Þjóðviljinn - 07.12.1988, Side 12
ERLENDAR FRÉTTIR
Skálmöld á Sri Lanka
Horfur á samkomulagi stjórnvalda ogsinghalskrar
uppreisnarhreyfingar en litlar líkur áfriði milli Singhala og Tamíla
Jayewardene - sundrung í liði hans.
Bandaranaike - sáttmáli við JVP.
Stundum hefur Sri Lanka
(Ceylon) verið talin til
friðsamlegri landa, en svo er að
minnsta kosti ekki um þessar
mundir. Sumir fréttaskýrendur
telja, að mál eyjarskeggja séu
komin í slíkt óefni, að algert
stjórnleysi sé framundan. Tvenn
samtök, sem að eigin sögn berjast
fyrir frelsi en af öðrum eru skil-
greind sem flokkar ótíndra hryðj-
uverkamanna, vega þar á báðar
hendur án þess að stjórnvöld fái
mikið að gert.
Önnur samtökin eru Tamil
Eelam-frelsistígrar, sem svo nefn-
ast, einnig þekkt undir skamm-
stöfununni LTTE. Þau vilja að
norður- og norðausturhéruð
eyjarinnar verði sjálfstætt tam-
flskt ríki. Hin samtökin sem hér
um ræðir heita á singhölsku Jan-
atha Vimukti Peramuna (JVP),
eða Þjóðfrelsisfylkingin. Með
frclsistígrunum og J VP er svarinn
fjandskapur, en þau eru þó sam-
einuð í heift sinni mikilli gagnvart
stjórnarvöldum landsins og Ind-
verjum, sem hafa her á norður-
hluta eyjarinnar til stuðnings Sri
Lankastjórn.
Atvinnulausir
húmanistar
Römm tamflsk þjóðernis-
hyggja er leiðarljós Frelsistíg-
ranna, og í stefnuskrá JVP sam-
einast engu síður römm singhölsk
þjóðernishyggja og þokukenn-
dur marxismi. Þessi hreyfing mun
fyrst hafa komist í heimsfréttirn-
ar 1971, er hún náði víðtæku fylgi
og stóð í skæruhernaði gegn
stjórn landsins. í upphaflegum
liðskjarna hreyfingarinnar voru
einkum ungir og atvinnulausir
menntamenn. Eftir að eyjan varð
sjálfstætt ríki skömmu eftir
heimsstyrjöldina síðari var að-
gangur að háskólum þar rýmkað-
ur mjög, en möguleikar útskrif-
aðra háskólamanna á að fá störf í
samræmi við menntun sína jukust
ekki að sama skapi. Alveg sér-
staklega átti þetta við um þá, sem
lögðu stund á singhölsku og sing-
halskar bókmenntir, en þeir urðu
hundmargir vegna vaxandi áhuga
á sögu og menningu Singhala.
Við lá um hríð 1971 að JVP
næði völdum á Sri Lanka, en
stjórnarvöldum tókst um síðir að
berja uppreisn þessa niður með
dyggilegum stuðningi stórvelda
jafnt í austri sem vestri og þó
einkum Indlands. Um 10.000
manns munu hafa fallið í valinn
við það tækifæri.
Oöld og indversk
hernaðaríhlutun
Var nú kyrrt að kalla á Sri
Lanka í nokkur ár, en svo fór sí-
fellt að bera meira á ýfingum með
Singhölum og Tamílum. Hryðju-
verk voru framin á báða bóga, í
ofsóknum 1983 drápu Singhalar
um 2000 Tamíla og brátt logaði
norðurhluti eyjarinnar í skæru-
hernaði þeirra síðarnefndu. Þá
sýndi sig að JVP var upprisin og
var henni kennt um að hafa span-
að til ofsóknanna gegn Tamílum.
Tamílsku skæruliðarnir fengu
hjálp frá þjóðbræðrum sínum á
Suður-Indlandi, sem þar eru fjöl-
mennastir þjóða og hafa sýnt tals-
verða tilhneigingu til andstöðu
við miðstjórnina í Nýju Delhi. Sú
stjórn var á nálum um að skæru-
hernaðurinn breiddist út norður
yfir Palksund og fyrir rúmum 16
mánuðum komust hún og Sri
Lankastjórn að samkomulagi
þess efnis, að Tamílar í norður-
og norðausturhéruðum eyjarinn-
ar skyldu fá sjálfstjórn nokkra,
en Indlandsher taka að sér að
berja niður frelsistígrana, sem
ekki vildu sætta sig við neitt
minna en fullt sjálfstæði.
Það hefur gengið miður vel og
nú er svo komið að farið er að
kalla Sri Lanka indverskt Víet-
nam og Afganistan. Indversk
blöð krefjast þess flest að ind-
versku hersveitirnar þar séu
kvaddar heim, og hið sama
heimtar JVP. Þar við bætist að
meðal Singhala er hver höndin
upp á móti annarri. Undanfarin
11 ár hefur farið með stjórnar-
vald á eynni svokallaður Samein-
aður þjóðarflokkur undir forustu
Juniusar R. Jayewardene, fors-
eta ríkisins. Þykir sumum stjórn
hans hafa verið nokkuð einræði-
skennd. Forsetakosningar eiga
að fara fram 19. des. n.k. og ætlar
Jayewardene, sem nú er 82 ára,
ekki að gefa kost á sér oftar. En
aðrir forustumenn flokksins eru
sundurþykkir og vilja sumir
þeirra freista þess að berja JVP
niður án allrar miskunnar, en
aðrir leita samkomulags við sam-
tökin.
Sundurþykkjan í stjórnar-
flokknum eykur sigurmöguleika
helsta stjórnarandstöðuflok-
ksins, Frelsisflokksins undir for-
ustu rúmlega sjötugrar ekkjufrú-
ar, Srimavo Bandaranaike, einn-
ar af nokkrum atkvæðamiklum
kvenmönnum í suðurasískum
stjórnmálum síðustu áratugi.
Vegna andlitsdrátta og dimmrar
raddar hafa einhverjir frétta-
menn sagt hana minna á róm-
verskan keisara. Hún vill indver-
ska herinn burt og kveðst ætla að
friða JVP með samningum. Hún
hefur þegar gert við þessi illvígu
samtök samning þess efnis, að
þau láti af ofbeldi ef flokkur
hennar vinni kosningarnar.
Lankneskur Pol Pot?
Ekki eru allir sannfærðir um að
JVP standi við þetta samkomu-
lag. Samtökin eiga raunar harma
að hefna á frú Bandaranaike, því
að hún var stjórnarformaður
eyríkisins 1971, er þau voru barin
niður í bráðina. Eins og sakir
standa virðast þau eiga talsverðu
fylgi að fagna, en vera kann að
það stafi einkum af óvinsældum
Jayewardenestjórnarinnar og
Indverja. Hryðjuverkaferill JVP
er orðinn slíkur að leiðtoga
hreyfingarinnar, sem Rohana
Wijeweera heitir, er líkt við Pol
Pot, leiðtoga Rauðu kmeranna í
Kampútseu. Singhalar eiga það
sammerkt með Kampútseu-
mönnum að átrúnaður beggja er
þeravadabúddismi. í þeirri trú er
lögð meiri áhersla á frið, kyrrlæti
og afskiptaleysi en að líkindum í
nokkrum öðrum trúarbrögðum
heims. En því hefur einnig verið
haldið fram, að þeravadamenn
reiðist sérlega illa, þá sjaldan þeir
missi stjórn á geðsmunum sínum.
En þótt indverski herinn fari
og Bandaranaike takist að friða
fornkunningja sína í JVP, þá
verða tamílsku frelsistígrarnir
jafn ósigraðir og fyrr og má raun-
ar ætla að þeim aukist fylgi meðal
Tamfla ef friður kemst á með
stjórnarvöldum og JVP.
Arþúsunda
fjandskapur
Kjarni málsins á bakvið öll þau
vandræði, sem yfir Sri Lanka
hafa gengið undanfarin ár, er sem
sé árþúsunda gamall fjandskapur
Singhala, aðalþjóðarinnar á
eynni, og Tamfla, fjölmennasta
þjóðernisminnihlutans þar. Sing-
halar, sem eru indóevrópskir og
náskyldir að tungu þjóðum
Norður- og Mið-Indlands, eru
taldir hafa flust til eyjarinnar á
sjöttu öld f.Kr. Ekki löngu síðar
hófust stríð milli þeirra og Ta-
mfla, dravídískrar hindúaþjóðar
Suður-Indlands, og voru Tamflar
löngum árásaraðilinn. Öflug ríki
þeirra á Suður-Indlandi auðguð-
ust af verslun jafnt við Austur-
sem Vestur-Asíu og menning
þeirra var ágengari og athafna-
samari en Singhala. Tamflar
eyddu borgir og rísekrur Singhala
á ey þeirra norðanverðri og sett-
ust þar að sjálfir. Fyrir kom að öll
eyjan laut Tamílum. Þessi átök
endurspeglast í þjóðkvæðum
báðumegin sunds, til dæmis í hin-
um fræga indverska hetjuljóða-
bálki Ramayana.
Meðan Bretar réðu ríkjum á
eynni stofnuðu þeir þar til plant-
ekrureksturs í stórum stfl og þar
sem þeir höfðu meira álit á Tam-
flum en Singhölum sem launa-
verkamönnum fluttist fjöldi
manns af fyrrnefndu þjóðinni til
eyjarinnar á því tímabili.
dþ.
Arsafmæli intifada
Hefur aukið samúð með málstað Palestínu-Araba - engar horfur enn
á eftirgjöf af hálfu ísraels
Ar er nú liðið frá upphafí upp-
reisnar Palestínu-Araba í
Vesturbakkahéruðunum svoköil-
uðu og í Gaza. í uppreisnarliðinu
hafa hvað mest áberandi verið
ungiingar, hafandi sjaldnast ann-
að að vopni en grjót og heima-
gerðar bensínsprengjur. Samt er
hægt að halda því fram með gild-
um rökum, að uppreisnarmenn
þessir hafí á þessum tólf mánuð-
um áorkað meiru fyrir Palestínu-
menn en Arabaríkin áður með
öllum sínum stríðum gegn ísrael
og Frelsissamtök Palestínu (PLO)
og aðrir palestínskir aðilar með
áratuga stjórnmálabaráttu á al-
þjóðavettvangi, skæruárásum og
hryðjuverkum.
Kjarkur og seigla hins lítt eða
ekki vopnaða uppreisnarfólks
hefur stórum aukið samúð um-
heimsíns með málstað Palestínu-
manna. Samkvæmt Reuter hafa
frá upphafi uppreisnarinnar 329
Palestínumenn, þar á meðal ófá
börn, látið lífið fyrir vopnum ís-
raelskra hermanna, yfir 10.000
hafa særst og meiðst og um
20.000 hafa verið handteknir.
Sjálfir telja Palestínumenn að
manntjón þeirra sé allnokkru
meira.
Uppreisnin var aðalorsökin til
þess, að Þjóðarráð Palestínu,
einskonar þing Palestínumanna í
útlegð, lýsti yfir stofnun palest-
ínsks ríkis í Algeirsborg 15. nóv.
s.l. Ríkisstofnun þessi er þó að-
eins táknræn, því að hún breytir
engu um aðstöðu Palestínu-
manna í raun, hvorki heima né
erlendis. Hvað sem líður viður-
kenningu yfir 50 ríkja á ríkis-
stofnuninni, þá eru Vesturbakk-
ahéruðin og Gaza engu síður á
valdi ísraela en áður. Yfirlýsingin
og óbein viðurkenning Þjóðar-
ráðs Palestínu á ísrael á sömu
ráðstefnu hafa heldur engu breytt
um afstöðu ísraels til PLO. ísra-
elsk stjórnarvöld voru fljót að
gefa til kynna, að þau hefðu báð-
ar yfirlýsingar þingsins í Alg-
eirsborg að engu og lögðu áherslu
á þá afstöðu með því að bæla nið-
ur hátíðahöld fólks á hersetnu
svæðunum í tilefni yfirlýsingar-
innar um ríkisstofnun.
Vissra þreytumerkja og inn-
byrðis óeiningar er farið að gæta
meðal Palestínumanna á her-
teknu svæðunum. Leynileg for-
usta uppreisnarinnar gaf í þessari
viku út flugrit, þar sem Palestínu-
menn eru hvattir til þess að fylgja
eftir yfirlýsingunni um ríkisstofn-
un með því að koma sér upp eigin
stofnunum og hundsa ísraelsk
yfirvöld og stofnanir. Haft er eftir
heimildarmanni kunnugum hinni
leynilegu forustu að tilgangurinn
með þessu sé sá, að láta samninga
koma í stað götubardaga. Erfitt
er þó að sjá hvaða árangur slík
stefna gæti borið, nema því að-
eins að fsraelar gangi til samn-
inga við uppreisnarmenn, en á
því eru ekki líkur eins og stendur.
Það vakti athygli að stuðnings-
menn Alþýðufylkingarinnar til
frelsunar Palestínu (PFLP) á her-
setnu svæðunum gáfu út eigið
flugrit í samkeppni við upp-
reisnarforustuna, þar sem fylking
þessi hvatti til lengri verkfalla en
forustan og gagnrýndi palest-
ínska þjóðarráðið fyrir óbeina
viðurkenningu þess á ísrael.
PFLP nýtur að líkindum ekki
mjög mikils fylgis, en það á ekki
við um Hamas, íslamska strang-
trúarhreyfingu sem í vaxandi
mæli hefur látið að sér kveða í
uppreisninni. Hreyfing þessi er
að verulega leyti annars eðlis en
hin veraldlega sinnuðu samtök í
PLO. Því hefur verið haldið
fram, að áðurnefndar samþykktir
palestínska þjóðarráðsins í Alg-
eirsborg hafi ekki hvað síst verið
gerðar með það fyrir augum að
hindra, að Hamas næði frum-
kvæðinu í uppreisninni. Hreyf-
ingin er andvíg allri málamiðlun
við ísrael og herðir nú eigin upp-
reisnaraðgerðir án samráðs við
uppreisnarforustuna.
En þrátt fyrir vissa þreytu og
nokkra sundrung gera flestir,
sem til þekkja, ráð fyrir að upp-
reisnin haldi áfram um ófyrir-
sjáanlegan tíma. Palestínskur
talsmaður sagði við fréttamann
Reuters, að intifada (uppreisn á
arabísku) væri orðin samrunnin
daglegu lífi fólks á hersetnu svæð-
unum. Fólk hefði aðlagast henni.
Reuter/-dþ.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. desember 1988