Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Hlutlaust ísland: Framlag til heimsfriðar Nú þegar um skeið hefur verið hláka í kalda stríðinu, eins og skáidlegir fréttaskýrendur kalla það, og jafnvel spáð að mestallan snjó muni taka upp nema skafla í lautum og slökkum eftir ræðu Gorbatsjovs í New York á dög- unum, þá hefur hvarflað að mér hvort ekki sé tími til kominn að íslendingar taki sig til og moki burtu skaflinum sem hefur verið að hlaðast upp undir húsveggn- um hjá okkur síðan á stríðsárun- um. Fyrir stríð voru uppi hugmynd- ir um ákveðna lausn á öryggis- málum þjóðarinnar sem ekki bryti í bága við þá hlutleysis- stefnu sem íslendingar höfðu frá 1918 og fram á stríðsár. Hug- myndin var í fyrstu einhvern veg- inn þannig að farið skyldi á leit við fjögur voldug ríki, Sovétrfk- in, Bretland, Frakkland og Bandaríkin, að þau lýstu því yfir að þau skoðuðu árás á ísland sem árás á sig og tækju að sér vernd íslands með því móti. Þegar Þjóðverjar hernámu Frakkland í stríðinu féll það út, en a.m.k. fram til inngöngu íslands í Atl- antshafsbandálagið var þessi • >< i s r ^-i 'i • ' r i j r~" s\i r i •£ hún mundi eflaust ýta enn frekar Opio brej tu rikisstjornar Istands — Linar Olajsson skrijar: undir þá þróun tii friðsamiegrar sambúðar sem nú er í gangi. hugmynd af og til viðruð í ein- hverri mynd. Þótt alþingi íslendinga hafi árið 1949 lýst því óbeint yfir með samþykkt NATO-sáttmálans að það liti á Sovétríkin sem óvinveitt ríki, hafa þau alla tfð reynst ís- lendingum vinur í raun. Það er því varla seinna vænna, nú þegar þetta þíðviðri ríkir og fundur sá sem leiðtogar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna héldu á íslandi virðist bera sífellt meiri árangur, að ógilda þessa einkennilegu yfir- lýsingu um óvináttu, sem í raun hefur aldrei verið endurgoldin, ekki einu sinni í verstu hríðar- stormum kalda stríðsins. Hvernig sem þessu yrði ná- kvæmlega hagað skyldi maður ætla að það yrði verðugt framlag okkar til heimsfriðarins að fara fram á það við þau voldugu ríki, sem staðið hafa grá fyrir járnum hvort gagnvart öðru í fjóra ára- tugi, að þau gefi yfirlýsingu um það, hvort fyrir sig eða sameigin- lega, að þau virði hlutleysi og friðhelgi íslands í stríði og friði að því tilskildu að við veitum engu stórveldi hernaðarleg fríðindi, og sameinist þannig um vernd þessa fámenna eyríkis sem liggur mitt á milli þeirra. kostur. En hlutleysi með yfirlýs- ingum andstæðra stórveldavttð ekki sé talað urn sáttmála þeirra á milli, um að virða hlutleysi og „Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn á Is- landi hafa áður œtlað að sameinast um að H f losa ísland við er- il lendar herstöðvar, en aldrei hefur viðrað jafnvel til þess og nú. “ Öryggi Islands verður aldrei að fullu tryggt, hvorki með hlutleysi né aðild að hernaðarbandalagi. Sem aðili að hernaðarbandalagi og með mikilvægar herstöðvar er landið líklegt skotmark í stríði, en sem hlutlaust er það opið hverjum sem er. Af ýmsuni ástæðum er hlutleysi þó skárri sjálfstæði landsins er tvímæla- laust skásti kosturinn. Orð má alltaf svíkja, en engu að síður er nú alltaf verið að gefa yfirlýsingar og gera sáttmála sem oftar en ekki er staðið við. Aðstæður á alþjóðavettvangi gera slíka til- högun raunhæfari nú en verið hefur í fjörutíu til fimmtíu ár og Þeir flokkar sem nú eru í ríkis- stjórn á íslandi hafa áður ætlað að sameinast um að losa fsland við erlendar herstöðvar, en aldrei hefur viðrað jafnvel til þess og nú, og er jafnvel ekki ólíklegt að náðst gæti samkomulag allra flokka og ekki bara um að losna við herstöðvarnar heldur einnig að losa okkur úr hernaðarbanda- laginu. Og ættu þá flestir að geta andað léttar því að margir fylgis- ntenn aðildar íslands að NATO hafa talið hana illa nauðsyn. Nú beini ég því til ríkisstjórnar íslands að þetta sé tekið til athug- unar hið skjótasta og jafnframt farið að huga að atvinnuupp- byggingu á Suðurnesjum og öðr- um ráðstöfunum sent nauðsyn- legar eru þegar herstöðvarnar verða lagðar niður og aðildinni að NATO sagt upp. Það er rétt að nota þfðuna og góðviðrið og hreinsa til og búa svo um hnútana að ekki fenni aftur upp á miðja glugga. Einar er rithöfundur og dvelur um þessar mundir í Noregi. Verfcalýðssinni fær 25 ára dóm Ólafur Grétar Kristjánsson skrifar Mark Curtis er 29 ára gamall kjötpökkunarmaður í Des Moin- es í Iowa-fylki í Bandaríkjunum. Hann situr í Oakdale-fangelsi í Iowa, dæmdur fyrir falskar sakir. Lögregla gefur upp að hann hafi reynt að nauðga fimmtán ára gamalli blökkustúlku, þrátt fyrir að sannanir skorti er geti staðfest verknaðinn, eða tengt Mark Curtis honum, hafi hann átt sér stað. Aðdragandi málsins er eftirfar- andi: 1. mars s.l. gerir alríkislög- reglan (FBI) árás á vinnustað Mark Curtis og handtekur 16 Mexíkana og einn mann frá E1 Salvador og ásakar þá um að vera ólöglega í landinu. Verkamenn á staðnum bregðast ókvæða við og skipuleggja fundi til þess að mót- mæla þessari árás, en lögreglan hafði fengið aðgang að starfs- mannaskrám fyrirtækisins til þess að velja þá úr sem skyldu hand- teknir. í skrám þessum hefur FBI að öllum líkindum numið staðar við nafn Mark Curtis, sem er á skrá hjá FBI fyrir pólitíska starf- semi m.a. samstöðustarf með E1 Salvador. 4. mars var haldinn fundur til þess að mótmæla árásinni. Þar mættu verkamenn kjötpökkun- arstöðvarinnar ásamt með yfir- mönnum sínum. Mark Curtis tók til máls og talaði ágæta spænsku vegna þess að flestir viðstaddra voru frá Rómönsku Ameríku. Sagði hann mál þetta snerta alla starfsmenn á vinnustaðnum og að verkalýðsfélaginu bæri að taka það upp og verja málstað hinna handteknu. Tveimur tímum eftir fundinn fer Mark Curtis á bíl sínum að versla í stórmarkaði. Á leiðinni stöðvar hann bifreiðina við um- ferðarljós. Kona nokkur kemur aðvífandi og biður hann um að taka sig upp í vegna þess að ó- kunnur maður veiti sér eftirför. Mark bregður skjótt við, hleypir henni inn í bílinn og ekur að heimili hennar. Hún biður hann um að koma upp á veröndina og bíða þar meðan hún fari inn í hús- ið og fullvissi sig um að allt sé í lagi þar. Mark bíður á veröndinni um stund, en veit ekki fyrr en á hann ráðast tveir lögreglumenn, færa hann inn í svefnherbergi hússins og leysa þar niður um hann. Hann er handjárnaður og færður niður á lögreglustöð. Þar er honum misþyrmt á hinn hrottalegasta hátt, meðal annars kjálkabrotinn og varð að sauma hann 15 sporum. Honum verður fyrst þar ljóst hvers vegna hann hefur verið handtekinn þegar einn lögreglumannanna segir: „Þú ert einn af þeim sem er vel við Mexíkana, er það ekki? Al- veg eins og þér er vel við svert- ingja.“ Eftir barsmíðarnar er far- ið með Curtis á sjúkrahús, þar sem honum er veitt nauðsynleg aðhlynning meðan hann liggur hlekkjaður við rúm. Þá er farið með hann í fangelsið á ný þar sem hann fær að dúsa þar til félagar hans ná honum út næsta dag. Mark Curtis fær nú að vita að hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á og reynt að nauðga ungri blökkustúlku. Blöð í Des Moines fara að básúna út sögu lögregl- unnar um að Mark hafi verið handtekinn á vettvangi með bux- urnar niður um sig. Af „sönnu- num“ er þó ljóst að málið er byggt á tilbúningi, og Mark vél- aður inn í aðstæður sem hægt var að túlka honum í óhag. Við réttarhöldin sem fóru fram í september kom fram að stúlkan sem setti fram nauðgunarkæruna er ekki sú sama og stöðvaði Mark Curtis á rauðu ljósi og bað um far. Stúlkan tímasetti nauðgun- artilraunina um kl. 20, en þá var Mark Curtis sannanlega staddur á veitingahúsi ásamt nokkrum vinnufélögum sínum. Hann var ekki handtekinn fyrr en um níu- leytið. Nauðgunarmaðurinn var samkvæmt lýsingu fórnarlambs- ins lægri vexti en Mark Curtis og var reykingalykt afhonum. Mark reykir ekki. Engin óhreinindi fundust á undirfatnaði Curtis, en samkvæmt vitnisburði fórnarl- ambsins á hann að hafa velt sér upp úr óhreinni veröndinni með buxurnar niðrum sig. Engin dýra- hár né hár af blökkumanni fund- ust á fatnaði Curtis, en dýr munu hafa haft vistarverur á verönd- inni. Læknisskýrslur sýna einnig að Curtis hafði ekki haft samfarir við stúlkuna sem kveður sér hafa verið nauðgað. Þrátt fyrri sannanaskort var Mark Curtis fundinn sekur um nauðgunartilraun hinn 14. sept- ember s.l. og 18. nóvember var hann dæmdur til 25 ára fangelsis- vistar. Sækjandinn viðurkenndi mótsagnirnar í málflutningi sín- um en sagði að „fegurð dóms- kerfis okkar“ fælist í því að láta kviðdómendur um að jafna allar mótsagnir. Mesta þversögnin kemur fram þegar líf Mark Curtis fram til þessa er skoðað. Hann hefur aldrei áður komist í kast við lög- in. Hann er einlægur kommúnisti og hefur verið það í 11 ár. Hann hefur barist gegn stríði Banda- ríkjamanna í Mið-Ameríku, gegn hervæðingu, gegn kynþátta- hyggju, gegn kúgun kvenna og fyrir réttindum innflytjenda og blökkumanna. Hann hefur verið málsvari verkafólks, en það var einmitt vegna afskipta Marks af verkalýðsmálum sem mál þetta hófst, þ.e. eftir árás alríkislög- reglunnar á verkafólk sem er frá öðrum löndum. Allar persónu- leikaskýrslur sem fram komu við réttarhöldin staðfestu að Mark Curtis er heiðarlegur og réttsýnn meðborgari. Má af framansögðu vera ljóst að Mark Curtis hefur verið bor- inn röngum sökum og fangelsað- ur fyrir baráttu sína og fyrir það sem hann er, en ekki fyrir neinn glæp sem hann hefur drýgt. Þetta hafa þúsundir manna út um allan heim skilið og hafa mótmælabréf og orðsendingar borist bæði til lögreglustjóra og saksóknara Des Moines frá fyrstu stundu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt með- ferðinni á Mark Curtis eru Ken Douglas forseti Alþýðusam- bands Nýja-Sjálands, Arthur Scargill forseti Landssambands námamanna í Bretlandi, Ron Todd aðalritari sambands flutn- ingaverkamanna, stærsta verka- lýðsfélags Bretlands með 1.4 miljón félaga, Jimmy Knapp að- alritari Landssambands járn- brautarstarfsmanna í Bretlandi, Ann Scargill og Betty Heathfield frá samtökum kvenna sem berj- ast gegn lokun kolanáma í Bret- landi. Ennfremur hafa eftirfar- andi lýst stuðningi við baráttu Mark Curtis fyrir réttlæti: Ro- berto Ortaliz, aðalritari KMU, stærsta verkalýðssambands Fil- ipseyja, Juan Gonzalez Rojas, frá Verkalýðssambandi sandin- ista í Nicaragua, Robert White, forseti verkalýðssambands starfs- manna bifreiðaverksmiðja í Kan- ada, Neo Mnuntzana, aðalfull- trúi Afríska þjóðarráðsins við Sameinuðu þjóðirnar, Leonard Peitier, fangelsaður leiðtogi am- erískra indíána og Peter Mah- langu, fulltrúi SACTU, suður- afríska verkalýðssambandsins í Norður-Ameríku. Flokkur Mark Curtis, Sósíal- íski verkamannaflokkurinn, hef- ur nýverið unnið sögulegan sigur yfir ríkisstjórn Bandaríkjanna. Fékk hann ríkisstjórnina dæmda seka um njósnir og eyðilegging- arstarfsemi gagnvart flokknum um fjörutíu ára skeið, og voru athafnir stjórnarinnar skoðaðar sem brot á stjórnarskránni, þar eð hún tryggir rétt einstaklinga til pólitísks starfs og pólitískrar hugsunar án íhlutunar eða af- skipta yfirvalda. Ríkisstjórnin var dæmd til að greiða flokknum skaðabætur og allan lögfræði- kostnað vegna málsins, sem stað- ið hafði í 15 ár. Mál Mark Curtis er bæði tengt þessum sigri Sósíalíska verka- mannaflokksins og verðbréfa- hruninu 19. október 1987. í kjöl- far þeirrar kreppu sem ríður yfir um þessar mundir munu árásir á kjör og réttindi verkafólks fara vaxandi hvarvetna í heiminum, ekki af illmennsku heldur af nauðsyn. Lýðræði verður mun- aðarvara sem við horfum á með eftirsjá. En því harðari sem árás- irnar verða, því fleiri einstak- lingar gæddir eiginleikum og harðfylgni manna eins og Mark Curtis munu stíga fram á sjónar- sviðið, og atburðir af þessu tagi hafa þann tilgang að koma í veg fyrir að hans líkar hefji afskipti af stjórnmálum. Ef árásinni á Mark Curtis verður ekki hrundið veitist valdastéttinni auðveldara að halda leik sínum áfram. Þetta mál er í hæsta máta hagsmunamál fyrir íslenska verkalýðsstétt og ís- lenska verkalýðshreyfingu. Ken Norland, kjötpökkunar- maður á eftirlaunum, er einn fjöl- margra sem sent hafa mótmæli vegna Mark Curtis-málsins. Hann segir: „Falskar nauðgun- arkærur hafa verið notaðar gegn verkaýðshreyfingunni í fortíð- inni. Eg man persónulega eftir að það gerðist hér í Minnesota á fjórða áratugnum þegar Frank Ellis, einn af upphafsmönnum samtaka pakkhúsmanna í Mið- vesturríkjunum, sætti fölskum nauðgunarkærum. Ég hef unnið í Hormel-pökkunarhúsinu í Austin, Minnesota í 40 ár og er nú á eftirlaunum. Frank Ellis hjálpaði við að skipuleggja verkafólk í Hormel-verksmiðj- unni í Austin á fjórða áratugnum, og þegar þeir reyndu að bera hann fölskum sökum, komu fjöl- margir fram og vörðu hann. Það varð Ijóst að ákæran var hneykslanleg tilraun til þess að koma honum bak við lás og slá fyrir þá ástæðu eina að hann stóð alltaí með verkamönnum." Þeir sem vilja mótmæla aðför- inni að Mark Curtis og því órétt- læti sem hann er beittur geta skrifað til saksóknara Des Moin- es. Heimilisfang hans er: James Smith, Polk County City Attorney, 408 Polk County Courthouse, 5th and Mulberry, Des Moines, Iowa 50309, USA Undirskriftalistar fást í bók- sölu Pathfinder og Framlags að Klapparstíg 26, 2. hæð á mánu- dögum kl. 17.30-19 eða miðviku- dögum kl. 19-20. Ólafur Grétar er járniðnaðarmað- ur í Reykjavík Miðvikudagur 28. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.