Þjóðviljinn - 29.12.1988, Qupperneq 13
_____________________ERLENDAR FRÉTTIR______________________
Flugslysið í Skotlandi
Sprengja grandaði PanAm-vél
Bandaríkjamenn höfðu verið aðvaraðir -breski flutningamálaráðherrann lét ekki
Heathrow vita-PFLP-GCogAbu Nidal undir grun
Rannsóknarmenn á vegum
breska flutningamálaráðu-
neytisins hafa komist að þeirri
niðurstöðu, að öflug plast-
sprengja hafí grandað banda-
rísku farþegaþotunni frá Pan
Amflugfélaginu, sem fórst í Skot-
landi 21. des. s.I. í slysi þessu fór-
ust 259 farþegar og áhafnar-
menn, sem með flugvélinni voru,
og talið er að brak úr henni, sem
féll niður á skosku smáborgina
Lockerbie, hafi orðið 11 mönnum
þar að bana.
Líklegt er að sprengjan hafi
verið í farangursrými flugvélar-
innar, enda þótt ekki sé það
fullvíst enn. Málmflísar, sem
fundust í braki og líkamsleifum,
munu hafa orðið til þess að
rannsóknarmenn komust að áð-
urgreindri niðurstöðu. Flugvélin,
sem var af gerðinni Boeing 747,
var á leiðinni frá Frankfurt am
Main til John F. Kennedyflug-
vallar við New York, millilenti á
Heathrowflugvelli við Lundúna-
borg og var lögð af stað þaðan
fyrir klukkustund, er sprengingin
varð um borð.
Vitað er að arabi nokkur hafði
hringt í bandaríska sendiráðið í
Helsinki og sagt að til stæði að
granda Pan Amvél, sem legði
upp frá Frankfurt. Sendiráðið
hafði látið önnur bandarísk
sendiráð í Evrópu vita af þessu,
en engin viðvörun hafði verið birt
opinberlega. Bresk stjórnvöld
höfðu þó frétt þetta, og er nú
Paul Channon, flutningamála-
ráðherra Breta, harðlega
gagnrýndur fyrir að hafa ekki
varað stjómendur
Heathrowflugvallar við. Talið er
að flugvélin hafi verið í um 9500
metra hæð er sprengingin varð í
henni.
í tilkynningunni frá breska
flutningamálaráðuneytinu um
orsakir slyssins er ekkert vikið að
hugsanlegum tilræðismönnum,
en ekki er ólíklegt að nánari
rannsókn á afleiðingum spreng-
ingarinnar gæti leitt eitthvað í ljós
um það. ísraelskur embættis-
maður, sem ekki vildi láta nafns
síns getið við fréttamann, sagði
ísraela gruna andstæðinga Jass-
ers Arafat meðal Palestínu-
manna um ódæðið, og myndi til-
gangur þeirra með því hafa verið
sá, að spilla fyrir friðarumleitun-
um Arafats. Embættismaðurinn
nefndi í þessu sambandi sérstak-
lega PFLP-GC og kvað einn liðs-
manna þeirra samtaka hafa verið
handtekinn í Frankfurt í s.l. mán-
uði. Væri sá grunaður um að hafa
haft tilræði við flugvélar í huga.
Maður sá, sem hringdi í banda-
ríska sendiráðið í Helsinki, sagði
þá hinsvegar að hópur venjulega
kenndur við Abu Nidal, for-
sprakka sinn, hefði hermdarverk
gegn Pan Am í undirbúningi.
Talsmaður hópsins ber aftur á
móti af honum sakir og hefur
vottað samúð hans venslafólki
þeirra sem fórust.
Lítt þekkt samtök, sem nefnast
Varðliðar íslamsbyltingar, hafa
lýst hryðjuverki þessu á hendur
sér og segja það hefnd fyrir ír-
önsku farþegaþotuna, sem
bandarískt herskip skaut niður í
ógáti yfir Persaflóa í júlí s.l. Pá
fórust 290 manns. Vafi mun leika
á sannleiksgildi þessarar yfirlýs-
ingar og íranir þvertakó fyrir það
að þeir hafi átt nokkurn hlut að
hryðjuverkinu.
Reuter/-dþ.
Gígur og rústir í Lockerbie
í Suðvestur-Skotlandi eftir brak úr
Pan Amþotunni, sem hrapaði
logandi til jarðar á hús og bíla.
Afganistan
Skæmliðar
vísa kóngi
á bug
Burhannudin Rabbani, leiðtogi
þess afganska skæruliðabanda-
lags sem hefur griðland og bæki-
stöðvar í Pakistan, lýsti því yfir í
Teheran i gær að ekki kæmi til
greina að Zahir Shah, fyrrum
konungur Afganistans, fengi
nokkra hlutdeild í völdum þar í
landi. Júlí Vorontsov, aðstoðar-
utanríkisráðherra Sovétríkjanna
og ambassador þeirra I Kabúl,
ræddi nýlega við konung á Ítalíu,
þar sem hann býr í útlegð, senni-
lega í von um að hann fengist til
að reyna að koma á samninga-
umleitunum með skæruliðum og
Kabúlstjórninni.
Zahir Shah var steypt af stóli
1973 af frænda sínum einum, sem
þar með batt enda á sögu kon-
ungdóms þarlendis. Rabbani,
sem er í íran í viðræðum við af-
ganska skæruliða, sem þar hafa
griðland, sagði að algers sigurs
skæruliða yrði skammt að bíða og
einnig þess að þeir mynduðu rík-
isstjórn. Orðrómur hefur verið á
kreiki um ágreining milli skæru-
liðasamtaka þeirra, sem bæki-
stöðvar hafa í Pakistan, og hinna
sem griðland hafa í íran, en tals-
menn beggja þvertaka fyrir að
nokkur hæfa sé fyrir því.
Reuter/-dþ.
Bandaríkin-Evrópubandalag
Viðskiptastríð út af
hormónakjöti
Viðskiptahömlur og tollahœkkanir á döfinni
Willy de Clercq, fuUtrúi sá í
stjórnarnefnd
Evrópubandalagsins sem sér um
verslun og utanríkissambönd,
sagði í gær að sú ráðstöfun
Bandaríkjastjórnar að setja við-
skiptahömlur á innflutning frá
Evrópubandalaginu væri órétt-
lætanleg með öllu og brot á regl-
um um verslunarviðskipti, viður-
kenndum um allan heim. Við-
skiptahömlur þessar eru svar
Bandaríkjastjórnar við þeirri
ákvörðun Evrópubandalagsins
að banna innflutning á hormón-
akjöti frá Bandaríkjunum.
Viðskiptastríð þetta hefur ver-
ið á döfinni um nokkurt skeið. í
Bandaríkjunum er mikið um það
að hormónum sé blandað í fóður
dýra, ætlaðra til slátrunar, en
Evrópubandalagið bannaði inn-
flutning á slíku kjöti vegna þrýst-
ings frá neytendasamtökum.
Kemur sú ráðstöfun illa niður á
bandarískum bændum.
Jacques Delors, forseti stjórn-
arnefndar Evrópubandalagsins,
kvað bandalagið ætla að bregðast
við viðskiptahömlum Banda-
ríkjamanna með því að setja
100% toll á fjóra flokka innfluttr-
ar bandarískrar vöru. Þessar
gagnkvæmu ráðstafanir munu
stórlega draga úr verslun milli
þessara tveggja risa í viðskipta-
heiminum, ef nú fer fram sem
horfir.
Reuter/-dþ.
250 saknað
eftir
ferjuslys
Yfir 250 manns er saknað eftir
að fljótaferja sökk í Bangladesh í
fyrradag. Varð slysið með þeim
hætti að flutningaskip sigldi á
ferjuna. Slys af þessu tagi eru al-
geng þarlendis, enda ferjur og
fljótabátar oft ofhlaðin og í lélegu
ásigkomulagi. Farast að jafnaði
um 2000 manns í slíkum slysum
árlega þar í landi.
Nanking
lllindi Kínverja og afrískra námsmanna
Þúsundir manna komu í gær
saman á mótmælafund í
Nanking, einni af helstu borgum
Austur-Kína, og höfðu í frammi
mótmæli gegn afrískum náms-
mönnum þar í borg. Var þetta
þriðja daginn í röð, sem mót-
mælafundir af því tagi voru
haldnir í Nanking. Yfirvöld
bönnuðu mótmælafundina, en
lögregla hefur þó látið þá af-
skiptalitla.
Mótmælafólkið var sagnafátt
er fréttamenn spurðu hverju það
væri eiginlega að mótmæla, en
ljóst er þó að reiði fólksins stafar
af illindum, sem urðu á laugardag
í Hehaiháskóla milli afrískra
námsmanna og starfsmanna há-
skólans. Slagsmálin munu hafa
hafist á dansleik, sem í háskólan-
um var haldinn, er á fagnað þenn-
an -komu afrískir stúdentar með
kínverskar stúlkur með sér. Að
minnsta kosti 13 manns meiddust
í slagsmálunum, flestir þeirra
háskólastarfsmenn. Orðrómur
var á kreiki um að einn þeirra
hefði látist af völdum
meiðslanna, og virðast kröfur
fólks á mótmælafundinum í gær
hafa snúist að verulegu leyti um
að þeir sem slösuðu hann yrðu
látnir sæta refsingum.
Afrískir námsmenn í Kína hafa
oft kvartað yfir kuldalegu við-
móti og jafnvel misrétti af hálfu
þarlandsmanna. Einkum segja
stúdentarnir að fólki mislíki ef
þeir sjáist í fylgd með kínverskum
konum.
Reuter/-dþ.
Fimmtudagur 29. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Ol > V
■r i, v * v