Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 7
MENNING
„Reykur útum grímu,
gríma fyrir reyknum“
Djákninn. Sjónvarpskvikmynd.
Leikstjórn og handrit: Egill Eðvarðs-
son.
Aðalhlutverk: Valdimar Örn Flyg-
enring, María Ólafsdóttir, Guðrún
Asmundsdóttir.
Sjónvarpið og Sagafilm 1988.
Það voru það sem heitir
blendnar tilfinningar í manni
þegar Sjónvarpið var búið að
sýna okkur Djáknann í fyrra-
kvöld, og sennilega blendnar á
annan hátt en aðstandendur
verksins ætluðust til.
Sú hugsun sem helst sótti á var
eiginlega hvort fagmennskan
væri nokkuð í þann veginn að
ganga af sköpunargáfunni dauðri
í íslenskum kvikmyndum? Aug-
lýsingagerð og önnur klisjusmíð
kannski orðin fullöflugur áhrifa-
valdur í starfi kvikmyndamanna?
Myndirnar búnar til fyrst og at-
hugað síðan hvort menn voru að
meina eitthvað? Að skapast ein-
hverskonar tilvistarvandi hjá
Agli Eðvarðssyni og félögum að
standa sífellt í skugga Hrafnsins?
í blaði rétt fyrir jól sagði höf-
undur Djáknans að hann hefði
ekki séð „jafn vandaða vinnu í
sjónvarpskvikmynd hér, hvorki
fyrr né síðar. Þá er ég ekki að tala
um sjálfan mig, ég er að tala um
fólkið sem ég vann með, kvik-
myndatöku, ljós, hljóð og leik-
mynd.“
Þetta er sennilega alveg rétt,
og það þarf ekki að draga úr því
hrósi þótt myndin hafi kostað
einar sjö miljónir. Menn eru van-
raun efast um að stórverkefni af
þessu tagi eigi rétt á sér, nema
allir dansararnir séu atvinnu-
menn í sem bestu formi eða þá
allir áhugamenn. Bil beggja
skilar ósamstæðum flokki og lýtir
ánægju njótandans.
Lýsingu Ásmundar var í ýmsu
ábótavant, enda erfitt að lýsa kór
kirkjunnar, ljós flæðir um á
björtum flötum, víða skaraðist
það illa og öll formhugsun í
beitingu skugga sem hefðu haft
mikla dramatíska áherslu var á
reiki. Þá var ég ósáttur við bún-
inga dansaranna, einkum karl-
anna og var engin samsvörun á
litbeitingu í ljósum og búningum.
Dansinn í kirkjunni kann við
fyrstu umhugsun að þykja óvið-
eigandi. En sjón er sögu ríkari.
Módettukórinn syngur dásam-
lega og þegar sýningin er hafin
opnast áhorfanda ný helgi hreyf-
ingar sem honum er áður ókunn.
Það er til vitnis um að erindi
Cramers til íslands að þessu sinni
er ekki til ónýtis, og jafnframt að
kirkja þjóðarinnar hefur um of
rígbundið hreyfingu messunnar.
Trúað fólk sem notar bænina í
guðrækni sinni ætti eindregið að
sjá þessa nýbreytni við bænar-
gjörð. Og áhugamenn um dans
geta enn sannfærst um mikilvægi
og ríkulegt tjágildi dansins.
Bænadans
Þjóðleikhúsið - íslenski dansflokkur-
inn ásamt Módettukór Hallgríms-
kirkju sýnir í Hallgrímskirkju
Faðir vor eftir Ivo Cramer.
Stjórnandi: Ivo Cramer.
Kórstjórn: Hörður Áskelsson.
Dansarar: Ásdís Magnúsdóttir, Ásta
Henriksdóttir, Balthasar Kormákur,
Birgitta Heide, Guðmunda Jóhannes-
dóttir, Guðrún Pálsdóttir Hanya Ha-
dya, Helena Jóhannsdóttir, Helga
Bernard, Ingibjörg Pálsdóttir, Jón
Egill Bragason, Ólafía Bjarnleifsdótt-
ir, Robert Bernquist, Soffía Guð-
mundsdóttir, Þóra Guðjónsen.
Búningar: Ivo Cramer.
Lestur: Arnar Jónsson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Tónlist: Ralph Lundsten, Hjálmar H.
Ragnarsson, Þorkell Sigurbjörnsson.
Þau eru undarlega ólík við-
fangsefnin sem Ivo Cramer hefur
sótt til íslands og til vitnis um fjöl-
hæfni hans sem listamanns. Fyrst
var það söngleikur og pantómíma
Anthony Newley sem hann
leikstýrði 1965 með Bessa
Bjarnasyni; þá tók hann efni um
Þorgeirsbola og skóp úr því bal-
lett 1968 við tónlist Þorkels Sigur-
björnssonar fyrir norsara; og nú
kemur hann hingað til að stýra
Dansbænum sínum með íslenska
dansflokknum. Öll kynning á
þessum merka listamanni fór að
mestu leyti fyrir ofan garð og
neðan í síðustu viku og hætt er við
að heimsókn hans nú veki ekki
tilhlýðilega athygli. Cramer er
um margt dæmigerður fyrir
dansahöfund og stjórnanda okk-
ar tíma. Hann hefur stjórnað
bæði söngleikjum og
danssýningum, átt stóran þátt í
framsókn nútímadansins á
norðurslóðum og hefur að auki
sótt inná nýjar lendur í dans-
sköpun með áhugamönnum, þá
einkum með kirkjudönsum sín-
um.
Trúarlegir dansar eru samofnir
þróun danslistarinnar á tuttug-
ustu öld. Frumkvöðlar í hinum
listræna dansi okkar aldar hafa
allir sótt í smiðju trúardansa og
trúarlotning hefur sett mark sitt á
þessa listgrein svo um munar.
Nýjungin sem Cramer brýtur
uppá er sú að færa dansinn inn í
kirkjuna og sækja stafróf dansins
í táknheim þeirra heyrnarlausu.
Hann sameinar þannig í eitt hina
hljóðu bæn í beinum og óbeinum
skilningi. Aðferð hans er að nota
tákn heyrnleysingja í tjáningu
Faðirvorsins sem grunneiningar í
dansi, nánast eins og stef sem
spunnið er frá í tilbrigðum og út-
leggingu. Sama aðferð nýtist
honum í dansi sem helgaður er
forseta lýðveldisins og kenndur
við Maríu mey. Þar verða honum
að grunnstefi kunnuglegar stell-
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
ingar úr íconagrafí eða helgi-
myndagerð, milt upplit Maríu og
biðjandi handstaða. í besta falli
hafa dansarnir lotningargildi,
sumir þeirra eru frásögn en aðrir
einungis skreyting viðbót við
bænina sjálfa.
Dansflokkurinn lagði sig í líma
við flutninginn á þessum dans-
bænum. Margt var fallegt í flutn-
ingnum, en víða sáust þess merki
að flokkurinn í þessari stærð
verður að reiða sig á eldri dansara
og karlmenn sem hafa ekki nema
takmarkaða þjálfun. Það má í
ir því að slíku smotteríi sé sólund-
að uppí sjónvarpi fyrr og síðar, og
ansi oft í klúður og vandræði,
bæði fyrr og síðar.
Fagvinnan í Djáknanum er
þannig að leikmaður sér ekki á
misfellu. Þetta er ennþá hrósvert.
Þó að það ætti eiginlega ekki að
vera það eftir 32 ára sjónvarp og
áratug næstum þrjátíu leikinna
alvörukvikmynda. En sumsé:
Djákninn og fleiri nýleg eintök af
íslenskri kvikmyndun benda til
þess að liðinn sé sá tími þegar
áhorfendur gripu fyrir augun í
magnlausri blygðun yfir ýmsu
tækniklúðri eða leik fyrir neðan
allar hellur.
Nú virðist runnin upp sú öld að
menn geta staðið á fætur sæmi-
lega ánægðir með að „okkar
menn“ geta líka, -en alls ósnortn-
ir af myndinni, án þeirrar tilfinn-
ingar að eitthvað hafi farið fram,
gerst, snerst, snúist í kaþarsis eða
Verfremdung eða einhverja aðra
upplifun. Fátt annað en að liðið
hafa tilteknir tugir mínútna fram-
an við hvíta tjaldið eða hinn glæra
skjá.
Þetta er sennilega nokkuð
harður dómur, og geldur sjón-
varpsmyndin þess að óþarft er að
setja upp þá silkihanska sem hér-
lendir umsagnarmenn hafa fyrir
atvinnutæki þegar myndir eru í
bíó og bæði íbúðir og mannslíf að
veði. En þær aðstæður og þaraf-
leiðandi silkihanskar eiga senni-
lega einmitt sinn þátt í landlægum
skorti á sjálfsgagnrýni í kvik-
myndabransanum, -nema þá
tæknilegri. Það þykir vissulega
betra núorðið að ekki sé skuggi á
filmunni af hljóðnemanum, og
klipping ögn markvissari en í
Morðsögu.
En það er kannski rétt að fara
að átta sig á því líka að kvikmynd
er alveg einsog önnur listform að
því leyti að tæknivinnan er til
einskis ef menn hafa gleymt salti
jarðar eða kannski aldrei vitað að
það er til og sumum skrattans
sama. Sú salttegund heitir líka að
hafa eitthvað að segja, hvort-
heldur er sjálft guðsríki eða ein
MÖRÐUR ÁRNASON
mannleg tilfinning, -að koma
áhorfandanum við og koma við
áhorfandann.
Þetta tókst Djáknanum sjald-
an.
Þjóðsagan sjálf, kveikjan að
verki Egils, er í sjálfu sér ekki
saga, varla smásaga, eiginlega
bara eitt minni um þann sem
Guðrún Ásmundsdóttir sem frænka Guggu og mundar rakvélarblaðið góða.
heimtir dauður brúði sína. Þessu
er í þjóðsögunni komið til skila
með nokkrum einföldum og
meitluðum svipmyndum, aðal-
lega í svörtu og hvítu, og áhrifa-
mest þeirra er þegar djákninn
ríður með Guðrúnu og „rak skýin
frá tunglinu".
Best verður kvikmyndin raun-
ar þegar hún fer næst sögunnni,
til dæmis í hliðstæðri þeysireið á
vélfákinum. En mynd eftir sög-
unni einni - í hennar tíma eða
nútíð - yrði aldrei löng.
Enda er hér nýr djákni, og búið
að sauma utanum ástæðu eða
bakgrunn, þarsem Myrkárævint-
ýrið gengur í erfðir fyrir tilverkn-
að einskonar djöfladýrkenda, lífs
eða liðinna. Þetta er ekki ólíkt og
í annarri íslenskri kvikmynd sem
heitir Húsið, eða Kubrick-
myndinni Shining. Sniðugt. En
þá þarf að vinna betur úr, láta
okkur vita meira eða gruna
meira. Veljast persónurnar inní
þennan endurtekna harmleik af
tilviljun eða eru þær valdar? Af
erfðum? útliti? skapgerð?
stjörnumerkjum? Þýðir gasgrím-
an eitthvað eða er hún bara til að
fela andlit? Örlagavaldurinn þeg-
ar sagan rís hæst, drifkraftur
verksins - sem veldur því að
djákninn nær ekki samanvið
Guggu og fer þessvegna út og kál-
ast, - er það að móðirin skuli tala
svona mikið í síma? Er myndin
kannski einskonar dæmisaga
fyrir foreldra um að sýna börnum
sínum á unglingsaldri nærgætni
varðandi símtöl?
Rafmagnsstólsdraumurinn,
eggjasmurning og aðskiljanlegar
birtingar Arnars Jónssonar fóru
einsog flestöll önnur dulræn fyrir-
brigði fyrir neðan garð og ofan,
og ameríska Poltergeist-
draugamyndin í kistuverkstæð-
inu missti þessvegna flestan kraft
nema þann sem hægt er að fram-
kalla sjálfur í dagsbirtu með því
að standa bakvið hurð og hrópa
hö að þeim sem framhjá gengur.
Þetta verður sumsé klúður.
Afar vel gert og mjög vandað
klúður.
Einsog áður sagði: til að búa til
listaverk þurfa menn að hafa
eitthvað sem þeir vilja skila frá
sér annað en að sannfæra viðtak-
endur um tæknilega kunnáttu.
Það er gott að kunna að búa til
reyk sem kemur útum grímu, en
verra að það skuli ekki vera neitt
bakvið grímuna nema reykur.
Eftir þetta þus hljómar það
einsog mótsögn að segja að
leikarar hafi staðið sig með prýði,
-en það gerðu þeir samt við að
vinna úr því sem handrit og texti
gefa. Engum þeirra tókst að
skapa minnisstæða persónu úr
hlutverki, til þess voru refirnir
því miður ekki skornir, en bæði
Valdimar Erni og Guðrúnu Ás-
mundsdóttur tókst að draga upp
góðar svipmyndir, og María sú
sem lék Guggu getur verið ágæt-
lega stolt af sínu debútti sem ung
Reykjavíkurstúlka.
Það var gaman að leikmynd og
búningum, -þetta var auðvitað
vel gert alltsaman, og líka úthugs-
að hvort sem menn fella sig við
(og ekki verra þótt sjá megi þar
einsog víðar augljós áhrif frá
myndum einsog Divu og Sub-
way).
Þessi ytri rammi, umhverfið í
myndinni er þrennskonar og lýsir
þremur heimum í myndinni. Ver-
öld Dags djákna er dauða-
heimur, og það tákna Egill og
hans menn með kaldri utangarðs-
veröld. Veröld frænkunnar er sá
sami og geðsýkinnar: leikmynd
og búningar sem þessu hæfa eru
frá fortíðinni, aftur um þrjá til
fjóra áratugi, bæði í herbergi
frænkunnar og á geðsjúkrahús-
inu (sem sjálft er orðið soldið aft-
urgengið, -var þetta úr Fjaðra-
foki eða Cuckoos nestl). Veröld-
in sem á að vera eðlileg, heimur
Guðrúnar og þarmeð áhorfenda:
það er bæði fitt og smart, hvergi
hrukka né blettur, rtýkomið úr
eróbikki og geislandi af pening-
um.
Kannski loksins þetta segi
eitthvað um lífssýn höfundarins,
—og sé ef til vill einhverskonar
boðskapur myndarinnar?
En hér er víst komið nóg.
Nema hvað -að gefnu tilefni:
menn héldu að sú hugmynd að
snúa Myrkárdjáknanum uppá
nútímann væri frá Viðari Vík-
ingssyni og hefði verið notuð ein-
mitt um svipað fólk þeim Degi og
Guggu í prófmynd Viðars í París.
En einsog skýrt er frá í myndar-
lok hefur Viðar sýnilega ekki ver-
ið fyrstur að fá þessa hugmynd.
Eða þannig.
Eða einsog segir í góðri bók:
Það sem hefur verið, það mun
verða, og það sem gerst hefur,
það mun gerast, og ekkert er nýtt
undir sólinni.
Eða einsog Einar Benedikts-
son sagði: Hve blásnautt er hjarta
sem einskis saknar.
Mi&vikudagur 28. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7