Þjóðviljinn - 07.12.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Side 3
FRÉTTIR Hitaveitan Glerhýsið kostar erlend lán Akveðið að taka 300 miljóna erlent lán til Hitaveitu Reykjavíkur. 279 miljónum á áœtlun tilframkvœmda við glerhýsið á Öskjuhlíð á nœsta ári Framkvæmdir við glerhús Hit- aveitu Reykjavíkur á Öskju- hlíð munu kosta samkvæmt áætl- unum 279 miljónir á næsta ári. Nýlega var samþykkt í stjórn Veitustofnunar Reykjavíkur að taka 300 miljóna krónu lán til framkvæmda, fastlega er gert ráð fyrir að lánið verið tekið erlendis. Að sögn Eysteins Jónssonar skrifstofustjóra Hitaveitunnar er þetta lán tekið vegna fram- kvæmda við Nesjavallavirkjun. Hann sagði að kostnaður við hana hefði farið þó nokkuð fram úr áætlun og nauðsynlegt hefði því verið að taka lán til að tryggja að virkjunin verði tilbúin þegar hennar verður þörf, en hann sagði að það mætti ekki dragast lengur en til 1990 að koma henni í gagnið. í upphaflegum áætlunum hefði verið gert ráð fyrir að ljúka við framkvæmdir á Nesjavöllum vorið 1990, fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar, en nú hefur verið ákveðið að fresta því fram á haustið 1990. Það vekur athygli að Hita- veitan skuli nú þurfa að taka er- lend lán til framkvæmda. Að sögn Eysteins hefur ekki komið til tals að hægja á eða fresta fram- kvæmdum á Öskjuhlíð. Sagði hann að of seint væri að gera breytingar á framkvæmdaáætlun við byggingu glerhýsisins þar sem búið væri að gera samninga við verktaka fyrir næsta ár. Það hefði þurft að skera niður framkvæmd- aáætlunina mun fyrr til að koma í veg fyrir að Hitaveitan þurfi að taka lán, sagði Eysteinn. -sg Kópavogur Óbreytt gjöld Útsvar áfram 6,7% og óbreytt álagning fast- eignagjalda Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt samhjóða álagningu helstu gjalda fyrir næsta ár. Ut- svarsálagning verður óbreytt frá fyrra ári 6,7% og engin hækkun verður á fasteignagjöldum utan hækkun fasteignainats. Samkvæmt upplýsingum Björns Þorsteinssonar bæjarrit- ara í Kópavogi, verða fast- eignagjöldin innheimt með 10 af- borgunum 10 fyrstu mánuði árs- ins. I fyrra var veittur 15% af- sláttur til þeirra sem borguðu gjöldin upp á fyrsta gjalddaga en nú verður veittur 10% afsláttur. Þá fá þeir sem borga 5 fyrstu af- borganir fyrir 25. janúar og 5 síðari afborganirnar fyrir 15 júní, 4% afslátt gjalda í hvort skipti. - Þessi dreifing á innheimtu fasteignagjalda sem tekin var upp í fyrra, hefur mælst vel fyrir og einnig komið vel út fyrir bæjarfé- lagið. Þess vegna höldum við þessu áfram, sagði Björn. Áætlað er að útsvarstekjur bæjarsjóðs Kópavogs á næsta ári verði um 630 miljónir króna. -lg Vertíðin Sfldarfrystingin í jámum Síldarfrystingu lokiðfyrir Japansmarkað. SHfrysti 3500 tonn en Sambandið aðeins 1200 tonn af2400. Verið aðfrysta á Evrópumarkað Síldarfrystingu fyrir Japans- markað er lokið hjá fisk- vinnslustöðvum SH og Sam- bandsins á vertíðinni. Hjá SH náðist að frysta upp í samninga eða 3500 tonn en hjá Sambandinu aðeins 1200 tonn af 2400 tonnum sem áætlað var að frysta fyrir Japan. Að sögn Páls Maríssonar hjá sjávarafurðadeild Sambandsins hefur vertíðin verið hálfleiðinleg með tilliti til síldarfrystingar. Mikið hefur verið af smá. síld í afla bátanna og auk þess áta í henni af og til. Sambandshúsin einbeita sér nú að frysta síld fyrir Evrópumarkað og hafa þegar fryst um helmingin af því sem áætlað er eða um þúsund tonn. Þá er einnig verið að frysta síld fyrir Evrópumarkað hjá SH- húsum og að sögn Helga Þór- hallssonar hefur það gengið von- um framar. Helgi sagði verðin góð og ef eitthvað er þá færu þau hækkandi. Hann sagði að afurða- verð á frystri síld til Japans hefði hækkað um 30% frá síðustu ver- tíð í dollurum talið. Hjá báðum þessum aðilum er þegar búið að skipa út svo til allri framleiðslunni af frystri síld en hún hefurfarið jafnóðum. Japan- Síldarfrystingu fyrir Japansmarkað er lokið og frysting fyrir Evrópumarkað er langt komin. Mynd frá Neskaupstaö: H.B. ir hafa verið með eftirlitsmenn í framleiðslunni. Þeir hafa mestan °8 aö h“n sé teit og um 300 stöðvunum og fylgst vel með áhuga á stærstu sfldinni um 33 cm grömm að þyngd. -grh Ríkisstjórnin Jafnvægis-dans í neðri deildinni Óvissa um afgreiðslu tekjuöflunarfrumvarpa. Stjórnarandstaðan ekki á einu máli. Stjórnarliðar óhrœddir við að láta kjósa. Miklar líkur á þinghaldi milli jóla og nýárs Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur nú lagt fram fimm tekjuöflunarfrum- vörp á þingi, og eiga þau saman- lagt að tryggja ríkissjóði tekjur upp á tæpa 5 miljarða króna. Vegna stöðunnar á þingi verður ríkisstjórnin að treysta á hjásetu eða stuðning að minnsta kosti eins þingmanns úr stjórnarand- stöðunni í neðri deild. Stjórnarandstaðan er ekki sameinuð í andstöðu við þessi frumvörp og er ljóst að ríkis- stjórnin hefur þegar stuðning fyrir sumum þeirra og fyrir hluta annarra. Fundum fulltrúa stjórn- arflokkanna með fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna er sjálfsagt ætlað að tryggja fram- gang frumvarpa stjórnarinnar, en ljóst er að ríkisstjórnin á fyrir höndum mikinn jafnvægisdans í þessum efnum og verður vafa- laust að gefa eitthvað undan fyrir stjórnarandstöðunni. Eitt frumvarpanna sker sig úr að því leyti að það virðist eiga tryggan stuðning allra þing- flokka, en það er frestun á gildis- töku virðisaukaskatts, sem gefur ríkissjóði 1,2 miljarða í tekjur. Sjálfstæðisflokkurinn og Borgar- aflokkurinn hafa lýst yfir and- stöðu við hækkun á sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofu- húsnæði, en skatthlutfall er í frumvarpi hækkað úr 1,1% í 2,2% og á að gefa ríkissjóði 410 miljónir króna. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir þingmaður Borgaraflokksins er talin ætla að sitja hjá við afgreiðslu þessa frumvarps, og myndi það nægja stjórninni til að fá málið fram. Deilt um vörugjald Það frumvarp sem gæti valdið ríkisstjórninni mestum vand- ræöum er frumvarp um vöru- gjald. Þær breytingar voru gerðar á þessum stofm um síðustu ára- mót, að ýmis gjöld voru felld nið- ur og tekið upp eitt almennt vöru- gjald upp á 14%. Nú er lagt til að vörugjaldsflokkarnir verði þrír; 10%, 20% og 25%. Hæsta gjald- ið verður sett á öl og sælgæti, sæta ávaxtasafa og sætt kex. Þennan hluta frumvarpsins styður Kvennalistinn út frá hollustu- sjónarmiðum, en hefur sett sig upp á móti öðrum vörugjalds- flokkum eins og 20% vörugjaldi á heimilistæki og byggingarvörur og 10% á timbur, sement, hús- gögn og innréttingar. Borgarafl- okkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn eru andvígir frumvörpunum í heild. Eftir fyrstu viðræður Ólafs Ragnars, Jóns Baldvins Hanni- balssonar og Halldórs Ásgríms- sonar við fulltrúa stjórnarand- stöðunnar á mánudagskvöld, sagði Ólafur að fundurinn sýndi að þessi vinnubrögð væru skyn- samleg. Þessar viðræður myndu halda áfram næstu daga. En í gærkveldi sat þríeyki stjórnar- flokkanna á fundi um þessi mál. Happdrættin sloppin? Tvö tekjuöflunarfrumvörp hafa ekki litið dagsins ljós á Al- þingi. Það eru frumvarp um tekju- og eignaskatt og um svo kallaðan happdrættisskatt. Mikil andstaða er við happdrættisskatt- inn í þingflokki Framsóknar- flokksins og telja sumir að fjár- málaráðherrann muni ekki leggja frumvarpið fram, þó hann hafi sjálfur ekki gefið það til kynna. Bráðabirgðalögin eru enn í nefnd í efri deild og gætu reynst stjórn- inni þung í skauti. Kvennalistinn sættir sig ekki við frystingu kjara- samninga og að fjármagn skuli tekið úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði og fært til hins nýja At- vinnutryggingasj óðs. Jólaleyfi þingmanna á að hefj-' ast þann 22. desember. Flestir telja ólíklegt að svo geti orðið og eru líkur á að þingfundir verði á milli jóla og nýárs. Einnig hefur heyrst að afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins verði frestað fram yfir áramót en enginn stjórnar- liða hefur viljað staðfesta það. Nokkur biðstaða er í þessum mál- um á meðan viðræður fara fram á milli stjórnar og stjórnarand- stöðu, og voru til dæmis engir fundir í fjárveitinganefnd í gær og á mánudag. En það er afarsjald- gæft að ekki séu haldnir fundir í þeirri nefnd tvo daga í röð á þess- um árstíma. Stjórnarþingmenn virðast óhræddari við kosningar nú en fyrr í haust og sagði einn þeirra við Þjóðviljann, að ei stjórnarandstaðan ætlaði að standa hörð á móti ríkisstjórninni við afgreiðslu fjáröflunarfrum- varpanna, væri ekkert annað að gera en bjóða henni í kosningar. -hmp < Miðvikudagur 7. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.