Þjóðviljinn - 24.12.1988, Blaðsíða 15
■ ÖRFRÉTTIRH
Nýr utan-
ríkisráðherra
ERLENDAR FRETTIR
Víetnam
Lengi getur vont versnað
Forsætisrábherra slítur löggjafarsamkomunni eftir að hafa
beðist afsökunar á afturför í efnahagslífi landsins
Utvarpið í Hanoi, höfuðborg
Víetnams, skýrði frá því í gær
að þjóðþingi landsins hefði verið
slitið fyrr um daginn með næsta
dramatískum hætti. Forsætisráð-
herrann, Do Muoi, hefði lokið
lestri svartrar skýrslu um ástand
og horfur í efnahagsmálum og
beðið þingheim þvínæst forláts á
því að ríkisstjórnin skyldi ekki
hafa haft erindi sem erfiði í efna-
hagsmálum.
Útvarpað var völdum köflum
úr ræðu ráðherrans sem klykkti
út með því að heita á landsmenn
að auka ráðdeild og sparsemi.
Do Muoi mælti: „Því fer óra-
fjarri að hægt sé að una við niður-
stöðu og afrakstur þess sem
bryddað hefur verið uppá...
gífurlegt verk er óunnið og því er
ekki að neita að hagstjómin hef-
ur verið slakleg og á ýmsum svið-
um gjörsamlega í molum.
í áheyrn þjóðþingsins viður-
kenni ég fyrir hönd ríkisstjórnar-
innar að mjög margt hefur farið
aflaga og heiti því að verkefni
framtíðarinnar verði betur af
hendi leyst.“
Löggjafarsamkoma Víetnama
hefur fremur haft orð á sér fyrir
undirgefni við forystumenn
kommúnistaflokksins en hitt. Því
Og þótt mönnum áskotnist fé eru neysluvörur af skornum skammti í verslunum Hanoiborgar.
þykir sæta tíðindum að fundir
þess uppá síðkastið hafa verið all
róstusamir og háværir. Ljóst þyk-
ir að þingmenn hafi knúið fram
játningar forsætisráðherrans með
harkalegri gagnrýni.
Do Muoi kvað lítils jafnvægis
gæta í víetnömsku efnahagslífi,
fólksfjölgun væri slík að til stór-
felldra vandræða horfði og
atvinnuleysi ógurlegt, miljónir
vinnufærra manna fengju ekki
handtak að gera. „Lífskjör mikils
meirihluta verkafólks hafa
versnað dag frá degi.“
Erlendum fréttaskýrendum og
víetnömskum heimildamönnum
ber saman um að tekist sé á af
mikilli hörku í stjórnmálaráði
kommúnistaflokksins um ný-
sköpunarstefnu í efnahagslífi. Do
Moui vék að þessu í ræðunni með
diplómatísku orðfæri: „Þegar
ráðist er í nýjungar er hætt við að
ýms vandamál komi upp og ekki
óeðlilegt að skoðanir séu skiptar
um skeið. Okkur ber þó í lengstu
lög að forðast illindi og gífuryrði
hvert í annars garð.“
Reuter/-ks.
Sri Lanka
Neyðarastandslög úr gildi
Hafa gilt ífimm ár - stjórnvöld vonast eftir sáttum við singhalska
skœruliða
Kúbanir
Ánægðii
með
samning
fCnvtrÁ na fólnctnr
(sraelsríkis segir að „arabískir
hryðjuverkamenn" hafi grandað
Pan Am þotunni yfir Skotlandi og
að Bandaríkjamenn beri óbeina
ábyrgð á því með því að virða
PLO viðlits. Moshe Arens er
flokksbróðir Yitzhaks Shamírs
forsætisráðherra og lét þessi orð
falla í ísraelska ríkisútvarpinu.
Hann er fyrrum sendiherra (sra-
els í Washington. „Eitt sinn sneru
Bandaríkjamenn og ísraelsmenn
bökum saman í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum og er mér
tregt tungu að hræra nú þegar
vinir mínir vestra virðast hafa
gleymt því að PLO er höfuðból
hryðjuverkastarfseminnar.
Hverskonar viðurkenning á lög-
sögu og rétti PLO hvetur þau til
óhæfuverka."
„Sundraðir
föllum vér“
sagði Najíbullah um daginn í
reiðilestri yfir hausamótum
flokksbræðra sinna og -systra í
Alþýðuflokki Afganistans. Tass
fréttastofan skýrði frá þessu í
gær og hermir að leiðtoginn hafi
látið svo ummælt að áróöursmál
flokksins væru í hinni mestu ó-
reiðu. „Hann hvatti til einingar í
röðum félaga og sagði að flokk-
urinn gæti því aðeins verið öflgur
að þeir settu niður deilur sínar."
„Gleðilegt jól!“
segir þingforseti íslamska bylt-
ingarríkisins (rans við þjóðir
heims og komum við því hér með
á framfæri. íranska fréttastofan
IRNA hefur það ennfremur eftir
Alí Akbar Hashemí Rafsanjaní að
hann óski þess að „harðstjórar
sem þykjast kristnir" söðli um og
fari að hegða sér í samræmi við
það. „Á þessum merkisdegi
sendum við guðhræddum
mönnum um öll byggð ból bestu
kveðjur."
Jassír Arafat
gekk á fund Jóhannesar Páls II
páfa í gær með fríðu föruneyti og
var margt skrafað þótt friðarmál
Austurlanda nær væru vitaskuld
efst á baugi. Páfi kvað hafa sagt
að ísraelsmenn og Palestínu-
menn ættu sama „grundvallar-
rétt“ til eigin lands en hvorir
tveggju yrðu að hætta að fremja
ofbeldisverk. Fundurinn stóð í 20
mínútur og segir í yfirlýsingu
Páfagarðs að hans heilagleiki
hafi fallist á að eiga orðastað viö
Arafat sökum þess ..að hann
hefur staðið stöðugur í baráttunni
fyrir réttindum fólks síns og þráð
frið.“ Fyrr í gær ræddi Arafat
drykklanga stund við Ciriaco de
Mita, forsætisráðherra Ítalíu. Lét
hann þá svo ummælt að nú væri
lag fyrir Sameinuðu þjóðirnar að
kveðja til ráðstefnu ríkja um frið í
Austurlöndum nær.
Þrír táningar
fundu sviðið umslag skammt frá
braki úr Pan Am þotunni sem
fórst yfir Skotlandi á miðviku-
dagskvöld. Þeir fóru náttúrlega
með það heim á bæ og færðu
föður sjnum sem opnaði og viti
menn! í Ijós komu peningaseðlar
og ferðatékkar, alls um hálf mjjj-
ón dollnra. Einsog sönnum kalv-
ínista sæmir lét faðirinn lögreglu
vita sem sótti féð.
Ríkisstjórn Sri Lanka tilkynnti
í gær að neyðarástandslög,
sem hafa verið í gildi síðan 1983,
yrðu ekki framlengd er þau falla
úr gildi 15. jan. n.k. Tilkynnti La-
lith Athulathmudali, þjóðarör-
yggisráðherra, þetta eftir fyrsta
fund ríkisstjórnarinnar eftir for-
setakosningarnar á mánudag s.l.,
er Ranasinghe Premadasa, for-
sætisráðherra, var kjörinn for-
seti.
Athulathmudali sagði að
stjórnin myndi gera sitt besta til
að komast að samkomulagi við
tamílska skæruliða á norðurhluta
eyjarinnar og singhalska skæru-
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar er meirihluti
ísraela hlynntur því að ísrael taki
upp samningaviðræður við Frels-
issamtök Palestínu (PLO). Shim-
on Peres, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, fráfarandi utanríkis-
ráðherra og núverandi fjármála-
ráðherra, gaf nýlega í skyn að
ekki væri útilokað að hann gæti
sæst á slíkar viðræður, en Likud-
bandalag Shamirs forsætisráð-
herra tekur það ekki í mál og sú
stefna varðofan á er nefndir tveir
stærstu flokkar ísraels mynduðu
nýja stjórn.
Niðurstöður skoðanakönnun-
liða á suðurhlutanum. Hann
kvað stjórnina og hafa í hyggju að
opna í næsta mánuði skóla, sem
lokaðir hafa verið í tæpar tíu vik-
ur út af róstum.
Að sögn iögreglu hefur sing-
halska skæruliðahreyfingin, sem
þekktust er undir skammstöfun-
inni JVP, drepið yfir 700 manns
frá því í ágúst 1987. En síðan á
kosningadaginn hefur verið til-
tölulega lítið um ofbeldi á eynni
og er líklegt að stjórnin túlki það
sem merki þess, að skæruliðar
þessir séu teknir að þreytast á
vígaferlum. Þjóðaröryggis-
ráðherrann skoraði við þetta
ísrael
arinnar eru á þá leið, að 54 af
hundraði ísraela vilji að stjórn
þeirra taki upp viðræður við
PLO, að því tilskildu að Arafat
leiðtogi samtakanna standi við
yfirlýsingar sínar gefnar í Genf og
loforð sitt um að binda endi á
hryðjuverk. 44 af hundraði að-
spurðra lýstu sig andvíga við-
ræðum við PLO. ísraelskir borg-
arar arabískrar ættar, sem eru um
650.000 talsins, voru ekki spurðir
álits, en talið er víst að þorri
þeirra kjósi stjórnmáiaflokka,
sem hlynntir eru viðræðum.
Talsmenn Dahafstofnúnarinn-
ar, sem skoðanakönnunina.
tækifæri á JVP að láta af
mannvígum og taka þátt í þing-
kosningum, sem eiga að fara
fram á eynni 15. febr. n.k.
Þrátt fyrir tiltölulega mikla
friðsemd á eynni síðustu daga er
loft þar enn mjög lævi blandið og
margt í óvissu, meðal annars
vegna þess að leiðtogi helsta
stjórnarandstöðuflokksins, Sir-
imavo Bandaranaike, hefur sak-
að stjórnarflokkinn um kosning-
asvindl í forsetakosningunum.
JVP-hreyfingin hefur verið talin
ívið vinsamlegri henni en stjórn-
arflokknum.
Reuter/-dþ.
gerði, sögðu í viðtali við Yedioth
Ahronoth, víðlesnasta blað
landsins, að ljóst mætti vera af
niðurstöðunum að undanfarið
hefði þeirri skoðun, að ísrael ætti
að taka upp viðræður við PLO,
aukist fylgi að verulegum mun.
Eins og kunnugt er ákváðu
Bandaríkin, langmikilvægasti
bandamaður ísraels, að hefja
viðræður við PLO eftir að Arafat
viðurkenndi tilverurétt ísraels,
hafnaði hryðjuverkum og lýsti
yfir samþykki við samþykíctir
Sameinuðu þjóðanna viðvíkjandi
illdeilum ísraels og araba.
Reuter/-dþ.
Kúbanir
Ánægðir
með
samning
Kastró ogfélagar
hans á þingi spretta úr
sœtumfagnandi
Stjórnvöld á Kúbu þykjast hafa
himin höndum tekið að loks náð-
ist samkomulag fjcnda í sunnan-
verðri Afríku um sjálfstæði Nam-
ibíu og heimkvaðningu erlendra
herja frá Angólu. Það er kunnara
en frá þurfi að segja að undanfar-
in 13 ár hafa um 50 þúsund kúb-
anskir hermenn liðsinnt ráða-
mönnum í Lúanda. Samkvæmt
ákvæðum samningsins eiga hinir
síðustu þeirra að vera horfnir á
braut um miðbik ársins 1991.
Allir fulltrúar á löggjafarþing-
inu í Havana, nær 500 talsins, risu
úr sætum og fögnuðu sætlega
með forseta sínum, Fídel Kastró,
þegar fréttir bárust um að máls-
metandi fulltrúar fjandþjóðanna,
utanríkisráðherrar Kúbu, Suður-
Afríku og Angólu, hefðu lagt
nafn sitt við samninginn í fyrra-
dag.
I fréttatíma sjónvarps var at-
burði þessum gerð býsna góð
skil, sýndar voru kvikmyndir af
hátíðahöldum vegna samkomu-
lagsins og fengu sjónvarpsáhorf-
endur að auki að heyra ræðu síns
utanríkisráðherra, Isidoros
Malmiercas, frá upphafi til enda.
Malmierca kom víða við. Hann
bar Bandaríkjastjórn fláttskap á
brýn, hún græfi undan friði í
sunnanverðri Afríku og reyndi
ekki að rekja rætur vandans því
hún léti sem hún vissi ekki um
aðskilnaðarstefnu ráðamanna í
Pretóríu, „höfuðorsök ófriðar á
svæðinu."
Granma er málgagn yfirvald-
anna á Kúbu. í því var farið
mörgum orðum og fögrum um
samninginn sem „.. .aflaði síðustu
nýlendu Afríku frelsis.“
Reuter/-ks.
Meirihluti vill viðræður við PL0
Viðrœðusinnum eykstfylgi - nýja stjórnin þvertekurfyrir að talað sé
við samtökin
Laugardagur 24. desember 1988 þjóÐVILJINN ~ SÍÐA 15