Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 2
PAGVIST BARJVA Áfram unnið að nýrri lánskjaravísitölu Frá og með 1. janúar verður heimiluð almenn notkun gengistryggingar innlendra fjár- skuldbindinga og verður þá hægt að velja miili þeirrar viðmiðunar og lánskjaravísitölu. Petta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Seðlabankanum. Segir þar að þetta sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar og gert í samráði við hana. Gengisviðmiðunin verður bundin við samsettu gjaldmiðils- einingarnar SDR og ECU, eftir því sem samið verður hverju sinni og verður viðmiðunargengi hvers mánaðar skráð eftir genginu hinn 21. dag undanfarandi mánaðar. Þá segir í fréttatilkynningunni að áfram verði haldið undirbún- ingi nýrrar lánskjaravísitölu en frekari ákvörðun um útreikning hennar og birtingu hafi verið frestað þar til frumvarp til laga um launavísitölu hefur hlotið af- greiðslu. Alverið Ný stefnuskrá hjá Isal Bœttsamskipti við starfsmenn, fjölmiðla ogstjórnmálaflokka, stórátak í umhverfismálum og minni yfirvinna á stefnuskrá nýja forstjórans um rafskautum hafi gert það að verkum að „það magn flúors sem sleppur út í andrúmsloftið, hefur undanfarin tvö ár verið ofan þeirra viðmiðunarmarka sem Isal ábyrgist. Á þessu tímabili hafa vinnuskilyrði verið með því versta sem þekkist í verksmiðjum hér á landi,“ segir í greininni. „Önnur vandamál s.s. urðun ker- brota í flæðigryfjum, hafa komið upp á yfirborðið og orðið tilefni til óheppilegrar umfjöllunar í fjölmiðlum." Roth segir að þegar hafi verið mótuð heildarstefna til að bæta stöðuna í umhverfismálum verk- smiðjunnar á næstu árum. Endurbætur verði gerðar í ker- skálum, umhverfi verksmiðjunn- ar fegrað, og komið upp vélknún- um þekjubúnaði til að draga úr flúormengun. Einnig verði skipt um súrálsgjafabúnað. Að síðustu nefnir Roth að stefnt verði að því að draga úr yfirvinnu meðal starfsmanna eins og frekast er kostur, sem hafi orðið mun meiri en ráð var fyrir gert vegna rekstrarörðugleika. „Ég er sannfærður um, að það er ekki til góða fyrir fjölskyldulíf starfsmanna, heilsu þeirra né samstöðu, að vinna 14-16 tíma í röð, segir Christian Roth for- stjóri íslenska álversins í Straumsvík. -*g- Skyndilokanir Brýnt að meikja fiskinn Hafrannsókn: Er til skoðunar. Athyglisverð hugmynd „Okkur finnst þessi hugmynd forseta Farmanna- og fískimannasambandsins athygli- sverð og þykir vænt um þegar sjó- menn fá frjóar hugmyndir. Þetta mál er í skoðun hjá stofnuninni og í þessu sem öðru veltur allt á framkvæmdinni, kostnaði við hana og endurheimtunni“, sagði Jakob Magnússon aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknarstofnunar. Á stjórnarfundi Landssam- bands smábátaeigenda fyrir skömmu lýsti stjórnin yfir stuðn- ingi við tillögu Guðjóns A. Krist- jánssonar forseta FFSÍ að merkja fisk í skyndilokunarhólfum. Með því fengist betri vitneskja um áhrif skyndilokunarinnar svo og hvert hann leitar. -grh Bætt samskipti stjórnenda og starfsmanna verða eitt af höfuðmarkmiðum næstu ára, er aðalatriðið I sérstakri stefnuyfir- lýsingu um markmið Isals fyrir komandi ár, sem nýr forstjóri fyrirtækisins Christian Roth birt- ir í nýjasta hefti Ísal-tíðinda. Þegar hefur verið skipuð sér- stök samstarfsnefnd um þetta verkefni, skipuð fulltrúum starfs- manna og stjórnenda fyrirtækis- ins og er fyrsta verkefni hennar að gera könnun á vinnuumhverfi starfsmanna. „Almannatengsl, sambönd og tengsl við fjölmiðla og stjórnmálaflokka, svo og sam- starf við ýmsar stofnanir, verða efld eftir mætti“, segir í yfirlýs- ingu forstjórans. Umhverfismál fá ítarlega um- fjöllun í stefnuskránni, þar sem Roth forstjóri lýsir því m.a. yfir að þekjubúnaður ásamt gölluð- Seðlabankinn Gengisbygging um áramút Fóstrur, þroskaþjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, síma 27277. AUSTURBÆR Lækjarborg v/Leirulæk s. 686351 Staðarborg v/Háagerði s. 30345 BREIÐHOLT Hraunborg Hraunbergi 10 s. 79600 VESTURBÆR Drafnarborg v/Drafnarstíg s. 23727 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Yfirfélagsráðgjafi Laus er staða yfirfélagsráðgjafa III við hverfa- skrifstofu Fjölskyldudeildar í Breiðholti. Starfsreynsla og þekking á fjölskylduvinnu er skilyrði fyrir ráðningu. Upplýsingar veitir yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500 og umsóknarfrestur er til 13. janúar. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðu- blöðum sem þar fást. Starfsmenn og eigendur Smíðastofunnar Beykis, ásamt formanni Trésmiðafélags Reykjavíkur Grétari Þorsteinnsyni en félagið veitti fyrirtækinu í gær viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnustað. Mynd Jim Smart Aðbúnaður Smíðastofan Beykir skarar fram úr Trésmiðafélag Reykjavíkur veitir viðurkenningufyrir aðbúnað á vinnustað Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur veit Smíðastofunni Beyki sérstaka viðurkenningu fyrir aðbúnað fyrir starfsmenn. I greinagerð Trésmiðafélagsins segir að allur aðbúnaður sé í alla staði til fyrirmyndar. Félagið hef- ur nokkur undanfarin ár veitt fyrirtækjum í tréiðnaði viður- kenningar fyrir aðbúnað á vinnu- stöðum. Tilgangur er að vekja at- Samgönguráðuneytið hefur skipað starfshóp með fulltrú- um stofnana sem heyra undir ráðuneytið og fara með umtals- verðar verklegar framkvæmdir. Hópurinn á að móta skýrar verk- iagsreglur um útboð á verkefnum á vegum stofnananna, hvenær út- boð séu viðhöfð og hvenær ekki, hvernig að þeim verði staðið o.s.frv. hygli á þessum þáttum í bygging- ariðnaði, sem er víða ábótavant. í greinagerð Trésmiðaféiagsins kemur fram að allur aðbúnaður í Smíðastofu Beykis sé til mikillar fyrirmyndar bæði hvað varðar vinnuaðstöðu og aðra þá aðstöðu sem starfsmönnum er boðið uppá ss. kaffistofu og hreinlætisað- stöðu. Það er von trésmiða að þessar Formaður starfshópsins er Tryggvi Sigurbjarnarson, raf- magnsverkfræðingur. Aðrir í hópnum eru Jón Birgir Jónsson, yfirverkfræðingur frá Vegagerð ríkisins, Jón Leví Hilmarsson, forstöðumaður frá Hafnamálast- ofnun ríkisins, Jóhann H. Jóns- son, framkvæmdastjóri frá flugmálastjórn og Bergþór yfir- verkfræðingur frá Pósti og síma. viðurkenningar megi verða til þess að hvetja önnur fyrirtæki í greininni til að leggja aukna rækt við aðbúnað og öryggi starfs- manna á vinnustöðum. Landgrœðslan Plastpoka- gjald til landgræðslu Þegar landsmenn fara út í búð til að versla eftir áramótin verða þeir að borga fimm krónur fyrir hvern plastpoka sem þeir taka. Landvernd fær helming andvirð- isins til landgræðslu. Þorleifur Einarsson einn af for- ystumönnum Landverndar sagði að þetta væri fyrsta skrefið í þá átt að draga úr notkun einnotaum- búða. Áætlað er að hér á landi séu notaðir um 50 miljónir plastpoka á ári, þar af um 30 til 40 miljónir í matvöruverslunum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1988 Samgönguráðuneyti Stöðluð útboð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.