Þjóðviljinn - 28.12.1988, Síða 9

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Síða 9
Jll viðskiptamanna__________ banka og sparisjóóa Lokun 2. janúar og eindagi víxla Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar mánudaginn 2.janúar 1989. Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 14. desember 1988 Samvinnunefndbankaogsparisjóóa — Tvöfaldur ^áföstudag Vinningstölurnar 23.12 1988 Heildarvinningsupphæð Kr. 2.707.624.- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á föstudaginn var, færist 1. vinningur sem var kr. 2.314.614,- yfir á 1. vinning á föstudaginn kemur. Bónustala + fjórar tölur réttar kr. 401.675,- og skiptast á 5 vinnings- hafa, kr. 80.335,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 692.820,- skiptast á 135 vinningshafa, kr. 5.132,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.613.129,- skiptast á 4703 vinningshafa, kr. 343,- á mann. Dregið verður í lottóinu föstudaginn 30. desember klukkan 20.30. Sölu þann dag lýkur klukkan 20.15. Gleðilegt nýár. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Nú þegar rúmlega hálft ár er liðið frá kosningasigri Mitt- errands Frakklandsforseta og valdatöku sósíalista i annað sinn með Michel Rocard í embætti for- sætisráðherra, má segja að „hveitibrauðsdögum“ þjóðarinn- ar og hinnar nýju stjórnar sé lok- ið og er því svo komið að spjótin standa á henni úr mörgum áttum í senn. Undanfarnar vikur hafa miklar verkfallsöldur riðið yfir Frakk- land og margskyns ólga siglt í kjölfar þeirra, og hefur Rocard komist í úlfakreppu sem gæti veikt stöðu hans til lengdar, en það er alvarlegt mál þar sem stjórnin hefur ekki hreinan meiri- hluta á þingi. Við þetta bætist að vinsældapendúll Mitterrands forseta er nú tekinn að sveiflast óþyrmilega mikið í aðra átt: eftir þær fádæma vinsældir sem Mitter'rand naut í fyrra meðan hann var fráfarandi forseti og síð- an frambjóðandi er það nú allt í einu orðin lenska að gagnrýna hann og finna honum flest til for- áttu. Hefur hann jafnvel orðið fyrir ótrúlega hörðum persónu- legum árásum, en svo er hann sakaður um að skipta sér lítið af brýnum vandamálum lands- manna, heldur láta Rocard eftir að kljást' við þau, og vanta heildarhugsjón í upphafi seinna kjörtímabils síns, - eins og hann viti ekki fyllilega hvað hann eigi við kosningasigurinn að gera. Lítur út fyrir að Mitterrand og Rocard séu nú á krossgötum og skipti það miklu máli fyrir fram- tíðina hvernig þeir bregðast við vandanum. Verkfallsbylgja Verkfallsöldurnar undanfarn- ar vikur eru í gamalkunnum stíl og svipaðar þeim sem stjórnvöld landsins hafa áður þurft að leysa hverjir sem við völd hafa verið, en jafnframt hafa í þeim kristall- ast ýmsar athyglisverðar þver- sagnir í frönsku þjóðfélagi og stjórnmálalífi, eins og það er hvort tveggja að þróast á þessum tímum. Skiptir það í rauninni meira máli en atburðirnir sjálfir. Segja má að verkföllin hafi byrjað með því að hjúkrunarkon- ur lögðu niður vinnu um miðjan október til að krefjast betri kjara og vinnuskilyrða og kannske þó einkum til þess að tekið yrði meira tillit til þeirra og vanda- mála þeirra. Þessi barátta virtist síður en svo óvinsæl meðal al- mennings, enda var þess gætt að t.d. neyðarvaktir á sjúkrahúsum og annað slíkt yrði ekki fyrir neinum truflunum, og leystist þetta verkfall skjótt. En varla voru hjúkrunarkonurnar farnar að tvíhenda sprauturnar á nýjan leik þegar verkföll hófust í póst- þjónustu landsins. í þetta skipti voru það fámennir hópar sem lögðu niður vinnu á ýmsum við- kvæmum stöðum í kerfinu. Fyrst hófust verkföll í þeim miðstöðv- um þar sem póstur var flokkaður, þannig að talsverð óregla komst á dreifingu pósts, en síðan lögðu bílstjórar póstbíla niður vinnu og gerðu það svo kyrfilega, að þeir lögðu bílunum beint fyrir utan flokkunarstöðvarnar og hindr- uðu allan póstflutning til þeirra eða frá þeim. Þótt mestur hluti starfsmannanna héldi áfram að vinna og pósthúsum væri t.d. yfir- leitt ekki lokað, höfðu þessi tak- mörkuðu og staðbundnu verkföll fljótlega þær afleiðingar að póstþjónustan stöðvaðist svo að segja alveg. Stóðu verkföll þessi yfir í mánuð, og þegar þeim lauk höfðu margir tugir miljóna bréfa og annarra sendinga safnast sam- ast fyrir lífi sínu sem sjálfstæðs stjórnmálaafls í landinu. Á fáum árum hefur fylgi þeirra hrunið úr tuttugu af hundraði kjósenda niður fyrir tíu af hundraði, er flokkurinn máttlítill á þingi og með öllu búinn að missa þá stöðu sem hann hafði áður í menningar- lífi landsins. Aðeins eitt vígi er eftir, en það er staða flokksins í bæjar- og sveitarstjórnum: þar hafa þeir víða staðið mjög sterkir um langan tíma, enda þótt dug- legir stjórnendur, og hafa völd þeirra í borgum og stórum bæjar- félögum (t.d. „rauðu úthverfun- um“ utan um París) löngum myndað grundvöllinn að veldi þeirra annars staðar. Nú er hrun kommúnista hins vegar orðið svo mikið, að þeir sjá fram á að þeir kunni að missa þessa stöðu líka í næstu bæjarstjórnarkosningum, en þær eiga einmitt að fara fram næsta vor. Þótt þeir séu búnir að rjúfa bandalagið við sósíalista á þingi og í ríkisstjórn, vilja þeir því óðir og uppvægir gera bandalag við þá í hinum ýmsu bæjum og borgum og þá helst á grundvelli núverandi styrkhlutfalls, þannig að þeir geti í raun notað sósíalista til að halda stöðunni. Sósíalistar hafa af eðlilegum ástæðum verið heldur tregir til þess, en reyna hins vegar að notfæra sér aðstæð- urnar til að knýja kommúnista til einhvers samkomulag um stuðn- ing við stjórnina, sem þannig hefði tryggan meirihluta á þingi. Barist fyrir lífinu Af þessum ástæðum fannst fréttaskýrendum það mjög senni- legt að með því að kynda sem mest undir verkfallaólgu væru kommúnistar fyrst og fremst að reyna að þrýsta á sósíalista þann- ig að þeir féllust á það bandalag í bæjarstjórnarkosningunum sem kommúnistar sóttust eftir án þess að gera kröfur um víðtækari stuðning. En bæði fréttaskýrend- ur og margir stjórnmálafræðingar töldu líka að annað og meira kynni að búa undir: það væri sem sé markmið kommúnista að gera stjórn sósíalista sem veikasta í sessi, þannig að hún yrði um síðir að hrökklast frá, og búa þannig í haginn fyrir valdatöku hægri manna. Þá gerðu þeir sér vonir um að sósíalistaflokkurinn myndi hrynja saman og kommúnistar kæmust aftur í þá öfundsverðu stöðu sem þeir höfðu fyrstu þrjá áratugi fimmta lýðveldisins og vel það: að vera eini sterki vinstri flokkurinn þannig að Gaullistar (eða aðrir hægri sinnaðir valdhaf- ar) gætu aftur farið að segja: „milli okkar og kommúnista er ekki neitt“... Að svo stöddu er alla vega hætta á að afstaða kommúnista í verkfallsmálunum komi sósíalist- um í talsverða klípu, enda leikur- inn til þess gerður: Annars vegar nýtur verklýðsbarátta af þessu tagi jafnan talsverðs stuðnings meðal vinstri manna af eðlilegum ástæðum og einnig hefur hug- myndin um vinstri bandalag enn verulegan hljómgrunn meðal só- síalista. Hins vegar hefur að þessu sinni gosið upp töluverð óánægja vegna verkfallanna sem hafa valdið mikilli truflun á dag- legu lífi manna af öllum stéttum og ekki síst alþýðu manna, og jafnframt eru þær raddir orðnar mjög háværar sem telja að sósíal- istar eigi ekki að hjalpa kommún- istum í einu eða neinu við að stöðva hru'n flokksins, því hegð- un þeirra hafi verið á pann veg undanfarin ár, að engin leið sé til Sumum þykir Mitterrand „konunglegur" um of og benda í því sambandi m.a. á Louvrepýramídann, sem reistur var að hans tilhlutan. Einn kunnasti veikleiki valdhafa, allt frá faraóum Egyptalands, hefur verið að skilja eftir sig fyrirferðarmiklar byggingar og minnismerki. bágborin kjör opinberra starfsmanna undirrótin. ■ 51 ■ mánna með kjör sín og vinnuskil- yrði, enda hefðu þeir lengi orðið útundan, en kommúnistar reyndu að blása að kolunum, gera hvern óánægjuneista að sem mestu báli og nota það sér til framdráttar. Lögðu þessir for- sprakkar mikla áherslu á að keppast þyrfti við að ná viðun- andi samningum sem allra fyrst. Fréttaskýrendur voru mjög sammála þessum kenningum. Um þessar mundir eru franskir kommúnistar nánast því að berj- Rocard - „hveitibrauðsdögum" stjórnar og þjóðar lokið. þess lengur að mynda nokkurt vinstri bandalag á ný. Hingað til hafa þó málin þróast á þá leið, þótt nokkuð undarlegt megi virðast, að það eru komm- únistar sjálfir sem hafa lent í klíp- unni: hafa óvinsældir verkfall- anna bitnað fremur á þeim heldur en stjórninni sem hefur gengið illa að finna lausn, og einnig virð- ist pólitískur tilgangur verkfall- anna ekki hafa dulist vinstri mönnum. Jafnframt hafa þessir atburðir stuðlað að því að gera klofning stjórnarandstæðinganna enn meiri en áður og augljósari: Gaullistar gripu tækifærið og báru fram vantrauststillögu gegn stjórninni og ætluðu að sameina um hana alla stjórnarandstöðu- flokkana undir sinni eigin leið- sögn, en miðflokkamenn voru í meira lagi tregir til. Þeir greiddu reyndar tillögunni atkvæði hang- andi hendi, flestir nema sjálfur Raymond Barre, einn af helstu leiðtogum þeirra, en þeir sögðu öllum sem heyra vildu, að þeirn fyndist stjórnin ekki standa sig svo illa í þessu máli að ástæða væri til að leggja fram tillögu um vantraust. Þar sem kommúnistar þora ekki enn sem komið er að beita sér beint gegn stjórninni féll tillagan. En meðan staðan helst eins og hún er nú stafar sósíalistum stöð- ug hætta af „skæruhernaði“ kommúnista, og geta þeir naumast losnað úr henni nema með því að reyna að leysa þau vandamál sem allir verklýðsleið- togar eru sammála um að séu helsta undirrót verkfallanna, en það eru kannske fyrst og fremst bágborin kjör opinberra starfs- manna, og svo með því að hafa mjög skýra - og harða - afstöðu gagnvart kommúnistum, þannig að þeim takist ekki að loka sósía- lista inni í neinni gildru. Sigurvinningar á öðrum vígstöðvum í þessari viðleitni eru þær per- sónulegu árásir sem Mitterrand hefur orðið fyrir að undanförnu sósíalistum til talsverðs trafala. Eftir hina gífurlegu vinsælda- bylgju síðustu mánaðanna fyrir forsetakosningarnar, sem jaðraði við afguðadýrkun, hafa árásirnar komið mörgum á óvart, en Herinn í fólksflutningum meðan verkfall lamaði samgöngukerfi Parísar - an, þannig að það tók ófáar vikur áður en póstþjónustan komst aft- ur í eðlilegt horf. Olli þetta veru- legu öngþveiti í þjóðlífinu: fyrir- tæki komust í mikinn vanda vegna þess að hvorki bárust pant- anir né rukkanir né heldur ávís- anir, ellilífeyrisþegar fengu ekki ávísanir sínar, blöð og tímarit komust ekki til áskrifenda og þar fram eftir götunum. Varð þetta verkfal! því fljótt ákaflega óvin- sælt. Um leið og póstverkfallinu var loksins lokið hófust verkföll í samgöngukerfi ýmissa borga landsins. Þar voru einnig á ferð- inni fámennir hópar, þannig að kerfið lamaðist smátt og smátt. Sums staðar lögðust strætisvagn- aferðir niður meira eða minna, en í París komst fyrst ruglingur á úthverfalestir: ferðum fækkaði og sumar línur stöðvuðust alveg. Hlaust af þessu meiri háttar ring- ulreið, þannig að stjórnvöld neyddust til þess að láta herinn annast fólksflutninga til að leysa vandræði fólks. Þegar ástandið fór að batna í úthverfalestunum, breiddust verkföllin til strætis- vagna Parísar, sem mikill rugling- ur komst á, og síðan til neðanj- arðarlesta. Þar voru það nokkrir hópar viðgerðarmanna sem lögðu niður vinnu og bönnuðu alla starfsemi á verkstæðum, svo að allt viðhald kerfisins stöðvað- ist og lestir voru teknar úr um- ferð. Fór þá ferðum mjög að fækka og neðanjarðarlínum var smám saman lokað einni eftir aðra. Fyrir bragðið síjókst öng- þveitið í borginni: þar sem menn áttu í mestu erfiðleikum með að komast til vinnu sinnar var t.d. farið að loka söfnum og ýmsum skrifstofum löngu fyrir lokunar- tíma eða hreinlega allan daginn. Áður en nokkur lausn var fundin á þessum verkföllum í samgöngukerfinu voru ýmsar blikur á lofti annars staðar: rugl- ingur var kominn á flugsam- göngur innan Frakklands vegna vinnustöðvana flugumferðar- stjóra og farið var að hóta verk- föllum í járnbrautarkerfinu. Alls staðar voru fámennir hópar að verki, en reyndar nutu þeir víða stuðnings annarra sem lögðu ekki niður vinnu en studdu verkfalls- menn m.a. með fjárframlögum. Blásið að kolunum Eitt af því sem gerði starfs- mönnum pósts og samgöngukerf- is kleift að stunda slíkan „skæru- hernað“ var að í Frakklandi eru mjög margvísleg verkamanna- og starfsmannafélög sem sameinast í þremur stórum verklýðssam- tökum: eitt félag eða ein félags- deild getur því hæglega lagt niður vinnu án þess að aðrir þurfi að gera það og þannig lamað vinnu- stað án þess að til nokkurs alls- herjarverkfalls komi. Nú vakti það sérstaka athygli, að í þessum vinnudeilum voru það deildir úr verklýðssamtökunum CGT undir stjórn kommúnista sem voru lang harðastar og beittu sér fyrir verk- föllum hvar sem einhver óánægja var fyrir hendi og börðust í lengstu lög gegn hverri málamiðl- un. Sú var hins vegar afstaða for- sprakka annarra verklýðssam- taka, að rætur verkfallanna væri raunveruleg óánægja ríkisstarfs- Mitterrand (t.h., hér með Kohl, sambandskanslara Vestur- Þýskalands) - nú er honum flest fundið til foráttu. kannske eru þær ekki annað en eðlileg „sveifla", og þá eru öfg- arnar nú ekki annað en afleiðing af fyrri öfgum. Eins og Giscard fyrirrennari hans, en af talsvert minna tilefni, hefur Mitterrand verið ásakaður um að koma fram eins og einhver „konungur", og hefur því gælunafni sem honum er gjarnan gefið „Tonton" eða „frændi" verið snúið þannig hon- um til háðs að kalla hann „Hans hátign Tonton 2.“ Svo hafa menn eignað honum í hvíslingum ýmsa sigurvinninga á vígstöðvum veikara kynsins, væntanlega til að reyna að koma á hann sams konar höggi og því sem sló Gary Hart út af laginu hinum megin Atlantsála. Væri slíkt dapurlegt dæmi um forkönun Frakka, því hingað til hafa franskir þjóðmála- skúmar ekki reynt að beita slík- um vopnum gegn andstæðingum sínum, þar sem viðbúið hefði ver- ið að þau snerust illyrmislega í höndum þeirra: hefði það orðið hvaða stjórnmálamanni sem væri, og ekki síst manni á aldur við Mitterrand, til verulegs fram- dráttar í Frans að vera bendlaður við virka kvensemi. En það hefur oft komið í ljós að Fransmenn eru alls ekki eins forkanaðir og ýmsir afvegaleiddir forsprakkar þeirra halda, og því er ekki líklegt að þessar kviksögur dragi langan slóða á eftir sér. Þörf á heildarsýn Það er hins vegar öllu alvar- legra, þegar Mitterrand er ásak- aður fyrir að vera „fjarverandi" og skipta sér ekki af daglegri stjórn landsins, meðan allt logar í verkföllum, heldur láta Rocard einan um að leysa vandann, og jafnframt fyrir að boða enga heildarhugsjón sem þjóðin gæti haft að leiðarljósi. Þessar ásakan- ir eru ekki réttlátar - og fráleitt að tengja þær við hinar sem áðan voru nefndar, - því að Mitterrand hefur ekki aðeins látið töluvert að sér kveða á sviði alþjóðamála að undanförnu (en á því gagnlega umsvifi byggjast m.a. ásakanirn- ar um að hann komi fram eins og „konungur") heldur hefur hann líka markað stefnuna í verkfalls- málum og öðru í samvinnu við Rocard. En ásakanirnar tengjast eigi að síður vandamáli sem er mjög raunverulegt: vegna þeirra miklu breytinga sem verða í Vestur-Evrópu eftir ein fjögur ár geta Frakkar ekki leyft sér neina „forneskju", sem geri stöðu þeirra í Evrópubandalaginu verri. Þeir geta ekki leyft sér að láta ríkisstarfsmenn búa við kjör, sem eru verri en gerist og gengur annars staðar í álfunni, þeir geta ekki leyft sér að láta vinnudeilur breiðast út og lama landið vikum saman eins og gerst hefur nú, og þeir gætu heldur ekki leyft sér að láta það stjórnmálaástand skapast aftur að stór og forpok- aður afturhaldsflokkur standi einn andspænis harðfreðnum og mammútslegum kommúnista- flokki en öll önnur stjórnmálaöfl séu lömuð. Þess vegna er einmitt brýn þörf á skapandi heildarsýn til að undirbúa framtíðina, og ætti það að verða hlutverk Mitt- errands eftir hinn mikla kosn- ingasigur sinn í vor að móta hana. e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.