Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 11
MINNING Bjami Maricússon ® frá Rofabæ, Meðallandi Fœddur 22. 10. 1919 - Dáinn 5. 11. 1988 Bjarni Markússon fæddist 22. október 1919 á Hóli í Meðal- landi, en hann lést á Landspítal- anum 5. nóvember s.l. Foreldrar hans voru þau hjón- in Markús Bjarnason bóndi og Guðrún Vigfúsdóttir frá Heiðar- seli á Síðu. Bæði eru þau dáin. Þau bjuggu á Rofabæ frá 1919- 1950. Þar fæddust þeim þrjú börn: Þóranna er fæddist 11. okt- óber 1920 en dó tæplega 5 ára gömul, Elín Sigríður fæddist 1922 og Óskar Vigfús 1925. Bæði eru þau starfandi hér í borginni. Rof- abær er lítil jörð en hefur verið í eyði síðan foreldrar þeirra brugðu búi. Búið var lítið en um- gengni þeirra hjóna innanhúss sem utan var rómuð fyrir snyrti- mennsku. Bjarni heitinn var mjög greindur maður svo sem hann átti kyn til. í barnaskóla vakti hann athygli kennaranna á fjölþættum námsgáfum. Hefðu efni leyft hefði hann átt opnar leiðir til langskólanáms, en efnahagurinn lokaði leiðum til skólagöngu. Hann var fjölfróður um menn og málefni og las mikið þegar tími og aðstæður leyfðu. 1941 varð hann fyrir slysi. Féll hann af bílpalli og hlaut af því lömun í hægri hendi. Voru þar með starfskraftar hans lamaðir til átaka. Sneri hann sér þá að störf- um matsveina. Fyrst réði hann sig sem matsvein á mótorbátum. Síðar réðst hann til þjónustu á skipum Sambands íslenskra sam- vinnufélaga en eftir það var hann á skipum Eimskipafélags íslands. Um skeið var hann á Hressingar- skálanum, eitt skólaár á Laugar- vatni og nú síðast um allmörg ár á Hrafnistu hér í borg. Þar vann hann þar til fyrir rúmlega einu ári síðan er hann missti sjónina það mikið að hann gat ekki unnið lengur. Um leið gat hann ekki lengur notið bókarinnar til lest- urs. Naut hann eftir það hjálpar Blindrabókasafns íslands. Þar fékk hann lánaðar hljóðritaðar bækur. Þessa starfsemi mat hann mikils og þakkaði sérstaklega þá fyrirgreiðslu sem hann naut hjá afgreiðslufólki safnsins. Nokkru eftir að hann varð að hætta að vinna varð hann var þess sjúk- dóms sem leiddi hann til dauða. Bjarni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Sigurðar- dóttir. Með henni átti hann sex dætur, þær Önnu Jóhönnu, Guð- rúnu, Hansínu, Hrafnhildi, Þór- önnu og Báru. Þau slitu samvist- um. Síðari kona Bjarna var Lilja Sigurðardóttir, frá Kirkjubóli í Arnarfirði. Brúðkaupsdagur þeirra var 16. júlí 1964. Veit ég að sá ráðahagur var Bjarna ómetan- legur, en kona hans var í vitund hans stærst þegar mest á reyndi. Á lífsleiðinni átti Bjarni sam- leið með fjölda fólks á ýmsum aldri. Starf hans gaf tilefni til sílks. Margt af þessu fólki varð að standa vörð um margháttaðan rétt sinn. Hann hlýddi á ummæli þess í sókn og vörn ýmist á fund- um eða f viðtali við einstaka menn og konur. Skoðanir þeirra fulltrúa sem einarðlegast stóðu á rétti stéttar sinnar átti vísan stuðning hans. Sjálfur var hann raunsær, einarður og hreinskilinn um menn og málefni. Viðkvæm lund hans hlaut að skipa honum í sveit þeirra sem fastast leituðust við að standa vörð um efnahags- lega afkomu og sjálfstæði alþýð- ustéttanna og þjóðarinnar í heild. Auk þess var hann gagnkunnug- ur baráttusögu alþýðustéttanna. Bjarni var víðsýnn og víðförull maður. Sumarl fum sínum eyddu þau hjónin oft í ferðalög utan lands sem innan. Kynntust þau þannig mörgum ferðafé- lögum um leið og fróðleiksfúsum huga þeirra opnuðust nokkur kynni á sögulegum minjum og háttum framandi þjóða. Hann unni bernsku- og æsku- sveit sinni, Meðallandinu, og því fólki sem hana byggir og hann ólst upp með. Honum var ekki sársaukalaust að ganga um tætt- urnar á Rofabæ og líta til rústa nágrannabæjanna um leið og hann rifjaði upp minningar bernsku- og æskuára. Lítið, veðurbarið sprek í opinni tóft, kannski hálfhulið gróðri, sagði sína sögu, sem hann dró af sínar ályktanir og voru honum hug- stæðar. Á Laugarnesvegi 76 áttu þau hjónin einstaklega fallegt og hlý- legt heimili, sem bar vitni um snyrtimennsku þeirra og listrænt mat í samræmi hluta og lita. Að leiðarlokum kveð ég góðan vin og fyrrum nágranna með virð- ingu og þökk fyrir liðnar stundir um leið og ég votta konu hans, börnum, systkinum og öðrum þeim, sem sárast sakna góðs drengs og vinar, mína dýpstu samúð. Ingimundur Ólafsson frá Nýjabæ Játvarður Jökull Júlíusson Fœddur 6. 11. 1914 - Dáinn 15. 10. 1988 Sá er hygginn, sem þekkir aðra, hinn er vitur sem þekkir sjálfan sig. Sá er sterkur, sem sigrar aðra, hinn er mikilmenni, sem sigrast á sjálfum sér. Sá er ríkur, sem ánœgður er með hlutskipti sitt, þrekmikil starfsemi ber vott um vilja. Orð þessi sem skráð eru í bók. Lao Tse um veginn lýsa vel elsku- legum tengdaföður mínum sem nú er látinn. Svo sannarlega vann hann hvern sigurinn af öðrum, í baráttunni við þann sjúkdóm er hann að lokum lést af. Hann var vitur og þekkti sjálf- an sig. Og svo sannarlega var hann mikilmenni sem lét aldrei deigan síga. Þessi líkamlega löm- un ágerðist ár frá ári s.l. 30 ár. Eins og honum einum var lagið, aðlagaði hann sig og bjó með fötluninni og tileinkaði sér sífellt nýjar vinnuaðferðir. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum fyrst árið 1970. Þá bjugg- um við Ámundi í risíbúð við Há- agerði. Mér er minnisstætt þegar þau komu í fyrsta sinn í heimsókn þá um vorið. Játi gat þá farið nær hjálparlaust upp og niður stig- ann. Hendurnar voru að vísu orðnar nokkuð máttlitlar, en ný- ttust honum þó ennþá m.a. til skrifta. Þegar við fluttum 1974 var hann hættur að komast upp. Samt mátti hann til að koma þó hann gæti aðeins tyllt sér á stól niðri í andyri. Játi hugsaði alltaf sterkt til barnanna sinna og fjöl- skyldna þeirra og hafði áhuga á því sem mannfólkið, bæði stórt og smátt var að gera. Þegar hendur Játa hlýddu ekki lengur boði hans var ekkert fjær honum en að gefast bara upp. Hann tók pennann í munninn og notaði eftir það höfuðið til að skrifa með. Mér fannst alltaf merkilegt hvað rithöndin hans Ragnar Kjartansson Fœddur 17. Þegar hugmyndin að stofnun Nýlistasafnsins kom fram í októ- ber 1976, þá var hún mikið rædd á vinnustofu Ragnars Kjartans- sonar, og kom þá strax í ljós mik- ill áhugi hans á að styðja þessa hugmynd svo hún yrði að raun- veruleika. Þótt Ragnar væri „raunsæismaður" í myndlist þá fylgdist hann grannt með því sem yngsta fólkið var að gera og var reyndar hvatamaður að því að kynna verk þess opinberlega, samanber Utisýningarnar á Skólavörðuholti á sínum tíma, og hafði ákaflega gaman að rifja upp ýmis skemmtileg atvik sem þeim tengdust. Þar var hann aðili að nokkurs konar hallarbyltingu í myndiist þjóðarinnar þegar lista- mennirnir komu fram með upp- haf nýrrar stefnu, hugmyndalist- arinnar, en fram að þeim tíma hafði höggmyndin verið horn- reka á sýningum sem undirmáls- myndhöggvari 8. 1923 - Dáinn eða jaðarlist, sett upp þegar mál- verkið hafði fengið sitt sviðsljós. Ragnar Kjartansson var einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins, og þremur árum síðar gaf hann til . 10. 1988 safnsins yfir 50 titla: Skúlptúr, hreyfiverk, bækur og bókverk, grafík, málverk og kort, allt eftir Dieter Roth, og áritað af höfundi „til vinar míns“, „með beztu kveðjum“, osfrv. 1982 var ákveð- ið að sýna þessa gjöf í safninu og var Ragnar mjög ánægður yfir því. Haft var samband við Dieter Roth og hann beðinn um ráðgjöf og upplýsingar, sem og hann varð fúslega við, en bætti um betur og sendi safninu marga kassa fulla af bókverkum, skáldverkum, grafíkmyndum, hljómplötum ofl. Sýningin varð því mjög fjölbreytt og umfangsmikil og vakti verð- skuldaða athygli. Aðstandendur Nýlistasafnsins eru margir hverjir nemendur og vinir Ragnars Kjartanssonar og eru honum þakklátir fyrir stuðn- ing og hvatningu, og þann sóma sem hann sýndi safninu. Féíagar í Nýlistasafninu var eins og þegar hann naut hand- anna. Það var svo ekki fyrr en vorið 1980 að fæturnir voru orðn- ir það visnir að hjólastólinn tók við. í mörg ár áður gat hann kom- ist um með því að hafa sérstakar spelkur um leggina og niður undir iljarnar. Með aðstoð og vinsemd starfs- fólksins á Reykjalundi og sínum óbilandi vilja tileinkaði hann sér að nota ritvél. Til þess notaði hann langt prik sem hannað var og smíðað á Reykjalundi. Á prik- inu var munnstykki til að bíta í og gúmmí framan á til að áslátturinn yrði mýkri. Seinna fékk hann svo tölvuna sem létti honum mikið fræðimennsku og skriftir. Játi lét ýmis mál til sín taka og hafði gegnt mörgum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Var hann með- al annars í hreppsnefnd Reykhól- ahrepps frá 1946-1962 og oddviti nefndarinnar frá 1954. Eftir hann liggur fjöldi blaða- greina og rita. Eftir að Játi hætti að geta stundað búskap sneri hann sér alveg að fræðimennsku og skriftum. Bækurnar hans eru allar skrif- aðar með höfðinu. Þær eru: Umleikinn ölduföld- um, 1979. Sagan af Sigríði stór- ráðu 1985. Saga Torfa Bjarna- sonar og Ólafsdalsskóla, 1986. Nemendatal Ólafsdalsskóla 1880-1907, 1986. Hefur liðugt tungutak, 1987. Þegar hann lést hafði hann rétt lokið við skráningu Markaskrár Austur-Barðastrandarsýslu og þann hluta Byggðasögu Vest- fjarða sem hann tók að sér þ.e. um Reykhólasveit. Það má til sanns vegar færa að hann notaði síðustu krafta sína til þessara skrifta. Og í raun var hann í kappi við tímann síðustu árin. Hann var sístarfandi og hafði margt að segja. Játi fæddist á Miðjanesi 6. nóv- ember 1914, sonur Júlíusar Jó- hanns Ólafssonar búfræðings og kennara og Helgu Jónsdóttur bónda á Miðjanesi. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1938 og bóndi á Mðjanesi 1939. Hann var kvæntur Rósu Hjörleifsdótt- ur frá Fagurhólsmýri, mikilli gæðakonu. Var hún honum stoð og stytta öll þessi ár. Þau eignuð- ust 7 börn: Helgu skrifstofumann í Reykavík. Halldóru bónda Miðjanesi. Maki: Vilhjálmur Sig- urðsson. Ámunda Jökul, vél- fræðing, býr í Mosfellsbæ. Maki: Lovísa Hallgrfmsdóttir. Sigríði Hjörleif, hún lést 8 ára. Jón Atla, búfræðing, býr á Miðjanesi. Maki: Dísa Sverrisdóttir. Þór- unn, starfsmaður Barmahlíðar, Reykhólum. Maki: Þórarinn Þorsteinsson. Sigríði Maríu, félagsráðgjafa, býr í Kópavogi. Maki: Hugo Rasmus. Barnabörnin eru orðin 16 að tölu og barnabarnabörnin 2. Systir Játa er Steinunn Júlíus- dóttir, Gerði Mosfellsbæ. Maki hennar er Runólfur Jónsson. Hálfsystir þeirra, samfeðra, var Jóhanna Linnet en hún lést árið 1968. Frá því í vor bjó Játi á dvalar- heimilinu Barmahlíð á Reykhól- um og naut þar góðrar umönnun- ar og var sæll að vera aftur kom- inn heim í sveitina sína. í gegnum tíðina eignaðist hann marga vini og var sýnd virðing, bæði í einkalífi og opinberlega. Hann kunni vel að meta þá tryggð, vinarþel og hjálpsemi sem hann naut frá bæði skyldum og óskyldum. Þó tengdafaðir minn hafi verið orðin fatlaður þegar ég kynntist honum, þá var það svo, að aldrei skynjaði ég hann sem sjúkling. Miklu fremur sem þrekmikinn mann. Hann kunni þá list að taka hvern mann eins og hann er. Fyrir það verða menn betri og sáttari við sjálfa sig. Mér var hann ætíð einlægur og góður. Ég mun sakna hans. Kenndu mér, líkt þér, bjarkar blað, að blikna glaður, er haustar að, bíður mín sælla sumar; ódáins mitt á akri tré aftur þá grær, þótt fölnað sé, og greinar grœnka hrumar. (Útl. e. Oehlenschlæger, Grímur Thomsen) Við kveðjumst um sinn Lovísa Hallgrímsdóttir Miðvikudagur 16. nóvember 1988 NÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.