Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 4
Nýjar bækur — Nýjar bækur Jón úr Vör Myndskreytt út- gáfa Þorpsins Ljóðaflokkurinn Þorpið éftir Jón úr Vör er nú kominn út í nýrri útgáfu hjá bókaforlaginu Vöku- Helgafelli. Petta er fjórða útgáfa bókarinnar. Þorpið var fyrsta safn óbund- inna Ijóða sem út kom hér á landi. Það var árið 1946. Kvæð- unum var heldur þurrlega tekið í fyrstu og það var ekki fyrr en við aðra útgáfu bókarinnar áratug síðar að hún hlaut þann sess í ís- lenskum skáldskap sem hún hef- ur haldið síðan. í nýjustu útgáfu ljóðanna sem Vaka-Helgafell sendir nú frá sér eru listrænar myndskreytingar Kjartans Guðjónssonar mynd- listarmanns sem falla einkar vel að Ijóðblæ Jóns. í kynningu Vöku-Helgafells á bókinni og höfundinum segir: „í Þorpinu yrkir Jón úr Vör um upp- vaxtarár sín og æsku á Patreks- firði, minnist lífsbaráttu fólksins þar á tímum kreppu og staldrar í ljóðmáli sínu við hjá þeim sem honum eru nákomnir.“ Jón úr Vör hefur gefið út tólf Ijóðabækur og hafa ljóð úr þeim öllum verið þýdd og gefin út er- lendis. Kerouac og „beatkynslóðin“ Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Á VEGUM ÚTI (On the Road) eftir bandaríska rithöfundinn Jack Kerouac. Bók- in kom fyrst út árið 1957 og þykir lýsa vel rótleysi þeirrar kynslóðar sem ólst upp eftir seinna stríð og stundum hefur verið kölluð „be- atkynslóðin“. Sögusviðið eru Bandaríkin þver og endilöng og andrúmsloftið er forboði þess glundroða sem átti eftir að setja mark sitt á öll Vesturlönd áratug eftir útkomu bókarinnar. Enda sló bókin rækilega í gegn og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Hraðinn er aðalsmerki þessar- ar sögu. Fólk brunar upp og niður síður hennar, persónur koma og fara, atvikin þjóta hjá og uppá- komurnar reka hver aðra - undir dunar djassinn og sífellt er haldið af stað á nýjan leik til að bruna um þjóðvegina á bílum og finna nýjan sannleik, nýtt fólk, nýja fyllingu eða einfaldlega ærlegt fjör. Ólafur Gunnarsson rithöfund- ur íslenskaði söguna og skrifaði eftirmála um höfund hennar og baksvið. Bókin er 284 bls. Björn Dúason Síldarævintýrið á Siglufirði Hýlega er út komin bók sem nefnist Síldarævintýrið á Siglu- firði - Björn Dúason tók saman og gefur út. í bókinni er brugðið upp myndum frá þeim árum í sögu Siglufjarðar þegar bæjarlífið snerist allt um síldina og greint frá mönnum sem settu svip á bæ- inn á þeim tíma. Þá eru og þættir úr atvinnu- og menningarsögu bæjarins. Uppistaðan í síðari hluta bók- arinnar eru kvæði og bragir, bæði alvöru- og gamanmál. Björn Dúason fæddist í Ólafs- firði en fluttist með foreldrum sínum til Siglufjarðar árið 1917, þá á öðru ári, og ólst þar upp. Hann starfar nú sem skrifstofu- maður í Ólafsfirði. Dreifingu bókarinnar annast Björn Dúason, Ólafsvegi 9, Ól- afsfirði (sími 96-62140) og Helga Björnsdóttir, Digranesvegi 52, Kópavogi (sími 91-41953). Handbók um siði og venjur Hörpuútgáfan hefur sent frá sér „STÓRU STUNDIRNAR“, nýja íslenska handbók um siði og venjur á merkum tímamótum og í daglegu lífi fólks. Höfundur texta er Hermann Ragnar Stefánsson sem er löngu landsþekktur fyrir störf sín sem danskennari og um- sjónarmaður útvarpsþátta. Helstu efnisþættir varða fæð- ingu, skírn, fermingu, áfanga - Próf, trúlofun, brúðkaup,afmælis- boð, gestaboð, andlát og útfarir. Auk þess er sérstakur kafli með almennum siðareglum. Þannig svarar bókin spurningum sem upp kunna að koma við ýmis tímamót á lífsleiðinni. Stóru stundirnar er fyrsta handbók sinnar tegundar hér á landi. FRÉTTIR Sigló Fólkið sent heim 35-40 verkakonur sendar heirn um miðjan nœsta mánuð vegna hráefnaskorts og viðhalds á verksmiðjunni. Tryggir 10-15 karlmönnum vinnu Um miðjan næsta mánuð verða 35-40 verkakonur sendar heim hjá Sigló hf. á Siglufirði vegna hráefnaskorts og vegna viðhalds og endurbóta sem gerð- ar verða á verksmiðjunni. Fólk- inu var sagt up með 4 vikna fyrir- vara og fer að honum loknum á atvinnuleysisbætur. Að sögn Guðmundar Skarp- héðinssonar framkvæmdastjóra Sigló hf. verða eftir 10-15 karl- menn sem munu vinna áfram við nauðsynlegt viðhald og þær endurbætur sem gera þarf í verk- smiðj unni áður en vinna hefst aft- ur í lok janúar á næsta ári. Það sem af er árinu hefur Sigló hf. aðeins fengið um 1900 tonn af rækju en kvóti verksmiðjunnar í ár er 2.800 tonn. Þetta eru geysi- leg umskipti til hins verra í rækj- unni þegar það er haft í huga að á síðasta ári bárust til Sigló hf. um 3.200 tonn af rækju frá Dan- mörku og Noregi sem er mun ódýrari en sú íslenska. Áðspurður um skýringu á svona miklum umskiptum í rækj- unni sagði Guðmundur að flotinn væri alltof stór og verksmiðjurnar of margar. Hann gagnrýndi sjáv- arútvegsráðuneytið fyrir að veita vinnsluleyfi tvist og bast um alla strönd án tillits til hagkvæmni svo margra verksmiðja. Enda hefði það komið á daginn að fæstar þeirra bæru sig. Þá-væri því held- ur ekki að neita að hin mikla ásókn í rækjuna hefði komið nið- ur á rækjustofninum. -grh Sýning Kjuregej og Sýning Kjuregei Alexöndru á litríkum, saumuðum mynd- um af ætt ævintýris, sem haldin er íÁsmundarsal, er nú opin frá kl 14 til kl 20 á virkum dögum og 14-20 um helgar. Sýningin er um leið vettvangur dagskrártil minningar um Magn- ús Jónsson kvikmyndaleikstjóra. Af henni er það næst að frétta að á morgun, fimmtudag, kl 15. kemur Hallveig Thorlacius í heimsókn með brúðuleikhús sitt og sýnir sögu af Leiðindaskjóðu, systur jólasveinanna. Á morgun, föstudag, koma þau Karl Guð- mundsson, Sólveig Hauksdóttir, Geirlaug Þorvaldsdóttir og fleiri góðir gestir og lesa Ijóð og sögur á tveggja tíma fresti - kl 14,16 og 18. Aðgangur er ókeypis en kaffi fæst á staðnum. Mynd Þóm. Magnúsardagskrá Kvikmyndir Fölsun og afskræming á lífi og persónu Krists Fulltrúar ýmissa trúarfélaga fóru fram á að ríkissaksóknari stöðvaði Síðustu freistingu Krists Við teljum að myndin feli í sér alvarlegt guðlast, auk þess særir hún trúarskoðanir okkar. Myndin er mikil fölsun og af- skræming á lífi og persónu Jesú Krists, einsog hann er kynntur í Nýja testamenntinu,“ segir m.a. í bréfi sem 18 einstaklingar sendu Hallvarði Einvarðssyni, ríkis- saksóknara, vegna kvikmyndar- innar Síðasta freisting Krists, sem Laugarásbíó sýnir um þessar mundir. Einsog kunnugt er sá Hallvarður ekki ástæðu til þess að stöðva sýningar myndarinnar og því hafa þessir einstaklingar sent fjölmiðlum bréfið til birting- ar. Meðal þess sem sett er út á í bréfinu er að Jesús horfir á Maríu Magdalenu í samförum og að látið er sem hann leggi blessun sína yfir slíkt athæfi. Segir í bréf- inu að þess séu engin dæmi að Jesús Kristur hafi lagt blessun sína yfir slíkt. Ýmis fleiri atriði eru tínd til sem undirritaðir segja að komi ekki heim og saman við guð- spjöllin og að þrátt fyrir fyrirvara höfundar myndarinnar, „um að hún sé ekki byggð á guðspjöllun- um, er augljóst að skáldsagan, sem myndin er gerð eftir, er bein afskræming á frásögn guðspjall- anna.“ „Hér er um að ræða kvikmynd, sem á allan hátt særir trú okkar og það sem okkur er heilagt. Öllu trúaruppeldi stafar hætta af þeirri afbökun, rangfærslu og háði, sem kristin trú verður fyrir í þessari kvikmynd,“ segir í niðurlagi bréfsins. Þeir sem skrifa undir þetta bréf eru fulltrúar frá Kristilegu félagi heilbrigðisstétta, frá Fíladelfíu- söfnuðinum, Hjálpræðishernum, Ungu fólki með hlutverk, Maríu- kirkjunni, KFUM og K, Vegin- um, Krossinum, Betelsöfnuðin- um, Sambandi íslenskra kristni- boðsfélaga og kanslarinn í Landakoti. -Sáf Happdrætti Ðúið er að draga Vinningsnúmer eru innsigluö og verða birt um leið og fullnaðarskil hjá umboðsmönnum og innheimtumönnum hafa borist. Greiðið heimsenda gíróseðla sem fyrst. Þjóðviljans Þátttaka allra tryggirstórátak Síðustu forvöð að gera skil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.