Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Stálvík Útlitið afar dökkt Framkvœmdastjórinn: Uppsagnir 60 manna starfsliðs fyrirtœkisins tala gildi 15. febrúar nk. Útvegun verkefna heima sem erlendis miðar lítt Uppsagnir alis starfsliðs skipa- smíðastöðvarinnar Stálvíkur alls 60 manns koma til fram- kvæmda 15. febrúar nk. en þá eru þrír mánuðir liðnir frá því starfs- fólkinu var sagt upp. Að öllu óbreyttu má búast við að starfs- mennirnir taki pokann sinn að þeim tíma liðnum. Að sögn Jóns Gauta Jónssonar framkvæmdastjóra Stálvíkur er fyrirtækið með öll spjót úti bæði heima sem erlendis í útvegun verkefna en lítt miðar. „Við erum með línuna úti og flotholtið flýtur. Síðan verður tíminn að skera úr hvort einhver tekur en satt best að segja erum við ekki bjartsýnir á framtíðina í íslensk- um skipasmíðaiðnaði. Það hafa um 800 manns framfærsiu sína á iðnaðinum en engu að síður veitist erfitt að sannfæra ráða- menn þjóðarinnar um mikilvægi hans fyrir íslenskan sjávarútveg“, sagði Jón Gauti Jónsson. Eins og kunnugt er neitaði ríkisstjórnin fyrirtækinu um ríkis- ábyrgð fyrir smíði 10 togara fyrir aðila í Marokkó. Að sögn Jóns Gauta hefur Alþjóðabankinn tekið kaupanda skipanna vel og er að vænta svars frá bankanum upp úr miðjum janúar nk. hvort hann veiti honum fyrirgreiðslu eður ei, en bankinn hefur fjár- magnað 3 verkefni fyrir aðila í Marokkó á sviði sjávarútvegs á síðustu misserum. í staðinn verða skipin smíðuð í Þau- Þá mun starfsmaður fyrir- Perú og mun Stálvík selja tækisins verða að staðaldri í Perú teikningar af skipunum auk sölu til að fylgjast með smíðinni. á ýmissi tækniþjónustu varðandi -grh * ri Afurðalán til laxeldis Verða loks að veruleika Landbúnaðarráðherra hefur lagtframfrumvarp um afurðalán til laxeldis. Steingrímur J. Sigfússon: Vonaað málið fái skjóta afgreiðslu. GuðmundurG. Þórarinsson: Mjög ánœgður með frumvarpið Steingrímur J. Sigfússon iand- búnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afurðalán til fiskeldisstöðva. Fiskeldisstöðvar hafa hingað til keypt tryggingar fyrir 50% af verðmæti afurða, en fyrirtæki í sjávarútvegi geta fengið afurða- lán fyrir allt að 75% afurða sinna. Það sama gildir um hefð- bundinn landbúnað. Guðmund- ur G. Þórarinsson formaður Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva er mjög ánægður með frumvarpið. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Tryggingasjóður fiskeldislána tryggi greiðslu rekstrar- og af- urðalána sem lánastofnanir veita fiskeldisstöðvum. Þessi trygging verði aðeins veitt ef viðkomandi fyrirtæki hafi tryggt afurðir sínar með umframkostnaðartryggingu fyrir að minnsta kosti 50% trygg- ingaverðmætis afurða sinna. Þannig nær afurðalánahlutfail í laxeldi að verða það sama og í hefðbundnum sjávarútvegi og landbúnaði. Heildarábyrgð sjóðsins fari þó aldrei yfir 1,8 miljarð hverju sinni. En það er einmitt sú fjárþörf sem sérstakur starfshópur landbúnaðarráð- herra segir vera hjá þeim stöðv- um sem framleiða matfisk. í samtali við Þjóðviljann sagði Steingrímur J. Sigfússon að þetta mál hefði verið til umfjöllunar frá því að seiðamarkaðir lokuðust í haust, og menn ákváðu að ala seiðin og gera úr þeim verðmæti. „Til að hægt sé að koma afurða- lánahlutfallinu í það sem gerist í öðrum útflutningsgreinum, þurfa að koma til sérstakar viðbótar- baktryggingar," sagði Steingrím- ur. Ríkissjóður myndi ef frum- varpið næði fram veita tryggingu fyrir þeim 25% sem vantaði upp á í 75%, eftir að stöðvamar hefðu keypt 50% baktryggingu sjálf. Steingrímir sagði ríkið taka áhættu með fiskeldisstöðvunum, ef vel gengi hjá þeim fengi trygg- ingasjóðurinn sitt til baka. En ef hallaði undan fæti tæki ríkið á sig hluta áfallsins. En ríkið fengi líka heimild til að leggja á gjöld upp í þann halla sem kynni að verða. Hann sagðist telja frumvarpið farsæla lausn miðað við þær að- stæður sem ríktu og krefðust skjótra lausna. Vonandi fengi frumvarpið skjóta afgreiðslu. Guðmundur G. Þórarinsson sagði að með frumvarpinu væmm við að taka svipuð skref og allar helstu samkeppnisþjóðir okkar. Menn deildu að vísu um ríkisá- byrgðir, en hann teldi hagstjórn nágrannalandanna yfirleitt heilbrigðari en hjá okkur. Hann væri því ánægður með þessa - hmp. lausn. Fiskeldi Þó fyrr hefði verið Fiskeldismenn fagna frumvarpi landbúnaðarráðherra um Tryggingarsjóð fiskeldislána. Meðþvíer atvinnugreininni loksins skapaðar sömu forsendur oghafa verið hjá öðrum útflutnings- greinum „Fiskeldismenn eru mjög ánægðir með þetta frumvarp landbúnaðarráðherra og hafa ekkert nema eitt gott um efni þess að segja. Þegar það verður að lögum er atvinnugreinninni sköpuð eðlileg fyrirgreiðsla til jafns við aðrar sem hefur verið eitt aðalbaráttumál fiskeldis- manna hingað til“, sagði Jón G. Gunnlaugsson viðskiptafræðing- ur hjá Landssambandi fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráð- herra hefur lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um Trygginga- sjóð fiskeldislána. Hlutverk sjóðsins er að tryggja greiðslu afurðalána sem bankar og aðrar lánastofnanir veita eða útvega innlendum fiskeldisfyrirtækjum, þannig að rekstrar- og afurðalán þeirra til fiskeldis geti numið allt að 75% af verðmæti birgða. Það var starfshópur sem ráð- herra skipaði 14. október sl. sem mótaði tillögur frumvarpsins en í honum áttu sæti þeir Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva, Össur Skarphéðinsson fiskeldisfræðingur og Guðmund- ur Sigþórsson skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu sem jafnframt var skipaður formaður starfshópsins. Samkvæmt frumvarpinu getur hámarksskuldbinding sjóðsins á hverjum tíma numið allt að 1.8 miljón króna eða jafnvirði þeirrar upphæðar í erlendri mynt. Greiðslutrygging skal því aðeins veitt að viðkomandi fyrir- tæki hafi tryggt afurðir sínar með svonefndri umframskaðatrygg- ingu eða hliðstæðri tryggingu er nemi amk. 50% af tryggingar- verðmætum afurða. -grh Eignaskattar Hækkun úUátalaus Fréttastofa Sjónvarps: 130% hœkkun eignaskatta hjá einstaklingi ,jem á þokkalegt raðhús og lítið skrifstofuhúsnæði“ upp á tólf og hálfa miljón. Már Guðmundsson: Eðlilegt að greitt sé af miklum eignum Menntamálaráðneytið Nefnd í kvikmyndamálin M skipað nefnd sem hefur það hlutverk að fjalla um stefnu- mótun í kvikmyndamálum. Einn- ig er nefndinni ætlað að undirbúa að komið verði á fót Kvikmynda- stofnun íslands. Nefndin sem á að ljúka störf- um fyrir 31. mars á næsta ári hef- ur fengið það verkefni að kanna lög og reglur sem í gildi eru um kvikmyndamál í nágrannalönd- unum. Einnig hefur henni verið falið að gera athugun á rekstrar- skipan Kvikmyndasjóðs og kvik- myndasafnsins og samstarf þess- ara stofnana við þá aðila sem tengjast kvikmyndagerð á ís- landi. Þá hefur nefndin það verkefni með höndum að endurskoða lög um kvikmyndamál sem sett voru 1984 og endurskoða átti innan tveggja ára. Nefndinni er ætlað að leggja fram drög að nýjum lögum sem lögð yrðu fram á Al- þingi hið fyrsta. Menntamálaráðherra hefur skipað Þráin Bertelsson kvik- myndagerðarmann formann nefndarinnar, en aðrir sem eiga sæti í nefndinni eru: Ágúst Guð- mundsson kvikmyndagerðar- maður, Atli Ásmundsson fulltrúi og Elsa Þorkelsdóttir fram- kvæmdastjóri -sg „Einstaklingur sem á þokka- legt raðhús og lítið skrifstofu- húsnæði getur búist við því að eignaskattar hækki um meira en 130% frá því í fyrra, og ef um er að ræða manneskju sem situr í óskiptu búi getur hækkunin num- ið yfir 180% frá síðasta ári,“ er niðurstaða fréttastofu Sjónvarps- ins á því hvernig nýsamþykktir eignaskattar ríkisstjórnarinnar komi út. Ólafur Jóhannsson, fréttamað- ur, flutti frétt hér að lútandi í áttafréttum Sjónvarpsins í fyrra- kvöld og tók dæmi af einstaklingi sem „á íbúðarhúsnæði sem er að fasteignamati 7,1 miljón króna og er meðalstórt raðhús í Reykja- vík, og skrifstofuhúsnæði nálægt 150 fermetrum sem er að fast- eignamati 5,4 miljónir/'Sagði Ólafur að eignaskattar umrædds einstaklings yrðu nú rúmlega 342 þúsund krónur, en hefðu numið 147 þúsundum í fyrra. „Hækkun- in á milli ára er því 132,6% en eignimar hafa þó ekki hækkað nema um 21,5% á sama tímabili samkvæmt fasteignamati," sagði hann. Már Guðmundsson, efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra, sagði af þessu tilefni að um feiki- legar eignir væri að ræða ef fólk ætti raðhús og skrifstofuhúsnæði upp á 12,5 miljónir skuldlaust, og því ekki óeðlilegt að greiddir væru af þeim eignaskattar. Már sagði að hækkun eigna- skatta væri mikil í prósentum tal- in þar sem tölurriar hefðu verið mjög lágar fyrir. Þá sagði hann að á það væri að líta að það nýmæli væri nú f skattalöggjöfinni að nýta megi persónuafslátt á móti eignasköttum. Fyrir bragðið lækkaði eignaskatturinn hjá fólki með litlar sem engar tekjur vegna persónuafsláttarins. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.