Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 16
F—SPURNiNGIN Komu ákærurnar í Haf- skipsmálinu þéráóvart? Viðar Jóhannsson Þetta er orðið það gamalt mál að ég er búinn að tapa áttum, og veit varla hvað snýr upp og hvað niður. Ég pæli meira í þeim vanda sem að okkur steðjar á lands- byggðinni. Arnór Pétursson Já og nei, ég bjóst við víðtæk- ari ákærum, ég skil ekki af hverju fleiri bankastjórar og bankaráðs- menn eru ekki dregnir til ábyrgð- ar. Guðrún Ögmundsdóttir Nei, þær komu mér ekki á óvart, það var orðið löngu tíma- bært að draga þá sem bera ábyrgð á þessu sukki til ábyrðar. Guðmundur S Kristjánsson Nei, alls ekki, í Ijósi þess sem ég veit um málið finnst mér þess- ar ákærur eðlilegar. Gaukur Eyjólfsson Nei, þær komu mér ekki á óvart. þlÓÐVILIINN _________Mlðvikudagur 16. nóvember 1988 248. tólublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN ÁLAUGARDÖGUM 681663 Atvinnumál fatlaðra voru til umræðu á ráðstefnu sem samstarfsnefnd um málefni fatlaðra gekkst fyrir í gær. mynd Jim Smart. Atvinna Samdrátturinn bitnar á foduðum Hrafn Sæmundsson:Pegar endurskipuleggjaþarffyrirtœki missa fatlaðirfyrstir vinnuna. Margrét Margeirsdóttir: Erfiðara aðfinna vinnu fyrir fatlaða nú en áður. Ráðstefna um atvinnumálfatlaðra haldin í gœr Eg held að ég myndi veslast upp ef ég hefði ekki vinnu," segir Brynja Arthúrsdóttir sem er að- stoðarmaður félagsráðgjafa á Rcykjalundi, 36 ára. Hún hefur verið blind í 9 ár. „Vinnan hjálp- aði mér í gegnum veikindi mín og hún er nú kjölfestan ■ mínu dag- lega lífi. Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna.“ Þetta segir Brynja í bæklingi sem samstarfs- ncfnd um málefni fatlaðra hefur gefið út og ber heitið „Ut að vinna“ en í honum er að finna leiðbeiningar fyrir fatlaða sem ætla út að leita sér vinnu á hinum almenna vinnumarkaði. - Samdrátturinn í þjóðfé- Hrafn Sæmundsson atvinnu- málfulltrúi Kópavogs. laginu bitnar fyrst á fötluðum, það sýnir sig að þegar þarf að endurskipuleggja fyrirtæki sem átt hafa í erfiðleikum kemur í ljós að þeir sem hafa á einhvern hátt skerta starfsorku þurfa að vxkja fyrstir, sagði Hrafn Sæmundsson atvinnumálafulltrúi í Kópavogi en hann hefur um langt árabil unnið að atvinnumálum fatlaðra. í gær var haldin ráðstefna á vegum samstarfsnefndar um mál- efni fatlaðra sem starfar á vegum félagsmálaráðuneytisins og bar ráðstefnan yfirskriftina „Fatlaðir og atvinnulífið". - Tilgangur með þessari ráð- stefnu er fyrst og fremst að að ræða þá möguleika sem fatlaðir hafa á vinnumarkaðinum, það eru hér fulltrúar frá atvinnurek- endum og eins forstjórar eða starfsmannastjórar frá ýmsum stórum stofnunum hins opinbera, sagði Margrét Margeirsdóttir for- maður samstarfsnefndarinnar. Á ráðstefnunni voru flutt fjölmörg erindi og sýnt myndbandið „Atvinna óskast“ sem fjallar um atvinnumál fatlaðra. Margrét sagði að á undanförnu ári hefði fötluðum sem biðu eftir vinnu fjölgað verulegu, og ljóst væri að erfiðara væri að finna störf við þeirra hæfi í þeim þreng- ingum sem nú steðjuðu að þjóðfélaginu. Hún sagði að unnið væri að því að ráða fólk víðs vegar um landið á vegum hins opinbera til að sjá um atvinnuleit fyrir fatl- aða. Hlutverk þessa fólks væri ekki bara að finna starf fyrir fatl- aða, heldur einnig að fylgja við- komandi eftir inn á vinnustaðina. Hjálpa fólki að aðlagast þeim að- stæðum sem þar væru. „Þetta hefur gefið góða raun því fatlað fólk hefur átt erfitt uppdráttar þegar það loksins kemst út á hinn almenna vinnumarkað eftir að hafa kannski unnið langtímum saman á vernduðum vinnustöð- um,“ sagði Margrét. Samstarfsnefndin hefur gefið Margrét Margeirsdóttir formaður samstarfsnefndar um málefni fatl- aðra. út ýmiss konar efni sem varðar atvinnumál fatlaðra, m.a. bæk- ling sem ætlaður er þeim sem hafa mannaforráð í fyrirtækjum en hann ber heitið „Við viljum vinnu“. Þar segir Guðjón Magnússon starfsmannastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá reynslu sinni af störfum fatlaðs fólks sem unnið hefur hjá hon- um. „Þetta fólk hefur staðist þær kröfur sem gerðar hafa verið til þess og nærvera þess hefur aukið skilning samstarfsmanna á stöðu fatlaðra," segir Guðjón. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.