 23,40 175 17,2 27.1 -45,8 2,2 80,1 95,9 199f 1995 49,4 6.4 0.0 2,7 73 i6; 23/K 175 17,6 275 • 28,3 29,7 92,0 111,8 1991 1996 46,7 6.1 0.0 2,7 73 16; 23,40 175 17,9 27,8 -10,3 575 104,4 128,5 199< 1997 433 5.7 0.0 2,7 73 163 23.40 175 18,3 28.2 8,0 85,7 117,6 145,8 199', 1998 413 5.4 0.0 2,7 73 16; 23,40 175 18,6 285 26,6 1145 131,3 163,8 1991 1999 383 5.0 0.0 2,7 73 16; 23,40 175 19,0 28.9 45,6 1435 145,7 182,5 199« 2000 35.7 4.6 0.0 2,7 73 i6; 23,4( 175 19,4 29.3 65,0 172,4 160,8 201,9 2(XX 2001 33,0 43 0.0 2,7 73 16,2 23.40 175 19,7 29,6 84,7 2020 176,5 222,1 200 2002 303 3,9 0.0 2,7 73 16; 23,40 175 20,1 30,0 104,7 2320 192,9 242,9 200: 2003 273 3.6 0.0 2,7 73 16; 23,40 175 20,4 30,3 125,2 2625 209,9 264,4 200: 2004 24,8 33 0.0 2,7 73 ió; 23.40 175 20,8 30,7 145,9 2930 227,6 286,6 200 2005 22,0 2,9 0.0 2,7 73 163 23,40 175 21,1 31,0 167,1 324,1 245,9 309,6 200: 2006 193 23 0.0 2,7 73 16,2 23,40 175 21,5 31,4 188,6 3555 264,8 333,2 200 2007 163 2,2 0.0 2,7 73 16.2 23.40 175 21,8 31.7 210,4 3875 284,4 357,5 200' 2008 13,8 13 0.0 2,7 73 16.2 23.40 175 22,2 32,1 232,6 4195 304,7 382,6 2001 2009 11.1 1<4 0.0 2,7 73 16,2 23.40 175 22,6 32.5 255,2 451,8 325,2 408,3 200! 2010 83 1.1 0.0 2.7 73 16.2 23,40 175 22,9 32,8 278,1 484.6 346,3 434,8 2011 2011 53 0.7 0.0 2,7 73 16.2 23.4Í 175 23,3 33.2 301,4 5170 368,0 461,9 201 2012 23 0.4 0.0 2,7 73 16.2 23,40 175 23,6 335 325,0 5515 390,4 489,8 201: 2013 0.1 0.0 0.0 0.0 73 16; 23,4( 175 26,7 33,9 351,7 5855 413,4 518,3 201: 2014 0j0 0.0 0,0 0.0 73 163 23.40 175 26,7 33,9 378,4 619.1 437,0 547,6 20Þ Yfirtit um mismun á raforkuverði Landvirkjunar •’kostnaöarvertt.” og veröi til ísals ásamt % hluta af veröi til islcndinga. Koslnaðarvcrð raforlcu 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 198' frá Landsvirkjun Mills 6.1 5.7 7.79 1057 11,90 14,16 1401 18,71 18.85 1959 19,70 20,22 21,81 Greiðsla írl Isa m.kw 3.? 3.8 4.30 5.09 5.8 6.62 6,60 6.56 7,83 9,94 12.50 12,60 13.5' Mlsmunur { tap ) 3.0 1.9 3,49 5.48 6,09 7,54 8,21 12,15 11,02 9,65 7,20 7,62 8,3 Alm.veiiur/Isal % af verði 28.2 263 34 3 32.8 27.9 23.8 23.8 22,9 285 41.4 39,1 35. Miðvikudagur 16. nóvember 1988 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.