Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Vaxtalækkun Seðlabankinn sýni lit Steingrímur Hermannsson: „Seðlabankinn greiði vexti af bundnu fé bankanna í Seðlabanka og lœkki sektir. “ Seðlabankinn telursjálfur vaxtalœkkunina ófullnœgjandi. Raunvextir lœkkuðu ekkert Seðlabankinn hefur lýst því yfir að hann telji að þessi vaxta- lækkun bankanna sé alls ó- fullnægjandi miðað við núver- andi verðbólgustig og að áfram- haldandi lækkun bæði á raun - vöxtum og nafnvöxtum sé óhjá- kvæmileg við næstu ákvörðun í byrjun desember. Þannig að Seðlabankinn út af fyrir sig, eins langt og það nær og hvers virði sem það er, lýsir yfir megnri óá- nægju með þessa litlu vaxtalækk- un, sagði Steingrímur Hermanns- son í samtali við Þjóðviljann í gær. Steingrímur sagðist telja mikil- vægast í þessu máli að aðgerðir væru samstilltar á mörgum svið- um. „Hins vegar er einnig mikil- vægt að Seðlabankinn sýni vilj- ann í verki, t.d. með því að lækka kröfu um ávöxtun á Verðbréfa- þinginu hjá sér og hann getur vit- anlega gert bönkunum auðvyld- ara með að sinna sjnum viðskipt- avinum, með því að losa eitthvað um fjármagn til bankanna o.s.frv.. Seðlabankinn verður að skapa aðstöðuna, hann heldur t.d. tíu miljörðum vaxtalaust fyrir bönkunum, ef hann greiddi vexti af því yrði það til að auðvelda, eins ef hann slakaði á í sambandi við þær sektir sem hann er að taka af bönkunum núna. Það er svo margt sem Seðl- abankinn getur gert sjálfur til að sýna lit og það verður hann að gera. Það er margt hægt að gera til að lækka vextina en ég hef ekki séð til þessa að neitt hafi verið gert nema að tala saman, því mið- ur,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra. Samkvæmt upplýsingum úr Seðlabanka lækkuðu raunvextir ekkert nú á mánudaginn en nafnvextir inn- og útlána lækk- uðu nokkuð. Svo dæmi séu tekin lækkuðu vextir á almennum tékkareikningum að meðaltali um 0,1%, vextir á almennum sparisjóðsbókum lækkuðu að meðaltali úr 5,8% í 4,4% og skiptikjarareikningar miðað við óhreyfða innstæðu í eitt ár sem er óverðtryggð, lækkuðu úr 11% vöxtum í 7,8% vexti. Á útlánahliðinni lækkuðu for- vextir almennra víxla að meðalt- ali úr 17,4% í 15,9%, vextir yfir- dráttarlána lækkuðu að meðaltali úr 21,0% í 18,7% og almennir skuldabréfavextir lækkuðu um 0,1% eða úr 18,0% í 17,9%. Hér er um vegið og reiknað meðaltal að ræða og var vaxtalækkunin mismunandi eftir bönkum. Lækkuðu sumir bankar vexti á ákveðnum reikningum ekki neitt og aðra meira, enda er samráð banka um vaxtalækkanir óheim- ilt samkvæmt lögum. phh Síld Saltað uppí samningana Búið að salta íríflega 200þúsund tunnur. 220þúsund seldar og óvissa um nýja sölusamninga Komi ekki til nýrra sölusamn- inga hvað úr hverju, má búast við að sfldarsöltun verði að mestu lokið um næstu mánaðamót. Búið er að salta í ríflega 200 þús- und tunnur efi seldar hafa verið þegar væru nokkrar stöðvar hætt- tunnum við öðru hvoru og hefði ar söltun. Hallgrímur sagði að td- tveir lyftaramenn unnið á þrátt fyrir að söltun lyki yrði nóg ' vöktum við að umsnúa tunnum að gera við að snúa saltsíldar- Þe8ar mest var. -grh Fjórar Alþýðubandalagskonur á þingi. Þessar vikur ríkir fullkomið jafnrétti í þingflokki Alþýðubandalagsins, - hann skipa fjórir karlar og fjórar konur. Auk Guðrúnar Helgadóttur og Margrétar Frí- mannsdóttur eru á þingi varamennirnir Unnur Kristjánsdóttir iðnráð- gjafi á Norðurlandi vestra og Ólöf Hildur Jónsdóttir bankamaður á Grundarfirði, báðar í fyrsta sinn. Raqnar Arnalds situr þing Evrópu - ráðsins í Strassborg en Skúli Alexanderss. hefur tekið sér hlé frá þingstörfum, meðal annars vegna anna viö málarekstur við sjávarút- vegsráðuneytið. Á mynd Jim Smart neðanúr þingi í gær er Ólöf Hildur við hlið Guðrúnar forseta, en Unnur stendur með Margréti formanni. 220 þúsund og því til viðbótar verður saltað í 10-12 þúsund tunnur fyrir innanlandsmarkað. Síldarútvegsnefnd verst allra frétta um nýja sölusamninga en Sovétmenn hafa ekki enn stað- fest kaup á 50 þúsund tunnum til viðbótar þeim 150 þúsundum sem þeir hafa þegar keypt vegna skorts á gjaldeyri. Að sögn Hallgríms Bergssonar hjá Pólarsíld hf. á Fáskrúðsfirði hefur verið nóg að gera við síld- arsöltun og venjulega unnið 5-6 daga í viku og allt til 10 á kvöldin. Hann bjóst við að ef ekki næðust nýir sölusamningar yrði stöðin búin að salta sitt eftir 2-3 daga en Hofsós Hreppurinn á hausnum Tekjurnar í ár duga ekki fyrir greiðslum á vöxtum, afborg- unum og öðrum greiðslum sem sveitarfélagið þarf að inna af hendi á þessu ári, sagði Einar Jó- hannsson hreppsnefndarmaður á Hofsósi. Hofsóshreppur hefur Skuldir hvers og eins íbúa vegna sveitarsjóðsins um 206 þúsund kr eru á bilinu 14 til 15 miljónir kr. Ástæður þessarar slæmu stöðu sveitarsjóðsins sagði hann vera margvíslegar, aðallega þó að ráð- sótt um aðstoð félagsmálaráðu- neytisins vegna fjárhagsvanda síns. Að sögn Einars skuldar hrepp- urinn nú um 50-60 miljónir kr. Áætlaðar tekjur hreppsins í ár ist hefði verið í miklar lagfæring- ar á götum, og þær allar malbik- aðar, og hefði verið við það mið- Dreifbýlisverslun Þéttbýlið til hjálpar Valur Arnþórsson: Hugmyndin tilkomin vegna breyttraþjóðfélagsaðstœðna. Nokkurprómill afverslunarvelt- unni ílandinufæru ísjóðinn, sem hjálpaði tilmeð að halda verslun uppi ídreifbýlinu. Á von á að Steingrímur taki málið upp í ríkisstjórn. Steingrímur Hermannsson: Hefekki hugsað máliðfrekar, en Byggðastofnun mun taka dreifbýlisverslunina til athugunar Anýafstöðnu flokksþingi Fram- sóknarflokksins bar Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS og verðandi bankastjóri Landsbankans upp tillögu til for- ystu flokksins um að komið verði á fót nokkurs konar úreldingar- sjóði dreifbýlisverslunar sem verði fjármagnaður með ákveðnu broti af veltu smásölu- verslunar í landinu og hafi það hlutverk að halda versiun úti á ákveðnum stöðum úti á landi. ílugmyndin er sú að sjóðurinn hafi fé til kaupa á verslunarhús- næði úti á landi þar sem verslun hefur ekki borið sig og láni það húsnæði síðan út til cinstaklinga, samvinnufélaga eða annarra að- ila með áhuga á verslunarrekstri. Sagðist Valur vongóður um að Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kæmi þessari hug- mynd á framfæri í ríkisstjórn, og þar væri hann vongóður um stuðning Jóns Sigurðssonar og annarra ráðherra. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagðist hins vegar ekki hafa leitt hugann frekar að þessari hug- mynd, eftir að hún kom fram. „Dreifbýlisverslun hefur átt við vaxandi erfiðleika að stríða, m.a. vegna þeirrar þjóðfélags- þróunar að fólki fjölgar í þéttbýli en fækkar í dreifbýli. Samfara þessu hafa samgöngur stórbatnað þafmig að fólk úr dreifbýli sækir sína verslun í vaxandi mæli til þéttbýlisstaða. Þá hefur fjárhags- vandi dreifbýlisverslunar, svo sem meiri vaxtakostnaður vegna hægari umsetningar en í þéttbýl- isverslun, aukist,“ sagði Valur Arnþórsson. „Fólk í dreifbýli þarf verslunarþjónustu og því þarf ríkisvaldið að grípa til að- gerða henni til styrktar. í því sambandi koma til greina stofn- fjárframlög til byggingar verslun- arhúsnæðis í dreifbýli, inn- heimtulaun af söluskatti og vaxtaívilnun fyrir dreifbýlisversl- un. Jafnframt er nauðsynlegt að setja upp úreldingarsjóð eða styrktarsjóð, sem fái tekjur af einhverju prómilli af verslunar- veltu í landinu og sá sjóður verði notaður til að kaupa upp húsnæði verslunar sem ekki á rekstar- grundvöll lengur og rekin er með tapi. Ef stjórnvöld telja að eftir sem áður sé þörf á verslun á þess- um stað, þá láni sjóðurinn húsn- æðið til áframhaldandi reksturs, hvort sem það yrði í höndum ein- staklinga, samvinnufélaga, hlutafélaga, stéttarfélaga eða annarra." Sagðist Valur hafa orðið var við að núverandi forsætisráð- herra hefði skilning sérstökum vandamálum dreifbýlisverslunar- inar, auk þess sem margir aðilar bæði í pólitík og dreifbýlisverslun hefðu góðan skilning á þessu. Það væri ljóst að ef fólk ætlaði að byggja einhvern ákveðinn stað þyrfti það á verslunarþjónustu að halda. „Ég get ekkert sagt um þessa hugmynd Vals um úreldingarsjóð dreifbýlisverslunar, því ég hef ekkert hugsað um hana og hvergi séð hana á prenti nema í ein- hverju blaði,“ sagði Steingrímur Hermannsson í samtali við Þjóð- viljann í gær. Steingrímur sagði að það væri hins vegar löngu orð- ið tímabært að huga að dreifbýli- sversluninni og að hann hafi hugsað sér að biðja Byggðastofn- un um að taka þau mál til athug- unar. phh að, að Byggðasjóður lánaði fé til þeirra framkvæmda, en þegar þær hefðu verið hafnar hefði Byggðasjóður skert framlög sín til hreppsins, þannig að taka þurfti lán til að ljúka þeim fram- kvæmdum. Einnig nefndi Einar að frystihúsið á staðnum stæði illa, og hefði ekki staði í skilum við sveitarsjóð. Ekki vildi hann segja hvað fyrirtækið skuldaði sveitarfélaginu mikið. Hann sagði jafnframt að íbúum hrepps- ins hefði fækkað nokkuð undan- farin ár. Að sögn Húnboga Þorsteins- sonar skrifstofustjóra í félags- málaráðuneytinu, hefur enn ekki verið unnt að taka þetta mál fyrir í ráðneytinu, en það barst þar inn á borð á mánudaginn. Hann sagðist gera ráð fyrir að vænta mætti viðbragða frá ráðuneytinu fyrir helgi. Samkvæmt manntali frá því 1. desember í fyrra búa 267 manns í Hofsóshreppi. Það þýðir að skuldir hvers og eins íbúa, vegna sveitarsjóðsins, eru um 206 þús- und kr. sé miðað við að heildar- skuldir hans séu um 55 miljónir kr. Samkvæmt 90 gr. sveitar- stjórnarlaga geta sveitarfélög sótt um styrk til félagsmálaráðuneyt- isins, telji þau sig ekki getað staði við skuldbindingar sínar. Ráðn- eytinu ber samkvæmt lögum að hefja tafarlausa skoðun á fjárr- eiðum sveitarfélagsins. Félags- málaráðuneytið getur veitt sveitarfélagi styrk eða lán úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með þeim skilyrðum sem ráðuneytið telur nauðsynleg til að rétta við fjárhag þess. -sg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.