Þjóðviljinn - 26.11.1988, Page 7
Fl.JÓTT ■ FI.JÓTT - ACCI.ÝSINGASMIDJA
MINNING
Hinn 17. nóvember síð-
astliðinn andaðist á St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði Finnbogi
Hallsson, trésmíðameistari.
Bogi, eins og hann var kallaður
af vinum og vandamönnum, var
fæddur 25. nóv. 1902 á Stóra-
Fljóti í Biskupstungum. Hann
var sonur Halls Guðmundssonar
og Járngerðar Jóhannsdóttur.
Hann ólst upp á Þórarinsstöðum
hjá föðursystur sinni, Jóhönnu,
og manni hennar Ögmundi
Sveinbjörssyni.
Bogi fluttist til Hafnarfjarðar
1924 og árið 1926 fluttist móðir
hans til hans og bjó hjá honum og
konu hans alla tíð þar til hún lést.
Hann reyndist móður sinni hinn
besti sonur.
Bogi hóf nám í smíðum hjá
Lárusi Lárussyni 1928, fékk
sveinsbréf í iðninni 15. feb. 1932
og meistarabréf í húsasmíði 21.
mars 1945.
Árið 1932 steig Bogi mikið gæ-
fuspor er hann kvæntist Ástveigu
Finnbogi Hallsson
F. 25. nóvember 1902 - D. 17. nóvember 1988
S. Einarsdóttur, ættaðri frá Ólaf-
svík. Hún var dóttir hjónanna Ef-
emíu Vigfúsdóttur frá Kálfár-
völlum í Staðarsveit og Einars
Jónssonar frá Skammadal í
Mýrdal. Bogi og Ásta bjuggu alla
sína búskapartíð í Hafnarfirði.
Börnin þeirra 6 eru: 1. Garðar,
húsasmiður, var kvæntur Grétu
Kristjánsdóttur, sem er látin. 2.
Einar Emil, blikksmíðameistari,
kvæntur Sesselíu Guðrúnu Þor-
steinsdóttur. 3. Ingveldur Guðr-
ún, gift Pálma Viðari Samú-
elssyni. 4. Auður Hanna, gift
Birgi Rafni Gunnarssyni. 5. Si-
gurður Ágúst, húsasmiður,
kvæntur Guðríði Einarsdóttur. 6.
Hulda Kolbrún, gift Davíð Birni
Sigurðssyni.
Ásta lést 5. apríl 1959 og höfðu
þau Bogi þá búið saman í farsælu
hjónabandi í 27 ár. Bogi og Ásta
voru einstaklega samhent hjón,
því var það honum mikill missir
þegar hún féll frá.
Bogi átti miklu barnaláni að
fagna og naut hann þess í ríkum
mæli í ellinni.
Hann var einstaklega hjálp-
samur maður og nutum við hjón-
in þess á okkar fyrstu hjúskapar-
árum, því hann var ætíð boðinn
og búinn til hjálpar þegar við vor-
um að reisa okkur þak yfir höfuð-
ið.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast þess hve Bogi var léttur í
lund og hafði einstakt lag á að
koma fólki í gott skap. Hann hélt
kímnigáfu sinni allt fram í and-
látið. Þó var hann alvörumaður
en notaði kímnina þegar við átti.
Ég minnist fjölskyldufundanna
þar sem hann var hrókur alls
fagnaðar og gerði öllum glatt í
geði. Þeir voru ófáir laugardags-
eftirmiðdagarnir sem við hjónin
og elstu dætur okkar tvær ásamt
tengdaforeldrum mínuin eyddum
á heimili Boga og Ástu og var þar
oft glatt á hjalla, þrátt fyrir
heilsuleysi húsmóðurinnar sem
ágerðist mjög seinni árin. Þetta
eru ógleymanlegar stundir.
Bogi bjó einn öll sín ekkju-
mannsár þar til fyrir rúmu ári að
heilsan bilaði og hann naut um-
önnunar á Hrafnistu í Hafnar-
firði. Nú er hann kominn til Ástu
sinnar og veit ég að þar hafa orðið
fagnaðarfundir.
Ég og fjölskylda mín öll erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast Boga.
Blessuð sé minning hans.
Holger Clausen og fjölskylda
Utför Finnboga var gerð í gær,
föstudag.
Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson
F. 25. janúar og 10. apríl 1961 - D. 18. október 1988
Hinn 24. október síðastliðinn
bárust hingað til lands þau sorg-
artíðindi frá Nepal að tveir ís-
lenskir fjallgöngumenn, þeir Þor-
steinn Guðjónsson og Kristinn
Rúnarsson, væru taldir af. Síðast
sást til þeirra 18. október hátt í
hlíðum fjallsins Pumo Ri (7145
m), sem þeir höfðu ætlað að klífa
ásamt tveimur félögum, Jóni
Geirssyni og Steve Aisthorpe.
Þeir Jón og Steve höfðu þá orðið
að hætta við frekara klifur vegna
veikinda.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast þeim Kristni og Þorsteini
og ferðast með þeim á undan-
förnum árum og mig langar að
þakka þau kynni í fáeinum orð-
um.
Þeir félagar voru í fremstu röð
íslenskra fjallamanna, brautryðj-
endur á mörgum erfiðustu klifur-
leiðum hérlendis í klettum og ís
og höfðu klifið mörg há fjöll og
erfið erlendis í Ölpunum og í
Suður-Ameríku og tekið þátt í
leiðöngrum til Himalajafjalla.
Nöfn þeirra munu ávallt verða
tengd hinum miklu framförum í
íslenskri fjallamennsku, sem orð-
ið hafa hin síðari ár. Ást þeirra til
fjalla kviknaði þegar á unga aldri
og samrýndari og samhentari vin-
um hef ég aldrei kynnst. Fjalla-
mennskan var þeim meira en
tómstundagaman, hún var þeim
lífsfylling og sífelld uppspretta
nýrra ævintýra.
Þorsteinn Guðjónsson var ein-
lægur, hlýr og ör í lund og geis-
landi af lífsgleði. Kristinn Rún-
arsson var örlítið seinteknari,
hæglátur, staðfastur og traustur.
Betri, hjálpsamari og nærgætnari
ferðafélögum hef ég ekki kynnst.
Þó að aldursmunur á okkur væri
allnokkur og munur á getu í
fjallamennsku ennþá meiri,
fannst mér ég ávallt vera velkom-
inn félagi í för með þeim. Nú
verða þær ferðir ekki fleiri. En þó
að kynni mín af. þeim félögum
hafi ekki orðið löng, munu minn-
ingarnar ylja mér á ókomnum
árum, minningarnar um góða
drengi og félaga, tvo óaðskiljan-
lega vini, sem saman héldu í
hinstu för.
Ég votta aðstandendum þeirra
og vinum innilega samúð.
Guðmundur Pétursson
Þann 23. október sl. fengum
við, vinir og klifurfélagar strák-
anna, þá harmafrétt frá Nepal að
Steini og Kiddi hefðu horfið á
fjallinu Pumo Ri og væru taldir
af. Þessum upplýsingum fylgdi
einnig sú þungbæra skylda að til-
kynna nánustu ættingjum um
hvað hefði gert. Þessi dagur og
þeir næstu voru átakanlegir í sorg
okkar og missi, þegar tilfinning-
arnar neituðu að gefa upp alla
von þótt öll rök og reynsla segðu
•okkur að það þýddi ekki að vona,
þeir kæmu ekki heim aftur. Þeir
eru dánir.
Kiddi og Steini fengu ungir
áhuga á fjöllum og fjalla-
mennsku. Strax sem unglingar
fóru þeir að heiman í gúmmístíg-
vélum, með samloku og þvotta-
snúru í poka, til að klífa (ganga á)
Esjuna og töldu að sennilega
væru þeir tveir af þeim tíu fyrstu
sem það gerðu. Mörgum árum
seinna hlógu þeir dátt er þeir
lýstu vonbrigðum sínum þegar
þeir sáu vörðuna á toppnum og
hvað hún var stór. Því samkvæmt
upplýsingum Kidda setti hver
fjallgöngumaður, sem kæmi á
toppinn, einn stein í vörðuna og
þar með gætu þeir ekki verið tveir
af tíu fyrstu.
Áhugi þeirra á fjöllum dvínaði
ekki með aldrinum heldur jókst,
þeir lásu allt sem þeir gátu náð í
um fjallamennsku og smám sam-
an öðluðust þeir meiri reynslu og
kynntust fleiri hliðum fjalla-
mennskunnar. Þeir náðu góðum
tökum á öllum gerðum klifurs,
þeir klifruðu í klettum, á ís og
snjó, í fjöllum og á fossum, en
alltaf stóð hugur þeirra til að klífa
há fjöll. En þó er það ekki þessi
mikli klifuráhugi sem er minnis-
stæðastur, þegar upp er staðið,
heldur ást þeirra á fjallaumhverf-
inu í heild sinni og hvernig þessi
ást var samofin lífi þeirra beggja.
Að fara á fjöll var ekki bara að
fara út og klifra eitthvað, heldur
skipti náttúran öll og umhverfið
máli. Þeim fannst að það að vera
fjaliamaður fæli í sér bæði rétt-
indi og skyldur, þau forréttindi
að geta farið á vit fjallanna og
gert það sem þá lysti og þær
skyldur að bera ábyrgð á sjálfum
sér á fjöllum, ganga vel um, virða
og vernda náttúruna.
Vinátta þeirra var einstök, þeir
kynntust í barnaskóla og voru
afar samrýmdir upp frá því. Að
verða vitni að vinskap þeirra var
einstakt. Þeir gjörþekktu hvor
annan, einsog tveir menn eða
bræður geta þekkt hvor annan,
og samskipti þeirra einkenndust
alltaf af gagnkvæmri virðingu og
umhyggju. Auðvitað var hægt að
þrasa og rífast út í það óendan-
lega yfir einhverjum smámunum,
en alltaf á þann hátt að hlýjan og
væntumþykjan fóru aldrei á milli
mála. Sú hlið sem sneri að okkur
hinum í vinahópnum var ekki
síður djúp og einlæg, fólk sem
ferðast saman og bindur sig sam-
an í klifurlínu tengist traustum
böndum. Samvistir við strákana
einkenndust af lífsgleði, djúpum
samræðum, hlátri og skemmti-
legum uppákomum. Þær eru ekki
fáar minningarnar sem koma upp
í hugann þegar hugsað er til baka
til samverustundanna - og mikill
er okkar missir. En dýrlegar eru
minningarnar um góðar ferðir,
kaldar frostnætur í bívakki eða
dansæfingar til sjö á morgnana,
svo ekki sé minnst á allt annað
þar fyrir utan.
Enn er ógetið um þátttöku
Steina og Kidda í íslenska Alpa-
klúbbbnum. Þeim skaut upp í
klúbbnum eftir að hafa verið
tveir að lóna í nokkur ár og án
þess að nokkrir klúbbfélaga vissu
af því, en flestir kynnast fjalla-
mennsku á einn eða annan hátt í
gegnum björgunarsveitirnar.
Þeir komu með ferskan blæ og
mikla starfsorku sem klúbburinn
hefur notið síðan. Strákarnir
komu með nýjar hugmyndir og
hressandi andrúmsloft á fundi og
opin hús, en léðu útgáfustarfsemi
klúbbsins mest af tíma sínum. Þar
voru þeir í ritnefnd, fyrst við Alp-
aklúbbsblaðið en síðan við
ársritið, eftir að það fór að koma
út fyrir fjórum árum. Er það ekki
síst þeirra verk að ársritið er eins
vandað og fallegt rit og raun bar
vitni. Er nú skarð fyrir skildi í
ritnefndinni er Þorsteinn og
Kristinn eru fallnir frá.
Það er alltaf harmleikur fyrir
eftirlifendur þegar svona ungir og
efnilegir menn falla frá, í blóma
lífsins aðeins 27 ára gamlir. Það
er óbætandi missir fyrir okkur öll,
þó sérstaklega fyrir foreldra
þeirra, unnustur og systkini, að
missa ástvin svona langt í burtu
og undir svona framandi kring-
umstæðum. Þó er örlítil huggun,
úr því að þeir urðu að yfirgefa
þetta jarðlíf svona ótímabært, að
þeir fengu að fara við kringum-
stæður sem þeir unnu mest. Á
fjöllum meðal risanna í Himala-
ya, í návígi við Hinn Mikla Fjalla-
anda, sem þeir ræddu svo oft um.
Því að fjallamennska var þeim
ekki íþrótt heldur lífsform.
Við sendum foreldrum Krist-
ins og Þorsteins, systkinum,
Önnu (unnustu Þorsteins) og
Hildi (unnustu Kristins) og
ófædda barninu, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Vinur þinn er þér allt. Hann er
akur sálarinnar, þar sem samúð
þinni er sáð og gleði þín upp-
skorin.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú
skilur við vin þinn,
því að það, sem þér þykir vœnst
um í fari hans,
getur orðið þér Ijósara í fjarveru
hans, eins og
fjallgöngumaður sér fjallið best af
sléttunni.
Kahlil Gibran
Um vináttuna
Björn, Snævarr og Salbjörg
Tónlist, skop og fréttir
hafa tekið völdin á Stjörnunni.
Sjúklegur
heimsóknartími
Laddi fær óheilbrigðar heimsóknir
Arnar Arnasonar og Sigurðar Sigurjónssonar
daglega á Stjörnunni klukkan 11 og 17. Greyið!
FIVl 102,2 & 104
. . . ennþá hetri