Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 16
u Siguröur Sigurbjörnsson Eg hef horft á þá. Það er nú ósvífni að bendla þá við bækur Jóns Sveinssonar. Það hefði ver- ið nær að kalla þá Svenni og Jonni eða eitthvað annað. Þó það sé góð viðleitni að setja ís- lenskt tal inná þessa þætti hefur það ekki tekist nægilega vel. Helga Ingvarsdóttir Ég hef séð hluta af einum þætti, mér sýnist þeir vera nokk- uð vel gerðir, en það truflaði mig að reynt hefur verið að setja ís- lenskt tal í þættina. Borgar Guðjónsson Já ég fylgist með þeim, mér finnst þeir Ijómandi góðir, ég hef lesið sögur Jóns og fannst þær skemmtilegar, og þess vegna skil ég ekki af hverju þeim var ekki fylgt. Eygló Einarsdóttir Já, mér sýnist þeir vera sniðnir fyrir útlendinga. Ég á erfitt með að trúa að allir hafi verið svona snyrtilegir hér á árum áður eins og það lítur út í þáttunum. Einnig finnst mér ekki hafa tekist nægi- lega vel með að setja inn ís- lenska talið. —SPURNINGIN— Fylgist þú með fram- haldsmyndaflokknum um Nonna og Manna? Óskar Pétursson Já, ég geri það, mér finnst þeir ágætlega gerðir. Það er nú orðið það langt síðan að ég las Nonna- bækurnar að ég er búinn að gleyma þeim sögum. biómnuiNN v ______Miðvikudagur 28. desember 1988 277. tölublað 53. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04 ‘1/10 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Skaupið Nýtt fólk, hefðbundið foim Gísli Snœr Erlingsson: Áramótaskaupið með svipuðu sniði og undanfarin ár Við rifjum upp atburði ársins í gamansömu ljósi, en verðum líka með sjálfstæða búta inni á milli; í einu orði sagt verður ára- mótaskaupið með hefðbundnu sniði, sagði Gísli Snœr Erlings- son, upptökustjóri skaupsins, er hann var spurður um þennan fasta og vinsæla lið á áramótadag- skrá Sjónvarpsins. Meðal leikaranna að þessu sinni verður talsvert um tiltölu- lega óþekkt andlit að sögn Gísla Snæs; Hjálmar Hjálmarsson, Grétar Skúlason, Eggert Guð- mundsson og Jörundur Guð- mundsson svo nokkrir séu nefnd- ir. Þá leggur Jóhannes Kristjáns- son, eftirherma, hönd á plóginn. Upptökustjórinn var spurður hvort formið á áramótaskaupinu héldi sér í öllum meginatriðum þrátt fyrir nýja stjórnendur og leikara, og svaraði hann því ját- andi: Skaupið hefur verið við lýði í ein tuttugu ár og í nokkuð föst- um farvegi. Það er orðið hluti af þjóðinni og við tökum ekki þá áhættu að brjóta það upp, sagði hann. HS Áramótaskaupið, árvisst uppgjör Sjónvarpsins við gamla árið, fer I hönd. Eggert Guðmundsson, einn leikaranna, að störfum í tilraunaeldhúsinu, en að sögn upptökustjórans eru fæstir leikaranna í skaupinu að þessu sinni neitt yfirmáta þekktir. Sögurnar „Hann stóð svo vel til höggsins" Verslunarbankinn gefur út dagatal með myndskreytingum afskoplegum atvik- um úr Islendingasögunum Markmið okkar er að vekja at- hygli á Islendingasögunum, þessum einstaka menningararfi, og sýna að í þeim kennir margra grasa. Og enginn þarf að óttast að þær séu svo hátíðlegar og alvar- legar að ekki megi hafa af þeim gaman, segir á baksíðu nýs daga- tals frá Verslunarbankanum, en að þessu sinni hafa skoplegar lýs- ingar úr íslendingasögunum orð- ið fyrir valinu til myndskreyting- ar á dagatalið. Fanga er leitað í Hávarðar sögu ísfirðings, Sneglu-Halla þátt, Grettis sögu, Heiðarvíga sögu, Eglu, Njálu og Finnboga sögu ramma að ógleymdri Fóst- bræðra sögu. Þrenn gamanmál eru þangað sótt, og má sjá af því þeirra sem hér fylgir með að jafnvel er hent gaman að garp- skapnum sjálfum, en Þorgeir Há- varsson gat ekki stillt sig um að höggva höfuð af manni einum sem ekkert hafði gert á hluta hans annað en að standa svo vel til höggsins að hetjan mátti eigi við bindast. í aðfaraorðum Verslunar- bankafólks segir að skopið þjóni margvíslegum tilgangi í sögun- Úr FóstbríEðra Jíkju Piirijeir hafii ridið undan suSur oq er fumit fom tií Hvassafeíls stók þar mewi úti. SauAt- nwkr var jiá tóm fottttnn fráfe sírnt og stóð far i túninu oq sttóíist jfam í staf sitttt oq tatói við aðra menn. Stojmm var laqur en tttóurimt ntóur oq var fumn notóiií fj'uqur, stg'ltíur á tóít oq tenqá iuilsitm. Ett er Þorqeir sd faó reúfifi iumn upp ö,ritta oq £ét lietta ó (úiísinu. Ö,un &eít vef oq jauk af ftöjtóiíi oq fom vðs fjarri ntóitr. Porqeir reið silau t brott en feim jeffust öíiúni tótátr er i tttniuu höfðu verið. - Peir spurðu ftvt Porqeir ftejði fetta vtq veqið eJa hvoð Porqeir j'yníx tíf um mann fetuut. Porqeir svarar: „Eiqi hajði ftunn nolííurar safatr tif móts við miq en hitt vor satt ttð eq rnotti eiqi vió bind’ast er ftatm sto5 jvo veí tií tóqqsins.4 Myndskreyting Verslunarbankafólks fyrir júlímánuð á nýju dagatali er sótt í Fóstbræðrasögu, og ekki frítt við að sjálf hetjuhugsjónin sé höfð í flimtingum. Það má líka segja að Þorgeir Hávarsson liggi óvenjuvel við því högginu, ekki síður en sauðamaður við öxi hans og frá er sagt í textanum. um, það skerpi persónulýsingar, slaki á spennu eða ljái frásögn- inni einfaldlega mannlegri blæ með því að varpa gamansömu ljósi á hversdagslegar hliðar lífs- ins. Og víst hlýtur það að hafa verið erfitt að velja einungis tólf spaugilegar glefsur úr öllum þeim mýgrút sem í sögunum er að finna, og hefði til að mynda grá- glettni Eyrbyggjuhöfundar sómt sér vel í þessum félagsskap. Ydda hf. sá um hönnun og um- sjón með verkinu, og er fyrirtæk- ið einnig skrifað fyrir mynd- skreytingum ásamt Aðalbjörgu Þórðardóttur. Stuðst er við text- ann í íslendingasöguútgáfu Svarts á hvítu. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.