Þjóðviljinn - 24.12.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1988, Síða 7
.TOLIN Hugvekja um boðskap Þetta gerðist síðla dags rétt eftir miðjan desember í nverf- inu Saint-Germain des Pres í París, þar sem Sartre hélt til á kaffihúsum á sínum tíma og existentíalisminn átti upptök sín. Yfir breiðgötunni var þeg- ar búið að hengja borða og stjörnur með marglitum jóla- Ijósum og langar raðir af per- um vöfðust um greinar trjá- nna. I verslunarglugga var komið margs konar skraut, sem var reyndar gjarnan tengd heldur norrænni slóð- um, og á sama hátt var búið að mála myndir af jóla- sveinum og sleðum á rúður ítalskra, grískra og kínverskra veitingastaða. Mikill manng- rúi silaðist áfram eftir gangs- téttum og sló litadýrð Ijósanna glampa á pinkla og pakka í plastumbúðum. Fæstir gáfu mikinn gaum að manni sem var á stjákli fram og aftur um gangstéttina í mjög síð- um og slitnum frakka. Hann var á óskilgreinanlegum aldri en með blautlegt glott á vörum og gekk gjarnan með dálitlum rykkjum og útlimasveiflum á móti fólks- straumnum og hélt um leið að sér frakkanum sem var óhnepptur. En þegar hann sá að á móti hon- um komu nokkrar rjóðar hisp- ursmeyjar saman í hóp, nam hann gjaman staðar beint fyrir framan þær, og áður en þær gætu gert sér skýra grein fyrir því hvað væri í bígerð fletti hann snögglega frá sér frakkanum með báðum höndum beint framan í þær. Flestum brá mjög mikið við og sumar fölnuðu eða ráku upp lágt óp. Því undir frakkanum og ei- lítið fyrir neðan mitti hafði mað- urinn fest á sig skilti sem á var letrað stórum stöfum: „Gleðileg jól“. Þessi ljúfa jólasaga kom mér í hug kvöld eitt fyrir skömmu, þeg- ar ég hafði staðið í klukkutíma undir ljósastaur á horninu á Skólavörðustíg og Bergsstaða- stræti og rætt við kunningja minn, glaðbeittan og athafna- saman fræðimann, um þá menn- ingararfleifð sem hverjum okkar stendur til boða hér á Skerinu. „Sjáðu hvernig hún er búin í hendur almennings með þung- lamalegum formálum, skýring- um á alls kyns smámunum sem koma kjarna málsins ekkert við og furðulegum máls- og stafsetn- ingartiktúrum“, hafði hann sagt. „Hvað á almenningur að hugsa þegar hann opnar okkar klass- ísku fræði? Það er eins og úr hverri bók skíni boðskapurinn: þetta er ekki fyrir þig, væni minn...“ Sjöarma kertastjakar voru þegar komnir í glugga hér og þar, og þykk, eldrauð stormkerti stóðu logandi fyrir framan útidyr. Mér flaug í hug að þessi orð ættu ekki síður við á fleiri sviðum: ef menningararfurinn er búinn í hendur manna með svo forn- eskjulegum hætti, að nútíma- mönnum finnist hann ekki koma sér við, hvað þá um jólaboð- skapinn? Ýmsir kynnu nú að verða undrandi á þessari spurn- ingu, því það hefur einmitt lengi verið mál manna, að undanfarna áratugi hafi jólasiðirnir þróast í réttum takti við aðrar breytingar í þjóðfélaginu og á þessu sviði hafi menn kunnað að nota auglýs- ingatækni nútímans til að koma boðskapnum á framfæri, þannig að enginn þurfi að setja sig í ein- hverjar fornaldarstellingar til að nema hann. En ef menn vilja á annað borð nudda vanaglýjuna úr augunum og líta á jólamenn- ingu okkar þjóðfélags eins og hún hefur reyndar verið áratugum saman, blasir við þeim að hún er fyrst og fremst í stíl við Walt Disney. Jólaskraut og reyndar allt myndrænt efni tengt fæðing- arhátíð frelsarans er eins og það sé komið úr kvikmyndum hans, og hljómsveitarútsetningar al- þjóðlegra jólalaga minna sömu- leiðis á þá tónlist sem þeim fylgdi. Auglýsingastefna jólanna byggist ekki síst á þeirri hugmynd Disn- eys að setja jólaboðskapinn fram eins og hann kann að hafa birst asnanum í fjárhúsinu. En nú þeg- ar vinur vor allra, Mikki, er nýbú- inn að blása á sextíu kerti með sínu litla músarlunga og kominn tími til að hann fari að huga að því að skríða í helga holu, tilheyrir þessi Disney-stíll í raun og veru Iöngu liðinni fortíð, og ætti að vera nútímamönnum jafn fjar- lægur og torfkirkjur eða rómant- ík í kringum kerti og spil. Stórar jólamyndir, sem málað- ar voru í rauðu og hvítu á glugga á kaffihúsi við þrönga götu í Lat- ínuhverfi Parísar fyrir þessi jól, sýna hvernig hugvitssamir menn geta endurnýjað hefðbundnar jólahugmyndir og aðhæft þær að hugarfari nútímans og þjóðfé- lagi. Sýndu þær jólasveina við ýmsar aðstæður í sínum árlega leiðangri: á einni myndinni sást t.d. hvernig jólasveinninn hafði bundið hreindýrið og sleðann við stöðumæli og var þar kominn vörður til að krefja hann um sekt, á annari mynd voru margir þreytulegir jóíasveinar við bar að loknu starfi að sötra freyðandi bjór úr stórum krúsum, og á hinni þriðju hafði lögregluþjónn stöðv- að sleðann og var að láta kindar- legan jólasvein blása í blöðru. Er lítill vafi á að í þessum búningi hefur jólaboðskapurinn höfðað mjög skýrt til fastagesta kaffi- hússins, sem hét „Hestaskálin", og kannske vakið hjá þeim djúpa samkennd sem hefur stuðlað að sálarheill þeirra. Kaffihús í Latínuhverfinu eru ekki stór geiri í þjóðlífi á Vestur- löndum, kannske sem betur fer, en þá sprettur fram maðurinn í síða frakkanum í Saint-Germain des Pres: hafi nokkur hitt á það að setja aðalhugmyndina ótvírætt fram á máli nútímans er það hann, og er ekki að efa að boð- skapurinn hafi síðan verið greyptur í huga þeirra hisp- ursmeyja sem fengu svo hispurs- lausa jólakveðju á götum úti. Segja má að á okkar rismiklu tím- um liggi þetta tjáningarform svo mjög í loftinu, að ekki er að kynja þótt því hafi skotið upp kollinum víðar. Nýlega var mér t.d. sagt frá jólanærbuxum með stórri mynd af Giljagaur framan á: þegar búið er að endurnýja þannig okkar þjóðlegu hefð og skrifa hana með nútímastafsetningu fer naumast hjá því að hún hæfi beinustu leið í mark. Ýmsum kann nú að þykja það óviðurkvæmilegt að ræða á þenn- an hátt um tjáningarform og um- búðir jólaboðskaparins og að- lögun hvors tveggja að glys- gjörnum nútímanum. Væru þeir vísir til að halda því fram, að allt prjál sem er um fram það sem var í torfkirkjunum gömlu dragi ein- ungis athyglina frá sjálfu inni- haldinu. En þær áhyggjur eru óþarfar. Sennilega myndu guð- fræðingar geta haldið því fram með góðri samvisku að Walt gamli Disney hafi að einu leyti haft rétt fyrir sér: jólaboðskapur- inn sé hannaður á þann hátt, að asninn í fjárhúsinu geti skynjað kjarnann, þótt hann líti ekki mjög hátt og víða og einblíni jafnvel á glysið hjá þeim kum- pánum Kaspar, Melkior og Balt- asar. e.m.j. LEIKHÚS UM TÓLIN Halla og Eyvindur í útlegðinni, Lilja Guðrún og Þórarinn í hlutverkum sínum. Frumsýning 26. desember. Mynd Grímur Bjarnason. Maraþondansinn verður frumsýndur á Broadway 29. desember. Robert (Helgi Björns- son) eftir ryskingar á dansgólfinu. Mynd - Jim Smart. Maraþon og fjallafrelsi Fimm leiksýningar að velja um í Reykjavík á millijóla og nýárs Leikhúsin bregðast ekki áhugasömum áhorfendum um jólin, þó sýningar liggi að vísu niðri I dag og á morgun. En dagana 26. til 30. desemb- er býðst mönnum að velja um fimm leiksýningar í Reykjavík, þar af tvær glænýjar. Einnig verður jólaleikrit Leikfélags Akureyrar, Emil í Kattholti, væntanlega frumsýnt ein- hvern þessara daga. Þjóðleikhúsið heldur jólin hátíðleg með frumsýningu á Fjalla-Eyvindi og konu hans eftir Jóhann Sigurjónsson, og er frumsýning á annan í jól- um, 77 árum eftir fyrstu frum- sýningu verksins hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, en með hlutvek þeirra Eyvindar, Höllu og Arnesar fara þau Þórarinn Eyfjörð, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir og Hákon Waage. Önnur, þriðja og fjórða sýning verða dagana 28. til 30. desember. í Hallgrímskirkju flytja ís- lenski dansflokkurinn og Arn- ar Jónsson leikari dansbænir Ivos Cramérs fjórum sinnum á milli jóla og nýárs, frá 27. til 30. desember. Mótettukórinn syngur þrjá sálma undir stjórn Harðar Askelssonar í byrjun sýningar, einn þeirra Maríu- bæn, sem Cramér hefur samið dans við, og síðan flytja dans- arar og Arnar Jónsson Faðir vorið við tónlist Ralphs Lund- stens. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur verða fjórar sýningar á Sveitasinfóníu Ragnars Arn- alds, dagana 27. til 30. des- ember. Leikstjóri er Þórhall- ur Sigurðsson. Á Broadway frumsýnir Leikfélagið Mara- þondansinn, söngleik eftir Ray Herman, þann 29. des- ember. Leikstjóri, þýðandi og höfundur söngtexta er Karl Ágúst Úlfsson, en aðalhlut- verkin leika Pétur Einarsson, Hanna María Karlsdóttir og Helgi Björnsson. Önnur sýn- ing á dansinum verður 30. desember. Alþýðuleikhúsið heldur áfram sýningum sínum á Kossi kóngulóarkonunnar eftir Manuel Puig í kjallara Hlaðvarpans að Vesturgötu 3. Kossinn var frumsýndur í okt- óber og fer sýningum nú fækk- andi, en tvær verða á milli jóla og nýárs: 29. og 30. desember. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir en leikendur Guð- mundur Ólafsson og Árni Pét- ur Guðjónsson. LG Laugardagur 24. dasember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.