Þjóðviljinn - 07.12.1988, Síða 8
MENNING
Mynd Hauks af kútter Haraldi.
Skip á Skaganum
Haukur Halldórsson mynd-
listarmaður sýnir rúmlega fjöru-
tíu grafíkmyndir í Bæjar- og hér-
aðsbókasafni Akraness. Er upp-
istaða sýningarinnar gömul og ný
skip, ásamt myndum frá og
tengdum Akranesi. Allar mynd-
irnar eru gerðar í takmörkuðu
upplagi, númeraðar og áritaðar
af höfundi.
Ef áhugi og undirtektir Akur-
nesinga reynist nægur hefur lista-
maðurinn í hyggju að vinna 25-30
sérstakar grafík möppur með
fjórum til sex myndum frá og um
Akranes. Sýningin stendur til 12.
desember og er opin virka daga
kl. 15-18:30, og kl. 14-20:30 um
helgar.
Flautuleikur
Kolbeinn Bjarnason flautu- eráHáskólatónleikumíNorræna
leikari flytur verk eftir Leeuw, húsinu kl. 12:30 í dag.
Hjálmar H. Ragnarsson og Ruit-
Kammermúsík
í Bústaðakirkju
Kammermúsíkklúbburinn
heldur aðra tónleika starfsársins í
Bústaðakirkju í kvöld kl. 20:30.
Á efnisskránni er Tríó fyrir pí-
anó, fiðlu og lágfiðlu (Kegelstatt-
tríóið) eftir Mozart, Tríó í B-dúr,
fyrir píanó, klarínettu og selló
eftir Beethoven, og Kvintett í B-
dúr fyrir klarínettu og strengja-
kvartett eftir Weber.
Laufey Sigurðardóttir, Sean
Bradley og Helga Þórarinsdóttir
sjá um fiðluleikinn á tónleikun-
um, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir
leikur á selló, Jón Aðalsteinn
Þorgeirsson á klarínettu og Þor-
steinn Gauti Sigurðsson á píanó.
Fimm af sex tónlistarmönnum
sem koma fram á tónleikum
Kammermúsíkklúbbsins í Bú-
staðakirkju í k'völd.
Alþýðubankinn á Akureyri kynnir Ijósmyndir Harðar Geirssonar.
Kynning á myndum
Harðar
Alþýðubankinn á Akureyri og
Menningarsamtök Norðlendinga
kynna þessa dagana ljósmyndir
Harðar Geirssonar, sem er 28 ára
Akureyringur og áhugaljós-
myndari.
Hörður er lærður rafvirki, og
hefur haldið tvær einkasýningar á
ljósmyndum, auk þess sem hann
hefur unnið að ýmsum ljósmynd-
averkefnum. Hann starfar nú við
ljósmyndadeild Minjasafnsins á
Akureyri.
Á kynningunni, sem er í af-
greiðslusal bankans að Skipagötu
14, Akureyri, eru 13 litmyndir
teknar á undanförnum 4 árum,
og hefur Hörður sótt myndefni í
íslenska náttúru og evrópska
menningu. Sýningunni lýkur 6.
janúar 1989.
Á leið
Hjáverk sf hefur sent frá sér
ljóðabókina Á leið til þín, eftir
Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaða-
mann. Guðrún er blaðamaður
við Morgunblaðið, en vann áður
til þín
við dagskrárgerð og frétta-
mennsku hjá Ríkisútvarpinu,
hljóðvarpi. Bókin er til sölu í
bókaverslunum og hjá höfundi.
Tónlist
Áskell á
geisladisk
Fyrsti geisladiskurinn með tónlist eftir
íslenskt tónskáld gefmn út hér á landi
Áskell Másson
ÁSKELL MÁSSON
TRÍÓ PRÍM • PARTÍTA SÓNATA
KLARINETTKONSERT
Listaverk eftir Sigurð Örlygsson prýðir umslag geisladisksins.
klarinett og hljómsveit. Hafa
flest verkin verið flutt víða um
lönd. Klarinettkonsertinn fékk
sérstaka viðurkenningu á þingi
útvarpsstöðva í París, og var eftir
það útvarpað í fjölmörgum Evr-
ópulöndum, í Japan og í fsrael.
Einnig hefur Fílharmóníusveitin í
Osló flutt konsertinn á Norræn-
um músíkdögum og á næsta ári er
fyrirhugað að spila hann í Banda-
ríkjunum.
Ýmsir hljóðfæraleikarar hafa
flutt einleiksverkin Prím og Són-
ötu fyrir marimbu víða um Evr-
ópu. Partítan var frumflutt á veg-
um Musica Nova hér á landi, og
hefur einnig verið flutt í nokkrum
borgum í Noregi og Svíþjóð. Trí-
óið var frumflutt á tónleikum
helguðum tónlist Áskels Más-
sonar í London, og eftir það með-
al annars á Listahátíð 1984.
Hljóðfæraleik á diskinum ann-
ast Sinfóníuhljómsveit íslands
undir stjórn Páls P. Pálssonar,
ásamt einleikurunum Einari Jó-
hannessyni, Guðnýju Guð-
mundsdóttur, Unni Sveinbjarn-
ardóttur, Gert Mortensen, Jósefi
Ka Cheung Fung og Roger Carls-
syni.
LG
Grammið hefur gefið út geisla-
disk með tónverkum eftir Áskel
Másson tónskáld, og mun það
vera fyrsti geisladiskurinn sem út
kemur hér á landi með tónlist
eftir íslcnskt tónskáld.
Á diskinum eru fimm tónverk:
Tríó fyrir klarínett, fiðlu og víólu,
Prím fyrir litla trommu, Partita
(Nocturne) fyrir gítar og slag-
verk, Sónata fyrir einleiksmar-
imbu og Klarinettkonsert fyrir
8 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. desember 1988
Leikhús
Erum við svona?
Leikfélag Keflavíkur sýnir Erum við svona? Höfundur og leikstjóri
Hulda Ólafsdóttir
Föstudaginn 19. nóvember
frumsýndi Leikfélag Keflavíkur
revíuna „Erum við svona" á
veitingahúsinu Glóðinni. Verk
þetta sem skiptist í fimm
laustengda þætti ásamt söngv-
um er flutt af 17 manna leikhópi
ásamt fjögurra manna hljóm-
sveit. Höfundur og leikstjóri er
Hulda Ólafsdóttir en hún hefur
áður stjórnað sýningum hjá
Leikfélagi Keflavíkur og víðar um
land auk þess sem Ríkisútvarpið
hefur flutt verk eftir hana.
Sú var tíðin að revíusýningar
stóðu með miklum blóma í Kefla-
vík og voru fastir punktar í menn-
ingartilveru bæjarins. Þetta var á
þeim gullaldarárum er þeir fj and-
vinirnir Helgi S. og Kristinn Reyr
stóðu við stjórnvölinn bæði í lista
og skemmtanalífi bæjarins. Þess-
ara dýrðartíma þegar hvorki voru
bylgjur, stjörnur né fjallhressir
plötusnúðar til þess að skemmta
sér fyrir okkur, heyrir maður
Keflvíkinga minnast með eftirsjá
og trega og margur er sá
Keflvíkingur, kominn yfir miðjan
aldur sem á fimmta glasi upphef-
ur raust sýna og kyrjar forna
bragi um ýmsaf kátlegar uppá-
komur í bænum, sem eru nú að
öðru leyti löngu gleymdar.
Hér skal engu um það spáð
hvort aðstandendum sýningar-
innar „Erum við svona“ tekst að
endurvekja þennan ágæta þátt í
bæjarlífinu. Þótt þess væri
óskandi segir mér svo hugur, að
það verði örðugt verk á þessum
döpru sjónvarpstímum. En hitt
duldist engum að þessi sýning var
fagmannlega unnin og flutt af því
fjöri og leikgleði, sem er piparinn
í sérhvern leikhúsrétt.
Áhorfendur kunnu enda vel að
meta það sem fram var reitt og
voru bæði höfundur og leikendur
innilega hylltir í leikslok.
Það er þvf ástæða til þess að
hvetja Keflvíkinga til þess að
sýna þessu framtaki þann sóma
að sækja sýninguna. Hún er hin
ágætasta skemmtun.
-ÁÁ