Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 8
Guðmundur: „Ég vil láta gruninn leika stórt hlutverk." Mynd - ÞÓM. Ástin er spegill Guðmundur Björgvinsson: Manneskjan kristallast í ástinni Ástin sigrar - þessi gamli djöfull, heitir ný skáldsaga eftir Guðmund Björgvinsson, og segirfrá ástum þeirra Hall- dórs, Guðrúnar gg Jackie. Halldór er ungur íslendingur sem elskar Guðrúnu sem elskar hann. Hann fer til náms í Bandaríkjunum með mynd af unnustunni við hjartastað, og eftir situr Guðrún í húsinu við hafið, með mynd af honum, prjónana sína og góðar bók- menntir sér til huggunar. í Bandaríkjunum kynnist Hall- dór hinsvegar Jackie, ofdekraðri auðmannsdóttur og ástin grípur þau bæði heljartökum. Þau stunda nám við sama skóla þar sem þau upplifa skin og skúrir ástarinnar á meðan Guðrún bíð- ur í .tryggðum við hafið, löngu gleymd ótrúum unnustanum, - í bili, að minnsta kosti. - Nei, ég lýg alveg miskunnar- laust, - segir Guðmundur þegar ég spyr hvort hann byggi söguna á eigin reynslu. - Ég var reyndar við nám í Bandaríkjunum, en þetta er svona eitt prósent sann- leikur, restin er skáldskapur. Auðvitað verður maður að byggja á eigin reynslu þegar mað- ur skrifar, og ég geri það, bæði á því sem ég hef reynt og eins því sem ég hef lesið, en ekkert af þessu er bein lýsing á neinu slíku. Hvers vegna ástarsaga? - Ástin er að mínu mati það sem lýsir manneskjunni best. í ástinni, samskiptum kynjanna kristallast manneskjan, sýnir á sér allar hliðar, allt frá því lægsta upp í það hæsta. Þetta býr allt í manneskjunni og ástin er það afl sem lyftir hlutunum upp á yfir- borðið. Hún virkar eins og spegill sem sýnir allar mótsagnirnar. Þetta er lífið sjálft - Ég tel hlutverk rithöfundar- ins fyrst og fremst vera að sýna allar hliðar manneskjunnar. Venjulegt fólk er flókið og margbrotið, ef einhver er sýndur sem annað hvort svartur eða hvít- ur er það lygi að mínu mati. - Þessi skóli sem þau eru í Halldór og Jackie er eins konar tilraunaskóli, afsprengi 68, en það skiptir reyndar minnstu máli. Ég hugsa hann sem eins konar Svartaskóla, staðinn þar sem fólk kynnist lífinu, skiptir ekki máli hvað þau eru að læra eða hvort skólinn sem slíkur er yfirleitt til. Þetta er lífið sjálft. - Ég hleð táknum inn í söguna, lífsins tré stendur á skólalóðinni til að mynda, en þetta er allt táknmál sem þú þarft ekkert endilega að skilja, ég geri þetta til að búa til andrúmsloft, ekki til að fá fólk til að rýna í táknin. Ég vildi búa til andrúmsloft sem fólk gæti tekið inn án þess að taka sérstak- lega eftir því, gera hlutina svolítið margræða til að undirstrika líðan persónanna, en mér fannst engin ástæða til að vera með beinar lýs- ingar eða undirstrikanir. Mér finnst að fólk eigi að fá andrúms- loftið beint inn án þess að taka eftir því, það sem skiptir máli í bókmenntum og myndlist er að maður geti eins vel skynjað með maganum og með höfðinu. Eiga líkið á skólalóðinni og dauðu höggormarnir sem detta niður úr trénu að tákna eitthvað sérstakt? - Það sem ég hafði í huga var að koma með einhverja utanað- komandi óttavaka, eitthvað dul- arfullt og ógnvekjandi, sem eng- inn skilur. Það er kvíðinn sem skríður inn á skólalóðina eins og hann getur skriðið inn í líf fólks, og átti að vinna með þessum kvíða við stóra skjálftann, þenn- an jarðskjálfta sem gæti lagt allt í rúst. - Þessir atburðir haldast í hendur við það sem er að gerast með þeim Halldóri og Jackie, eins og náttúruhamfarirnar sem Kolskeggur spáir og ekkert verð- ur úr, eru í rauninni þær hamfarir sem samband þeirra á eftir að ganga í gegnum. Hann spáir eyðileggjandi jarðskjálftum sem muni leggja allt í rúst, og það er það sem gerist með þau. Svik og sakleysi Hvað með Guðrúnu? Hvaða hlutverki gegnir hún sitjandi við hafið? - Sagan er að hluta til lýsing á svikum. Guðrún er ímynd sak- leysisins sem Halldór svíkur, og að lokum er hann sjálfur svikinn. En Guðrún breytist, eins og ég vona að komi fram. Hún fer að- eins að rumska um miðbik sög- unnar, þegar hún fréttir af svik- um Halldórs og hættir þá að vera eins og klippt út úr Pilti og stúlku. En Jackie, þessi ótrúlega fal- lega kona sem Halldór dregst að? Er hún hugsuð sem eins konar femme fatale sem steypir öllum sem nálgast hana í glötun? - Það er rétt að femme fatale goðsögnin er hluti af persónu- gerð Jackie, en alls ekki sá hluti hennar sem skiptir mestu máli. Hún er andstæða Guðrúnar og þegar Halldór kynnist henni hef- ur hann blendnar tilfinningar til hennar. Hann bæði dregst að henni og fælist frá Ifenni. Hún er vissulega rugluð, en það sem vakti fyrir mér var að sýna á henni margar hliðar og allar hennar mótsagnir. Hún er í senn barn og fullorðin, hallærisleg og glæsileg, heimsk og gáfuð, og blekkir bæði sig og Halldór. Þó hún sýnist ef til vill köld er fylli- lega gefið í skyn að hún elski hann. Hún virkar kannski helst til ósamkvæm sjálfri sér, en eru ekki allir þannig að einhverju marki? Munurinn er aðeins sá að hún er öfgakenndari en gengur og ger- ist. - En við getum heldur ekki verið viss um að hún sé eins og Halldór sér hana. Hún birtist fyrst í einni mynd, og svo í allt annarri í hugarórum Halldórs og enginn er kominn til með að segja að þessar myndir séu réttar, - þær gætu verið það. Ég vil láta grun- inn leika stórt hlutverk þannig að lesandinn verði virkur. Geti lesið á milli línanna og gert sér sínar eigin hugmyndir. Ef fólk sér bara yfirborðið og lætur sér það nægja hefur mér mistekist að einhverju leyti. - Ég sé að það er hætta á að ýmsir afgreiði Jackie sem klisju, en það var ekki ætlun mín að búa til þannig persónu. - Ég er meðal annars að reyna að velta upp hvað það er sem dregur fólk hvert að öðru. Hvað það sé sem geti kveikt ástina. Það eru oft hlutir sem skipta kannski engu máli þegar á líður. Og oft er það þannig að það sem kveikti ástina verði það sem aðskilur fólk í lokin. - Hluti af þessu er líka glíma Halldórs við nýjan heim, og sam- eiginleg reynsla þeirra sem flytja til útlanda. Fólki er oft tekið á röngum forsendum. Hlutir sem ekki skipta máli, svo sem hreimur eða útlit er það sem tekið er eftir, en ekki spurt hver maðurinn er. Annars held ég að konur lendi oftar í því en karlmenn að menn láti sér útlit þeirra meira skipta en hverjar þær eru og hvað þær eru að segja. LG 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.