Þjóðviljinn - 22.11.1988, Side 2
Kvennaathvarfið
Fengu
500 þús.
- Þetta er ómetanleg aðstoð og
skiptir okkur öilu núna þegar lok-
un hefur staðið fyrir dyrum,
sagði Sigrún Valgeirsdóttir sem
sæti á í framkvæmdanefnd
Kvennaathvarfsins, en Hjálpar-
stofnun kirkjunnar hefur veitt at-
hvarfinu ijárstuðning upp á hálfa
miljón króna.
Sigrún sagði að um þrjú hundr-
uð þúsund krónur hefðu borist
frá einstaklingum eftir að bert
varð að Kvennaathvarfið ætti í al-
varlegum fjárhagskröggum. Hún
sagði að það yrði ekki ofmetið
hve mikilvægt það væri að finna
hvað hlýhugurinn i garð starf-
seminnar kæmi úr mörgum stöð-
um.
Samtök um Kvennaathvarf
gangast fyrir tónleikum á Hótel
Islandi 4. desember n.k. og er sú
samkoma öðrum þræði fjölskyld-
uskemmtun. Þar kemur fjöldi
listamanna fram endurgjalds-
laust og sagði Sigrún að vonir
stæðu til að þá mætti takast að
rétta fjárhaginn við. HS
Sveitarfélögin
Ráðstefna
um fjármálin
Samband íslenzkra sveitarfé-
laga stendur fyrir ráðstefnu um
fjármál sveitarfélaganna, og
stendur hún í dag og á morgun á
Hótel Sögu.
Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, ávarpar ráð-
stefnugesti og Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra,
hefur framsögu um fjármálaleg
samskipti ríkis og sveitarfélaga.
Þá hefur Gunnar Hilmarsson,
formaður stjórnar Atvinnutrygg-
ingarsjóðs, framsögu um sveitar-
félögin og atvinnurekstur.
FRETTIR
Ríkisstjórnin
Genginu hakflið óbreyttu
Steingrímur Hermannsson: Staðan verði metin í vor ogþá ákveðið
hvortþurfi að breyta genginu. Bjarni Lúðvíksson: 20% gengisfelling á
undanförnum misserum hefur ekki bœtt hag fyrirtœkjanna
Eg er ekkert að neita því að það
geti komið að því ein-
hverntíman að það þurfi að fella
gengið, ef ekki verða verðhækk-
anir á okkar afurðum erlendis
eða ef aðstæður batna ekki. Við
verðum að horfast í augu við það,
en það er ekki á næsta leiti, sagði
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra við Þjóðviljann í
gær.
Valur Arnþórsson, stjórnar-
formaður SÍS, sagði á flokksþingi
Framsóknarflokksins um helg-
ina, að nauðsynlegt væri að
leiðrétta gengið og talaði hann
um 15% gengisfellingu.
Steingrímur sagðist sammála
Val að raungengið væri of hátt
skráð en það væri ýmislegt hægt
að gera til þess að lækka það.
„Raungengið lagast t.d. ef það
dregur mjög úr yfirborgunum á
launum eða ef hráefniskostnaður
lækkar og ef fjármagnskostnaður
lækkar. Það lagast líka ef verðlag
erlendis hækkar. Með hagræð-
ingu og fleiru er hægt að gera at-
vinnuvegunum að þola hærra
gengi. Eg held að alla þá hiuti
verði að skoða vandlega og meta
síðan stöðuna í vor og gera það þá
upp hvort þarf að breyta genginu.
Bjarni Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri SH, sagði við Þjóð-
viljann í gær, að það færi allt eftir
hliðarráðstöfunum hvort 15%
gengisfelling dugi til þess að
koma rekstrargrundvelli útflutn-
ingsatvinnuveganna á réttan
kjöl. Hann benti á að á undan-
förnum misserum hafi gengið
verið fellt um 20% án þess að
hagur útflutningsgreinanna hafi
skánað til lengdar.
-hmp/grh
Loðna
Góð veiði ef viðrar
Heildarveiðin orðin 125.640 tonn. Félagfiski-
mjölsframleiðenda og Síldarverksmiðjur
ríkisins komin íhár saman vegna verðhækk-
ana á loðnutonninu úr3.200 í4þúsund.
Stjórn SR sökuð um að hafa rifið verðið upp
Loðnuvertíðin hefur verið mjög góð síðustu daga og heildaraflinn
kominn í rúmlega 125 þús. tonn.
BOKAKLUBBUR
áskrifenda Þjóðviljans
Tilboð vikuna 22.-2 9. nóv.
Ekkert lát var á loðnuveiðinni
um helgina og á miðnætti að-
faranótt sl. mánudags höfðu
Loðnunefnd borist tilkynningar
um rúm 14 þúsund tonn. Heildar-
veiðin er því orðin 125.640 tonn,
en var á sama tíma í fyrra litlu
minni eða I19þúsund tonn.
Að sögn Astráðar Ingvars-
sonar hjá Loðnunefnd var bræla
á miðunum í gær en spáð er hægu
veðri. Ástráður sagði nóg af
loðnu vera á miðunum út af Kol-
beinsey og ef veður spillti ekki
fyrir yrði ekkert lát á mok-
veiðinni sem byrjaði í seinni hluta
síðustu viku.
í harðindunum sem verið
höfðu á miðunum þar á undan
leiddi til harðnandi samkeppni
verksmiðja um hráefnið og fór
loðnutonnið vel yfir 4 þúsund
krónur þá, en hefur eitthvað
lækkað nú þegar framboðið er
nóg, enda frjáls verðlagning á
loðnu.
Þessi samkeppni verksmiðja
um hráefnið hefur farið fyrir
brjóstið á Félagi fiskimjölsfram-
leiðenda sem hafði búist við meiri
samheldni innan félagsins um
hráefnisverð til sjómanna og út-
vegsmanna en oft áður. Hefur fé-
lagið ma. sakað stjórn Síldar-
verksmiðja ríkisins um að hafa
rifið verðið upp og haft hagsmuni
útvegsmanna að leiðarljósi frem-
ur verksmiðjanna og gert þar
með vonir þeirra um hagnað a
vertíðinni að engu.
Þessu neitar Jón Reynir
Magnússon framkvæmdastjóri
SR en játar jafnframt að fulltrúar
LÍÚ hafi borið upp tillögu þess
efnis að hráefnisverð til skipanna
yrði hækkað en því hafi stjórnin
ekki viljað fallast á. Jón sagði að
verðið væri frjálst og aldrei verið
samstaða um eitthvert sérstakt
verð. „Að vísu höfðu menn verið
sammála um að flýta sér hægt í
verðhækkunum en það er svo
annað mál,“ sagði Jón R.
Magnússon. -grh
Að þessu sinni er boðið upp á
rit sem lengi hefur verið frægt
meðal þeirra sem forvitnast hafa
um möguleika manna á að sjá
fyrir óorðna hluti og gera sér
grein fyrir lífi eftir dauðann. Það
heitir Himinn og hel eftir Emanúel
Swedenborg, útgefandi er Bóka-
kúbbur Arnar og Örlygs.
Nú eru 300 ár liðin frá fæðingu
þess fjölhæfa manns, Sweden-
borgs. Hann var uppi fyrir daga
verkaskiptingarinnar - fékkst við
heimspeki og stærðfræði, líffræði
og málmvinnslu og margt fleira.
En hann varð ekki síst þekktur
fyrir dulræna hæfileika sem svo
eru nefndir - þótti hann vita ó-
orðna hluti og sjá atburði sem
gerðust í mikilli fjarlægð. Og með
þeirri bók sem hér er út gefin
leggur hann ekki í minna en að
gefa nákvæmlega lýsingu á lífinu
„hinum rnegin" - m.a. á uppeld-
ismálum, hjúskaparsiðum,
tungumáli og tómstundasiðum
eilífðarvera. Þessar hugmyndir
vildi Swedenborg og lærisveinar
hans nýta til þess að gæða krist-
inn boðskap meira lífskrafti og
áhrifaafli - svo mikið er víst að
þær hafa valdið mörgum ágæt-
um mönnum og frægum heila-
brotum og bókin Himinn og hel
hefur verið þýdd á fjölda tungu-
mála. Þessa þýðingu hér gjörði
Sveinn Ólafsson.
Himinn og hel
eftir Emanuel Swedenborg
Emanuel Swedenborg.
Verö kr. 1.930
(Venjulegt verö kr. 2.450)
Atvinnutryggingasjóður
Óbyggð framtíð
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði í umræð-
um á Alþingi í gær að ríkisstjórn-
in hefði enga tryggingu fyrir því
að bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar færu óbreytt í gegn um
þingið. En Kristín Halldórsdóttir
Kvcnnalista sagði í upphafí utan-
dagskrárumræðu að stjórn at-
vinnutryggingasjóðs deildi nú út
ímynduðu fjármagni þar sem
bráðabirgðalögin hefðu ekki ver-
ið samþykkt á þingi.
Bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar hafa verið til umræðu í efri
deild frá upphafi þings. Kristín
spurði forsætisráðherra hvaða
tryggingu hann hefði fyrir því að
lögin kæmust óbreytt í gegnum
þingið. Þó hún segðist full viss um
að ákvæðið um launafrystingu
færi í gegn þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn gæti varla staðið gegn
því. Steingrímur sagði ríkis-
stjórnina ekki hafa neina trygg-
ingu fyrir framgangi frumvarps-
ins án breytinga en lýsti sig reiðu-
búinn að ræða þær við aðra þing-
flokka. Mikið væri þrýst á
veitingar úr sjóðnum og því fé
sem hefði verið veitt úr honum
þegar og ef lögin um hann yrðu
felld, stæði sem lánveiting en
frekari lánveitingar kæmu þá
ekki til greina.
Albert Guðmundsson Borg-
araflokki sagði svar forsætisráð-
herra vekja spurningar um þær
forsendur sem forseta íslands
hefðu verið gefnar þegar hann
skrifaði undir bráðabirgðalögin.
Lét Albert að því liggja að forset-
inn hefði kannski verið blektur
Steingrímur sagði að forsetanum
hefði verið full kunnugt um stöðu
stjórnarinnar í þinginu þegar
hann skrifaði undir bráðabirgða-
lögin. -hmp
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. nóvember 1988