Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 9
MENNING Leikhúsið í Djúpinu Þögnin er svipa kúgarans Hörður Torfason og Þröstur Guðbjartsson: Fyrirbrigðið fer í leiki til að gleyma sjálfum sér „Fátt er verra en gott minni ef maður ætlar að lifa góðu lífi,“ segir Fyrirbrigðið. Fyrirbrigðið? Jú, það er þessi skrítna skepna sem berst við sjálfa sig í Djúpinu á kvöldin, í Óvininum, einþáttungi fyrir einn leikara eftir Hörð Tor- fason. Þröstur Guðbjartsson leikur Fyrirbrigðið, - á sex fer- metrum, umkringdur myndum af æskilegum fyrirmyndum eins og til dæmis Marilyn Monroe og James Dean. Þeir Hörður og Þröstur hafa unnið að sýningunni síðan í byrj- un október, en auk þess að vera höfundur Óvinarins er Hörður lagahöfundur, leikmyndar- hönnuður og leikstjóri sýningar- innar. - Ég skrifaði leikritið í Kaup- mannahöfn 1980-81, segir Hörð- ur. - Það var sett upp í Jónshúsi vorið 1981, og síðan fórum við Halldór Lárusson, sem lék Fyrir- brigðið, með sýninguna um ís- lendingaslóðir. Þessi sýning sem við Þröstur erum með núna er að mörgu leyti ólík; ég endur- skoðaði leikritið í vetur, stytti það og gerði það skýrara. Leikrit- ið var mun óljósara í sinni upp- haflegu mynd, leikrit geta lengi þroskast og þróast og sjálfur hef ég gengið í gegnum fleiri uppgjör síðan ég skrifaði það. ífangelsi þagnarinnar - Leikritið snýst um sjálfsupp- gjör Fyrirbrigðisins, segir Þröstur. - Framan af líður hann sálarangist þess sem ekki horfist í augu við hlutina og flýr sárs- aukann með þessum leikjum sem hann fer í fyrir Höfundinn. Hann er upptekinn af því að geðjast öðrum, alltaf að spyrja þennan Höfund hvernig hann vilji að hann sé, en þannig finnur hann ekki sjálfan sig. Það gerist ekkert með hann sjálfan fyrr en hann tekur ábyrgð á sjálfum sér og sínu lífi. Það má þannig segja að leikritið sé um manneskju sem berst til sigurs og sigrast á Övinin- um. - Ég held að það komi fyrir flesta einhvern tíma á lífsleiðinni að þeir þurfi að ganga í gegnum einhvers konar uppgjör, segir Hörður. - Og það að leita sva- ranna, horfast í augu við sjálfan sig, viðurkenna sig og sínar for- sendur í stað þess að fylgja því sem aðrir segja umhugsunar- laust, getur valdið miklum sárs- auka. - Fyrirbrigðið öðlast ekki frelsi fyrr en hann fer að hlusta á sína innri rödd. Rödd Höfundar- ins heyrist aldrei, Fyrirbrigðið er bara að leika það sem það heldur að þessi höfundur, sem það hefur búið sér til, vilji að hann geri. Hann er í þessum leikjum til að gleyma sjálfum sér, hellir sér út í Hörður og Þröstur: Á meðan hlutirnir eru ekki ræddir ganga allir um með grímur og leika leiki. mannfyrirlitningu fasistans, eða grípur til sjálfsdýrkunarinnar, eins og þegar hann leikur sér með spegilinn. - Hann er í rauninni í fangelsi þagnarinnar, í heimi þar sem ekki er hlustað á fólk sem ekki gengur í réttum merkjum. En það kemur að því í lífi hvers manns að aðrir geta ekki sagt manni hvað maður á að gera, og það er ekki heldur hægt að hegða sér eins og maður Þröstur í hlutverki Fyrirbrigðisins: „Fangelsið er ég sjálfur." Myndir - Jim Smart. heldur að ætlast sé til af manni, og þá verður að leita svaranna innra með sér. Ef menn gera sér grein fyrir því að svarið býr innra með þeim sjálfum og fara að leita þess, kemur að því að þeir detta niður á einhverja lausn. Sú lausn þarf ekki endilega að vera sú eina rétta, en hún færir manninn skrefi nær sjálfum sér. Að sigrast á skugganum - Fyrirbrigðið fær ekki svör frá neinum nema sjálfum sér. Og þegar lausnirnar detta allt í einu út úr honum hefur hann gengið í gegnum ýmislegt til að finna þær. Horfst í augu við sársaukann. Þessar lausnir eru þannig ekkert sem hann dettur óvart niður á heldur eru þær endapunktur fer- ils þar sem eitt leiðir af öðru. - Ég þekki þetta af eigin raun því ég lifði sjálfur í ótta í mörg ár. Lét þögnina kúga mig eins og Fyrirbrigðið segir á einum stað: „Þögnin er svipa kúgarans“. Á meðan hlutirnir eru ekki ræddir ganga allir um með grímur og leika leiki. - Ljósunum var ætlað að undirstrika efni leiksins, segir Þröstur, - og mér finnst sú hug- mynd alveg mega koma fram þó því miður hafi ekki verið hægt að framkvæma hana vegna pláss- leysis. Ljósin áttu að vera eins og rimlar sem fækkaði smám saman eftir því sem Fyrirbrigðið kæmist nær lausninni. Nær því að vera hann sjálfur. - Hann er mjög flókin persóna og mér fannst erfitt að skilja hann í byrjun. Hann er haldinn þessum ótta við umhverfið, er í enda- lausum leikjum og þarf að ganga í gegnum ntikinn sársauka til að sigrast á sínum eigin skugga. En það gerir hann að lokum, áttar sig á að hann hefur verið að fela sjálfan sig í ímynduðu fangelsi sem er hann sjálfur. Lárus Björnsson hannaði lýs- ingu sýningarinnar og Gerla sá um búninga. Frumsýning var í gærkvöldi, en sýningar verða í Djúpinu, kjallara Hornsins við Hafnarstræti, kl. 21 fimm kvöld vikunnar, væntanlega eitthvað fram í desember. LG Miðvikudagur 16. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.