Þjóðviljinn - 26.11.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Qupperneq 8
DAGVI8T BARIVA Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík óskar aö ráöa til starfa umsjónarfóstru meö dagvist á einkaheimilum nú þegar eöa eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir deildarstjóri fagdeildar Dagvistar barna, í síma 27277. jij DAGVIST BABIVA ~ Fóstrur - Þroskaþjálfar Dagheimilið Ösp óskar eftir deildarþroska- þjálfum og fóstrum nú þegar. Ösp er 23 barna heimili, þar af 6 fötluð börn. Upplýsingar gefur forstööumaöur í síma 74500. ||j DAGVIST HAHV.l Forstöðumaður Staöa forstöðumanns á skóladagheimilinu Völvukoti er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Velkomin í Húsavík Sjúkrahúsiö í Húsavík sf. óskar eftir deildarstjóra á almenna sjúkradeild frá og meö 1. feb. n.k. Hvernig væri aö skreppa í heimsókn og kanna aðstæður. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Laus staða Staöa skattstjóra Austurlandsumdæmis er laus til umsóknar. Umsækjendurskulu hafa lokið prófi í lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða hlotið löggildingu í endurskoðun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneyt- inu fyrir 29. desember 1988. Fjármálaráðuneytið, 21. nóvember 1988 Grundaskóli Akranesi Kennara vantar Vegna forfalla vantar kennara 7 ára barna til starfa frá áramótum. Umsóknarfrestur er til 9. desember 1988. Upplýsingar hjá skólastjóra (Guðbjarti) eða yfirkennara (Ólínu) í síma 93- 12811. MENNING IZUMO Þjóðleikhúsið - Litla sviðið JAPANSKIR LEIKDANSAR með Yoh Izumo. Kynnir: Haukur J. Gunnarsson Aðstoð: Sakahito Ishikawa. Gestaleikur á vegum Japan Foundati- on í Tokyo og Nor-Art í Osló Um langt skeið var á Krist- alssal Þjóðleikhússins lítill kassi úr rauðum viði og í honum tíu kínverskar grímur. Þetta mun hafa verið gjöf frá heimsókn Pek- ing óperunnar hingað á sjötta áratugnum og þá komu hingað líka í fyrsta sinn japanskir lista- menn og sýndu dansa. Ekki veit ég hvenær Haukur Gunnarsson fékk áhuga á Japan, en svo mikið er víst að hann hefur í hartnær áratug verið hlekkur okkar við japanskt leikhús. Það er fyrir hans tilstuðlan að hingað er kom- in japanskur snillingur, Yoh Iz- umo, og sýnir okkur dæmi um japanska leikdansa á Litla svið- inu. Nú ætla ég ekki í fátæklegum orðum að reyna að lýsa ævilangri þjálfun hámenntaðs dansara. Eðli þessara dansa er slíkt að langvinnt lófatak áhorfenda var nánast eins og gróft orðbragð í kirkjukór; gagnvart fínleika, fág- </> O I * -—J IU -J á. PALL BALDVIN BALDVINSSON un og látleysi er vart hægt að hugsa sér grófari viðbrögð en að berja lófunum kröftuglega sam- an. En þótt snið á þessum dönsum sé einstakt, þá þóttu mér báðir fyrri dansarnir í stíl geishanna harla torráðnir og voru þó skýrðir fyrir. Kabuki-kaflinn í sýningunni var augljósari og skyldari okkar skynjun. Heimsóknir sem þessar eru einkar kærkomnar. Betra væri þó að fá heilar sýningar sem gefa heildstæðari mynd af listforminu. En margt geta menn lært af lista- mönnum á borð við þessa konu, einkum þó nákvæmni í hreyfing- um og einlægt látleysi sem opin- berar okkur hreinar tilfinningar. Síðasta tækifærið til að sjá þennan snilling að starfi er í kvöld. Frystikistublús Ríkisútvarpið - Hljóðvar p FRYSTIKISTA OG SVO FALLEG AUGU eftir Nínu Björk Árnadóttur. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikendur: Hanna María Karlsdótt- ir, Guðrún Gísladóttir og Hjálmar Hjálmarsson Til er ágætt kvæði eftir hinn mæta meistara Nabokov sem segir af því þegar ísskápurinn vaknar. Þeirri undarlegu tilfinn- ingu í hljóðri nóttinni þegar mót- orinn í kælinum fer í gang og malar stundarkorn. Leikur Nínu Bjarkar um angist og örvæntingu húsmóður sem býr í blokk með karli og krakka hefur líklega kviknað út frá svipuðum hug- renningum um sál búsáhalda. Hér var það frystikistan sem átti leik, tóm og illskufull. Og saga leiksins greindi frá því hvernig húsnióðirin rambandi á barmi ör- væntingar leitaði til kistunnar í stað þess að tala við strákinn sinn eða karlinn. Þetta var sumpart fyndið leikrit og ágætlega sniðið. Guð- rún Gísladóttir léði rödd sína frystikistunni og var aldeilis af- bragðs Kista, full af flærð og skepnuskap. Hanna María var ekki síðri í hlutverki Hildar, þótt það væri á köflum helst til klisju- kennt og sambandsleysi hennar við umheiminn og búksorgir væru gamalkunnar. Maður óskaði þess á köflum í leiknum að samband Hildar og Kistunnar væri á fjölbreyttari og fjörlegri nótum. En leikurinn og allt handb- ragðið á flutningnum sýndi það og sannaði að ekki er leiklistar- deildin öllum heillum og horfin. Öll tæknivinna við upptökuna var með ágætum og raddmögnun á Kistunni kostuleg og kræf. Nína Björk er líka eitt af fáum frum- legum skáldum sem við eigum, þótt oft jaðri við banalítet í skáld- skap hennar. Það er synd að leikir eins og þessi skuli ekki unn- ir með fleiri flutninga í huga, en þar má líklega kenna um samn- ingum við höfunda, leikara og leikstjóra. Þrír til fjórir flutningar á skömmum tíma á efni sem þessu eru sjálfsagðir og eins að þættir á borð við þennan komist á bönd til einkanota. En þá er gagnrýnandinn kominn út fyrir sín mörk. Leikhús Snjólfur nýr í bekknum Unglingaleikhús Hafnarfjarðar sýnir nýtt íslenskt leikrit Þetta er allt vitleysa Snjólfur, heitir nýtt íslenskt leikrit sem Unglingaleikhús Hafnarfjarðar frumsýnir í Bæjarbíói annað kvöld. Leikhúsið, sem er deild í Leikfélagi Hafnarfjarðar, var stofnað í haust, og fengu stofn- endur, um þrjátíu krakkar úr 7. til 9. bekk grunnskólans í Hafn- arfirði,leikstjórann Guðjón Sig- valdason til liðs við sig. Síðan hefur verið unnið ötul- lega að smíði leikritsins um Snjólf og félaga hans í einum bekk grunnskólans, en Snjólfur kemur nýr í bekkinn, beint frá Bret- landi. í leikritinu er tekist á við ýmis vandamál, svo sem vímu- efni, heimspólitíkina og síðast en ekki síst, ástina. Guðjón samdi söngtexta fyrir sýninguna auk þess sem hann teiknaði leikmyndina, en aðra framkvæmdaliði (búninga, leik- skrá, leikmyndavinnu og lýsingu) hafa krakkarnir séð um, undir handleiðslu meðlima leikfélags- ins. Frumsýning verður kl. 20 á sunnudagskvöldið, og önnur sýn- ing næstkomandi miðvikudag. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.