Þjóðviljinn - 07.12.1988, Page 11

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Page 11
Afmœli Jórunn Viðar sjötug Jórunn Viðar, tónskáld og pí- anóleikari, er sjötug í dag, og er hún og fullveldi íslensku þjóðar- innar þess vegna því sem næst jafnaldra. Hún er af þeirri kyn- slóð listamanna sem ruddi listum í landinu braut til sjálfstæðis, þess sjálfstæðis sem við af yngri kyn- slóðunum njótum nú ávaxtanna af. Jórunn var fyrsta íslenska konan til að láta eitthvað að ráði kveða að sér í tónskáldskap, en einmitt á því sviði hinna fögru lista hefur konum reynst hvað erfiðast að kveða sér híjóðs. Sjö- tugsafmæli Jórunnar er af þessum sökum tilefni til að staldra við og spyrja spurninganna: hvaðan ber okkur að?, hvar stöndum við nú?, og hvert stefnum við? Ekki skal þessum spurningum svarað hér, en spyrji hver fyrir sig. Jórunn haslaði sér völl sem pí- anóleikari og tónskáld á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Þá var tónlistarlífið í landinu miklu mun fábreyttara en það er nú og höfðu listamenn þar af leiðandi færri tækifæri til að koma list sinni á framfæri en nú er raunin á. Engu að síður voru þetta ár mikillar umbyltingar í íslensku tónlistarlífi, og má segja að þá fyrst hafi þeir múrar endanlega verið brotnir sem einangrað höfðu tónlistariðkun landsmanna frá tónlist menningarlandanna umhverfis okkur, - múrar sem staðið höfðu óhagganlegir allt frá tímum kaþólskunnar hér á landi. Jórunn var í hópi þeirra tónlistar- manna, sem skópu þessa umbylt- ingu, og átti hún það sameigin- legt með þeim að hafa aflað sér framhaldsmenntunar í menning- arsetrum erlendis og að hafa kynnst þar helstu straumum og stefnum í samtímalist. Það má vera augljóst hverjum þeim, sem þekkir til tónlistar Jór- unnar, að hún hefur oftar en ekki leitað í þann arf sem er sameigin- legur þjóðinni allri: þjóðlögin, og hefur hennar sérstaki og per- sónulegi stíll kannski mótast fremur af áhrifum frá þeim arfi en nokkru öðru. Fágun og ná- kvæmni einkenna meðhöndlun hennar á tónefninu, en umfram allt er hún tónskáld hinnar syngj- andi melódíu, hvort sem henni er ætlað að hljóma úr mannsbarka eða að vera leikin á hljóðfæri. Stærstu verk Jórunnar eru ball- ettarnir Eldurinn (1950) og Ólafur liljurós (1952) ásamt píanókonsertinum Sláttu, sem hún frumflutti sjálf ásamt Sin- fóníuhljómsveit íslands á tón- leikum sveitarinnar þann 8. des- ember 1977. Allt eru þetta verk sem löngu er kominn tími til að heyrist aftur, svo að yngri kyn- slóðir tónlistarunnenda fái kynnst þeim verkum sem Jórunn hefur kannski lagt hvað mestan metnað í. Af kammerverkum Jórunnar má nefna Islenska svítu fyrir fiðlu og píanó frá 1974, sem þær Laufey Sigurðardóttir og Selma Guðmundsdóttir hafa leikið á undanförnum árum með miklum glæsibrag. En það er á sviði söngtónlistarinnar sem Jór- unn hefur notið sín best og verið afkastamest. Mörg sönglaga hennar eru alþekkt og yrði vand- fundinn sá söngvari sem ekki hef- ur einhver laga hennar á söngskrá sinni. Sönglög eins og Unglingur- inn í skóginum, Gestaboð um nótt, Im Kahn og lagið 77/ minn- ingar um misheppnaðan tónsnill- ing eru allt lög sem sungin verða eins lengi og einhver kærir sig um að leggja rækt við íslenska söng- list og nennir að hlúa að þeim ávöxtum sem vaxið hafa í görðum íslenskra listamanna. Fyrir hönd Tónskáldafélags ís- lands sendi ég Jórunni heillaóskir landsmenn fáum notið áfram á sjötugsafmælinu með þeirri von nýrra verka úr tónsmiðju hennar. að við félagar hennar og aðrir Hjálmar H. Ragnarsson l Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur ... og þá flaug HRAFNINN Frjálst framtak hefur sent frá sér bókina ... og þá flaug HRAFNINN eftir Ingva Hrafn Jónsson fyrrverandi fréttastjóra Sjónvarpsins. í bókinni fjallar Ingvi Hrafn um starfsár sín hjá Sjónvarpinu, fyrst sem fréttamaður í afleysing- um, síðan sem þingfréttamaður og þáttastjórnandi í afleysingum, síðan sem þingfréttamaður og þáttastjórnandi og loks störf sín sem, fréttastjóri. Kaflafyrirsagnir í bókinni eru: í upphafi skyldi endinn skoða..., „Grunar þá Gvend og fleiri að gerist hér saga meiri“, í kynnis- ferð til „þeirra stóru“, Byltingu hrundið í framkvæmd, enginn veit sína ævina..., Slagurinn hefst við Stöð 2, Leiðtogafundurinn, Fréttatímaslagurinn, Alberts- þátturinn, Áform um uppsögn, Svefneyjamálið, Átakatímar, Ingvi Hrafn í snörunni, Palldóm- ar og Eftirmáli. Þegar Ingva Hrafni var vikið úr fréttastjórastöðunni í aprílmán- uði sl. kom fram hjá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra að röð af atvikum hefðu legið að baki. Ingvi Hrafn hefur ekkert látið frá sér fara um málið fyrr en nú. Bókin er ekki bara uppgjör Ingva Hrafns við yfirstjóm Sjón- varpsins heldur lifandi, létt og hispurslaus frásögn af lífinu bak við sjónvarpsskjáinn - frásögn „í stíl Ingva Hrafns“. „Ostalyst“ Handbók fyrir sælkera Út er komin matreiðslubókin „Ostalyst“, handbók fyrir sæl- kera. Bókin sem er 144 blaðsíður, samanstendur af 147 uppskriftum með osti og smjöri auk kafla um ost í matargerð og ágrips af sögu ostagerðar. Litmynd er af hverj- um rétti. Matreiðslubók þessi er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli Osta- og Smjörsölunnar sf. í þessa bók höfum við valið úrval uppskrifta sem allar hafa verið margreyndar bæði af tilraunaeid- húsi Osta- og smjörsölunnar sf. og af ostadýrkendum um land allt. Alfræðibók um skák Iðunn hefur gefið út Alfræði- bókina um skák eftir dr. Ingimar Jónsson, fyrrverandi forseta Skáksambandsins. í Alfræðibókinni um skák er ítarlega sagt frá fjölmörgum stór- meisturum og öðrum skáksnill- ingum, íslenskum jafnt sem er- lendum, og fjallað um á sjöunda hundrað einstaklinga sem á einn eða annan hátt tengjast tafli, sögu þess eða starfi skákhreyfing- arinnar. Einnig er sagt frá öllum helstu skákbyrjunum, vörnum og af- brigðum þeirra á þann hátt að les- andinn eigi auðvelt með að glöggva sig á þessum þætti skák- fræðinnar. í bókinni er jafnframt að finna upplýsingar um ýmsa skákviðburði, tafltegundir, al- gengustu skákhugtök og margt fleira, og veitir hún því svör við flestum þeim spurningum sem upp kunna að koma þegar skák er annars vegar. Efni bókarinnar er afar að- gengilega sett fram, birtur er mikill fjöldi stöðumynda og ann- arra mynda til nánari skýringar. Sígild ævintýri fyriryngstu börnin Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér þrjár bækur í nýjum bókaflokki fyrir yngstu börnin og nefnist hann Ævintýri barnanna. Þetta eru sögurnar um Rauðhettu, Pétur Pan og Hans hugprúða. Hér eru sögð sígild ævintýri sem börn hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. Hver hefur ekki tekið þátt í raunum Rauðhettu litlu og baráttu henn- ar við úlfinn ógurlega eða dáðst að stráknum honum Hans, sem ekki kunni að hræðast og hlaut að lokum prinsessuna sem allir vildu eiga, segir m.a. í freft frá For- laginu. Ævintýrin eru endursögð við hæfi yngstu barnanna og mynd- skreytt af nokkrum þekktustu Iistamönnum Spánar. Þorsteinn skáld frá Hamri þýðir sögurnar. Míðvikudagur 7. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 11 Minning Una Thoroddsen Fædd 22.12. 1909 Dáin 25.11.1988 Una Thoroddsen, sem nú skal lítillega minnzt, fæddist 22. des- ember í fjörðum vestur árið 1909; hún andaðist hér í bæ föstudaginn 25. nóv. og var því komin fast að áttræðu. Með henni er hnigin um margt hin athyglisverðasta kona. Una var síðari kona móður- bróður míns, Bolla borgarverk- fræðings Thoroddsen, þau giftust 26. ágúst 1948 og stofnuðu heim- ili á Miklubraut 62. Atvikin hög- uðu því svo, að ég bjó vetrarlangt hjá þeim hjónum. Við Bolli yngri deildum þá herbergi, og var oft glatt á hjalla og þétt setinn Svarf- aðardalurinn í Bellmannskjallar- anum svonefnda, þótt óneitan- lega létu námsafrek nokkuð á sér standa. Því er skemmst frá að segja, að Una reyndist mér þá og ávallt síð- an sem bezta móðir, fylgdist grannt með högum mínum og vildi allt fyrir ntig gera. Löngu eftir að ég var horfinn á braut gekk ég inn án þess að hringja dyrabjöllu, svo rækilega hafði „Miklabrautin“ orðið mitt annað heimili. Una heitin var hin fríðasta kona og fönguleg eftir því, naut þess að skemmta sér og skemmta öðrum og sómdi sér hvarvetna vel. Hún var með fádæmum greiðvikin ög hjálpsöm og mun- aði þá heldur en ekki um liðveizl- una enda forkur dugleg: „Svo kem ég með fjóra menn!“ var setning sem móðir mín vitnaði oft í og lýsir Unu vel, hversu rétt sem eftir kann að vera hermt. Mann sinn dáði hún og dýrkaði og var óþreytandi að vinna að velferð hans. Mér fannst Una aldrei bera sitt barr eftir að hún missti Bolla; átti enda lengst af við vanheilsu að stríða eftir það. En reisn sinni hygg ég hún héldi til hinzta dags. Hennar er gott að minnast, láti guð henni nú raun lofi betri. Jón Thor Haraldsson (Una var jarðsett í gær, þriðjudag.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.