Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 8
MENNING Nýr Gangskörungur í Gallerí Gangskör sýnir Mar- grét Jónsdóttir vatnslita- og olíUverk unnin á pappír. Verkin eru frá árunum 1983-85 og hafa Margrét Jónsdóttir, nýr Gang- skörungur. fæst sést opinberlega áður. Mar- grét stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann, og við St. Martin‘s School of Art í London. Hún var einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7, og starfaði við það á árunum 1977-81. Sýningin í Gallerí Gangskör er haldin í tilefni þess að Margrét er nýr félagi í galleríinu. Þetta er þriðja einkasýning hennar hér á landi, en hún hefur haldið tvær sýningar í London, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér á landi og erlendis. Gallerí Gangskör er opið frá þriðjudegi til fimmtudags kl. 12- 18, og kl. 14-18 um helgar. Sýn- ing Margrétar stendur til 4. des- ember. Kjarvalsstaðir Jón sýnir í Austursal Jón Baldvinsson sýnir 59 mál- verk í Austursal Kjarvalsstaða, og eru málverkin máluð á undan- förnum þremur árum, flest í Kal- iforníu. Jón hefur haldið ótal sýn- ingar hér á landi, meðal annars á Kjarvalsstöðum 1975, og seinna í Norræna húsinu, í Bogasal Þjóðminjasafnsins og víðar. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 14-22. Listasafn ASÍ Sýning Kristínar framlengd SýningKristínar Jónsdótturfrá elstu sem menn þekkja til að búa Munkaþverá verður framlengd til klæði. Sýningin er opin virka til 27. nóvember. Kristín sýnir daga kl. 16-20, og kl. 14-20 um veggmyndir úr ullarflóka, gerðar helgar. með ævafornri aðferð, þeirri Gangurinn Innísetningur Gerwald Rockenchaup sýnir innísetning (installation) sinn á Ganginum um þessar mundir og stendur sýningin til loka nóvem- ber. Rockenhaup er vel þekktur austurrískur listamaður, hefur undanfarin ár verið fremstur í flokki nýgeómetríumanna, og síðar settur í flokk með amerísku Nýhugmyndalistinni, sem nú er hvað mest áberandi í Iistheimin- um. , Kristján sýnir ný olíumálverk í Gallerí Borg. Gallerí Borg Olíumyndir Kristjáns Kristján Davíðsson sýnir nýjar olíumyndir í Gallerí Borg. Krist- ján er fæddur í Reykjavík 1917, hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga. Yfir- litssýning á verkum hans var haldin í Listasafni íslands árið 1981, og 1984 var haldin sýning á verkum hans í Alvar Alto húsinu í Færeyjum. Sýning Kristjáns stendur til þriðjudagsins 29. nóvember, galleríið er opið virka daga kl. 10-18 og kl. 14-18 um helgar. Björgvin meö Haustliti. Mynd - Jim Smart. Æ Norrœna húsið Arstíðastemmningar Björgvin Björgvinsson: Þemu verkanna eru árstíðirnar, þeir litirsem birtast í náttúrunni á mismunandi árstíðum - Þetta er fyrst og fremst vinna með liti og form, - segir Björgvin Björgvinsson sem sýnir málverk í kjallara Norræna hússins. Björgvin er fæddur 1955, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann, Byam Shaw School of Art í London og Aca- demy of fine Arts í Belgrad 1981- 82. Síðastliðinn vetur var hann við nám við Lahden taideinstitu- utti í Finnlandi. - Ég kenndi myndlist í fimm ár, - segir hann, og eins og menn vita gefst ekki mikill tími til að mála jafnhliða fullri vinnu. Svo ég kom mér á þennan skóla í Finnlandi til að geta sinnt mynd- listinni af einhverri alvöru. Þess- ar myndir sem ég sýni hér eru allar málaðar í Lahti, ég var þar fram í lok júlí og hélt sýningu þar áður en ég kom aftur hingað. - Ég reyni að láta liti og form vinna saman, og það má segja að þemu verkanna séu árstíðirnar, eða þeir litir sem birtast í náttúr- unni á mismunandi árstíðum. Það eru haust-, vetur og vor- stemmningar, að mestu leyti úr íslenskri náttúru þó þetta sé mál- að í Finnlandi. Litsterkustu myndirnar eru haustið, veturinn er mildastur. Til að byrja með tók ég fyrir ákveðin form eins og til dæmis fjöllin og eldinn, eins og má sjá í málverkinu Hausteldar. Síðan fór ég meira út í að mála abstrakt form, þó það geti vel verið að fólk geti séð eitthvað ákveðið út úr þeim. Nú eru liðin fjögur ár síðan þú hélst síðast einkasýningu hér á landi, hefur orðið mikil breyting á þinni list á þessum árum? - Það má segja það, ég gerði áður klippimyndir með blandaðri tækni, hélt sýningu á þeim í Ás- mundarsal 1983 og í Vestmanna- eyjum 1984. En að mínu mati er ákveðinn skyldleiki með þessum myndum og klippimyndunum og þá sérstaklega í formgerðinni. Þó myndirnar séu ólíkar, þessar eru til dæmis litsterkari því ég nota olíuliti, eru formin ekki svo ólík þeim sem ég var með í klippim- yndunum. Og þú heldur áfram á þessari braut? - Ég hef hug á því. Þó ég sé náttúrlega kominn í vinnu núna hef ég hugsað mér að fylgja þessu eftir. Sýning Björgvins stendur til 27. nóvember, og er opin virka daga kl. 16-22, og kl. 14-22 um helgar. LG Stór og smár verða frumsýndir í kvöld. Lotta (Anna Kristín Arngríms- dóttir) og gítarleikarinn (Ellert Ingimundarson). Mynd - Jim Smart. Þjóðleikhúsið Lotta Stór ogsmár frumsýndir á Stóra sviðinuíkvöld Þá er komið að frumsýningu á Stórum og smáum eftir Botho Strauss í Þjóðleikhúsinu, og verður fyrsta sýning á leikritinu á Stóra sviðinu í kvöld kl. 20. Anna Kristín Arngrímsdóttir fer með hlutverk aðalpersónunnar, Lottu, en auk hennar koma tólf leikarar fram í sýningunni. Leik- stjóri er Guðjón Pedersen, þýð- andi og aðstoðarleikstjóri Hafliði Arngrímsson og Grétar Reynis- son gerir leikmynd og búninga. Tónlistin er eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þar sem hermt var hér í blaðinu á laugardaginn var að sýninginn yrði stytt, er rétt að taka fram að hún hefur ekki verið skorin nið- ur. Stór og smár eru nú þrír tímar og 40 mínútur á lengd, óstyttir. LG 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.