Þjóðviljinn - 07.12.1988, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Síða 4
Akranes - lóðaúthlutun 1989 Þeim sem hyggjast hefja byggingarframkvæmdir á árinu 1989 og ekki hafa fengiö úthlutað lóö, er hér bent á aö lóðir á eftirtöldum svæðum eru lausar til umsóknar fyrir: Einbýlishús og raðhús í Jörundarholti. Verslanir og þjónustustofnanir í Jörundarholti. Iðnaðarhús á Smiðjuvöllum, Kalmansvöllum og í Höfðaseli. Iðnaðarhús tengd sjávarútvegi á Hafnarbraut og Faxabraut. Verslanir, þjónustustofnanir og íbúðir í Miðbæ. Hús fyrir búfénað í Æðarodda. Nánari upplýsingar eru veittar á Tæknideild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28, 300 Akra- nesi, sími 93-11211. Lóðaumsóknum skal skilað á sama stað, á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir 31. des- ember nk. Bæjartæknifræðingur ffi^) Fjórðungssjúkrahúsið 1----1 á Akureyri Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Við á F.S.A. leitum að starfsfólki, sem er tilbúið að takast á við nýtt verkefni á Lyflækningadeild F.S.A. Hvað bjóðum við? - sveigjanlegan vinnutíma. - skipulagða fræðslu. - skipulagða aðlögun. - áhugavert og uppbyggjandi starf. Hvert er verkefnið? Ætlunin er að skipta Lyflækningadeildinni, sem er sú eina sinnar tegundar á sjúkrahúsinu, í 2 minni einingar. Á annarri verða m.a. sjúklingar með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma, en aðal- lega sjúklingar með meltingarfærasjúkdóma á hinni. Hvaða starfsfólk vantar okkur? Deildarstjóra, sem hefur áhuga á stjórnun og skipulagningu. Hjúkrunarfræðing í K1 stöðu. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sem hafa áhuga á lyflækningahjúkrun. Þeir sem hafa áhuga, geta fengið nánari upplýs- ingar hjá hjúkrunarframkvæmdastjóra, Sonju Sveinsdóttur í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Rekstrarvörur - verðkönnun Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í rekstrarvörur fyrir eftirtaldar stofnanir: Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Dagvistun barna og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Vöruflokk- ar: Plastpokar, möppur, wc-rúllur, handþurrkur, eldhúsrúllur, sápuefni, klór og ungbarnableiur. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboð berist oss sem fyrst, þó eigi síðar en 6. janúar 1989. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 FRETTIR Konur á vinnumarkaði Hvatt til aðgerða Samtök kvenna á vinnumark- aðinum hafa skorað á verka- iýðshreyfinguna, launafólk og forystumenn að fylgja eftir fjöl- mörgum yfirlýsingum og ályktun- um um aðgerðir eins og fjölda- fundi, setuverkföll, skipulögð veikindaforföll, hægagang við vinnu og laugardagslokun versl- ana í dcsember til að endurheimta samningsréttinn. „Á nýafstöðnum þingum ASÍ og BSRB kom fram greinilegur vilji þingfulltrúa til samstarfs og sameiginlegrar baráttu heildar- samtaka launafólks. Samtök kvenna á vinnumarkaði fagna samþykktum þar að lútandi og hvetja nýkjörna forystu að hrinda þeim í framkvæmd. Með sáttfýsi og aðgerðarleysi gagnvart síendurteknum árásum ríkisvalds og atvinnurekenda hef- ur verkalýðshreyfingin koðnað niður og orðið að skrifstofubákni sem ríkisvaldið hefur getað stýrt eins og strengjabrúðu. Verkalýðshreyfingin getur ekki risið úr þeirri öskustó sem hún hvílir í nema launamenn öðl- ist sjálfstraust og traust á mátt hreyfingarinnar. Samtök kvenna á vinnumark- aði undirstrika að samningsrétt- urinn verður ekki endurheimtur úr greipum ríkisvaldsins nú þegar átakalaust. Þarverður verkalýðs- hreyfingin að ganga samstíga til aðgerða og láta allan smákónga- ríg lönd og leið,“ segir í ályktun samtakanna. Island - Palestína Peysur fyrir fanga Alþjóðlegsöfnun til aðstoðar pólitískum föngum í Israel Félagið Island-Palestína hefur hleypt af stokkunum almcnnri pcysusöfnun handa palestínskum föngum, sem sitja í ísraelskum fangelsum og fangabúðum. Slíkir fangar munu vera um 20.000. Flestir fanganna sitja mánuð- um saman í haldi án dóms og laga eða eftir sýndarréttarhöld. Að- búnaður þeirra er hrikalegur. Al- þjóðasamtök, þar á meðal Rauði krossinn, Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa for- dæmt handtöku þessa fólks, málsmeðferð og aðbúnað sem brot á IVgr. Genfarsáttmálans. Hugmyndin að þessari söfnun kemur frá ísraelskum kvennas- amtökum, sem aðstoða palestín- ska fanga og fjölskyldur þeirra. En þar sem fjöldi fanganna er svo mikill, geta þessi samtök ekki ein brugðist við þörfum fanganna. Fangelsisyfirvöld í ísrael heim- ila aðeins dökkbláar peysur með V-hálssniði til þess að enginn fangi skeri sig frá öðrum. Rauði kross íslands hefur lýst sig reiðubúinn að taka á móti peysum þessum og koma þeim til áfangastaðar. Sendið þær því til: Rauði kross íslands, Rauðar- árstíg 18, Reykjavík. Merkt: Palestína - fangar. Peim, sem ekki geta gefið peysu, er boðið að greiða fram- leiðslukostnað einnar peysu, kr. 1200, inn á sérstakan gíróreikn- ing, nr. 1136. Féð verður sent til Palestínska Rauða hálfmánans (samsvarandi Rauða krossi ís- lands) til ráðstöfunar á staðnum. Söfnun þessi er áríðandi. Við biðjum allt velviljað fólk að sýna samúð, samstöðu og örlæti og bregðast skjótt við þessu neyðarkalli. Stjórn Félagsins Ísland-Palestína Aðalfundur Hins íslenska forn- leifafélags verður haldinn í kvöld í Þjóðminjasafni íslands og hefst hann klukkan hálfníu. Fyrir utan venjuleg aðalfund- arstörf verður fluttur á fundinum fyrirlestur eins og venja er hjá Fornleifafélaginu. Elsa E. Guð- jónsson, textflsérfræðingur og deildarstjóri við Þjóðminjasafn- ið, flytur fyrirlesturinn og nefnist hann „Biskupsskrúði Guðmund- ar góða?“ Fyrir skömmu bárust verðlaun og viðurkenningar fyrir þátt- töku í 7. alþjóðlegu samkeppn- inni „Hvernig líst þér á mynd- verkið mitt?“ sem Rauði kross Búlgaríu efnir til annað hvert ár. Alls tóku börn frá 28 þjóðum þátt í samkeppninni og var ísland eitt Norðurlanda sem tók þátt að þessu sinni. Anna Björk Þor- varðardóttir, 9 ára stúlka úr Brekkubæjarskóla á Akranesi, fékk verðlaun og mynd hennar mun nú prýða barnadeild ein- hvers sjúkrahúss í Búlgaríu. Viðurkenningu fengu Guð- mundur Örn Björnsson og Guð- rún Ósk Rangarsdóttir, einnig úr Brekkubæjarskóla á Akranesi og Díana Mjöll Stefánsdóttir frá Ak- Þar verður fjallað um mjög vandaðan útsaumaðan messu- skrúða frá dómkirkjunni á Hól- um í Hjaltadal. Er það búnaður af höfuðlíni oig hluta af stólu og handlíni, allt saumað með gulli, silfri og mislitu silki. Útsaumur þessi, sem mun vera frá önd- verðri 13. öld, er helst talinn enskt verk. Hann er nú varð- veittur í Þjóðminjasafninu. Trú- lega hefur Guðmundur Arason Hólabiskup fyrstur borið skrúðann. ureyri en hún lést áður en viður- kenningarnar bárust. Rauði kross íslands veitti börnunum einnig viðurkenningu fyrir þátttökuna. Voru þær af- hentar á aðalfundi Akranes- deildar RKÍ að viðstöddu fjöl- menni og bauð deildin til kaffi- drykkju að því loknu. Rauði kross íslands vill vekja athygli á þessari samkeppni sem getur verið hvatning til sköpunar listaverka og gott tækifæri fyrir kennara fatlaðra og sjúkra barna að koma þeim á framfæri. Kynfrœðslan Kynlíf í hindú í kvöld, miðvikudagskvöld 7. desember, flytur Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur fyrir- lestur sem hún nefnir: „Kynlíf í hindúatrú og tantradulspcki; leið til andlegs þroska“. Meðal annars verður fjallað um mun á hugmyndum vest- rænna og austrænna trúarbragða til skírlífis og þá hugmyndafræði sem leggur áherslu á að nota kyn- orku til hugljómunar í skírlífi og tantra-samlífi. Fyrirlesturinn hefst kl. 19.30 í st. 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands og er opinn al- menningi. Aðgangseyrir er kr. 500. Fornleifafélagið Aðalfundur í kvöld Frá v. standandi: Guðmundur Örn Björnsson, Helga Garðarsdóttir og Anna Björk Þorvarðardóttir. Fyrir framan: Guðrún Ósk Ftagnarsdóttir. Fötluð og sjúk börn Fengu verölaun fyrir myndlist 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN' Miðvikudagur 7. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.