Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 14
Röðull Líklega hef ég oftast sloppið við meiri háttar slys í þessum pistlum mínum að undanförnu. Mér brá því iila í brún þegar ég renndi augum yfir Eiðfaxapistil- inn s.l. miðvikudag. Þarsegir svo: „Nú, eðaþáfrásögn míns góða frænda Gísla gamla Kon- ráðssonar", en síðan hafa fallíð niðurorðin: „um Jón Skarða", en það var hann, sem komst undan eftirleitarmönnum sínum með djarfmannlegum hætti en ekki Gísli, enda ekki vitað að hann hafi nokkru sinni þurft að bjarga sér á flótta, þótt vera kunni að hann hafi einhverntíma riðið Hér- aðsvötn á veikum ís, er hann bjó ábökkum þeirra. Raunarátti þessi pistill í dag að snúast um annað efni, þótt mér þætti óhjá- kvæmilegt að koma að þessari leiðréttingu. Til er blað, sem nefnist Röðull. Kannski fremurtímariten blað. Útgefandi þesser Alþýðubanda- lagið í Borgamesi og nærsveit- um. Vel má vera að Röðull komi ekki reglulega út, en lífseigur er hann samt því að með næsta ári byrjar 15. árg. Núverandi ritstjóri er Ríkharð Brynjólfsson, kennari á Hvanneyri en ritnefnd skipa auk hans Þórunn Eiríksdóttir, IngþórFriðriksson, Halldór Brynjúlfsson og Sveinn M. Eiðs- son. Röðulleroffsetprentaðurí Borgarnesi og frágangur allur hreinlegurog vandaður. Síðasta tbl. Röðuls kom út nú í des. Það hefst á jólahugleiðingu eftirsr. Agnesi M. Sigurðardóttur sóknarprest í Hvanneyrarprest- akalli. Sagterfrásíðastaaðal- fundi miðstjórnar AB og birtar ályktanirþaðan. Guðbrandur Brynjúlfsson skrifar greinina „Sýslunefndir- Héraösnefndir" og er þar fjallað um sveitar- stjórnarlög þau sem samþykkt voru á Alþingi 1986. Sagt er frá hreppaskilafundi í Andakíls- hreppi og nýju bókinni hans Jón- asarÁrnasonar, „Meiratil söngs“, leiðarþingi þarsem Stéttarsambandsfulltrúar Bún- aðarsambands Borgarfjarðar, Guðmundur á Skálpastöðum og Þórarinn á Ferjubakka, greindu frástörfumsíðastaaðalfundar , Stéttarsambands bænda. Slíkt mætti gerast víðar. Margrét T ryg- gvadóttirgreinirfrá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Vest- urlandi og einnig frá hinum ár- lega borgarafundi í Borgarnesi. Þórunn á Kaðalsstöðum á þarna athyglisverða grein um nýtingu ýmiss konar úrgangsefna. Þörf hugvekja, því helst eru nú horfur á að við séum að kæfa land og þjóð í rusli af ýmsum toga. Ágæt- ur leiðari er um byggðamál. „ Það erstjórnleysið og stefnuleysið, sem er höfuðóvinur landsbyggð- arinnar," segirþar. Sagt erfrá heimsókn listafólksins frá Kirgiz- iu til Hvanneyrar, sem vakti óskipta athygli og aðdáun. Greint erfrá laxveiði í borgfirsku ánum í sumar, loðkanínurækt, baðlyfinu Gammatox, og svo er það vísna- þátturinn hans Þorvaldar Heiðarssonar. -mhg IDAG er28. desember, miðvikudagurí tíundu viku vetrar, áttundi dagur mörsugs, 363. dagur ársins. Sól kemurupp í Reykjavík kl. 11.22 ensestkl. 15.37.Tungl minnkandi á þriðja kvartili. VIÐBURÐIR Barnadagur (barnamorð Heró- desar). FæddurMagnúsÁs- geirsson listmálari 1894. Fæddur Bjarni Thorarensen skáld 1786. Þjóðhátíðardagur Nepals. Stofn- að Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur 1932. UM UTVARP & SJÓNVARP 7 I dagsins önn Rás 1, kl. 13.05 Nokkuð sérstæður maður, Tryggvi Emilsson. Hann er af fá- tækum kominn, ólst upp að ýmsu við erfið kjör. Heitgeðja hug- sjónamaður, sem skipaði sér snemma í framvarðarsveit ís- lenskrar verkalýðshreyfingar, þegar „baráttan um brauðið“ var hvað hörðust í þjóðfélaginu. Á áttræðisaldri sneri Tryggvi sér að ritstörfum og verður meiri háttar rithöfundur. Þar hefur hann leikið á ýmsa strengi: ort ljóð, samið skáldsögur og svo frásagn- abálkinn um fátæka fólkið og baráttuna um brauðið. Og enn er Tryggvi að, kominn á níræðisald- urinn, og sendi frá sér nú fyrir jólin bókina Sjómenn og sauða- bændur.-ÁRás 1 kl. 13.05 ídag, ræðir Álfhildur Hallgrímsdóttir við þessa öldnu kempu. Þar mun Tryggvi Emilsson þessi sérstæði rithöfundur og ó- trauði baráttumaður fyrir betra mannlífi, Tryggvi Emilsson, segja frá rithöfundarferli sínum og lífskjörum. - mhg Halldór Laxness Lilja Sjónvarp ki. 23.05 Þessi kvikmynd, Lilja, sem er frá árinu 1978, er byggð á sam- nefndri skáldsögu Halldórs Lax- ness. Um tilurð sögunnar hefur hann sagt m.a.: „Ég var nýkom- inn að utan og var til húsa á hóteli í miðbænum. Þessi saga vaktist upp hjá mér við stöðugar lík- hringingar úr Dómkirkjunni“. - Ástamál Napóleons og Jósefínu Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugs- son en meðal leikenda eru Eyj- ólfur Bjarnason, Sigurður Sigur- jónsson, Viðar Eggertsson, Ólafur Örn Thoroddsen, Ellen Gunnarsdóttir og Auróra Hall- dórsdóttir. Sögumaður er Hall- dór Laxness. - Myndin var áður á dagskrá 27. ágúst 1978. -mhg Stöð tvö kl. 20.30 Þessi þáttur er annar í röðinni af þremur um ástamál Napó- leóns, en þar gekk nú á ýmsu fyrir kappanum ekki síður en á víg- vöilunum. Vegna óeirða í kjölfar frönsku byltingarinnar er Napó- león kallaður til Parísar. Þar kemst hann í tæri við fríðleiks- kvendið Jósefínu og gengur að eiga hana. Hveitibrauðsdagarnir urðu þó endasleppir því bráðlega er Napóleon sendur til orrustu- vallar á Ítalíu en Jósefína heldur kyrru fyrir. Síðan nota óprúttnir menn í æðri stöðum hana sem vopn á Napóleon til þess að hafa áhrif á gang her- og stjórnmálanna. Ekki er að spyrja að valdabröltinu. - mhg GARPURINN <7'<i <T/ KALLI OG KOBBI Guð minn góður, steinninn hreyfðist. Hvað er undir honum?! Hlýtur að vera Marsbúi. Eða þá eitthvert viðbjóðslegt skrímsli. JfL ©1988 Universal Press Syndicate » Talandi um Hvað kollgátur; sérðu getum við þetta! ^ gert?! rr Eigum viö aö horfa á sjón ----------■ varpiðT-j £Nfil|akk- ■ • Eg vil vera sjálfstæður einstaklingur. Ekki bara tala í c skýrslum. Hvernig skýrslum? J Þú veist. Maður kveikir á sjónvarpinu, og þá eri maður í skýrslunum sem einn af þeim sem eru aó horfa á sjónvarpið. FOLDA Og hvað? Núna ertu> í skýrslum sem einn af þeim sem horfir EKKI á sjónvarpið! 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.