Þjóðviljinn - 20.12.1988, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.12.1988, Qupperneq 10
Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur Cuðjón Sveinsson Hamingju- blómin Mcð mynduin eflir Pétur Behrens íslenskt ævintýri Hamingjublómin heitir ævin- týri eftir Guðjóns Sveinsson sem Bókaforlag Odds Bjömssonar gefur út. Þetta litla ævintýri er fullt af lífi, lit og söng íslenskrar náttúru. Þar segir frá lítilli stúlku, sem er á ferð með undarlegan blómvönd, viðbrögðum fólks við heimsókn hennar og óvæntum endi. Ævintýrið um litlu stúlkuna með blómvöndinn er heillandi, það fjallar um hæfileikann til að höndla lífshamingjuna. Bókin er rituð á góðu og blæbrigðaríku máli. Bókin er prýdd litmyndum eftir listmálarann Pétur Behrens á Höskuldsstöðum. Prentun og bókband: Prent- verk Odds Bjömssonar hf. Barnaljóö Jóhannesará ensku Nýlega sendi bókaútgáfa Máls og menningar frá sér enska þýð- ingu á bókinni Saga af Suðumesj- um, Ijóð eftir Jóhannes úr Kötlum sem gefið var út á síðast- liðnu ári myndskreytt af Ragn- heiði Gestsdóttur. Enska þýðing- in ber nafnið The Fisherman’s Boy and the Seal og ritaði Vigdís Finnbogadóttir forseti formála um uppmna ljóðsins og íslenska menningu. Saga af Suðumesjum er byggð á íslenskri þjóðsögu og segir frá dreng sem rær til fiskjar en steypist útbyrðis. Á hafsbotni hittir hann selinn Kobba, sem reyndar er sonur Faraós. Hann tekur drenginn með sér í höll sína á hafsbotni þar sem verða óvæntir fagnaðarfundir en sagan endar á því að selurinn skilar honum heim á jólakvöldi. í bókinni em litmyndir á hverri síðu. THE FISHERMANS BOY ANDTHESEAL Jóh»-i?mos »t Kötium FLÓAMARKAFHJRINN Tanzanfukafflð komlð! Áskrífendur hafið samband sem fyrst. Nýir áskrífendur velkomnir. Upplýsingar f síma 621309. Tll aölu sem ný, svört mótorhjólastígvól nr. 43, ísskápur á 4.000 kr., einstakl- ingsrúm, Olympus myndavól og klassískur gítar. Upplýsingar f sfma 33424 eftir kl. 19.00. Ný fótaaðgerða8tofa Guðríður Jóelsdóttir fótaaðgerða- sórfræðingur hefur opnað fótaað- gerðastofu að Borgartúni 31, 2. hæð til hægrí. Tímapantanir alla virka daga kl. 9.30-10.30 f sfma 623501. Vantar þlg ekki góðan bíl? Er með SAAB 99 árg. ’80 sem fæst á góðu verði. Sími 34597. Tll sölu Bama- og unglingahúsgögn: Svefnbekkur, skrifborð og hillur. Einnig Playmobil-leikföng. Uppl. í sfma 688569 eftir ki. 19. Tll sölu herðaslá úr Ijósbrúnu minkaskinni. Tilvalin jólagjöf. Sfmi 52029. Herbergl tll lelgu fyrir bamgóðan einstakling. Sfmi 52029. Mýs óskast Getur einhver selt mór mýs? Hafið samband f síma 681384. Svart/bvftt sjónvarp fæst gefins. Sími 19679 kl. 19-20. Plusssófasett f mjög góðu lagi til sölu. Sfmi 41660 á kvöldin. Til sölu sófasett af Amigo gerð ca. 8-10 ára gamalt. 3+2+2 ásamt sófaborði. Uppl. f sfma 53319. Óskast geflns Óska eftir litlum fsskáp og eldunar- hellum. Hafið samband í síma 25372. 2 páfagaukar f búri til sölu á kr. 3000. Uppl. f síma 36272 e. kl. 17. Skföl óskast Óska eftir að kaupa notuð vel með farín skfði, 90 cm. löng, fyrír 3 ára. Uppl. í síma 44465. Jólasveinabúnlngar til sölu. Upp. í síma 32497 e. kl. 20 á kvöldin. Eldavól m/gormahellum til sölu, er f góðu lagi, verð kr. 5000,- . Uppl. í síma 32251. Tll sölu Nordmende útvarp, plötuspilarí og kassettutæki ásamt tveimur hátöl- urum og skáp fyrir plötur og kas- settur. Uppl. f síma 32098. Harðfiskur Hef til sölu léttvalsaðan steinbít. Seldur í 600 króna pokum. Kflóverð kr. 1800. Uppl. í síma 83677 á milli kl. 9 og 12. Heimsendingarþjón- usta. Tll sölu notað 12 manna matarstell og 6 manna kaffistell, brúnt að lit, selst ódýrt. Einnig til sölu rautt raðsófa- sett á kr. 7000. Uppl. f síma 40089 e. kl. 19. Útidyrahurð Til sölu er góð útidyrahurð úr furu. Selst ódýrt. Uppl. í sfma 41831 e. kl. Tll sölu „Sessalong“ og nýtt ónotað BMX hjól (fæst á góðu verði). Einnig skíði, stafir og skíðaskór nr. 39-40. Uppl. í síma 26069. Gervljólatré Stórt gervijólatré fæst gefins. Sími 84716. Sófi óskast Óska eftir gömlum 3ja sæta sófa ódýrt eða gefins. Sími 21992. Vantar ykkur jólahrelngernlngu? Við erum 2 stelpur sem tökum að okkur að þrífa hjá ykkur fyrir jólin. Hringið í síma 12364 milli kl. 7 og 9. Borðstofuborð Lítið ferkantað borstofuborð til söiu. Tveir stólar fylgja. Uppl. í síma 611354. Kettllngar Tveir bröndóttir kettlingar fást gef- ins. Uppl. í síma 35269 e. kl. 17. Tll sölu mjög fallegursnjógalli á 13-15 ára., dúnúlpa stærð L og kvenjakki nr. 38-46. Allt nýtt og keypt erlendis. Uppl. í síma 20139. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 14-18. Endalaust úrval af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17 kjallara. Hjónarúm fæst gefins stærð ca 150x120 án dýnu. Uppl. f síma 12204. Vél eða bfll óskast Óska eftir 1500 eða 1600 vól úr LÖDU eða gömlum bfl f heilu lagi. Uppl. í síma 621633. ísskópur óskast Óska eftir að kaupa lítinn ódýran ísskáp. Sfmi 30677. Til sölu ágættskrifborðselstódýrt,2gamlir . hægindastólar fylgja með. Uppl. f síma 29972 næstu kvöld. Myndabækur fyrir minnstu börnin Iðunn hefur gefið út fjórar litl- ar myndabækur fyrir minnstu bömin og nefnast þær Mikið að gera: Góðan dag, Á morgnana, Á daginn og Á kvöldin og eru eftir Carol Thompson. Bækurnar em án texta en allar segja þær sögu sína á lifandi myndmáli og lýsa annasömum dagstundum yngstu bamanna á kunnuglegan og kankvísan hátt frá því vaknað er á morgnana þar til gengið er til náða á kvöldin og aldrei er góði, gamli bangsinn langt undan. Fræg unglinga- bók eftir Jan Terlouw Iðunn hefur gefið út unglinga- bókina Strfðsvetur eftir hol- lenska höfundinn Jan Terlouw. Saga þessi gerist að vetrarlagi á styrjaldarámnum síðari, þegar Holland er hernumið af Þjóð- verjum og hvarvetna ríkir ógn og skelfing. Það kemur í hlut Micha- els, fimmtán ára drengs, að leyna særðum enskum fallhlífarher- manni og sjá fyrir þörfum hans. Sagan er áhrifarík og flytur boð- skap um frið og réttlæti handa öllum mönnum. Höfundur bókarinnar ólst sjálfur upp á söguslóðum bókar- innar, sem að talsverðu leyti er byggð á bernskuminningum hans, en hann var fjórtán ára þeg- ar styrjöldinni lauk. Hann var víðkunnur fyrir frábærar ungling- abækur áður en þessi bók kom út, en Strfðsvetur hlaut þegar æðstu verðlaun sem veitt em í Hollandi fyrir barna- og unglingabækur. Strfðsvetur kom fyrst út í ís- lenskri þýðingu árið 1977, en hef- ur verið uppseld í nokkur ár. Úlfur Hjörvar þýddi. Strákasaga eftir Kormák Sigurðs- son Iðunn hefur gefið út bókina Staðfastur strákur eftir Kormák Sigurðsson. Sagan segir frá ævintýmm og uppátækjum Jóns Óskars. Jón Óskar ólst upp hjá ömmu sinni í litlum kofa rétt utan við bæinn. Hann var einþykkur og fór oft eigin leiðir, og gamla kon- an hafði því talsverðar áhyggjur, ekki síst þegar hann sagðist aldrei ætla að fara f skóla. En þegar til kom fannst Jóni Óskari alls ekki leiðinlegt að ganga í skólann. Hann eignaðist þar félaga og vini og rataði í ýmis ævintýri. Og hann var sannarlega staðfastur strákur, hugrakkur og ráðagóður, en hann var einnig fjörmikill æringi. Bókin kom fyrst út árið 1958 en hefur verið ófáanleg um árabil. Sýnisbók um ferskeytlur Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Ferskeytlan. Vís- ur og stef frá ýmsum tímum. Kári Tryggvason valdi vísumar í bók- ina. í vísum hefur skáldum oft tek- ist að orða hugsun sína svo eftir- minnilega að þær hafa flogið um allt land. Margt bendir til þess að áhugi sé enn að vakna á þessu kveðskaparformi og er það vel. Þessi bók er fyrir þá sem vilja kynnast vísnagerð eins og hún gerist best. Hún á jafnt erindi til unglinga sem öldunga. í henni em hátt á annað hundrað vísur sem allar eiga það sameiginlegt að geta staðið stakar, án heimilda eða skýringa, á sama hátt og kvæði í bókum höfunda. Annars er óþarfi að fara stór- um orðum um efni þessarar bókar. Vísumar segja allt sem segja þarf: Allt sem þjóðin átti og naut, allt sem hana dreymir, allt sem hún þráði og aldrei hlaut, alþýðustakan geymir. (Steingrímur Baldvinsson í Nesi) Ferskeytlan er 174 bls. að stærð. Setningu og prentun ann- aðist Steinholt hf. Bókband: Félagsbókbandið-Bókfell hf. Kápuútlit: Guðjón Ingi Hauks- son. Bókin um Minnu Ég var að ljúka við að lesa þætti úr lífssögu konu, áhrifaríka frá- sögn. Bókin heitir Minna „engin venjuleg mamma“ og er bæði um Minnu og eftir Minnu. Dóttir Minnu, Helga Thorberg, lýkur hér að skrifa sögu móður sinnar og koma til skila erindi því sem Minna átti við samtíð sína. Helga skrifar að mestu forsögu móður sinnar og fyllir í eyður minninga- brota hennar og tekst vel að tengja frásögn sína þáttunum sem Minna lét eftir sig. Þegar ég lagði frá mér bókina var mér ljóst að saga Minnu er ekki öll, og ekki nærri öll, í rituð- um táknum bókarinnar, hana verður ekki síður að lesa á milli línanna. Þetta er saga konu sem vægast sagt var engin hversdags- manneskja og alveg áreiðanlega fædd á röngum tíma. Hið öra skap hennar, lífsþorsti, listrænar hneigðir og athafnaþörf féll ekki að kvenímynd þess tíma og þess umhverfis sem hún er sprottin úr. Eilíf togstreita milli þess sem má og á að vera að gera ásamt tilfinn- ingalegum áföllum frá blautu bamsbeini setja sín spor í huga og hjarta Minnu og verða henni erf- ið úrvinnslu. Minna „engin venjuleg mamma“ er saga konu sem árum saman átti við svo erfið geðræn vandamál að stríða að tólf ár af sinni tiltölulega stuttu ævi var hún Iokuð inni á stofnunum. Þar var hún að sjálfsögðu undir læknishendi, undir handarjaðri sérmenntaðs hjúkrunarfólks. Hún naut handleiðslu og var í umsjá ábyrgra aðila en var svipt sjálfræði og eigin ábyrgð að mestu. Hún var einnig svipt þeim umvefjandi kærleika sem hún þráði mest án þess þó að geta tjáð sig þar um. Aftur á móti fékk hún í ríkum mæli alla vega litar pillur. Hún var bæði háð þeim og óttað- ist þær. Þegar hún loks komst „út“, heim aftur, varð hún að berjast við nýja erfiðleika, aðra veröld, veröld sem hún þekkti ekki. Heimurinn hafði breyst en þó var eitt óbreytt: Fordómamir í garð þeirra sem em, eða hafa ver- ið, öðru vísi. Bókin hennar Minnu á erindi við okkur öll, það má margt af henni læra og það gerir hver og einn best við lestur hennar í ein- rúmi. Þar má einnig lesa margt á milli línanna þótt margt sé sagt bemm orðum. Á hljóðri stund talar hún til okkar og biður um afstöðu án fordóma. Helga Thor- berg skrifar til móður sinnar af látleysi og hlýju. Hún lýkur bók- inni á þessa leið: „Saga þín er hér með komin á bók og vonandi verður henni tekið eins og þú væntir, hún á að vera innlegg í umræðuna um breytt viðhorf til fólks með geðræn vandamál.“ Hvlgn Thorbvxg lýkur sögu móðtir hffac sinnar, Gufíhnnu Breiölförð Og sem ég lýk þessari stuttu umfjöllun um bókina hennar Minnu heyri ég í útvarpinu erindi um skáldið Ezra Pound. Ég hrekk við er ég heyri lýsingu á persónueinkennum hans, lýsingu á hinu öra skapi hans, geðofsa, sveiflum og tilfinningalegum við- brögðum og þeim örlögum sem hann varð að lúta. Lýsingin átti að flestu leyti við Minnu, konuna með heita hjartað, dirfskuna, listhneigðina og stóm lundina. Rannveig Eirfksdóttir 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 20. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.