Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 14
/fDAG^f Mynd- birtingar í blöðum Það hvessti heldur betur í heita pottinum í gærmorgun þegar einn af fastagestunum kom móð- ur og másandi upp úr lauginni eftir sundsprettinn og virtist ekki hafa hugsað um annað en nýliðið réttarhald Jóns Óttars á Stöð 2 í fyrrakvöld. Þar var réttaö um það hvort birta ætti myndir af kynferð- isglæpamönnumíblöðum. Niðurstaða kviðdómenda var samhljóða um að birta ætti myndir af|þessum ólánssömu mönnum þrátt fyrir að myndbirt- ing gæti skaðaö hans nánustu og væri nánast hefnd í garð að- standenda fórnarlambsins. „Ég var alveg sammála kviðdómendum um að birta eigi myndir af þessurh glæpa- mönnum. Ekki bara einu sinni heldur oft,“ sagði sá móði eftir að hafa kastað kveðju á viðstadda. „Með því móti þekkjast þessir menn og verða öðrum víti til varn- aðar. Að ekki sé talað um að oft- ast nær ganga þessir menn lausir áður en dómur er kveðinn upp í máli þeirra vegna seina- gangs ídómskerfinu. Við höfum brennt okkur alltof mikið á þess- ari manngæsku að hlífa afbrota- mönnum um að þeir sjái að sér. Mælirinn er bara f ullur og nauð- syn að taka á þessum málum af festu," sagði þessi aðdáandi myndbirtingará kynferðisaf- brotamönnum. „Ertu frá þér,“ sagði annar. „Við búum í svo fámennu landi að myndbirting er nánast kross- festing fyrir alla aðstandendur glæpamannsins sem ekki hafa unnið til neinnar refsingar. Á að hegna þeim fyrir það eitt að þekkja viðkomandi sem drýgði eitthvert ódæði?" Við þessari at- hugasemd kom ekkert svar en viðstaddir kinkuöu kolii til sam- þykkis síðasta ræðumanni. Málið var rætt nokkra stund fram og til baka í heitapottinum og virtust í fljótu bragði flestir vera á móti myndbirtingu. Sérstaklega ef það ætti að vera blöðunum í sjálfvald sett að ákveða það upp á eigin spýtur hvenær það væri gert. Fannst mörgum að blöðun- um væri gefið of mikið vald í þessum efnum sem tæki fyrst og fremst mið af sölumöguleikum viðkomandi blaðs en ekki af neinu réttlæti. í umræðum fastagestanna um málið voru menn á einu máli um að of mikillar hefndargirni gætti í þessari umræðu og að tilfinn- ingahiti réði mikið afstöðu manna til myndbirtingar kynferðisaf- brotamannafremuren haldgóð rökfyrirhenni. -grh ÍDAG er 16. nóvember, miðvikudagurí fjórðu viku vetrar, tuttugasti og sjötti dagur gormánaðar, 321. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.00 en sest kl. 16.24. Tungl hálft og vaxandi. UM UTVARP & SJONVARP Mýsla í Glaumbæ Sjónvarp kl. 18.00 Fröken Mýsla Hansen frá Glaumbæ er á ferli í kvöld og lítur nú inn til leikhúsrottu. Jafnframt því, sem við fáum að skyggnast inn í hugarheim Mýslu verða sýndar vinsælar teiknimyndir. Kári köttur og félagar hans lenda í þrumuveðri og í teiknimyndinni um Samma brunavörð fremur Nonni litli ýmis prakkarastrik, svo sem hann þykir eiga vanda til. - Og í dag byrjar svo ný þáttaröð um björninn Paddington, sem börnum er að góðu kunnur og rekst hann þegar á fólk, sem tekur hann Undir sinn verndar- væng. - En fleira er í pokahorn- inu hjá Mýslu í dag. Til dæmis teiknimyndaflokkurinn um tusk- udúkkurnar. Þær eru mjög sam- hentar og nú finna þær leikfanga- flugvél. Síðan kemur svo Rubbi hundur og sullar allt út í málningu þegar hann er að hressa upp á útlit hússins síns. - Og loks er það svo Myndglugginn, með Stöð 2, kl. 20.45 í þættinum Heil og sæl í dag er „áfengi og lífsnautn" á dagskrá. Leitast verður við að svara ýms- um spurningum um áfengisvand- amálið og er þar vissulega úr mörgu að moða. Meðal þeirra spurninga, sem leitað verður svara við, eru þessar: Á að ráð- leggja unglingum hófdrykkju eða bindindi? Hvort eru veikir drykk- teikningum eftir yngstu áhorf- endurna. - Umsjónarmaður þátt- arins um Mýslu og vini hennar er Árný Jóhannsdóttir. -mhg ir eða sterkir heppilegri fyrir þá, sem á annað borð neyta áfengis? Hvernig er ástandið í forvarn- armálunum? Hversu miklar líkur eru á þvf að maður, sem fer í á- fengismeðferð nái áttum og haldi sig síðan frá drykkju? Það er Sal- vör Nordal, sem leitar svara við þessum spurningum en handritið er Jóns Óttars Ragnarssonar, sjónvarpsstjóra. -mhg Heil og sæl Páll Heiðar Jónsson Eyðing regn- skóganna Rás 1 kl. 22.30 f kvöld er á Rás eitt þáttur, sem nefnist „Samantekt um regn- skóga og fleiri atriði, er áhrif hafa á ósonlagið“... Þar verður fjallað um hina stórfelldu og geigvæn- legu eyðingu regnskóganna um miðbik jarðar og að hverju muni reka ef svo fer fram um hana sem verið hefur. Þá verður og um það rætt hvaða ráð menn eygja helst til úrbóta. Umsjónarmaður þátt- arins er Páll Heiðar Jónsson. - Bent skal á að þættinum verður einnig útvarpað á morgun kl. 15.03. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Reikistjarnan Kalli erásveimiísólkerfinu. Enginn verður hennar var fyrr en hún er mitt á milli sólar og jarðar. FOLDA VIÐBURÐIR Fæddur Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingurog skáld 1807. Fæddur Jón Sveinsson, Nonni, prestur og rithöfundur 1857. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50ÁRUM Verklýðsflokkarnirfrönsku snúast einhuga gegn árásum stjórnarinnar. Þing verklýðs- sambandsins mótmælir eindreg- ið tilskipunum stjórnarinnar um verklýðsmál. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1988 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.