Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 12
Að lifa einsog folk Brýn nauðsyn 256 sinnum. Rœða Ásmundar Stefánssonar á fundi í Háskólabíói Góðir félagar! Tvisvar sinnum er orðið nauð; syn notað í stjórnarskránni. í fyrra sinnið segir að Alþingi megi kveða til aukafunda þegar nauð- syn ber til. Svo alvarlegt getur ástandið orðið að ráðherra leggi til að aukaþing verði kallað sam- an. Þrisvar sinnum hefur það gerst, síðast vegna 1100 ára af- mælis fslandsbyggðar árið 1974. Þá nutu menn ánægjulegrar sam- verustundar í blíðviðri á Þing- völlum. f síðara skiptið kemur orðið nauðsyn fyrir þar sem er fjallað um setningu bráðabirgðalaga. Þar segir að þau megi setja ef brýna nauðsyn beri til. Takið eftir. Hér nægir ekki nauðsynin ein. Það þarf að vera brýn nauð- syn. Og hvað oft haidið þið að ráðherrar Lýðveldisins Islands hafi talið brýna nauðsyn bera til að setja bráðabirgðalög? Tvö hundruð fimmtíu og sex sinnum. Tvö hundruð fimmtíu og sex sinnum hefur ráðherra taiið svo augljósa og skilyrðislausa þörf á setningu laga að Alþingi, löggjaf- inn sjálfur, geti ekki komið til fundar nógu fljótt til þess að af- stýra vandanum. í Lýðveldinu ís- landi hafa því að jafnaði verið sett 6 bráðabirgðalög á ári. Að banna samninga og umsamdar kauphækkanir f dag komum við saman út af einum þessum lögum sem brýna nauðsyn bar til að setja. Það er raunar ekki alveg rétt hjá mér. Lögin voru sett í þremur áföng- um. Fyrst taldi ráðherra brýna nauðsyn bera til að banna verka- lýðsfélögum að gera kjarasamn- inga. Síðan taldi ráðherra brýna nauðsyn bera til að setja lög sem breyttu bráðabirgðalögunum sem fyrst voru sett. I þriðja sinn bætti ráðherra um betur. Hann taldi brýna nauðsyn bera til að banna umsamdar kauphækkanir, sem fyrstu lögin bönnuðu ekki. Alþjóðlegar samþykktir brotnar í tilefni af þessu öllu tókum við það ráð að skrifa éinni af stofnun- um Sameinuðu þjóðanna, Al- þjóðavinnumálastofnuninni. Það gerðum við vegna þess að ísland hefur staðfest tvær alþjóðlegar samþykktir um verkalýðsmál og samningsrétt. Við höfum vænst þess að nefnd Alþjóðavinnumál- astofnunarinnar um samtaka- frelsi mundi afgreiða málið á fundi sínum nú í nóvember. Það gerðist ekki. Það gerðist ekki vegna þess að ríkisstjórn íslands hefur sýnt Al- þjóðavinnumálastofnuninni þá vanvirðu að svara ekki fyrirspurn hennar um málið. Þetta var okk- ur tilkynnt með bréfi í byrjun þessarar viku. Með öliu fram- ferði sínu skipa íslenskir ráðherr- ar sér á bekk með þeim ríkis- stjórnum sem opinbera skömm sína þannig að ekki fer á milli mála. Mannréttindabrot í Póllandi fordæmd Okkur er það áhyggjuefni þeg- ar lagðir eru fjötrar á pólsku verkalýðssamtökin Solidarnos. Stjórnmálaöfl á íslandi lýstu einnig áhyggjum sínum og for- dæmdu mannréttindabrot pól- skra stjórnvalda. Eflaust mun utanríkisráðherra árétta þessa af- stöðu í heimsókn sinni til pólskra stjórnvalda á næstu dögum. Ef Walesa væri ekki í París í tilefni af mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna mundi utanríkisráð- herra eflaust vilja hitta hann og lýsa stuðningi sínum við barátu hans fyrirfrjálsum verkalýðssam- tökum. Á íslandi telja þessi sömu stjórnmálaöfl það einfalt smekksatriði hvort samningar stéttarfélaga á íslandi séu virtir, þeim rift eða þeir bannaðir með lögum. Samningsréttur er hluti lýðræðiskerfisins Réttur verkafólks til að bindast samtökum og gera frjálsa samn- inga en einn helgasti hluti þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Sá réttur er ekki aðeins mikils virði fyrir verkafólk í Póllandi og Suður-Afríku. Hann skiptir sköpum fyrir okkur sjálf. Hann skiptir sköpum fyrir okkur sjálf til þess að viðhalda því lýðræðis- Iega fyrirkomulagi sem við viljum hafa í stjórnháttum okkar. Gagn- kvæmt traust þegnanna og tryggð stjórnvalda við grundvallarreglur almenns siðgæðis er það sem heldur lýðræðisþjóðfélagi sam- an. Vantraust og tortryggni leysir það upp. Það er nóg komið Við setningu Alþýðusam- bandsþings fyrir stuttu spurði ég þingheim hvernig framtíð hann ætlaði að búa börnum sínum og barnabörnum. Ætlum við að láta það yfir okk- ur ganga að ríkisstjórnir eyðileggi verkalýðshreyfinguna? Ætlum við að búa börnum okkar og barnabörnum framtíð þar sem kjarasamningar eru úr sögunni? Ætlum við að búa þeim framtíð án verkalýðshreyfingar? Ég svaraði þessu neitandi og þing ASÍ tók undir það og taldi að nú væri nóg komið. Góðir félagar: Það er nóg kom- ið. Við lifum á laununum Að undanförnu hefur dregið mikið úr kaupmætti. Launafólk almennt hefur orðið fyrir alvar- legri tekjurýrnun. í þessu ljósi er hún undarleg umræðan sem nú fer fram af hálfu stjórnmála- manna og atvinnurekenda um að laun verði að lækka. Þeir verða að skilja að laun eru ekki aðeins kostnaðarliður í bók- haldi fyrirtækja. Við lifum á laununum. Launin eru okkar lifi- brauð. Mörg fyrirtæki lifa því að- eins að við höfum ráð á að skipta við þau. Heimatilbúð atvinnuleysi Ef kjör yrðu skert ofan í þann samdrátt sem þegar er orðinn væri ekki aðeins stefnt í stór- aukinn ójöfnuð eins og gerðist 1983. Það væri meðvitað stefnt í alvarlegt heimatilbúið atvinnu- leysi. Þá ósvinnu og heimsku megum við ekki láta yfir okkur ganga. Ranghugmynd ráðherra Það er ranghugmynd ráðherra MINNING að þjóðin sé gjaldþrota. Reynslan sýnir að sú þráhyggja að kjaraskerðing leysi allan vanda hefuí beðið skipbrot. Við krefjumst raunhæfra lausna. - Launakostnaður veldur ekki óvissu í atvinnumálum, heldur vaxtaokur og óráðsía. Verkaýðshreyfingin er hreyfiafl félagslegra framfara Góðir félagar. Saga verkaýðshreyfingarinnar hefur verið saga hreyfingar sem hefur mótað framtíðina. Verka- lýðshreyfingin hefur ekki aðeins barist fyrir hærra kaupi, hún hef- ur verið hreyfiafl félagslegra framfara. Nánast öll félagsmálalöggjöfin er sprottin af þeirri umræðu sem verkalýðshreyfingin mótaði sem mótvægi gegn ómengaðri markaðs- og frjálshyggju. Það hefur náðst samstaða um það við- horf að við skulum bera gagn- kvæma umhyggju hvert fyrir öðru. Markaðsöflin skulu ekki ráða því hvort og hvernig þjón- ustu við fáum ef við veikjumst. Markaðsöflin skulu ekki ráða því hvort við höfum framfærslueyri þegar að okkur steðjar óáran eða við eldumst. Markaðsöflin skulu heldur ekki ráða hvaða skóla- göngu börnin okkar fá. Að lifa eins og fólk Þegar við krefjumst samnings- réttar og þess að gerðir samning- ar skuli virtir erum við ekki að- eins að takast á um kaupið í dag eða kaupið á morgun. Við erum að gera tilkall til þess að fá að lifa eins og fólk; fá að ráða málum okkar sjálf, að geta í krafti okkar eigin samtaka mótað eigið um- hverfi. Mannréttindi skulu virt í mörgum löndum heims er fólk beitt líkamlegu ofbeldi. Það er pyntað. Það er myrt. Víst vit- um við að ástand er víða alvar- legra en hér. Við finnum til með öllum þeim sem ofsóttir eru um víða veröld. í dag á mannrétt- indadegi Sameinuðu þjóðanna lýsum við stuðningi okkar við mannréttindabaráttu um gjörv- alla heimsbyggðina og ég hvet ykkur til að sækja fund íslands- deildar Amnesty, sem haldinn er á Hótel Borg kl. 4 í dag. Við viljum að mannréttindi séu virt í útlöndum. Allir einstak- lingar alls staðar eiga sinn rétt. En við viljum líka að mannréttindi séu virt hér heima. Við viljum búa við mannréttindi og við viljum geta gagnrýnt mannréttindabrot í öðrum löndum án þess að blygðast okk- ar. Um leið og við tökum undir kröfur þeirra ofsóttu um alla heimsbyggðina á mannréttinda- degi Sameinuðu þjóðanna, ger- um við kröfu til þess að mannréttindi séu virt einnig á ís- landi. - Mannréttindi er ekki aðeins flík til að bera í fjarlægum löndum. Góðir félagar! - Laun eru ekki vandamál fyr- irtækja, laun eru lifibrauð fjöl- skyldna. - Barátta fyrirsamningsrétti er barátta fyrir bættum kjörum. - Við krefjumst samningsrétt- ar. Það er okkar allra, góðir fé- lagar, að koma þeirri kröfu á framfæri og sjá til þess að hún nái fram að ganga. Hvort sem sam- tökin heita ASÍ, BSRB, Félag bókagerðarmanna, Kennara- samband íslands eða Samband bankamanna þá stöndum við saman um þá kröfu. Ásmundur er forseti ASÍ. f tilefni umræðna um nýsamþykkt stað- festingarfrumvarp við bráða- birgöalögin frá í maí, júní og sept- ember sendi hann Þjóðviljanum til birtingar ræðu sína á sameigin- legum fundi ASÍ, BSRB, BHM, BK og SB í Háskólabíói 10. des- ember. Vegna jólaanna reyndist ekki unnt að birta ræðu Ásmund- ar fyrir jól, en hún barst ritstjórn 20. desember. Sigríður Kjartansdóttir F. 17.3. 1926 - D. 18. 12. 1988 Sigríður fæddist í Reykjavík 17. mars 1926, foreldrar hennar voru Þorsteina Ágústsdóttir og Kjartan Vigfússon, ólst hún upp á góðu heimili í glöðum og sam- he#ntum systkinahópi. Sigga eins og hún var ætíð kölluð af vinum sínum fór snemma að vinna í prentiðnaði og var eftirsótt til þeirra starfa, sem hún stundaði öðru hvoru alla tíð. Ung að árum kynntist hún Tryggva Benediktssyni, járniðn- aðarmanni, sem varð hennar lífs- förunautur. Sigga og Tryggvi voru ákaflega samlynd hjón, höfðu mörg sameiginleg áhuga- mál, útiveru, göngur og skíða- íþróttina, svo ekki sé talað um dansinn, sem var hennar líf og yndi, og var hreinasta unun að sjá Siggu leika listir sínar á dansgólfinu. Skömmu eftir giftingu stofn- uðu Sigga og Tryggvi heimili sitt í húsi foreldra minna. Við Jakob höfðum þá nýlega stofnað eigið heimili í sama húsi. Leiddu kynni okkar til ævarandi vináttu sem aldrei bar skugga á. Nokkru eftir að Sigga og Tryggvi hófu búskap, réðust þau í að byggja sér eigið hús í Kópavogi og komu sér upp notalegu heimili á skömmum tíma af atorku og dugnaði. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, Þórunni, kennara í Sand- gerði, gift Reyni Þór Ragn- arssyni, Kjartan, iðnaðarmann og Gyðu, nemanda í Háskóla ís- lands, sambýlismaður hennar er Árni Magnússon. Sigga lét sér ætíð einkar annt um börn sín og fjölskyldur þeirra. Sigga var í mörg ár psoriasis- sjúklingur og þurfti af þeim sökum oft að leggjast á sjúkrahús til meðferðar. Þessi erfiði sjúk- dómur náði aldrei að buga lífsg- leði hennar. Fyrir nokkrum vikum kenndi hún lasleika umfram það sem áður var og var lögð á Landspítal- ann til rannsóknar. Fékk hún helgarleyfi föstudaginn 16. des- ember. Ræddum við saman í síma þann dag og var hún nokkuð glöð að venju. Á sunnudeginum var hún látin. Að leiðarlokum er margs að minnast. Sigga var óvenju sterk persóna. Aldrei minnist ég þess að neinir tyllidagar væru hjá mér og fjölskyldu minni svo hún væri ekki boðin og búin að hjálpa til við undirbúning. Við sem höfum verið með Siggu í saumaklúbbi yfir fjörutíu ár eigum ógleymanlegar minn- ingar um hana. Þar var hún ætíð hrókur alls fagnaðar, sagði listi- lega frá með lifandi svipbrigðum og látbragði eins og henni var lagið. Við saumaklúbbssystur kveðjum vinkonu okkar með söknuði. Við fjölskyldan sendum Tryggva og ástvinum öllum inni- legustu samúðarkveðjur. Dadda Síðustu tuttugu og fimm árin þekktum við Sigríði Kjartans- dóttur og mann hennar, Tryggva Benediktsson betur en fyrr. Við áttum með þeim margar góðar stundir bæði hér á landi og er- lendis, einkum í Austur- Þýskalandi. Þótt mestan part væri þar um vinnuferðir að ræða á vináttu og verkalýðsráðstefnur með þýsku og norrænu alþýðu- fólki nutum við alltaf léttra gam- anstunda mitt í alvörunni. Fáir af þeim, sem við kynntumst á þessum árum eru okkur minnisstæðari en Sigríður Kjartansdóttir, þessi síglaða, hreinskilna mannúðarkona. Maður hefði þó ekki haldið að gleðin gæti alltaf verið henni efst í sinni eins og hún hafði lengi átt við þungbær veikindi að stríða. En hetjuskapurinn og höfðings- lundin braut aldrei þrótt hennar til að miðla öðrum af gleði sinni og fjörmiklu þreki. Þótt hún segði öðrum frá líðan sinni, var þar aldrei að finna óskir um með- aumkvun. Öll sín veikindaaár og sjúkrahúsvistir bar hún eins og hetja, studd af fágætri umhyggju eiginmanns síns. Það eru ekki sjúkrasögur, sem eru okkur efst í huga við fráfall Sigríðar Kjartansdóttur heldur þrekið, gleðin og vináttan. Við þökkum henni af heilum hug fyrir samverustundirnar, vinsemdina, góða og skemmti- lega daga. Við sendum Tryggva og fjöl- skyldunni samúðar og vinar- kveðjur. Elín og Stefán

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.