Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 2
Miðstjórn AB
Ráöheirar
í opnu húsi
Haustfundur
miðstjórnar.
Ráðherrar svara
fyrirspurnum í opnu
húsi kl. 14.00 í dag
Haustfundur miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins verður hald-
inn um helgina en hann hófst í
gærkvöld í Flokksmiðstöðinni að
Hverfisgötu 105.
Á fundinum verður m.a. rætt
um stöðu og starf flokksins í ríkis-
stjórn. Ráðherrar flokksins,
Ólafur Ragnar Grímsson,
Steingrímur J. Sigfússon og Svav-
ar Gestsson flytja stuttar fram-
sögur kl. 14.00 í dag og sitja síðan
fyrir svörum ásamt Margréti Frí-
mannsdóttur, formanni þing-
flokks Alþýðubandalagsins.
Þessi dagskrárliður haustfundar-
ins er opinn öllum almenningi.
Bokaklubbur
áskrifenda
Þjóðvilþns
Tilboð vikunnar:
Himinn og hel
eftir Swedenborg.
Útgefandi Öm og Örlygur.
Verð kr. 1.930.-
Venjulegt verð kr. 2.450,-
Sturlunga
Þriggja binda glæsiútgáfa frá
Svörtu og hvítu.
Verð kr. 11.900
(Verð út úr búð kr. 14.980).
Leitin að
dýragarðinum
Nýtt smásagnasafn eftir Einar
Má Guðmundsson.
Verð kr. 2.150.-
(Verð út úr búðkr. 2.670)
Að lokum
Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig-
urðssonar. Myndir eftir Jón
Reykdal.
Verð kr. 1.850
" i. *
(Verð út úr búð kr. 2.175).
■■■
Þrjár sólir svartar
Skáldsaga af Axlar-Bimi eftir
Úlfar Þormóð'sson.
Verð kr. 1.900
•. (Vwð út úr búð kr. iMXQ-A .
_____________ FRÉTTIR______________________
Fjórtánhundruðogfjörutíu flöskur
Þarf dóm til að
koma mér burt
Magnús Thoroddsen síðdegis ígœr: Hvarflar ekki að mér að segja af
mér. Finnst áfengiskaupin ekki ámœlisverð. Þumalputtaregla að
kaupa áfengifyrirþau laun sem ég fékk sem handhafi. Hef góðar
geymslur fyrir vínið
Eg sé fátt athugunarvert við
þessi brennivínskaup, sagði
Magnús Thoroddsen í samtali við
Þjóðviljann síðdegis í gær, áður
en fundur dómara Hæstaréttar
hófst, en eftir þann fund sagði
Magnús af sér forsetaembætti í
réttinum.
„Ég hef aldrei heyrt þá túlkun á
reglum um þetta sem fjármála-
ráðherra hefur lýst,“ sagði Magn-
ús, „og veit ekki til að þetta hafi
verið praktíserað þannig í gegn-
um árin. Þetta hafa verið hlunn-
indi sem forsetar Hæstréttar hafa
fengið sennilega frá því að forset-
aembættið var stofnað. Það er
vegna þess að þeir hafa ekki haft
risnu eins og ráðherrar. Sem
handhafar forsetavalds eru menn
reyndar undanþegnir sköttum og
gjöldum, en hvað ráðherra varð-
ar hafa þeir risnu og bifreið og
þegar þeir halda boð að þá þurfa
þeir ekki að borga áfengi á kostn-
aðarverði eins og forsetar Hæst-
aréttar heldur fá það frítt,“ sagði
Magnús Thoroddsen, forseti
Hæstaréttar þegar Þjóðviljinn
ræddi við hann í gær.
Á hvað tímabili eru þessar 1440
flöskur keyptar, er það frá ára-
mótum?
„Mér er sagt það, en þetta er
allt á tölvu inni hjá ÁTVR. Það
er engin launung í kringum þetta.
Nú, ég hringi þarna inn eftir til
sölustjórans þegar forsetinn er
erlendis og geri mína pöntun og
það hefur aldrei verið gerð at-
hugasemd út af því, heldur hafa
samtölin yfirleitt endað á spurn-
ingunni: Var það eitthvað fleira?
En ég þekki engar reglur um
þetta í þá veru sem fjármálaráð-
herra mun hafa haldið fram í gær,
mér hafa aldrei verið þær sýnd-
ar.“
En ef þetta er rétt tala, 1440
flöskur, að þá hefur einn maður
þurft að drekka u.þ.b. 4 flöskur á
dag ef þetta á ekki að safnast upp.
Það er sennilega fullmikið á einn
mann lagt, svo menn hafa velt því
fyrir sér að þetta taki ansi mikið
pláss. Hefur þú þetta bara heima
hjá þér?
„Ja, þetta er í mínum vörslum,
ég hef góðar geymslur."
En hvað gera menn við svona
mikið af víni?
„Nú menn drekka það og/eða
veita það, en þú getur alveg af-
skrifað að það hafi verið selt, það
er alls ekki á dagskrá.“
Þannig að þér finnst hvorki
lagalega né siðferðilega neitt at-
hugunarvert við þetta?
„Nei, það finnst mér ekki.“
Þannig að þér finnst ekki að þú
eigir að segja af þér þessu emb-
ætti?
„Nei, það finnst mér ekki.
Þetta hefur tíðkast í gegnum tíð-
ina og ég sé ekki hvers vegna ég
ætti að fara að segja af mér.“
En telur þú ekki að þetta mál
gæti orðið álitshnekkir fyrir
Hæstarétt?
„Ég vona ekki, ég skal ekki
segja um það.“
En ef ríkisstjórnin eða einstak-
ir ráðherrar munu gera athuga-
semdir við þessi kaup þín, mun
það hafa einhver áhrif á þína
stöðu?
„Nei, það mun ekki hafa nein
áhrif á mína stöðu, mér verður
ekki vikið úr starfi nema með
dómi. Það hvarflar ekki að mér
að segja af mér.“
En hver ætti hugsanlega að
kæra þig í þessu máli, einhver
ráðherranna kannski?
„Ja, það gæti verið fjármála-
ráðherra.“
En það hljóta að vera til ein-
hver skýr lagafyrirmæli eða
reglugerðir um heimildir ákveð-
inna aðila til vínkaupa á kostnað-
arverði?
„Ég hef aldrei séð þau,og ef að
þau væru til að þá geri ég nú ráð
fyrir að ég vissi af þeim eða þá að
mér hefði verið bent á þau þegar
ég pantaði vínið.“
En má ekki gera frekar ráð
fyrir að þér, sem æðsta fulltrúa
æðsta dómsvalds í landinu væri
slík fyrirmæli betur kunnug en af-
greiðslumönnum ÁTVR?
„Jú, það kann nú kannski að
vera.“
En nú hljóta að vera til einhver
laga- eða reglugerðarákvæði um
þetta, annars væri varla um nein
boð eða bönn að ræða?
„Það er náttúrlega tekið fram í
lögum um forseta íslands að hann
er undanþeginn öllum sköttum
og gjöldum til ríkissjóðs, þannig
að hann ætti að fá að flytja inn
vélar og tæki, t.d. bíla tollfrjálst.
Nú, ég geri ráð fyrir að forseti fái
endurgreiddan söluskatt.“
Og þetta gildir fyrir þig sem
einn af handhöfum forsetavalds?
„Já, laun fyrir handhafa forset-
avalds eru undanþegin sköttum.“
Þannig að þú sem handhafi
forsetavalds ættir hugsanlega að
geta flutt inn bifreið tollfrjálst?
„Já, það er ekki útilokað og fá
endurgreiðslu á söluskatti þann
tíma sem maður hefur verið
handhafi."
En þú hefur nýtt öll tækifæri til
vínkaupa þegar frú Vigdís hefur
brugðið sér á milli landa?
„Nei, ekki öll en flest held ég.
En ég er ekki sá fyrsti sem tek
þetta upp.“
En þú hefur þá nýtt þér þessar
„heimildir“ frá þvf þú settist í
Áfengiskaupin
Reglumar Ijósar
Fjármálaráðherra telur að þeir sem gegni störfumforseta Hœstaréttar
eigi að vera hafnir yfir allan grun. Dómsmálaráðherra og
fjármálaráðherrafaliðframhaldmálsins
Pað er vægast sagt undarlegt að
forseti Hæstaréttar skuli
halda því fram að þetta sé einka-
mál hans, sagði Olafur Ragnar
Grímsson íjármálaráðherra að
loknum ríklsstjórnarfundi um áf-
engiskaup Hæstaréttarforsetans
síðdegis f gær.
„Ég gerði ríkisstjórninni grein
fyrir þeim upplýsingum sem ég
hef fengið og hef óskað eftir enn
frekari upplýsingum frá ÁTVR
um þessar úttektir á undanföm-
um árum. Það er alveg ljóst að
þær reglur sem að hér hafa verið í
gildi fela það í sér að sala á áfengi
á kostnaðarverði til nokkurra op-
inberra aðila er eingöngu til að
standa straum af opinberum
skyldum þeirra sem gestgjafa en
alls ekki til einkanota,“ sagði
2 SteA - ÞJÓÐVIUNNN Laugardngt
Ólafur Ragnar.
Á fundinum var ákveðið að
framhald málsins skyldi vera í
höndum Halfdórs Ásgrímssonar,
dómsmálaráðherra og Ólafs
Ragnars fjármálaráðherra.
„Tilgangur þessara reglna er
augljóslega sá að í þeim tilvikum
sem handhafar forsetavalds allir,
því þeir koma eingöngu fram sem
hópur en ekki hver og einn, þurfa
að gegna einhverjum þeim gest-
gjafaskyldum sem forseti hefði
þurft að gegna væri hún á
landinu. Það hélt ég að væri
augljóst og það er þess vegna sem
þessi kaup eru eingöngu heimiluð
þegar forsetinn er erlendis. Þetta
á ekki að þurfa að útskýra fyrir
forseta Hæstaréttar," sagði fjár-
málaráðherra.
26. nóvomber 1966
„Það er vægast sagt mjög und-
arlegt að blanda risnu Hæstarétt-
ar inn í þetta mál eins og forseti
hæstaréttar hefur gert, hvað þá
heldur að segja þetta sé einkamál
hans. Fyrir tæpum tuttugu árum
höfðu ráðherrar og forsetar Al-
þingis þennan einkarétt. Hann
var af þeim tekinn þá og síðan
hefur enginn þennan einkarétt til
slíkra áfertgiskaupa," saeði
Ólafur.
Ólafur sagði það sína skoðun
að þeir sem gegni viðlíka mikii-
vægum embættum og Magnús á
vegum hins opinbera eigi að vera
hafnir yfir allan grun og sagðist
eiga von á að forseti Hæstaréttar
og reyndar Hæstiréttur allur væri
sér sammála í því efni.
-hmp
Magnús Thoroddsen dómari,
fyrrverandi forseti Hæstaréttar.
þetta embætti 1. janúar 1987?
„Já. Sjáðu til, einu sinni var
það þannig að ráðherrar fengu
bíla tollfrjálsa og ég veit ekki bet-
ur en að menn hafi nýtt sér það án
þess að hafa talist sakamenn
fyrir. Ákveðnum embættum
fylgja ákveðin hlunnindi."
En nú segist þú ekki kannast
við þessa reglugerð sem Olafur
Ragnar vitnar til. En ef hún er nú
til og er á þann veg sem Olafur
hefur talið, hvaða viðbrögð munt
þú sýna við því?
„Eg mun nú skoða það mál
þegar það kemur upp. En ég vil
koma því að, að þegar við Stein-
grímur Hermannsson fórum sam-
an út á Keflavíkurflugvöll að taka
á móti frú Vigdísi 19. þessa mán-
aðar, að þá bar þetta mál á góma
og ég sagði honum af því hvernig
ég hagaði mínum áfengiskaupum
og hann hreyfði engum athuga-
semdum við það.“
Talaðir þú þá um það við
Steingrím hversu mikið magn var
keypt?
„Nei, ég nefndi ekki flöskur
eða kassa, en sagði honum hvaða
viðmiðun ég hefði í þessu. Hún er
sú að ég hef þá þumalputtareglu
að kaupa áfengi fyrir það sem ég
fengi í laun sem handhafi forseta-
valds hverju sinni,“ sagði Magn-
ús Thoroddsen forseti Hæsta-
réttar íslands.
phh
Hafnarfjörður
Óttar
á höfnina
Óttar Proppé ráðinn
rekstrarstjóri
Hafnarfjarðarhafnar
Bæjarstjórn Hafnarfjarðár
hefur ráðið Óttar Proppé, núver-
andi ritstjóra Þjóðviljans, sem
forstöðumann viðskiptasviðs
Hafnarfjarðarhafnar.
Óttar hefur mikla reynslu af
hafnarmálum og öðrum sveitar-
stjórnarmálum, var á sínum tíma
bæjarstjóri á Siglufirði og forseti
bæjarstjórnar á Dalvík.
Forstöðumannsstarfið er ný-
stofnað í Hafnarfjarðarbæ og er
Óttar fyrstur til að gegna því, en
Hafnarfjarðarhöfn hefur mjög
aukist að mikilvægi síðari ár.
Óttar mun taka við nýja starf-
inu innan tíðar, en hann lætur af
ritstjórn Þjóðviljans nú um mán-
aðamótin.
Starfsmenn Þjóðviljans óska
Óttari allra heiila í nýju starfi.