Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Skipaskiptin Lífsnauösyn fyrír Hofsós Vegna samdráttar í landbúnaði og erfiðleika í loðdýrarœkt hafa íbúar í A-Skagafjarðarsýslu aðeins fiskvinnsluna sér tilframfœrslu. Skagfirðingar hissa á kúvendingu Sambandsins. Eru skipaskiptin til að bjarga fjárfestingamistökum Skagfirðinga? s Isafjörður Með legg- poka á rækju Rœkjuveiðar hefjast í Isafjarðardjúpi öðru hvoru megin við nœstu helgi. Rcekjusjómenn styðja hvalveiðistefnuna Búast má við að rækjuveiðar við ísafjarðardjúp geti hafíst öðru hvoru megin við næstu helgi. A komandi vertíð verða þau nýmæli við veiðarnar að not- ast verður við svonefndan legg- poka í stað hefðbundins rækjutr- ollpoka. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra sjávarútvegs- ráðuneytisins, eru helstu kostir leggpokans umfram þann hefð- bundna að hann leggst ekki sam- an við átakið og helst betur opinn en fyrirrennari hans. Við það verður minna af smárækju og seiðum í afla rækjubátanna. Þegar er hafin framleiðsla á leggpokanum hjá Netagerð Vestfjarða og kostar pokinn um 20 þúsund krónur sem útgerðir rækjubáta verða að kosta áður en veiðar á innfjarðarrækju geta byrjað. Við árlegan leiðangur rann- sóknaskipsins Drafnar frá Haf- rannsóknastofnun fyrr í haust kom í'ljós mikil seiðagengd í Djúpinu og einnig varð vart við mikið af smárækju. Af þeim sökum gátu veiðar ekki hafist á tilskildum tíma. f seinni leiðangri Drafnar nú fyrir skömmu hafði ástandið batnað til muna og eru sérfræðingar Hafrannsóknar að vinna úr þeim gögnum þessa dag- ana og vinna að tillögum um komandi rækjukvóta. Á fundi samtaka rækjusjó- manna við ísafjarðardjúp, sem haldinn var fyrir skömmu, var gerð eftirfarandi samþykkt: „Samtökin lýsa yfir stuðningi við hvalveiðistefnu stjórnvalda og leggja þunga áherslu á að það er ótvíræður réttur hverrar sjálf- stæðrar þjóðar að ákvarða hvort og hvernig auðlindir hafsins eru nýttar á grundvelli vísindalegra rannsókna." -grh Eftir þann samdrátt sem hefur orðið í landbúnaði hér í A- Skagafjarðarsýslu auk þeirra erf- iðleika sem orðið hafa í loðdýra- rækt, hefur mikilvægi fiskvinnslu á Hofsósi aukist allverulega. Við sjáum ekki hvernig við cigum að geta útvegað fólkinu hér næga at- vinnu ef við fáum ekki aukið hrá- efni til vinnslunnar, sagði Gísli Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuncytisins hefur síð- ustu þrjá mánuði verið tilkynnt um uppsagnir nær 1200 manns. Það samsvarar um 1% af mann- afla á vinnumarkaði. Flestar þcssar uppsagnir taka gildi um áramótin. í síðastliðnum mánuði voru skráðir 15.300 atvinnuleysisdag- ar á landinu öllu og er það aukning frá því í september um 4.200 daga eða 37%. Þessi fjöldi Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hofsóss. Þau sinnaskipti Sambandsins að hætta við í bili að skipta á tog- urunum Aðalvík og Bergvík KE fyrir frystiskipið Drangey SK 1 á meðan viðræður standa við Eld- eyjarmenn um kaup þeirra á hlut Sambandsins í Hraðfrystihúsi atvinnuleysisdaga jafngildir því að 706 manns hafi verið án at- vinnu í október á móti 514 í sept- ember. Þetta atvinnuleysi svarar til 0,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaðinum. Atvinnuleysisdögum fjölgaði á landinu öllu, nema á Austfjörð- um, þar sem síldarvertíð stendur nú sem hæst. Mest varð aukning- in á Norðurlandi eystra, 2.200 dagar, og á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysisdögum fjölgaði um lOOOímánuðinum. Á höfuðborg- Keflavíkur kom flatt upp á Skag- firðinga. Þeir höfðu búist við að skipaskiptin mundu ganga greið- lega fyrir sig eftir að gerðar höfðu verið hagkvæmnisathuganir bæði fyrir norðan og sunnan og þá ekki síst vegna þeirra niðurstaðna sem starfsmenn Byggðastofnunar komust að í þeirra úttekt. En hún var skipaskiptunum í hag. arsvæðinu var fjölgunin um 900 dagar, þar af 600 í Reykjavík. Atvinnuástandið í október er lakara en það hefur verið um langt árabil og er augljóst sam- kvæmt upplýsingum frá vinnu- málaskrifstofunni að það á eftir að versna enn frekar þegar líður á veturinn. Þá hefur fjölda fisk- verkunarfólks verið sagt upp fast- ráðningarsamningum, og at- vinnuleysi því meira heldur en þessar tölur segja til um. -•g- í dag fá frystihúsin við Skaga- fjörð, Fiskiðjan og Skjöldur á Sauðakróki og Hraðfrystihúsið á Hofsósi, allan sinn afla frá tveimur togurum, Skafta og Heg- ranesinu SK. Lítið hefur þó verið að undanförnu um heimalandan- ir þessara togara vegna sölutúra til Þýskalands sem hafa gefið Út- gerðarfélagi Skagfirðinga og áhöfnum þeirra dágóðan skilding í aðra hönd. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna hafa togar- arnir selt um 800 tonn ytra að undanförnu af karfa og ufsa og hitt á hátt verð. Allt frá rúmlega 80 krónum fyrir kílóið niður í urn 60 krónur. Þessar sölur eru vegna þess að vinnslan í landi treystir sér ekki til að vinna þessar fisk- tegundir vegna lágs verðs sem fyrir þær fæst um þessar mundir. Eftir þær breytingar sem gerð- ar voru á Drangeynni í heilfrysti- togara til frystingar á rækju nýtist hún ekki til hráefnisöflunar fyrir landvinnsluna. Suðurnesjamenn hafa bent á að breytingarnar á skipinu hafi verið fjárhagsleg mistök sem ekki hafi skilað því sem norðanmenn ætluðu sér og því vilji þeir losna við skipið suður í skiptum fyrir tvo ísfisktogara. Á það vilja norðanmenn ekki fallast, en neita þvf hinsvegar ekki að skipið nýtist þeim ekki til hráefnisöflunar fyrir fiskvinnsl- una. Einar Svansson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki, sagði að eftir því sem það drægist lengur að togar- arnir kæmu norður, því erfiðara yrði að skipuleggja framtíðina í fiskvinnslu við Skagafjörðinn. Hann vildi engu spá um það hvort skipaskiptin væru endanlega úr myndinni. Sagðist vona að svo væri ekki. -grh Framhaldsnám Á að gera alla að stúdentum? Frystihúsum víða um land hefur veri^lokað eða er verið að loka. Atvinna Umskipti á vinnumaikaðinum Atvinnuleysijókststórlega íoktóber. 37% aukningfráþvíí september. Tilkynnt um 1200 uppsagnir síðustu þrjá mánuði Sagnfrœði Vildu Norðmenn herstöð? Ársritið Saga komið: Norski íslandsherinn, uppeldi á upplýsingaröld, rúnaristur í Björgvin, RÍM-speki um Rangárþing og taugreftir salir Rúmlega 100 manna skíðaher- deild á Akureyri, 200 manna flugsveit með átján flugvélar í Fossvogi, á Akureyri og í Reyðar- fírði. Þetta var norski Islandsher- inn á stríðsárunum, - en sá þáttur sögu okkar í stríðinu hefur eðli- lega fallið í skuggann af Tjöllum og Könum. Til hvers var þessi norski her á Islandi? Voru stjórn- endur hans að hugsa lengra frammí tímann en að stríðslok- um? Var hann kafli í norskum stórveldisdraumum? Um þetta er meðal annars fjall- að í nýútkomnu ársriti Sögufé- lagsins, Sögu, og telur norski sagnfræðingurinn Olav Riste að norskir ráðamenn hafi þegar í stríðinu verið farnir að hugsa í nató-línum og ef til vill ætlað sér stærri hlut í hernaðarumsvifum á Norður-Atlantshafi en raun varð síðar á. Hann segir einnig að já- kvæði Norðmanna við lýðveldis- stofnuninni 1944 hafi meðal ann- ars ráðist af hugmyndum um samstarf við íslendinga í hernað- arbandalagi eftir stríð, - að þeir hafi viljað hafa okkur góða. „Saga“ flytur margt efni annað áhugavert um sagnfræði ýmsa og skylda speki, og er fyrst að nefna að Loftur Guttormsson dregur hér saman niðurstöður úr mikl- um rannsóknum sínum um barnauppeldi íslenskt á upplýsin- garöld, þeirri átjándu. Rann- sóknir Lofts teljast til félagssögu innan sagnfræðinnar, og af sama fræðasviði er grein Guðmundar Jónssonar um leiguliða og lands- drottna á fyrrihluta 19. aldar. Hinn umdeildi og sérstæði fræðimaður Einar Pálsson skrifar hér ritgerð um kenningar sínar, og ber saman Róm og Rangár- þing, og Björn S. Stefánsson and- mælir nokkrum atriðum úr bók Gísla Gunnarssonar um einokun- artímann. Sigurjón Páll ísaksson skrifar um taugreftan sal í Hávamálum og leiðir að því getum að slíka sali megi finna á Orkneyjum, Hjalt- landi og þarumkring og fylgja myndir af, en Kristján Bersi Ól- afsson skýrir að nýju tvær vísur í Sturlungu. Þá skrifar Norðmað- urinn Jan Agnar Hagland um heimildargildi rúnaristna upp- grafinna í Þrándheimi og Björ- gvin, verslunarstöðum íslend- inga á miðöldum. Eru þá enn ót- aldar ritfregnir í Sögu, umsagnir um einar sautján nýlegar sögu- bækur og eru þessir bókadómar ekki sístur leshluti ritsins. Ritstjórar Sögu eru þeir Sig- urður Ragnarsson og Sölvi Sveinsson. Ársritið er á boðstól- um í almennum bókabúðum og hjá Sögufélaginu efst í Fischer- sundinu. -m Á að gera alla að stúdentum? er yfirskrift ráðstefnu sem Hið ís- lenska kennarafélag, Svæðisfélag Reykjavíkur og nágrennis, gengsl fyrir í Borgartúni 6 á laugardag- inn kemur. Þar munu flytja erindi þau Benedikt Sigurðarson, skóla- stjóri á Akureyri, Halldór Guð- jónsson, kennslustjóri Há- skólans, Helga Sigurjónsdóttir námsráðgjafi, Ingjaldur Hanni- balsson forstjóri og Ingvar Ás- mundsson, skóiastjóri Iðn- skólans í Reykjavík. Að sögn Sigurðar Þórs Jóns- sonar, stjórnarmanns í Svæðisfé- laginu, er töluverð umræða um þessi mál nú í framhaldsskólun- um. - Það virðist vanta alla stefnumörkun í framhaldsskól- unum. Það fækkar mjög í iðn- námi en unglingarnir hópast í við- skiptanám og almennt bóknám. Þegar komið er í Háskólann gefst stór hluti þessara nemenda upp. Ég er ekki frá því að það þurfi að stýra hlutunum betur í fram- haldsskólunum, sagði Sigurður Þór. -•g- Miðvikudagur 16. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.