Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 7
ið. Það eru bara fangar fortíðar-
innar sem vilja halda því áfram.
Hlutverk
Sameinuðu
þjóðanna
Hin nýja heimssýn hefur glætt
Sameinuðu þjóðirnar nýju lífi.
Vígbúnaðaröflin höfðu ýtt þess-
um vettvangi til hliðar. Þau trúðu
því að máttur stríðstólanna væri
lausnarorðið. Áherslan var flutt
til hernaðarbandalaganna og
þeirrar heimslögreglu sem stór-
veldin ætluðu sér að vera. í aðal-
stöðvum Sameinuðu þjóðanna
ríkti vonleysi og deyfð. Það eru
ekki nema nokkur misseri síðan
margir töldu að endalok Samein-
uðu þjóðanna væru í nánd.
En nú hafa nýjar brautir verið
ruddar. Sameinuðu þjóðirnar
hafa öðlast kraft til sóknar. For-
ystumenn þessara merku sam-
taka hafa haft forgöngu um
lausnir deilumála í Asíu og Afr-
íku. Sveitir friðargæslumanna
hafa verið sendar víða um heim
og starfsmenn Sameinuðu þjóð-
anna gegna nú sífellt mikilvægara
hlutverki við að tryggja sáttar-
gjörð og varðveita öryggi og frið.
Ný umræða um framtíð Sam-
einuðu þjóðanna er hafin. Það er
mikil breyting sem þeir einir
skynja sem fyrir fáeinum misser-
um reyndu að knýja á um slík
þáttaskil. Þá töluðum við fyrir
daufum eyrum. Nú vilja nær allir
taka þátt í nýju sköpunarstarfi.
Forystumenn stórveldanna kjósa
Sameinuðu þjóðirnar sem vett-
vang fyrir nýjan boðskap. Þeir
virðast flestir hafa skilið að
draumurinn um heimslögreglu
þeirra sjálfra og ævarandi völd í
krafti aukins vígbúnaðar er nú
hjóm eitt. Nýjar aðstæður krefj-
ast víðtækrar samvinnu allra
þjóða.
Sameinuðu þjóðirnar hafa öðl-
ast rauverulegt hlutverk. Þörfín
fyrir sáttargjörð og öryggisgæslu í
nafni mannkynsins alls hefur vik-
ið einhliða vígbúnaðarkröfum til
hliðar. Tillögur um víðtækt hlut-
verk friðargæslu, nýtt eftirlits-
kerfi þar sem gervihnettir og fær-
ustu sérfræðinga starfa á vett-
vangi stofnana sem bera ábyrgð
gagnvart mannkyni öllu, endur-
skoðun á reglum um neitunar-
vald og nýjar hugmyndir um víð-
tækt hlutverk á sviði umhverfis-
verndar og mannréttinda - allt
þetta hefur glætt umræðuna um
framtíð Sameinuðu þjóðanna
nýju lífi.
Nýtt öryggiskerfi
I raun og veru er krafan um
nýtt alþjóðlegt öryggiskerfí orðin
viðurkennt viðfangsefni forystu-
manna allra þjóða. Með hverjum
mánuði verður sífellt útbreiddari
sá skilningur að hernaðarbanda-
lögin þjóna ekki lengur sínum
upphaflega tilgangi. Heimurinn
er einfaldlega orðinn of breyttur
til að þau eigi öruggan sess í kerfi
framtíðarinnar. Orlög okkar
allra eru orðin of samtvinnuð til
að hægt sé að réttlæta gamlar
kenningar um vígbúnað og her-
væðingu. í staðinn verður að
þróa nýtt kerfi öryggis og
friðsamlegrar sambúðar þar sem
réttur allra þjóða til sjálfstjórnar
er tryggður og raunveruleg af-
vopnun verður forsenda friðar og
framfara.
Hinir risavöxnu kraftar sem nú
eru helgaðir framleiðslu vopna
og tortímingar verða virkjaðir í
þágu þróunar og alhliða fram-
fara. Sjúkdómum og fátækt verð-
ur útrýmt. Verndun umhverfis
jarðarinnar allrar sett í fyrirrúm.
Samgöngur og tækniframfarir
gera heiminn allan að einu þorpi.
Samkennd mun koma í stað ótta
og ófriðar. Þannig verður hið
nýja öryggiskerfi rökrétt af-
leiðing þeirra umfangsmiklu
breytinga sem nú eru í gerjun um
heim allan. í raun eru valkostirn-
ir aðeins tveir. Annars vegar tor-
tíming - hins vegar nýskipan al-
þjóðalegra samskipta. Árið 1988
verður í sögunni markað slíkum
þáttaskilum. Þá öðluðust æ fleiri
ráðamenn þjóða skilning á þeim
vegamótum sem við blasa.
Afvopnun:
Okkar hlutverk
Þessar breytingar ættu að vera
okkur íslendingum fagnaðarefni.
Við erum vopnlaus þjóð sem um
aldir hefur lifað í friði og sækir
sjálfstæði sitt í kraft laga, menn-
ingar og mannréttinda. Her-
stöðvar og bandalag vígbúnað-
arríkja við Atlantshaf hafa að
vísu í nokkra áratugi skapað gjá
meðal landsmanna. Nú er hugs-
anlegt að sá tími sé senn á enda.
Haldi afvopnunin áfram jafn
hröðum skrefum og stigin voru á
liðnu ári mun á skömmum tíma
verða gerbreytt viðhorf til víg-
búnaðar.
Okkar hlutverk er að taka þátt
í þessari afvopnunarþróun. Kraf-
an um að flytja vígbúnaðinn á
höfunum inn á viðræðuborð af-
vopnunar á að vera kjarninn í
hinni nýju utanríkisstefnu íslend-
inga. Þar eiga þeir sem áður voru
aðskildir að geta tekið höndum
saman. Á sama tíma verður að
nema staðar á braut aukins víg-
búnaðar í okkar eigin landi. Til-
lögur um stórfelldar hernaðar-
framkvæmdir og nýjar viðbætur
við herstöð stórveldisins eru í
ótvíræðri mótsögn við breyttan
tíðaranda og hina nýju heimssýn.
Það kann að taka tíma að nægi-
lega margir átti sig á hinum
breyttu aðstæðum. Það er þó
brýn nauðsyn að slíkt verði hið
fyrsta. Þegar tímar afvopnunar
og friðsamlegrar sambúðar eru
að renna upp í heiminum öllum
er fáránlegt að láta arf kalda
stríðsins verða að ósætti á milli
þeirra sem samleið eiga á braut
félagshyggju og jafnréttis.
íslendingar geta gegnt mikil-
vægu hlutverki á vettvangi af-
vopnunar og haft forystu á ýms-
um sviðum í umræðunni um nýtt
öryggiskerfi. Við mörkuðum
djúp spor þegar ný viðhorf til
landhelgismála voru að festast í
sessi um heim allan. Á sama hátt
getum við einnig gert okkur gild-
andi í tillögugerð um afvopnun á
höfunum og brottflutning er-
lendra herstöðva frá ríkjum sem
lifa vilja í sátt og samlyndi við alla
nágranna.
Tímamót
Hraði breytinganna er mikill.
Hjól örlaganna snýst með ógn-
arkrafti. Liðið ár opnaði dyr
nýrra tækifæra. Framtíðin flytur
ákall um djörf tök og ferska hugs-
un.
Fjöldahreyfingar jafnréttis og
félagshyggju eru nú á vega-
mótum. Sagan kennir að forystu-
menn íslenskra vinstriflokka hafa
á sögulegum augnablikum ekki
hikað við hin stóru skref. Æ fleiri
spyrja nú um framtíð þeirra
hreytinga sem hafa jöfnuð, lýð-
ræði og réttlæti að leiðarljósi.
Nýjar leiðir til samstarfs ber að
kanna. Gjár verður að brúa og
fordómum að eyða. Samtíminn
krefst frjórrar hugsunar og fram-
tíðin þess að fjötrar fortíðarinnar
verði ekki látnir hindra för.
Árið 1988 skóp félagshyggju-
öflunum á fslandi fjórða tækifær-
ið í sögu lýðveldisins. Verður það
skammvinnt eins og hin fyrri eða
markar það upphaf að sögulegum
þáttaskilum?
Sósíalisminn er kenning um
lýðræði og réttlæti, - jafnaðar-
stefnan sameinar það besta úr
arfi fortíðarinnar og vísar
brautina til nýrrar framtíðar.
Við áramót er það skylda okk-
ar allra að hugleiða með opnum
huga og án hleypidóma hvernig
við getum tryggt að þessi tilraun
takist.
Nýju ári er heilsað með góðum
óskum og baráttukveðjum til
samherja um allt land. Þakkir eru
færðar fyrir samstarf á liðnu ári.
Megi rísandi sól færa lands-
mönnum öllum gæfu og farsæld á
nýju ári og heimsbyggð þann frið
sem um aldir hefur verið dýpsta
ósk mannkyns.
Ólafur Ragnar Grímsson
VIÐ ARAMOT
Steingrímur Hermannsson
Betrl tímar framundan
„Það sem mér er persónulega
minnistæðast af atburðum á ár-
inu, er sennilega þegar ég varð
sextugur. Það heimsóttu mig
margir og mér þótti vænt um það
og þakka þann vináttuvott sem
mér var þá sýndur. Ég átti þá
góða daga með fjölskyldunni og
mætti margt fleira um það segja,“
sagði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra.
„Þá eru mér stjórnarslitin og
stjórnarmyndunin minnisstæð og
sú staðreynd að þá náðist að
mynda nýja ríkisstjórn á skömm-
um tíma. Ég vil ekki kalla það
persónulegan sigur, ég er ekki að
leita að slíku heldur einhverju
sem verður þjóðinni til góðs. Nú
ég átti að mörgu leyti ánægjulegt
sumar enda voru öll börnin hér,
líka þau þrjú frá Bandaríkjunum.
Við áttum góðar stundir, bæði í
afmælinu, við veiðar og að Kletti
í Borgarfirði.“
„í heild var árið auðvitað
stormasamt í pólitíkinni og ég
held að margt hafi farið þar öðru
vísi en þurfti. Þegar ég lít til baka
þá held ég að menn hafi bæði
skort framsýni og kjark til að taka
á hlutunum og hafi látið of mikið
hrekjast undan misvitrum skoð-
unum í fjölmörgum atriðum. Þar
má t.d. taka í sambandi við fjár-
magnsmarkaðinn sem hefur
fengið að leika hér lausum hala
og er ég sannfærðari um það með
hverjum deginum að hann er í
rauninni sú meinsemd sem er
langsamlega erfiðust hér. Það
hefur ekki tekist nægilega vel enn
þá að koma böndum á þennan
markað, því þar eru öflugir aðilar
sem leita allra ráða til að standa á
móti og það getur vitanlega engin
ríkisstjórn þolað til lengdar. Ég á
í þessu sambandi líka við bank-
ana, Seðlabankann og viðskipta-
bankana. Það virðist ekki mega
draga eina burst úr nefi fjár-
magnseigandanna, það á að taka
allt annars staðar og ég held að
það sé m j ög alvarlegt mál ef það á
að fá að verða ofan á hjá okkur.
„Hvað framtíðina varðar held
ég að okkur takist t.d. að finna
lausn á þessu vandamáli, því allur
fjöldinn skilur þetta og æ fleiri í
pólitíkinni sjá að svona getur
þetta ekki gengið. Hvað efna-
hagsástandið varðar held ég að
það eigi eftir að versna á vissum
sviðum, t.d. í versluninni.
Kannski hefur uppskeran eftir
jólavertíðina ekki orðið jafn
mikil og menn hafa gert sér vonir
um og næstu mánuðir verða erf-
iðir. En ég held að á öðrum svið-
um, svo sem hjá sjávarútveg fari
nú að réttast úr kútnum á næst-
unni, ef ríkisstjórnin stendur sig í
sínum gerðum og það mun hún
gera. Eg er sannfærður um að
eftir næsta ár munum við standa í
betri sporum en nú,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra. - phh
Ásmundur Stefánsson
Samstaða gegn samningabanni
Ég hlýt að tiltaka öðrum at-
burðum fremur það sem mér
finnst jafnframt sorglegast; að
hér skuli hafa verið teknir upp
þeir stjórnarhættir að banna
samningagerð, sagði Ásmundur
Stefánsson, forseti Alþýðusam-
bands íslands, er hann var inntur
eftir þvf hvað honum væri minnis-
stæðast á því ári sem nú er að
ljúka.
Ég tel að starfsemi verka-
lýðsfélaga sé eðlilegri og snarari
þáttur í okkar þjóðfélagi en svo
að hún snúist eingöngu um kaup
og kjör, spurningin er ekki síður
um að lifa eins og fólk, og því er
það að fyrir mér er þetta stærsta
og alvarlegasta mál ársins, sagði
Asmundur.
Hann sagði að þar með væri
þeirri spurningu sjálfsvarað hvað
væri mikilvægast á næsta ári: Það
skiptir mestu að full samstaða ná-
ist með launafólki um að tryggja
að slíkt endurtaki sig ekki. Við
verðum að koma stjórnmála-
mönnum í skilning um að samn-
ingsréttinn verði að virða, sagði
Ásmundur.
HS
Laugardagur 31. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7