Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 5
VIÐ ÁRAMÓT Flest ár eru öðrum lík. Fáein marka þó þáttaskil. Þau eru í senn endalok tímaskeiðs og veg- vísar að nýrri sögu. Eitt slíkt er nú að líða í aldanna skaut. Árið 1988 markaði djúp spor í sögu íslendinga og reyndar mannkynsins alls. Tilraun hægri aflanna til að umskapa íslenskt þjóðfélag í anda hinnar hörðu peningahyggju rann út í sandinn. Flokkar félagshyggju og jafnrétt- is tóku höndum saman um að reisa atvinnulífið úr rústum og tryggja réttlæti og jöfnuð meðal landsmanna allra. Menntun og menning voru leyst undan oki blindra ofstækisafla sem í krafti miðstýringar ríkisvaldsins ætluðu að gera kreddu markaðarins að grundvelli skólastarfs og menn- ingarsköpunar. Um heim allan voru vígbúnað- arsinnar á undanhaldi. Kalda stríðið var á enda runnið og nýtt skeið afvopnunar og friðsam- legrar sambúðar setti mark á samskipti þjóða. Ný hugsun vék úr vegi gömlum hleypidómum. Bjartsýni og von komu í stað ótta og haturs. Slíkt ár er kvatt með þökk og lotningu. Nýju heilsað með fögnuði og eftirvæntingu. Reynslan færir sóknarhug og ferskan kraft. Hið ókomna gerir nýjar kröfur um enn meiri árang- ur. Gjaldþrot frjálshyggjunnar Fyrir rúmum áratug fóru ungir forystumenn úr sveit íslenskra hægrimanna að sækja ný vopn í erlendar smíðjur. Þeir tóku trú á bókstaf aldraðra öfgamanna sem um áraraðir höfðu verið hróp- endur í eyðimörkinni. Fagnaðar- erindið um frelsi peninganna varð hið nýja baráttuljóð flokks- ins sem áður kenndi sig við hagsmuni allra stétta. Valdataka Ronalds Reagans og Margarétar Thatcher varð hinum íslensku lærisveinum hvatning til nýrra dáða. Þeir gerðu kröfu til forræðis og fengu um stund stjórnvölinn í sínar hendur. Tilraun frjálshyggjuafl- anna til að umskapa ísland í sinni mynd magnaðist ár frá ári. Þau sóttu um stund liðsinni til Fram- sóknarflokksins sem lét hagsmuni valdsins villa sér sýn. Og að loknum sfðustu kosningum gekk Alþýðuflokkurinn einnig þessa götu, enda í þrjátíu ár hald- inn þeirri bábilju að framtíð ís- lands yrði best tryggð í samfylgd með Sjálfstæðisflokknum. Þótt valdið blindaði sýn lét veruleikinn ekki að sér hæða. Af- leiðingar hinnar blygðunarlausu peningakreddu blöstu við á öllum sviðum. Atvinnulíf byggðarlag- anna var í rúst. Framleiðslan að stöðvast í flestum landshlutum. Vofa atvinnuleysisins beið við dyrnar. Eyðilegging frjálshyggj- unnar gróf framförunum gröf. Þróttur framleiðslunnar var að bresta. Áræði forystumannanna þrotið. Vonleysið og uppgjöfin blöstu við á öllum sviðum. Ný ríkisstjórn Gjaldþrot frjálshyggjunnar skóp skyndilega kreppu í stjórnkerfi landsins. Forystu- sveitir Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins urðu á skömmum tíma að gera upp mis- tök liðinna ára og ákveða að halda inn á nýjar brautir. Alþýðubandalagið hafði um áraraðir varað við afleiðingum hinnar óheftu peningahyggju. Á fáeinum dögum varð flokkurinn að taka örlagaríkar ákvarðanir. Sagan kenndi að flokkar félags- hyggju og jafnréttis hefðu of sjaldan borið gæfu til að taka höndum saman um stjórn lands- ins. Aðeins þrisvar áður í sögu lýðveldisins höfðu þessir flokkar unnið saman. Á fáeinum dögum í septemb- \ermánuði opnuðust tækifæri til hinnar fjórðu tilraunar. Aðkom- an var erfið og aðstæðurnar óhag- unarlestin skilað jafnt og þétt ný- jum árangri í vaxtamálum. Fjárlög ríkisins skapa skilyrði fyrir nýtt tímabil jafnvægis og stöðugleika. Snúið verður burt frá braut erlendrar skuldasöfnun- ar og styrkari stoðum skotið undir sjálfstæði þjóðarinnar og velferð almennings. Slíkt krefst þó óhjákvæmilega nýrrar tekju- öflunar í formi breytinga í skatt- amálum. Það er sjaldan til vin- sælda fallið, en óhjákvæmilegt ef árangur á að nást. í þeim efnum hefur verið reynt að gæta rétt- lætis. Þeim sem lægst hafa launin er hlíft en hinir eignameiri og tekjuhæstu bera stærstan hluta byrðanna. Verkefni næstu mánuða Þannig hefur á þremur mánuð- um verið skapaður víðtækur grundvöllur að nýrri sókn. Próf- steinninn mun hins vegar felast í þeim árangri sem næst á vett- vangi atvinnulífsins. Þar er upp- spretta verðmætanna og jarðveg- ur nýrra framfara. Tæknibylting og markaðsþróun í heiminum öllum setja íslensku atvinnulífi nýja kosti. Eldri aðferðir verða á skömmum tíma úreltar. Atorka og áræði verða að vera í fyrirrúmi ef við íslendingar eigum að halda hlutdeild okkar á hefðbundnum mörkuðum og vinna ný lönd fyrir útflutningsvörur okkar. Á nýju ári verður hin víðtæka sókn í atvinnumálum íslendinga stærsta verkefni ríkisstjórnarinn- ar. Hún þarf að bjóða öllum til samstarfs um endurreisn og nýj- an kraft í útflutningi íslendinga. Þar þarf að leita liðsinnis hjá þeim fjölmörgu sem reynsluna hafa en einnig opna nýjar leiðir fyrir ferska krafta. Hagsmunir gamalla fyrirtækja mega ekki vera nýjum þrándur í götu. Áræðni og atorka þurfa að fá svigrúm. Samtök eldri útflutn- ingsgreina og einstaklingar með ferskar hugmyndir þurfa að sitja við sama borð. Fuiltrúar launa- fólks og starfsmenn fyrirtækja þurfa að skynja víðtækt hlutverk sitt í þessari mikilvægu endur- reisn. Árangur í þessum efnum mun ráða úrslitum. Hann ákveður hvort okkur tekst að draga úr er- lendum skuldum og byggja vel- ferð framtíðarinnar á traustum stoðum. Hér verður ríkisstjórnin í senn að sýna forystu og frjálsræði. Hún verður að vera opin fyrir nýjum hugmyndum og bjóða öllum til leiks sem raun- verulegan áhuga hafa á árang- ursríku samstarfi. Atvinnulíf á nýrri öld í raun og veru blasir við það stórbrotna verkefni að tryggja grundvöll atvinnulífs íslendinga á nýrri öld. Við þurfum að búa okkur undir heim sem verður all- ur eitt markaðssvæði þar sem hraðfleyg tækniþróun og bylting í samgöngum verða undirrót fram- vindunnar. Slík umbylting getur orðið lítilli þjóð erfið þraut. Reynslan sýnir þó að mannvit og áræðni skipta þar sköpum. Breytingin á efnahagskerfi Evrópu er aðeins lítill hluti þeirrar umbyltingar sem nú fer í hönd. Forysturíki Asíu eru að verða leiðandi afl í hagkerfi heimsins. Þungamiðjan mun fær- ast frá Atlantshafi til strandríkja Kyrrahafsins. Hin öflugu ríki latnesku Ameríku, sem nú eru þekktust fyrir miklar skuldir, verða um aldamótin komin í fremstu röð hagvaxtarþjóða. Forystumenn Sovétríkjanna hafa skilið þróunarlögmál hinna breyttu tíma. Þeir leita nú nýrra leiða í viðskiptum við umheiminn og knýja á um stórfelldar breytingar í eigin kerfi. Allt þetta færir okkur íslend- ingum í senn nýja möguleika og erfiðar prófraunir. Sjávarútvegur okkar þarf að taka miklum breytingum til að laga sig að nýj- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Ólafur Ragnar Grímsson Ný verkefni ný tækifæri ný heimssýn stæðari en flestir hefðu kosið. í hugum okkar allra var ákvörðun- in erfið. Engu að síður hefur tím- inn sýnt að niðurstaðan var rétt. Ný ríkisstjórn markaði söguleg tímamót. Rekunum var kastað á kreddu frjálshyggjunnar. Nýr grundvöllur félagshyggju og jafnréttis mótar nú ákvarðanir landstjórnarinnar. Ný kynslóð ís- lenskra vinstrimanna hefur tekið höndum saman í endurreisnar- starfi. Mistök sögunnar eru víti til varnaðar. Framtíðin felur í sér fyrirheit um varanlegan árangur og langvarandi samvinnu. Þúsundir jafnréttissinna í flokkunum þremur og þjóðfé- laginu öllu setja fram afdráttar- lausar kröfur um að hin fjórða tilraun verði öðruvísi en hinar þrjár. Peningaöflin verði um langa hríð utan dyra landstjórn- arinnar. Hugsjónir jafnréttis og félagslegs réttlætis fái þann tíma sem þarf til að festa í sessi samfé- lag velferðar og lýðræðis. Árangur fyrstu verka Á skömmum tíma tókst ríkis- stjórninni að koma í veg fyrir stöðvun atvinnulífsins. Lagður var grundvöllur að víðtækri endurskipulagningu á fjárhag og rekstri í helstu útflutningsgrein- um. Viðræður um samstarf og sameiningu ólíkra fyrirtækja sem þó eru tengd hagsmunum sömu heimabyggða eru nú hafnar í öllum landshlutum. Verðstöðv- unin hefur skilað meiri árangri en nokkur þorði að vona. Verðbólg- an mælist nú langt undir 1% í mánuði hverjum og jafnvel gengisfellingin í septembermán- uði kom hvergi fram í verðlags- hækkunum. Tímabil þenslu og offjárfest- ingar virðist á enda. Nýjar og raunsæjar kröfur um hagkvæmni og raunverulega arðsemi ráða nú för í flestum fyrirtækjum. Koll- steypunni var forðað og vofu atvinnuleysis vísað á bug. Tíma- bil stöðugleika í verðlagsmálum og jafnvægis í efnahagslífinu virð- ist nú raunhæfur möguleiki á nýju ári. Aðgerðirnar í september voru aðeins upphafið á langri braut. Þær sköpuðu nauðsynlegan for- leik að varanlegri umsköpun. Lækkun vaxta og fjármagns- kostnaðar líkist lestarför þar sem hver vagn tengist í annan. Þótt hægar hafi miðað í þeim efnum en flestir hefðu kosið hefur lækk- v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.