Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 28. desember 1988 277. tölublað 53. órgangur Atvinnutryggingarsjóður Þetla er pólitísk aðför GunnarHilmarsson: Akaflega smekklaus áróðurað Ríkisendurskoðun hafi gertathugasemdir við afgreiðslu sjóðsstjórnartilGrandahf. Umsóknir20fyrirtœkja verða afgreiddarjákvœtt fyrir750miljónirkróna. Heildarumsóknir ríflega 170 Bréf Ríkissendurskoðunar til stjórnar Atvinnutryggingar- sjóðs er ao'eins fyrirspurn um tæknilegar upplýsingar og ekkert anna'ð. Að ýja að öðru er ákaflega smekklaust og bitnar mest á þeim fyrirtækjum sem sótt hafa um en ekki á sjóðnum sjálfum sem er trúlega skotspónn þessara pólit- ísku skrifa," sagði Gunnar Hilm- arsson stjórnarformaður At- vinnutryggingarsjóðs. Að undanförau hefur verið fullyrt að Ríkisendurskoðun hafi með bréfi til stjórnar Atvinnu- tryggingarsjóðs fundið að af- greiðslu hennar til Granda hf. í Reykjavík og fyrirtækið hafi ekki nægilega mikla framleiðni til að geta staðið undir endurgreiðslu á láni því sem sjóðurinn veitti fyrir- tækinu. Svo rammt hefur kveðið að þessum áróðri að Ríkisendur- skoðun neyddist til að gefa út sérstaka tilícynningu um að áður- nefnt bréf til Atvinnutryggingar- sjóðs „var eingöngu skrifað til þess að Ríkisendurskoðun gæti framkvæmt verkefni það sem Það eru ekki nema fjórir dagar fram á gamlárskvöld og vissara að taka til hendinni og safna í bálköst ef hann á að lifa lengi fram á nýársnótt. Þessi myndar- legi köstur er við Hrafnistu í Hafn- arfirði og mun trúlega loga glatt ( honum á gamlárskvöld. Mynd Jim Smart. henni var falið með setningu laga og reglugerðar um Atvinnutrygg- ingarsjóð útflutningsgreina. - Bréfið er á engan hátt athuga- semd víð afgreiðslu sjóðsstjórnar á láni til Granda hf." Að sögn Gunnars Hilmars- sonar hefur sjóðsstjórnin afgreitt jákvætt umsóknir 20 fyrirtækja fyrir samtals 750 miljónir króna en ríflega 170 fyrirtæki hafa sótt um aðstoð frá sjóðnum. Gunnar sagði að með sama áframhaldi mætti gera ráð fyrir að búið yrði að afgreiða stærsta hlutann í febrúarlok nk. -grh Bílpróf K I I ferðir til Reykjavíkur Óánœgja með nýja skipan bílprófa. Hafnfirskir ökukennarar: Kostar2300 viðhótarferðir suður. Kynning lítil. Hjalti Zóphóníasson: Nýja kerfið til reynslu M ikil óvissa ríkir um fram- kvæmd bflprófa nú eftir ára- mótin þegar Bifreiðaeftirlitið verður lagt niður og dómsmála- ráðuneytið tekur til við að annast bflprófín. Að sögn Hjalta Zóphónías- sonar hjá dómsmálaráðuneytinu hafa verið ráðnir prófdómarar til að sjá um bílprófin. í Reykjavík verða fimm slíkir og sjá að auki um allt Suðurland, Vestmanna- eyjar og Suðurnes. Einn próf- dómari verður á Vesturlandi^og sér jafnframt um Vestfirði. Einn- ig hefur verið ráðinn einn próf- dómari fyrir Norðurland, og gert er ráð fyrir að prófdómari verði í hlutastarfi á Austfjörðum. Hjalti sagði að hugmyndin væri að próf- dómarar ferðuðust um sín svæði eftir þörfum. Mikil óánægja er með þetta fyrirkomulag hjá mörgum öku- kennurum. Þannig hafa öku- kennarar í Hafnarfirði sent ráðu- neytinu bréf þar sem þeir mót- mæla þessari nýju skipan mála, lýsa furðu sinni á þessari ákvörð- un og segjast ekki skilja hvers vegna ekki verður áfram hægt að taka bflprófin í Hafnarfirði þar sem öll aðstaða sé fyrir hendi. Þeir segja að þessi breyting muni kosta a.m.k. 2300 ferðir á ári inn til Reykjavíkur, og ljóst sé að það sé verið að gera Hafnfirðingum mjög erfitt fyrir með þessari breytingu. Að sögn Arnfinns Friðriks- sonar ökukennara í Vestmanna- eyjum er ljóst að nýja kerfið mun hafa töluvert óhagræði í för með sér bæði fyrir kennara og ne- mendur. Hann sagði að það væri mikið áhugamál hjá öllum ne- mendum sínum að fá bflprófið þegar þeir verða 17 ára, en með þessu nýja kerfi gæti reynst erfitt að uppfylla þá ósk. Undir þessi sjónarmið Arnfinns tók Kristmann Guð- mundsson ökukennari í Keflavík. Nýja prófkerfið sem taka ætti í notkun eftir nokkra daga hefði ekkert verið kynnt og mikil óvissa ríkti meðal ökukennara á Suðurnesjum um framkvæmd þess. Hann taldi nauðsyn að prófa að minnsta kosti tvisvar í viku í Keflavík ef bjóða ætti upp á svipaða þjónustu eins og nú er. Það er álit flestra þeirra öku- kennara sem Þjóðviljinn ræddi við í gær að þetta nýja kerfi væri meingallað, og að þeirra sögn ljóst að ókostir þess myndu fyrst og fremst bitna á þeim sem búa úti á landi. Hjalti sagði að þetta nýja fyrir- komulag ætti að reyna í eitt ár til að byrja með og að nefnd væri starfandi sem ynni að endur- skoðun þessara mála. -«g ^L Skattur Réttlætinu .ii. K LJ I r* n • Fjármálaráðuneytið sá að sér í innheimtu skatta Fjármálaráðuneytið ákvað rétt fyrir jólin að endurgreiða þeim einstaklingum sem höfðu orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að missa allt desemberkaupið sitt í skattinn vegna of mikilla tekna miðað við greidda staðgreiðslu. Að sögn Guðmundar H. Guð- mundssonar launaskrárritara í launadeild ráðuneytisins má segja að launadeildin hefði stolið jólunum frá viðkomandi ef nauðsynleg leiðrétting hefði ekki komið til á síðustu stundu og fólkinu endurgreitt það sem tekið hafði verið af því í skattinn. Hér var um að ræða nokkra tugi ein- staklinga og upphæð hvers og eins nálægt 17 þúsund krónum að meðaltali. Þá ákvað fjármálaráðuneytið einnig að viðkomandi geti samið um greiðslu eftirstöðva skattsins til allt að 4. mánaða með jöfnum afborgunum. _grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.