Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 13
Bandaríkin - Evrópubandalag: Viðskiptastríð yfirvofandi Missætti er í uppsiglingu milli Bandaríkjanna og Evrópu- bandalagsins út af styrkjum frá því opinbera til landbúnaðar og kjöti af dýrum sem fóðruð hafa verið með vaxtarhormónum. Bandaríkin krefjast þess að ríki Evrópubandalagsins láti af öllum opinberum styrkjum til landbún- aðar og hóta gagnaðgerðum í við- skiptamálum ef bandalagið standi fast við bann það á horm- ónakjöti, sem það hefur sam- þykkt. í Bandaríkjunum er leyfilegt að fóðra dýr ætluð til slátrunar með hormónum og er mikið af því kjöti flutt út til ríkja Evrópu- bandalagsins. Utanríkisráðherr- ar Evrópubandalagsríkja ræddu þetta mál í Brussel í gær og er haft eftir embættis'mönnum á vegum bandalagsins að ráðherrarnir verði beðnir að samþykkja lista yfir bandarískar innflutnings- vörur, sem bandalagið myndi hindra innflutning á ef Bandarík- in gerðu alvöru úr hótun sinni um gagnaðgerðir vegna hormóna- bannsins. Reuter/-dþ. EFTA 02 Comecon: Nánara sam- starf á döfinni Fríverslunarsamband Evrópu (EFTA) og Comecon, efnahags- bandalag Austur-Evrópuríkja og Sovétríkjanna, stefna nú að nán- ari samskiptum sín á milli og hafa þegar hafið viðræður um leiðir að því markmiði, að sögn tals- manns finnska utanríkisráðu- neytisins. Hann sagði ennfremur að viðræðurnar hefðu hafist eftir að sum Austur-Evrópuríkja hefðu látið í Ijós áhuga á nánari samskiptum bandalaganna. í EFTAeru Finnland, Svíþjóð, Noregur, ísland, Sviss og Austurríki. - Talið er að náið samstarf með því bandalagi og Comecon myndi gefa báðum bandalögum aukna möguleika í samningaumleitunum við Evr- ópubandalagið. Reuter/-dþ. ERLENDAR FRETTIR Kanadakosningar: Ihaldið hélt meirihluta Úrslitin tryggja samþykktþingsins áfríverslunarsamningi við Bandaríkin r Ihaldsflokkurinn stórtapaði að vísu í þingkosningunum í Kan- ada í fyrradag, en hélt þó drjúg- um þingmeirihluta. Þegar mestur hluti atkvæða hafði verið talinn hafði flokkurinn fengið 168 þing- sæti af 295 alls, aðalkeppinautur hans Frjálslyndi flokkurinn hafði fengið 82 þingsæti og Nýi lýðræð- isflokkurinn, sem er lengst til vinstri þeirra þriggja, 43. Á kjörstað fóru um 75 af hundraði 17 miljón kjósenda landsins, og er það góð kjörsókn hjá því sem vaninn er í grann- landinu Bandaríkjunum. Fyrir kosningar hafði íhaldsflokkurinn 203 af 282 sætum fulltrúadeildar Kanadaþings. Kosningabarátt- an, sem var allhörð og hávaða- söm, snerist að mestu um fríversl- unarsamning við Bandaríkin, sem fhaldsflokkurinn vill að Kan- adaþing samþykki. Er kveðið svo að orði í fréttaskeytum að kosn- ingarnar hafi nánast verið þjóð- aratkvæðagreiðsla um þetta mál. Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada og leiðtogi íhalds- flokksins, segir að santningurinn muni færa Kanadamönnum aukna hagsæld, þar eð með sam- þykkt hans fái þeir greiðan að- gang að þeim gríðarmikla mark- aði sem Bandaríkin eru. And- stæðingar íhaldsflokksins halda því aftur á móti fram, að efna- hagsleg ítök hins risavaxna ná- granna séu þegar orðin fullmikil í Kanada og í kosningabaráttunni fullyrtu stjórnarandstöðuflokk- arnir að fríverslunarsamn- ingurinn fæli í sér ógnun við sjálf- stæði landsins. Höfðaði John Turner, leiðtogi Frjálslynda flokksins, mjög til sjálfstæðis - kenndar og þjóðernishyggju Kan- adamanna í kosningaræðum sín- um. Mulroney hefur gefið til kynna, að fríverslunarsamnin- gurinn verði eitt af fyrstu málun- um, sem hann muni leggja fyrir hið nýkjörna þing er það kemur Mulroney - tapaði en hélt velli. saman snemma í næsta mánuði. Nái samningurinn þar samþykki, tekur hann gildi um áramótin. Verslunarviðskipti eru þegar meiri milli Bandaríkjanna og Kanada en nokkurra annarra Aserbœdsjan: 200.000 á fundi gegn Amienum Að minnsta kosti 200.000 Aser- ar voru í gær á fjöldafundi í Bakú, höfuðborg Aserbædsjans, til að mótmæla byggingu iðjuvers í Topkhanaskógum í Nagorno- Karabak, að sögn talsmanns fréttastofu Aserbædsjans. Sagði talsmaðurinn armenskt álfyrir- tæki standa fyrir framkvæmdum þessum, en Aserar segja téð skóg- lendi heilagt í sínum augum vegna tengsla við sögu sína. Armenar hafa sem kunnugt er gert kröfu til þess að Nagorno- Karabak, sem að mestu er byggt armensku fólki, verði sameinað sovétlýðveldinu Armeníu, en héraðið hefur lengi heyrt undir Sovét-Aserbædsjan. Sovéska stjórnin hafnaði þeirri kröfu í júlí en hvatti jafnframt bæði lýðveld- in til aukinna framkvæmda í Nagorno-Karabak, héraðsbúum til hagsbóta. Lagði miðstjórnin í Moskvu íþví sambandi áherslu á, að hraðað yrði byggingu húsa í stað þeirra er upp gengu fyrir eldi í illindum milli Armena og Asera þar. Yfir 30 manns hafa á þessu ári verið drepnir í þeim átökum, og mun ofbeldið hafa verið ívið meira af hálfu Asera. Aserar halda því nú fram, að í stað þess að byggja hús í stað þeirra sem brunnu hafi Armenar tekið til við byggingu téðs iðju- vers í Topkhana, og sé þar um vísvitandi ögrun að ræða. Arm- enar svara því til að þeir hafi ekki getað byggt hús í stað þeirra sem urðu eldi að bráð vegna þess að asersk yfirvöld hafi ekki hleypt armenskum vörubílum, fermd- urn byggingarefni, yfir landa- mærin. Reuter/-dþ. Angólu - Namibíusamningur Suður-Afríka samþykkir Namibía fær sjálfstæði - Kúbuher fer frá Angólu Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, tilkynnti í gær að Suður-Afríkustjórn væri fyrir sitt leyti samþykk samkomulagi því, er samninganefndir frá Ang- ólu, Kúbu og Suður-Afríku kom- ust að á dögunum í Genf. Stjórnir Angólu og Kúbu hafa þegar lýst yfir samþykki sínu við samkomu- lagið og er nú búist við að það verði undirritað í BrazzaviIIe, höfuðborg Kongó, í næstu viku. Samningur þessi eykur líkurn- ar á að endir fáist bundinn á ó- friðarástand það, sem ríkt hefur í suðvestanverðri Afríku ára- tugum saman. Samkvæmt samn- ingnum mun Kúba kveðja heim í áföngum herlið sitt í Angólu og Suður-Afríkustjórn veita Nami- bíu sjálfstæði. Þarlend sjálfstæð- ishreyfing hefur lengi háð skæru- hernað gegn Suður-Afríkustjórn og í Angólu hefur geisað borgar- astríð síðan 1975. Hafa kúb- anskar hersveitir barist í því með stjórnarhernum gegn skærulið- um UNITA-hreyfingarinnar og * Angólskir stjórnarhermenn - stríð hefur verið þar í landi í næstum þrjá áratugi. her Suður-Afríkustjórnar. Bandaríkin styðja UNITÁ einn- ig. Suður-Afríka hefur ráðið yfir Namibíu frá því í heimsstyrjöld- inni fyrri og virt að vettugi sam- þykktir Sameinuðu þjóðanna um að láta af yfirráðum þar. Haft er eftir suðurafrískum embættis- mönnum að byrjað verði á fram- kvæmd áætlunar um stofnun sjálfstæðs Namibíuríkis ein- hverntíma milli 1. febr. og 1. mars n.k. Botha utanríkisráðherra tveggja ríkja og samkvæmt samn- ingnum verður þeim hindrunum, sem enn eru í vegi verslunar á rnilli þeirra, að mestu rutt á brott á næstu tíu árunt. Reuter/-dþ. kvaðst telja líklegt, að nefnd skipuð fulltrúum frá Bandaríkj- unum, Sovétríkjunum, Angólu, Kúbu og Suður-Afríku myndi hafa eftirlit með því að staðið yrði við samninginn. Reuter/-dþ. Miðvikudagur 23. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Italía: Bamamergðin horfin Sú var tíðin, og ekkj fyrir mjög löngu síðan, að Ítalía hafði orð á sér fyrir öra fólksfjölgun og barnamergð. En nú er öldin önnur þarlcndis í þeim efnum. Samkvæmt hagskýrslum er þess nú ekki að vænta að konur lands- ins fæði nema 1.3 börn hver og er Ítalía þar með komin í röð þeirra landa sem lægsta hafa fæðingatöl- una. Fækkun fæðinga varð fyrst á Norður-Ítalíu en hefur nú breiðst út til suðurhluta landsins, svo að núorðið eru fæðingar þar að til- tölu við fólksfjölda færri en í Sví- þjóð. Lýðfræðingar (demó- grafar) landsins telja meginor- sökina til þessarar þróunar vera þá, að unga fólkið sé efnishyggju- sinnaðra en áður var og hugsi þar af leiðandi fyrst og fremst um að efnast og framast. Barnaeign sé talin tefja fyrir slíku. Aðrar lík- legar ástæður samkvæmt sömu heimild: Aukið kvenfrelsi og kvenréttindi og vöntun á um- hyggju af hálfu samfélagsins fyrir börnum og barnafjölskyldum. _____________________dþ. Mannfall í Pem Talsmenn hers og lögreglu í Perú tilkynntu á mánudag, að lið stjórnarinnar hefði í bardögum yfir helgina fellt 25 maóíska skæruliða en af því sjálfu hefðu fallið sjö menn. Að sögn tals- mannanna var harðasta viður- eignin háð í afskekktum hluta Ap- urimachéraðs á sunnudaginn. Eiga þar að hafa fallið sjö stjórn- arhermenn og 15 skæruliðar. Apurimachérað er suðaustan til í Perú. Téð viðureign varð er skæruliðar gerðu hermönnum á vörubílum fyrirsát. Skæruliðar þeir sem hér um ræðir eru á veg- um hreyfingarinnar Sendero Luminoso (Stígurinn ljómandi), sem hefur mikinn átrúnað á Maó heitnum formanni. Yfir 15.000 manns hafa verið drepnir í stríð- inu milli hreyfingar þessarar og stjórnarliðs, að sögn talsmanna síðartalda aðilans. „ . , Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.