Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 12
MINNING Guðmunda Þorgeirsdóttir Fœdd 8. júní 1918 - Dáin 17. nóvember 1988 í gær var til moldar borin tengdamóðir mín, Guðmunda Þorgerisdóttir, sem lést í bílslysi þann 17. nóvember síðastliðinn. Munda var Reykvíkingur í húð og hár, fæddist fyrir sjötíu árum við Túngötu, sleit barnsskónum á Bergstaðastræti og fluttist 15 ára gömul með fjölskyldu sinni á Oldugötu 25a: þrjár hæðir og ris sem faðir hennar hafði reist af miklum dugnaði. Hún gekk fyrst í Miðbæjarskólann og tók síðan próf upp í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hún nam einn vetur en varð þá að hætta námi að læknisráði vegna meðfædds sjóngalla sem ágerðist við álagið. Og auðvitað var það á Hótel Borg sem hún hitti sinn lífsförunaut. Gunnar Pétursson, rómantískan séntilmann af Vest- urgötunni sem dansaði einsog engill. Mér vitanlega gerði Munda bara eina tilraun til að fara að heiman og það var þegar hún fór ásamt vinkonu sinni til Kóngsins Kaupmannahafnar með Gullfossi til að læra dönsku og sjá sig um í heiminum. Lengi vel hélt ég að Kaupmannahafnar- dvöl Mundu hefði varað í marga mánuði, svo margar dásamlegar sögur hefur hún sagt manni úr þeirri ferð, en í raun liðu ekki nema sex vikur þar til hún hélt aftur heim á leið. Stríðið var að skella á og þótt henni byðist vinna í Höfn, beið Gunnar á ís- landi. Ogskömmu síðargiftu þau sig með pompi og prakt og hófu búskap í risinu á Öldugötunni. Þar með voru þær systur allar búnar að stofna heimili og bjuggu nú hver á sinni hæð á Óldugötu 25a. Þetta var mikið fjölskyldulíf. Sigga eignaðist fjögur af sínum fimm börnum í þessu húsi, Gunna tvö og Munda sjö. Aliur þessi barnaskari var eins og stór systkinahópur, þær systurnar með eindæmum samrýndar og kirsuberin ofan á rjómatertunni voru svo amma Jódís, afi Þorgeir og Einar bróðir - allt bjó þetta fólk undir einu og sama þaki. Þegar sú sem þetta ritar kynntist Guðmundu fyrir rúmum tuttugu árum, sem vinkona Pét- urs sonar hennar, voru Jódís og Þorgeir látin og Sigga og Gunna. fluttar úr húsinu með sínar fjöl- skyldur. En ekki var ég búin að vera lengi viðloðandi Öldugöt- una þegar ég áttaði mig á því að hér var á ferðinni óvenju sam- heldin og samlynd stórfjölskylda sem Guðmunda og systur hennar voru kjarninn í. Þótt þær byggju ekki lengur í sama húsi héldu systurnar þrjár viðstöðulausu sambandi með mörgum símtöl- um á dag og sjaldan liðu margir dagar án þess að fundum þeirra bæri saman. Sæi maður eina mátti bóka að hinar voru ekki langt undan. Og ekki nóg með að þær systur væru hver annarri vinir og athvarf - að auki sýndu þær börnum hver annarrar, barna- börnum og meira að segja okkur tengdabörnunum móðurlega um- hyggju og hlýju. Þegar barnahópurinn var kom- inn á legg og Guðmunda fór að vinna utan heimilis, hélt Gamli bærinn áfram að vera athafna- svæði hennar. Fyrst vann hún á skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna í Bankastræti um nokkurra ára skeið. Haustið 1968 hóf hún svo störf á bókasafni Alþingis í Vonarstræti og var starfsmaður Alþingis samfellt í tuttugu ár, eða þar til yfir lauk. Hún var á leið heim úr vinnu þegar slysið sem varð henni að aldurtila bar að höndum. Munda var mikill göngugarp^ ur. Auk þess sem hun gekk á milli Öldugötu og Alþingis mörg- um sinnum á dag og fór í skemmtigöngur með Gunnu syst- ur sinni í kringum Tjörnina í há- deginu, ferðaðist hún mikið um bæinn og helst gangandi. Yfirferð hennar var með ólíkindum. Þrátt fyrir vaxandi umferð var hún alltaf einsog fiskur í vatni í gamla bænum sem hún gekk þveran og endilangan. Þegar miðbænum sleppti spilaði hún af fullkomnu öryggi á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur og nágrennis sem gerði henni kleift að skjóta inn afmælisgjöfum, heimsækja vini og sinna öllum sínum óteljandi áhugamálum; átti samt aldrei bíl. Hún var sannkölluð Reykjavík- urdama og þótt hún hefði eins- taka ánægju af ferðalögum, ekki síður í náttúru íslands en er- lendis, kom oft í ljós þegar komið var út fyrir bæjarmörkin hvílíkt borgarbarn hér var á ferð. í fyrsta iagi var hún nú yfirleitt of fín: þegar átti að fara að stika yfir þúfur og stökkva yfir læki, kom iðulega í ljós að hún var í þröngu pilsi og gott ef ekki á hælaháum skóm! Og svo voru öll dýr henni mjög framandi. Henni stóð hálf- gerður stuggur af hundum og köttum, að ekki sé minnst á hesta og kýr og önnur stærri dýr. Hins vegar kunni hún mjög að meta kosti borgarlífsins og þá einkum allt sem snertir menningu og list- ir. Hún sótti stíft hverskyns lista- viðburði, tónleika, málverkasýn- ingar, en þó stóð henni leikhúsið næst hjarta. Það var með ólíkind- um hvað hún komst yfir að sjá. Hún var að sjálfsögðu með föst áskriftarkort á sýningar atvinnu- leikhúsanna, en auk þess hafði hún brennandi áhuga á vaxtarsp- rotunum í leikhúslífi borgarinn- ar, klöngraðist upp á galdraloft og hanabjálka, lét sig aldrei vanta í nemendaleikhúsið og helst þurf- ti hún líka að sjá sýningar menntaskólanna. Þótt hún ætti erfitt með lestur fylgdist hún með öllu því markverðasta í íslenskum bókmenntum og aldrei var hún svo blönk að hún hefði ekki efni á að kaupa bækur, átti reyndar prýðisgott bókasafn. Einsog fram hefur komið var Guðmunda mikil fjölskyldu- manneskja og ættmóðir. Hún var skiptiborð stórrar fjölskyldu og kjölfesta. Trygglyndi hennar og umhyggja fyrir fjölskyldu sinni og vinum var takmarkalaus, náði reyndar út yfir gröf og dauða, því fáa veit ég hafa sýnt minningu lát- inna vina og ættingja meiri rækt. Og öll árin sem við Pétur sonur hennar vorum erlendis, gátum við reiknað með því jafn örugg- lega og daglegri uppkomu sólar, að Munda sendi bréf og blaðaúr- klippur vikulega. Helst hefði hún viljað hafa öll sín börn, barnabörn og tengda- börn plús systur sínar hjá sér öllum stundum, en auðvitað var það ekki hægt, svo hun lét sér nægja að nota hvert einasta til- efni sem gafst til að hóa saman börnunum sínum sjö, mökum þeirra og börnum. Og því ekki það: tengdaforeldrum þeirra, mágum, mágkonum og börnum þeirra - auk þess sem vinir barna hennar voru miklir aufúsugestir. Það voru oft ansi margir sem átu og drukku við gnægtaborð Guðmundu. Um áratuga skeið var eldaður gríðarstór pottur af grjónagraut á Öldugötunni í há- deginu á laugardögum og þangað komu allir sem vildu og gátu. Þegar grjónagrautshópurinn var kominn á þriðja tug gerðum við yngri kynslóðin byltingu og heimtuðum að heimilin skiptust á að hýsa grautinn. Munda var treg, en varð að beygja sig undir álit meirihlutans. Barnabörnin kölluðu hana ömmu Buddu af því hun var alltaf með veskið á lofti, útausandi fjár- munum út yfir öll efni. Hún var þeirra tryggasti aðdáandi og stuðningsmaður. Hafði ódrep- andi og fordómalausan áhuga á öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Ég gat ekki varist brosi þegar í ljós kom af tilviljun um daginn að Munda hafði misst af einum ung- lingaþættinum sem Dagur, 14 ára sonur minn, sá um á útvarpi Rót. í öll hin skiptin hafði hún semsé stillt á Rótina og hlustað á klukkutímaskammt af þunga- rokki og unglingafyndni. Léki eitthvert barnabarnanna í skóla- leikriti, á nemendatónleikum eða dansaði fallandi laufblað í dans- skólanum var óbrigðult að amma Munda var í klappliðinu, hvort sem það var í Reykjavík eða hjá barnabörnum austur í Flóa. Henni fannst nú ekki stórmál að labba út á Umferðarmiðstöð og hoppa uppí Selfossrútuna. Auk þess sem hún hlustaði andaktug á fyrsta stautið, dáðist að teikning- um og féll í stafi yfir framförum á öllum sviðum. Enda var hún þeim hugstæð. Þegar við fórum til útlanda leið ekki á löngu þar til þau voru farin að semja bréfin til ömmu. Fyrstu smíðisgripirnir þeirra voru handa ömmu. Yngri sonur minn, Gunnar, var einmitt að ijúka við fyrstu jólagjöfina í ár: keramikkertastjaka handa ömmu Buddu. Hann einsog öll hin barnabörnin vissi að hún kynni að meta það sem hann gerði. Raunar hafði hún alveg einstakt lag á að láta fólki á öllum aldri finnast það vera bæði merki- legt og skemmtilegt. Þátt í þessu átti sá sómi sem hún sýndi manni og þær höfðinglegu móttökur sem maður fékk ævinlega þegar maður kom í heimsókn. Já, Munda var ráðgáta í mörg- um skilningi. Lífskraftur hennar og orka var með eindæmum. í fréttum af slysinu var talað um „gamla konu“, „roskna konu“ og „aldraða konu“. Þótt Munda hafi orðið sjötug á þessu ári eru þetta síðustu lýsingarorðin sem kunn- ugum detta í hug til að lýsa henni, slíkur var krafturinn og vinnu- þrekið auk þess sem lífsgleði hennar var einsog hjá unglings- stúlku. Þrátt fyrir allt sem hún kom í verk, man ég aldrei eftir að hún hafi talað um að hún væri þreytt. Guðmunda var víðsýn og um- burðalynd, en samt ákaflega skoðanaföst og var ósýnt um að liggja á sannfæringu sinni, heldur hélt henni fram við hvern sem var og ekki síður ef við ofurefli var að etja. Hún var róttæk jafnaðar- manneskja og hafði viðbjóð á yf- irgangi og ofbeldi. Það angraði hana stundum hversu efnin voru þröng. Það var engu líkara en for- lögin hefðu verið að gera á henni tilraun: setja manneskju með konunglega höfðingslund í þær aðstæður að hafa aldrei út nógu að spila. Hún var aldrei rík af veraldlegum gæðum heldur tók þann kost að setja allt sem inn kom í gj afir og risnu og það veit sá sem allt veit að engum hef ég kynnst sem gaf höfðinglegri gjafir eða veitti af meiri rausn en hún. Og það sem meira var: hún ætlað- ist aldrei til endurgjalds. Raunar gat það farið í taugarnar á manni hve fimlega hún vék sér undan fyrirhöfn sem sneri að henni sjálfri. Henni fannst svo gráupp- lagt að hún væri alltaf veitandinn en við hin þiggjendur. Á þessum sjálfhverfu tímum þegar hver og einn á svo fullt í fangi með að hugsa um sjálfan sig og sína eigin velferð, var Guðmunda svo sann- arlega stök. Nú er þetta stórveldi orðið hluti af veröld sem var og ég á ekki von á að kynnast mörgum sem fara í fötin hennar með vin- skapinn, ræktarsemina, reisnina og höfðingskapinn. í máli hennar kom oft fram að hún taldi sig eiga marga ókomna ævidaga fram undan. En horfðist þó í augu við skapadægur sitt sem hlyti að koma og þá var söknuður hennar jafnan bundinn ástvinum hennar, einkum barnabörnunum - að fá ekki að fylgjast lengur með þeim. Og vissulega er þeirra missir mik- ill. En þau fengu líka mikils að njóta. Og sá fjársjóður mun búa með þeim um aldur. Hrafnhildur Ragnarsdóttir Kveðja frá fyrrverandi sam- starfsfóiki í bókasafni Alþingis. Höggið sem reið yfir okkur öll við fregnina um hið sviplega frá- fall Mundu vinkonu okkar og samstarfskonu var þungt og skelfilegt. Öll orðverða gagnslítil og fátækleg þegar staðið er and- spænis svo válegum atburði. Hér gefst því hvorki stund né staður til málalenginga eða málskrúðs, enda hefði þeirri góðu konu Mundu trauðla getist að slíku eftir þeim kynnum sem við höfðum af henni - og allra síst hugarvíli - því hún var allra kvenna óvílsömust - hressileg og glöð í daglegri umgengni og djörf og úrræðagóð ef eitthvað bjátaði á. Þessi fáu orð verða kveðja okkar til hennar með þökk fyrir ljúfa og trausta samfylgd og auk þess heitum óskum um bjarta verund þar sem andi hennar fer frjáls. Börnunum hennar, systrum og öðru venslafólki vottum við djúpa samúð. Björg Hermannsdóttir „Mínir vinir fara fjöld,“ kvað skáldið forðum. Þetta er eitt af því sem óhjákvæmilega fylgir ell- inni. Vinirnir hverfa og sífellt verða færri og færri til að deila minningum með þeim sem eftir lifa. Margs er að minnast eftir sex- tíu ára vináttu. Ég minnist þess er ég hitti Mundu í fyrsta sinn: við vorum að hefja skólagöngu í Miðbæjarskólanum, ég tæpra átta ára en hún níu ára. Hvað hún hafði fallega ljósa lokka og bjart bros! Og þó að ég fyndi aðeins til afbrýði fyrst í stað, af því að það var Obba vinkona mín úr tíma- kennslunni sem kynnti okkur og hafði auðsjáanlega miklar mætur á henni, þá hvarf afbrýðin fljótt. Fleiri vinkonur bættust í hópinn, Adda og seinna Sigga og við gerðumst sjálfskipaðir skemmti- kraftar bekkjarins með því að leika fyrir bekkinn á jólaskemmt- un og þar fannst mér Munda hafa mesta hæfileika þó að hún fylgdi því ekki eftir síðar. En hún var mjög hógvær. Barnaskólaárin liðu áfram með sínum venjulegu sigrum og ósigrum. Við vorum heldur dug- legar við námið, en Munda var best í reikningi og bar þar af í bekknum. Síðasta barnaskólaárið skildi leiðir okkar því að ég varð að fara í Austurbæjarskólann. En við hittumst aftur í inntökuprófi inn í Menntaskólann vorið 1932 og ákváðum að sitja saman ef við næðum prófinu. Okkur tókst það og settumst í fyrsta bekk um haustið og nú hófst með okkur innileg vinátta sem aldrei slitn- aði. Leiðir hafði skilið með hin- um vinkonunum; þær fóru í aðra skóla. Frá þessum tíma eru mér minnisstæðir foreldrar Mundu, þau Þorgeir Guðjónsson verka- maður og Jódís Ámundadóttir. Þau eru í huga mér ímynd alls hins besta í íslensku skaplyndi og athöfn: hógværðar, heiðarleika og vinnusemi. Þorgeir var veður- bitinn af áralangri vinnu við óblíð kjör á hafnarbakkanum og dá- lítið hrjúfur við fyrstu kynni, en það var hýra í augunum og hand- takið hlýtt. Jódís var lítil, bros- mild og blíð og hafði þessa góðl- átlegu kímnigáfu sem Munda erfði, kímni sem sá það broslega en særði aldrei neinn. Þessum sómahjónum hafði tekist að koma upp stóru og myndarlegu steinhúsi með ráð- deild sinni og sparsemi sem aldrei var þó um of því að vel var okkur, vinum systkinanna, tekið og gott var að sitja í horninu í eldhúsinu hjá henni Jódísi og borða kleinurnar og pönnukökurnar hennar sem álltaf voru bakaðar á laugardögum. Jódís hlustaði á okkur og margt hefur eflaust flogið sem sumir foreldrar hefðu kannski ekki haft gott af að heyra en hún Jódís hneykslaðist aldrei og brosti bara sínu góðlátlega brosi. Þessi góðu hjón mótuðu af- komendur sína með fordæmi sínu. Bera þeir þess allir merki. Öldugata 25a var aðsetur fjöl- skyldunnar. Eldri dæturnar, tví- burarnir Gunna og Sigga, stofn- uðu sín heimili þar og Einar bróðir þeirra bjó þar uns hann lést árið 1971. Eldri systurnar fluttu seinna burt með fjölskyldur sínar en Munda bjó áfram á Öldugötu 25a ásamt foreldrum sínum þar til þeir dóu, Þorgeir árið 1953 af af- leiðingum vinnuslyss, en Jódís lést árið 1961, áttatíu og fimm ára gömul. Annaðist Munda hana er hún lá banaleguna af kærleika og æðruleysi eins og hennar var von. Enn bjó Munda á Öldugötu, nú síðast með dóttur sinni Þórdísi. Unglingsárin okkar Mundu í 12 SÍÐA - ÞJÓOVILJINN Laugardagur 26. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.